Skessuhorn


Skessuhorn - 19.08.2015, Qupperneq 1

Skessuhorn - 19.08.2015, Qupperneq 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 34. tbl. 18. árg. 19. ágúst 2015 - kr. 750 í lausasölu Arion hraðþjónusta – hafðu það eins og þú vilt Arion appið • Netbanki • Hraðbankar Lúsina burt! Restaurant Munaðarnes Borgarfirði 525 8441 / 898 1779 Njótið veitinga í fallegu umhverfi SK ES SU H O R N 2 01 5 OPIÐ 12.00 – 21.00 Hvalfjarðar- dagar 28. - 30. ágúst Fjölbreytt dagskrá um alla sveit Mannbjörg varð úti fyrir miðjum Breiðafirði síðastliðinn fimmtudag eftir að kviknaði í handfærabátn- um Gísla Mó SH 727 sem gerð- ur er út frá Arnarstapa. Arnar Lax- dal sjómaður var einn um borð við veiðar þegar eldur kom upp í stýris- húsi bátsins. Arnar náði að komast í björgunargalla og losa björgun- arbátinn en tæpara mátti það ekki standa því á skömmum tíma varð báturinn alelda. Í björgunarbátnum sendir hann út neyðarblys og það var síðan Fannar Baldursson, vinur hans, sem kom fyrstur að á sínum báti og tók Arnar um borð. Hann sakaði ekki en var eðlilega mjög skelkaður eftir þennan atburð. Gísli Mó sökk skömmu síðar. mm Með Skessuhorni í dag fylgir sérblað sem tileinkað er upphafi skólaársins. Rætt er við forsvarsmenn grunnskóla, f r amha lds - skóla og há- skóla í lands- hlutanum og sagt frá því helsta sem Símenntun- armiðstöð- in á Vestur- landi býð- ur upp á í haust. Samhliða því að grunnskólar hefjast bætast mörg hundruð ungir einstaklingar í umferðina. Ökumenn eru sérstaklega hvattir til að taka tillit til þess og fara varlega. Skessuhorn óskar skólafólki; nem- endum og starfsfólki velfarnaðar í störfum komandi missera. mm Eins og fram hefur komið í frétt- um undanfarna daga settu Rússar viðskiptabann á flest matvæli frá Ís- landi fyrir síðustu helgi. Það gera þeir til að svara viðskiptaþvingun- um gegn þeim frá ESB og Banda- ríkjunum. Aðgerðir sem íslensk stjórnvöld hafa stutt. Gríðarlegir hagsmunir eru í húfi fyrir Íslend- inga og ef bann Rússa verður lang- vinnt mun sala á sjávarafurðum fyr- ir tugi milljarða króna vera í húfi. Alls óvíst er hvort nýir markað- ir finnist fyrir vörurnar. Viðskipta- bannið hefur því margþætt áhrif. Meðal fyrstu áhrifanna sem gætti hér á landi má nefna að síðastliðinn laugardag var á Akranesi unnið við uppskipun á frystum loðnuhrogn- um úr flutningaskipinu Green Bergen. Hrognunum var ekið rak- leiðis í frystigeymslu HB Granda á Akranesi. Hrognunum hafði verið skipað út fimmtudeginum áður úr sömu frystigeymslum en þau eru hluti þeirra loðnuhrogna sem unnin voru hjá HB Granda á loðnuvertíð- inni í vetur og áttu að fara til Rúss- lands. Skipið hélt síðan til Reykja- víkur að sækja meira af afurðum. Það varð þó ekki því viðskiptabann Rússa á fiskafurðir frá Íslandi skall á í millitíðinni. En áhrifa viðskiptabannsins gætir víðar. Mokveiði hefur verið af mak- ríl síðustu daga skammt frá Ólafs- vík og út af Rifi en söluhorfur eru afleitar. Að sögn Péturs Bogason- ar hafnarvarðar í Ólafsvík, hafa níu makrílbátar landað að undanförnu og aflinn hefur verið mjög góður eða upp í tíu tonn eftir skamman tíma á veiðum. Gunnar Bergmann Traustason fiskmiðlari hjá Portice segir í sam- tali við Skessuhorn að fyrirtækið láti frysta makrílinn hjá sér á þrem- ur stöðum á landinu. „Við erum með átta báta í föstum viðskiptum hjá okkur og makríllinn er mjög stór og góður. Fituhlutfallið er komið í 29%,“ segir Gunnar. Hann bætir því við að því miður sé engin sala eins og er. „En við vonum að það fara að koma nýir markaðir fyr- ir þennan fisk. Við erum að borga 55 krónur fyrir kílóið eins og er,“ segir Gunnar en kveðst lifa í von- inni um að verðið muni hækka með tímanum og ekki síst að nýir mark- aðir opnist fyrir afurðirnar. af/mm Skólablað Skessuhorns Gísli Mó SH. Ljósm. af. Mannbjörg þegar bátur varð alelda á Breiðafirði Þessi mynd var tekin um svipað leyti og Arnari var bjargað. Gísli Mó var þá alelda og sökk skömmu síðar. Ljósm. Jón Einarsson á Glaumi SH. Útflutningur í uppnámi Frystum loðnuhrognum ekið á laugardaginn aftur í frystigeymslur HB Granda á Akranesi. Ljósm. mþh. Karl Svanur Friðjónsson skipstjóri á Signýju HU sem landaði átta tonnum á stuttum tíma á veiðum og hélt aftur til veiða að löndun lokinni. Ljósm. af.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.