Skessuhorn


Skessuhorn - 19.08.2015, Síða 18

Skessuhorn - 19.08.2015, Síða 18
MIÐVIKUDAGUR 19. ÁGÚST 201518 Grundaskóli á Akranesi er fjöl- mennasti grunnskólinn á Vestur- landi. Fjöldi nemenda nú í ágúst verður 584, sem þó er fækkun frá fyrra ári. „Árgangurinn sem innrit- ast nú er fámennari en sá sem var útskrifaður síðastliðið vor og verð- andi 10. bekkur er að auki óvenju fámennur,“ segir Hrönn Ríkharðs- dóttir skólastjóri Grundaskóla. Hún segir jafnframt að haustið 2016 verði breyting á og þá verði þrjár bekkjar- deildir í öllum árgöngum. Eins og endranær eru fleiri drengir en stúlk- ur í skólanum. Skólasetning verður mánudaginn 24. ágúst og kennsla hefst samkvæmt stundaskrá dag- inn eftir. Hrönn segir kennslu verða með sambærilegum hætti og und- anfarin ár. „Unglingastigið held- ur áfram með sínar áherslur á sjálf- stæð vinnubrögð, verkefnatíma og þemu. Lögð verður áhersla á leið- sagnarmat í skólanum eins og áður og kennt verður í anda Byrjenda- læsis og Orðs af orði eins og und- anfarin ár.“ Hún nefnir einnig að spjaldtölvuvæðing haldi áfram, þar sem felist margvísleg tækifæri og möguleikar sem eftirsóknarvert er að nýta í skólastarfinu. Grundaskóli er móðurskóli í umferðarfræðslu og gegnir Hildur Karen Aðalsteins- dóttir starfi verkefnastjóra. „Nem- endur munu í upphafi skólaársins fá afhentan Spegilinn sem er í senn dagbók nemenda og upplýsinga- handbók um skólann. Unnið hefur verið að gerð skólanámskrár og er hún væntanleg á heimasíðu skólans á haustdögum, vonandi strax í byrj- un september,“ segir Hrönn. Nýtt náms- upplýsingakerfi Starfsmenn skólans eru samtals 92. Að sögn Hrannar eru allir kenn- arar skólans með kennsluréttindi á grunnskólastigi og að litlar breyt- ingar verði á starfsmannahópnum í vetur. „Þó koma til starfa María Þ. Helgadóttir þroskaþjálfi og Vilborg Lárusdóttir iðjuþjálfi. Við fögnum ráðningu þeirra sérstaklega. Verk- efnastjórar stiga verða þeir sömu og áður og Margrét Þorvaldsdótt- ir kemur til baka úr launalausu leyfi í fyrra starf sem verkefnastjóri sérkennslu. Nýir kjarasamning- ar kennara koma til framkvæmda í vetur og spennandi að sjá hvaða tækifæri felast í þeim,“ útskýr- ir Hrönn. Sú breyting verður á að ekki verða hefðbundnir viðtals- eða vitnisburðadagar næsta vetur, held- ur verður foreldrum boðið að koma til viðtals yfir allt skólaárið. Mið- að er við að slík viðtöl verði ekki sjaldnar en tvisvar á skólaárinu og oftar ef þurfa þykir. „Foreldrar geta einnig óskað eftir fundi með um- sjónarkennurum eða öðrum kenn- urum hvenær sem er. Við munum taka í notkun nýtt námsupplýsinga- kerfi frá Mentor og er því ætlað að veita nemendum, foreldrum og skólafólki greinargóðar upplýsing- ar um námslega stöðu jafnt og þétt. Allir kennarar skólans munu sækja námskeið vegna þess nú í upphafi skólaársins.“ Innleiða Vinaliðaverkefni Grundaskóli hefur gert samning við Árskóla á Sauðárkróki um leiðbein- ingu í innleiðingu svokallaðs Vina- liðaverkefnis. Verkefnið er norskt að uppruna og að sögn Hrannar hefur það á fáum árum náð mikilli útbreiðslu og er nú starfrækt í yfir þúsund skólum í Noregi. „Vina- liðaverkefnið er hluti af Vinaverk- efninu og gengur út á það að hvetja nemendur til meiri þátttöku í af- þreyingu í frímínútunum og skapa betri skólaanda. Við munum byrja með 5. -7. bekk í vetur og sjá svo til með framhaldið en markmiðið er að bæta við vinnu með 3. bekk sem og 7.-10. bekk.“ Hún segir aðal mark- miðið með verkefninu vera að bjóða öllum nemendum skólans fjölbreytt úrval afþreyingar í löngu frímínút- um, þannig að bæði yngri og eldri nemendur skólans finni eitthvað við sitt hæfi. „Markmið okkar er að allir nemendur skólans hlakki til að mæta í skólann sinn, alla daga. Skólalóðin og frímínúturnar eru samkvæmt ein- eltisrannsóknum, því miður, helsti vettvangurinn fyrir einelti. Vina- liðaverkefnið er ekki eineltisáætlun heldur stuðningsverkefni við einelt- isáætlun skólans og er hugmynda- fræðin sú að þar sem boðið er upp á skipulagt starf, fái gerendur ein- eltis aðra hluti til að hugsa um. Að- gerðarleysi er nefnilega oft rótin að slæmum hlutum.“ Spornað gegn einelti Forvarnir gegn einelti eru greini- lega ofarlega á baugi í Grunda- skóla. Á skipulagsdögum nú í ágúst mun Vanda Sigurgeirsdóttir fræða starfsfólk skólans um forvarnir gegn einelti og Kristín Einarsdótt- ir mun segja frá verkefni sínu Leik- ur að læra. „Þessi innlegg bæði eru, eins og Vinaliðaverkefnið, hluti af þeirri áherslu skólans að sporna af öllum mætti gegn einelti. Þá munu starfsmenn einnig taka þátt í um- ræðu um framtíð og skipulag skóla- mála á Akranesi sem er verðugt og spennandi verkefni og brýnt að móta stefnu í þeim efnum til lengri tíma,“ segir Hrönn. Grundaskóli er nú að hefja sitt þrítugasta og fimmta starfsár og segir Hrönn að hann sé samt í hugum fólks nýi skólinn á Akranesi. „Það bíða mörg verkefni starfsmanna skólans og það er bara tilhlökkun og eftirvænting í fólki. Veturinn leggst vel í okkur,“ segir Hrönn Ríkharðsdóttir að endingu. grþ Grundaskóli á Akranesi Markmiðið er að allir hlakki til að mæta í skólann sinn Smellt af einni fjölmennri sjálfu á skólaskemmtun. Einbeittar námsstúlkur í Grundaskóla. Langar þig í háskólanám? Menntastoðir er lausnin! Enda tilvalin leið fyrir þá sem langar að koma sér af stað í námi Nýtt upphaf „Ótrúlega skemmtilegt hvað allir voru á svip- uðu plani þó svo að aldur hafi verið frá 20 og uppúr. Það voru flestir komnir til að læra og alltaf allir til í að hjálpa hvort öðru.“ Selma Margrét Arnardóttir nemi í Menntastoðum 2013-2014 og nú nemandi í Háskólagáttinni á Bifröst Markmið námsins er að stuðla að jákvæðu viðhor námsmanna til áframhaldandi náms og auðvelda þeim að takast á við ný verkefni Í náminu er lögð áhersla á að nemendur læra að læra, ei sjálfstraust sitt og lífsleikni. Námið er miðað við fullorðna nemendur, þ.e. einstaklinga 23 ára og eldri. Menntastoðir eru kenndar í dreifnámi sem þýðir að námið er blanda af staðlotum og arnámi þar sem nemendur fá námsefnið í gegnum kennslukerð Moodle og svo hitta þau kennara og aðra nemendur einu sinni í mánuði í Borgarnesi. Námið er verkefnamiðað og er námsefnið unnið jafnt og þétt á námstímanum. Námsgreinar eru; íslenska, enska, danska, stærðfræði, bókfærsla, tölvu og upplýsingatækni ásamt námstækni. Námið er metið sem fullnægjandi undirbúningur fyrir nám í Háskólabrú Keilis, Háskólagátt Háskólans á Bifröst og frumgreinadeild Háskólans í Reykjavík, einnig má meta námið til eininga í framhaldsskóla. Kennsla Fyrsta lota á haustönn verður föstudaginn 18. september og laugardag- inn 19. september í Borgarnesi. Verð: 128.000 kr. Nánari upplýsingar gefur Helga Lind verkefnastjóri Menntastoða á netfangið helgalind@simenntun.is eða í síma 8951662 „Að vera nemandi í Menntastoðum hefur veitt mér þann stuðning og aðhald sem ég þarfnast til að hefja nám að nýju eftir margra ára hlé. Það hefur styrkt mig og aukið áhuga minn á áframhaldandi námi.“ Harpa Hannesdóttir nemandi í Menntastoðum 2014-2015 Við minnum á fræðslusjóði stéttarfélaganna og niðurgreiðslur þeirra vegna þátttöku í námi og á námskeiðum. Kynntu þér rétt þinn hjá þínu stéttarfélagi! SKÓLABLAÐ SKESSUHORNS

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.