Skessuhorn - 19.08.2015, Qupperneq 26
MIÐVIKUDAGUR 19. ÁGÚST 201526
SKÓLABLAÐ SKESSUHORNS
FJÓRAR HAGNÝTAR NÁMSBRAUTIR
Fisktækniskóli Íslands
býður upp á fjölbreytt
nám í sjávarútvegi á
framhaldsskólastigi.
Námið er hagnýtt tveggja
ára nám sem er byggt
upp sem önnur hver önn í
skóla og hin á vinnustað.
Nemendur geta valið sér
námsleiðir í sjómennsku,
Verkefni og vinnustaðir
eru valdir með hliðsjón af
áhuga hvers og eins.
Nám í skóla - nám á vinnustað
FISKTÆKNI
Tveggja ára hagnýtt framhaldsskólanám til starfa í
sjávarútvegi og skeldi.
Inntökuskilyrði: Grunnskólapróf.
Á Fisktæknibraut er hægt að velja þrjár línur:
Sjómennska/veiðar - Fiskvinnsla- Fiskeldi
Hvert námsár skiptist í eina önn í skóla og eina á vinnustað
undir leiðsögn tilsjónamanns (72 ein).
MAREL VINNSLUTÆKNI
Eins árs nám við vélar og hugbúnað frá Marel.
Inntökuskilyrði:
Hafa lokið námi í Fisktækni eða sambærilegu námi.
Námsárið skiptist í fagbóklegar greinar og vinnustaðanám undir
leiðsögn tilsjónamanns (36 ein).
GÆÐASTJÓRN
Eins árs nám í gæðstjórnun.
Inntökuskilyrði:
Hafa lokið námi í Fisktækni eða sambærilegu námi.
Námsárið skiptist í fagbóklegar greinar og vinnustaðanám undir
leiðsögn tilsjónamanns (36 ein).
NETAGERÐ
Þriggja ára iðnnám með mikla starfsmöguleika til starfa við
veiðarfæragerð (48 ein).
Spennandi blanda bóklegs og verklegs náms sem gefur mikla
starfsmöguleika eða til frekari menntunnar.
Nánari upplýsingar hjá
starfsmönnum Fisktækniskóla
Íslands í síma 412-5966 eða á
Skólaakstur af Reykjanesi
Umsóknarfrestur til 5.sept
Háskólinn á Bifröst
Skóli í alþjóðlegu samstarfi sem menntar
samfélagslega ábyrga leiðtoga
Laugardaginn 15. ágúst var tek-
ið á móti nýnemum í Háskólagátt
Háskólans á Bifröst og fór þá fram
fyrsta vinnuhelgi þeirra. „Í grunn-
námi verður svo tekið á móti ný-
nemum 20. ágúst og fyrsta vinnu-
helgi þeirra er 21.-23. ágúst. Ný-
nemadagur meistaranema er 27.
ágúst og fyrsta vinnuhelgi þeirra er
dagana 28. og 29. ágúst. Kennsla í
grunn- og meistaranámi hefst síðan
mánudaginn 24. ágúst,“ segir Anna
Elísabet Ólafsdóttir, aðstoðarrektor
Háskólans á Bifröst.
Viðskiptalögfræði
í fjarnámi
Anna segir að umsóknarfrestur um
nám hafi verið til 15. júní og að-
sóknin að skólanum sé góð. „Það
bárust rúmlega 500 umsóknir til
skólans og tæplega 70% þeirra eru
í háskólanám, sem er svipaður fjöldi
og í fyrra. Í meistarastigsnám bárust
tæplega 130 umsóknir og í grunn-
námið tæplega 220 sem er nokkur
fjölgun frá síðasta ári. Í Háskólagátt
bárust tæplega 150 umsóknir í haust
sem er nokkru færra en í fyrra. Hins
vegar stefnir í að nemendafjöld-
inn sem komi til náms í Háskóla-
gátt verði svipaður og síðasta haust.
Anna segir fjölmargar nýjungar í
námsframboði skólans núna. „Á við-
skiptasviði bjóðum við í fyrsta skipti
upp á þjónustufræði, þ.e.a.s. BA í
viðskiptafræði með áherslu á þjón-
ustufræði. Á félagsvísindasviði erum
við með nýjar línur: BA í miðlun og
almannatengslum og BA í bylting-
arfræði. Báðar þessar línur byggja
á námslínunni hagfræði, heimspeki
og stjórnmál. Þá erum við nú, fyrst
íslenskra háskóla, að bjóða upp á
viðskiptalögfræði í fjarnámi og við-
skiptalögfræði á hálfum hraða fyrir
þá sem vilja taka hana með vinnu.“
Anna segir þá nýbreytni að bjóða
upp á nám í viðskiptalögfræði í fjar-
námi og viðskiptalögfræði með
vinnu mælist mjög vel fyrir og mjög
margar umsóknir hafi borist um
það nám. „Sömuleiðis fengu nýj-
ar námsbrautir á félagsvísindasviði
góðar viðtökur.“
Meðalaldur hærri en í
hinum háskólunum
Í Háskólanum á Bifröst er alltaf ein-
hver starfsemi að sumarlagi. „Á sum-
arönn skólans sem stóð frá byrjun
maí til júníloka var kennsla í grunn-
námi á öllum sviðum og í meistara-
námi á lögfræðisviði. Kennsla var
með hefðbundnum hætti, þ.e. bæði
var kennt í stað- og fjarnámi og var
þátttaka nemenda með ágætum.“
Háskólinn á Bifröst hefur þá sér-
stöðu að þar hefur meðalaldur allt-
af verið hærri en í hinum háskól-
unum. „Hjá okkur er meðalaldur-
inn nálægt 37 árum. Að jafnaði búa
20-30% nemenda skólans á Bifröst.
Við erum þó stöðugt að hvetja nem-
endur til að koma og búa hér í okkar
frábæra umhverfi. Flestir nemenda
sem búa á Bifröst eru fjölskyldufólk
og eru tæplega 40 börn á leikskól-
anum og að jafnaði eru milli 40 og
60 börn í grunnskóla Borgarfjarð-
ar á Varmalandi.“ Hún segir tals-
vert rannsóknastarf unnið við Há-
skólann. „Það er alltaf nokkuð rann-
sóknastarf unnið á Bifröst, bæði í
samvinnu við atvinnulífið og í sam-
starfi við erlendar stofnanir. Við vilj-
um efla þennan þátt okkar enn frek-
ar m.a. með þátttöku í erlendu sam-
starfi og við erum virk í að sækja um
styrki til ýmissa verkefna sem mörg
hver hafa skilað okkur áhugaverðum
rannsóknaverkefnum.“
Verkefnamiðað nám
Forveri Háskólans á Bifröst var
Samvinnuskólinn, sem var skóli til
að mennta verðandi forystumenn
kaupfélaga og Samvinnuhreyfingar-
innar. Spurningin til aðstoðarrekt-
orsins er því hvort finna megi sam-
svörun í Háskólanum á Bifröst í dag
við það sem var í gamla Samvinnu-
skólanum. „Markmið Háskólans á
Bifröst er og hefur alltaf verið að
mennta samfélagslega ábyrga leið-
toga. Við bjóðum upp á áhugavert
nám þar sem lögð er áhersla á að
öðlast skilning á fræðilegum grunni
námsgreinanna sem við kennum en
að geta beitt fræðunum með hag-
nýtum hætti fyrir samfélög og fyr-
irtæki. Okkar fræðasvið ná til við-
skiptafræði, félagsvísinda og við-
skiptalögfræði og á öllum fræða-
sviðum er námið verkefnamið-
að þar sem nemendur takast á við
flókin verkefni, mörg hver komin
frá atvinnulífinu. Þá tekur Háskól-
inn á Bifröst nú virkan þátt í alþjóð-
legu samstarfi. Eitt dæmi þar um er
styrkur sem Háskólinn fékk frá Evr-
ópusambandinu til að þróa sameig-
inlega meistaragráðu í viðskiptalög-
fræði sem kennd verður í blönduðu
námi, þ.e.a.s. fjarnámi með stað-
námslotum sem unnar verða í þrem-
ur löndum; Danmörku, Írlandi og á
Íslandi. Það er mikil viðurkenning
fyrir skólann að hafa fengið þennan
styrk og verður spennandi verkefni
sem mun spanna næstu tvö árin.“
Í fararbroddi í
kennsluháttum
Háskólinn á Bifröst hefur skapað sér
sérstöðu meðal háskóla landsins og
Anna segir skólann hafa lagt áherslu
á að vera í fararbroddi þegar kemur
að kennsluháttum. „Námið á Bifröst
hentar því mjög breiðum hópi nem-
enda, nemendum á öllum aldri, nem-
endum sem vilja búa í frábæru um-
hverfi með hvetjandi samnemend-
um, kennurum og samstarfsfólki eða
nemendum sem ekki eiga þess kost
að flytja búferlum en vilja mennta
sig. Við kennum öll námskeið skól-
ans með lotubundinni vendikennslu
sem þýðir að færri námskeið eru
kennd í senn yfir styttri tíma. Þetta
hjálpar nemendum að einbeita sér
að færri námsgreinum og sinna
þeim enn betur. Þá taka kennarar
skólans upp alla fyrirlestra sem sett-
ir eru inn í kennslukerfi skólans þar
sem nemendur geta nálgast þá þeg-
ar þeim hentar og eins oft og þeir
vilja. Kennslustundir eru nýttar til
að dýpka skilning nemenda á fræð-
um námsefnisins og hjálpa þeim til
að beita því með hagnýtum hætti. Þá
er námið byggt upp þannig að nem-
endur þurfa að vinna mörg verkefni
í hópum sem eykur hæfni þeirra til
uppbyggjandi samskipta og tengsla-
myndunar.“
Alþjóðlegt skiptinám
Í Háskólanum á Bifröst er lögð
áhersla á alþjóðlega tengingu og
nemendur geta farið í skiptinám
nánast hvar sem er í heiminum.
Anna Elísabet segi skólann líka taka
á móti erlendum nemendum. „Skól-
inn tekur á móti um 40-50 erlend-
um nemendum í skiptinám sem
dvelja á Bifröst í 1-2 annir. Stöðug
fjölgun hefur verið að utan og er Ís-
land greinilega vinsæll áfangastaður
nemenda frá erlendum samstarfs-
skólum okkar. Þá erum við að leggja
drög að sameiginlegri meistaragráðu
í viðskiptalögfræði og erum stöð-
ugt að vinna að smærri alþjóðleg-
um verkefnum við okkar samstarfs-
skóla. Bifröst er t.d. þátttakandi í
stóru alþjóðlegu verkefni sem nefn-
ist „Law withot walls“ þar sem tek-
ist er á við breytt atvinnuumhverfi
lögfræðinga. Meðal þátttakenda er
skólar eins og Harvard, Stanford
og University of Miami. Þetta þýð-
ir að kennarar og starfsmenn skól-
ans heimsækja oft erlenda skóla og
kynna sér starfsemi þeirra sem er
mikilvægt í umhverfi háskóla. Þá
tökum við á móti erlendum gestum
sem vilja kynna sér starfsemi skól-
ans. Háskólinn á Bifröst hefur alltaf
þótt standa framarlega í fjarnámi og
hingað hafa komið starfsmenn ann-
arra skóla til að kynna sér fyrirkomu-
lagið og þá tækni sem við notum við
kennsluna.“ Alþjóðlegur sumarskóli
er líka í undirbúningi og Anna segir
stefnt á að hann hefjist næsta sumar.
„Þar verður boðið upp á sex eininga
námskeið á háskólastigi í leiðtoga-
fræðum með áherslu á nýsköpun og
samfélagslega ábyrgð. Námskeiðið
tekur þrjár vikur og verður áhuga-
vert félagsstarf og ferðamennska um
svæðið tengd námskeiðinu.“ hb
Anna Elísabet Ólafsdóttir aðstoðar-
skólameistari
Úr skólastarfinu í Háskólanum á Bifröst.