Skessuhorn


Skessuhorn - 19.08.2015, Síða 16

Skessuhorn - 19.08.2015, Síða 16
MIÐVIKUDAGUR 19. ÁGÚST 201516 AUGLÝSING frá Brekkubæjar- og Grundaskóla Nemendur komi í skólana mánudaginn 24. ágúst 2015 sem hér segir: Skólasetning í 1. – 10. bekk verður kl. 10:00 í íþróttahúsinu við Vesturgötu. 1.-2. bekkur kl. 9.00 3.-4. bekkur kl. 10.00 5.-7. bekkur kl. 10.30 8.-10. bekkur kl. 11.00 BREKKUBÆJARSKÓLI GRUNDASKÓLI Símanúmer á skrifstofu Brekkubæjarskóla er 433 1300 og símanúmer á skrifstofu Grundaskóla er 433 1400. Opið hús verður í skóladagvistinni þar sem foreldrar geta gengið frá vistunartíma og fengið nauðsynlegar upplýsingar á staðnum. Opið hús í Brekkubæjarskóla mánudaginn 24. ágúst 2015 kl. 10:30. Opið hús í Grundaskóla mánudaginn 24. ágúst 2015 kl. 9:30. Allar nánari upplýsingar eru á heimasíðum skólanna. Veffang Brekkubæjarskóla er www.brak.is og veffang Grundaskóla er www.grundaskoli.is Skóla- og frístundasvið Tólfta skólaár Fjölbrautaskóla Snæ- fellinga í Grundarfirði hófst nú í morgun, miðvikudaginn 19. ágúst, með skólasetningu og að henni lok- inni hófst kennsla samkvæmt stunda- töflu. Nýnemar voru sérstaklega boðnir velkomnir síðastliðinn föstu- dag á nýnemadegi. Þar bauðst ný- nemum að koma og skoða skólann, kynnast kennsluumsjónarkerfinu og fá afhentar sínar stundatöflur. Var boðið upp á kjúklingasúpu og dag- urinn látin enda á æsispennandi rat- leik. Hrafnhildur Hallvarðsdóttir tók til starfa sem nýr skólameistari 1. ágúst síðastliðinn. Áður var hún aðstoð- arskólameistari en nýr starfsmaður verður ráðinn í þá stöðu nú á næstu dögum. Búið er að manna öll önnur störf við skólann, að sögn Hrafnhild- ar. Fjöldi nemenda sem skráðir eru í skólann þetta skólaár er 189 og þar af eru 43 nýnemar og 32 í dreifnámi. Það eru örlítið færri nemendur en á síðasta skólaári en svipaður fjöldi ný- nema. Skráningum í skólann er þó ekki alveg lokið þetta haustið. Góð aðsókn af upptökusvæðinu „Hingað koma um 86% þeirra sem ljúka 10. bekk á Snæfells- nesi og sunnanverðum Vestfjörð- um, en það er upptökusvæði skól- ans, og erum við mjög ánægð með þá aðsókn. Skólinn hefur starfrækt framhaldsdeild á Patreksfirði síðan 2007 og þangað sækja nemendur af því svæði. Meðalaldur nemenda hefur aðeins lækkað hjá okkur því nú tökum við inn færri eldri nem- endur heldur en áður. Það eru því flestir nemendur á aldrinum 16-20 ára,“ segir Hrafnhildur. Eins og fyrri ár verða rútuferð- ir í skólann fyrir þá nemendur sem búa annars staðar á Snæfellsnesi heldur en í Grundarfirði. Einnig verða farnar námsferðir frá fram- haldsdeildinni á Patreksfirði til Grundarfjarðar í hverjum mánuði. Þá koma nemendurnir til Grund- arfjarðar og taka þátt í hefðbund- inni kennslu og félagsstarfi í fjóra daga. Tvær nýjar námsbrautir „Við höfum unnið að nýjum náms- brautum í samræmi við nýja aðal- námskrá frá árin 2011. Nú bjóðum við upp á félags- og hugvísinda- braut, náttúruvísindabraut, opna braut, listnámsbraut, framhalds- skólabraut og starfsbraut. Aðsókn á félags- og hugvísindabraut er nokkuð jöfn, enda þekkja nemend- ur þær brautir,“ segir Hrafnhildur. Á þessu skólaári verða tvær nýjar brautir í boði fyrir nemendur; opin braut og listnámsbraut. Kjarninn á brautum til stúdentsprófs er sá sami á öllum brautum. Sérhæfing námsins fer svo eftir áhugasviði nemenda en samsetning verður þó að vera í samræmi við þrepa- skiptingu á brautum til stúdents- prófs. „Við höldum áfram að vinna í innleiðingu nýrra námsbrauta því þeirri vinnu er ekki lokið,“ segir Hrafnhildur. Með innleiðingu nýrra náms- brauta við skólann er stefnt að því að nemendur geti lokið námi til stúdentsprófs á þremur árum, en stefnt var að því í nýrri aðal- námskrá frá árinu 2011 að nám til stúdentspróf yrði stytt niður í þrjú ár frá og með árinu 2015. Við FSN hefur það þó ekki verið óal- gengt að nemendur ljúki námi til stúdentsprófs á þremur árum eða þremur og hálfu. Gera má ráð fyr- ir því að það verði nú enn algeng- ara, með nýrri námskrá, að nem- endur ljúki námi á þremur árum. Í FSN mun nemendum þó standa það til boða að ljúka námi á lengri tíma ef þeir kjósa það. arg Fjölbrautaskóli Snæfellinga í Grundarfirði Listabraut í boði fyrir framhalds- skólanema á Vesturlandi Mikið stuð á nýnemum á nýnemadegi á föstudaginn síðasta. Ljósm. tfk. Menntaskóli Borgarfjarðar var settur í níunda sinn í gærmorgun, þriðjudaginn 18. ágúst. Þá var ný- nemum boðið til morgunverðar ásamt starfsfólki skólans. Að morg- unverði loknum voru nemend- um afhentar stundatöflur og önn- ur gögn varðandi skólastarfið og opnað var fyrir stundatöflur eldri nemenda á INNU. Kennsla hófst í morgun samkvæmt stundatöflu og foreldrum nýnema gefst kost- ur á að kynna sér skólastarfið og fá allar helstu upplýsingar á kynning- arfundi í skólanum kl. 17 í dag. Að sögn Guðrúnar Bjargar Aðalsteins- dóttur, skólameistara MB, fer þetta skólaár af stað með 130 nemend- ur skráða og þar af er 51 nýnemi. Það er örlítil fækkun á heildarfjölda nemenda milli ára en þó eru fleiri nýnemar skráðir til náms núna en á sama tíma í fyrra. Áhugasöm- um nemendum gefst enn kostur á að skrá sig til leiks. „Nemendur við skólann koma flestir úr Borg- arbyggð en einnig fáum við nem- endur úr Búðardal, Akranesi, Hval- fjarðarsveit og Húnavatnssýslu. Við bjóðum nemendum sem ekki búa í Borgarnesi að búa á nemendagörð- um hjá okkur en þar er pláss fyrir átta nemendur, fjóra stráka og fjór- ar stelpur, og verða öll plássin nýtt í vetur,“ segir Guðrún. Samvinna við LbhÍ Að sögn Guðrúnar skrá flestir nem- endur skólans sig á félagsfræðibraut og náttúrufræðibraut, eða um 57%, 18% nemenda eru skráðir á íþrótta- braut, 12% á framhaldsbraut og 13% á aðrar brautir. Áfram stend- ur nemendum til boða að skrá sig í nám á náttúrufræðibraut – bú- fræðisvið en sú námsbraut er unnin í samstarfi við Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Nemend- ur sem velja þessa braut eru fjög- ur ár í námi, fyrstu tvö árin stunda þeir námið í MB en seinni tvö árin á Hvanneyri. Að námi loknu út- skrifast þessir nemendur með stúd- entspróf frá MB og búfræðipróf frá Hvanneyri. Nám til stúdentsprófs tekur þrjú ár Aðspurð hvort það mætti vænta breytinga fyrir næsta skólaár segir Guðrún að það verði eitthvað um þær. „Nokkrar nýjungar eru á kom- andi skólaári. Námskránni hefur verið breytt nokkuð og stúdents- próf er nú 200 einingar í stað 220 eins og áður, starfsdögum fækkar líka úr 184 niður í 180 daga. Dreif- nám sem við höfum boðið upp á í Dalabyggð verður ekki í boði á komandi skólaári. Það má þó vel vera að það verði tekið upp aftur skólaárið 2016-2017 ef eftirspurn verður mikil. Annaskil verða nú um áramót en ekki í janúarmánuði. Við verðum áfram með haustdaga eins og síðasta haust, það gafst mjög vel. Markmiðið með haustdögum er að að brjóta upp hefðbundið skólastarf og vinna að verkefnum með nem- endum sem skila af sér afurðum sem hægt er að sýna í lok vikunn- ar,“ segir Guðrún. Samkvæmt nýrri skólanámskrá frá árinu 2011 átti að vera búið að stytta nám til stúdents- prófs um eitt ár frá og með haust- inu 2015. Í MB hefur nám til stúd- entsprófs alltaf verið þrjú ár. „Við erum í raun brautryðjendur í námi sem byggt er upp á þennan máta, þriggja ára nám til stúdentsprófs,“ segir Guðrún Björg að endingu. arg Menntaskóli Borgarfjarðar Brautryðjendur í þriggja ára námi til stúdentsprófs Svipmynd úr skólastarfi MB. SKÓLABLAÐ SKESSUHORNS

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.