Skessuhorn - 19.08.2015, Síða 27
MIÐVIKUDAGUR 19. ÁGÚST 2015 27
Nýjung í átt
að löggiltum
starfsréttindum
Tæknistoðir eru einkum
ætlaðar þeim sem hafa
reynslu úr atvinnulífinu og
eru að minnsta kosti 23
ára, eru á vinnumarkaði
og hafa hug á að ná sér
í löggild starfstengd
réttindi í bíl-, málm- og
byggingartæknigreinum.
Tæknistoðir
Eitthvað fyrir þig?
• Frábær leið fyrir þá sem vilja byrja á
tækninámi í sinni heimabyggð
• Tilvalið nám með vinnu
• Hæfilegur námshraði
• Fjölbreyttar kennsluaðferðir
• Góður stuðningur við nemendur
Hagnýtt nám og
sérsniðin kennsla
Ef þú hefur reynslu úr atvinnulífinu og
hefur áhuga á að afla þér iðnréttinda
og vilt vita meira hafðu samband
við okkur
Símenntunarmiðstöðin
á Vesturlandi
Sími 437 2390
Eða hafðu samband beint við Hörð
Baldvinsson verkefnastjóra í síma
841 7710 eða sendu honum póst á
hordur@simenntun.is
Verð kr. 70.000.-www.simenntun.is
Grunnskóli Borgarfjarðar hef-
ur þrjár starfsstöðvar. Á Varma-
landi eru 92 skráðir nemendur, á
Kleppjárnsreykjum eru þeir 90
og á Hvanneyri eru 27 nemend-
ur skráðir. Nemendur eru því alls
209 talsins en enn er verið að skrá
nemendur í skólann og getur sú
tala því breyst. Er þetta mjög svip-
aður fjöldi og var skráður í skólann
síðastliðið haust. Ingibjörg Inga
Guðmundsdóttir skólastjóri verð-
ur í námsleyfi í vetur og munu þau
Hlöðver Ingi Gunnarsson, deild-
arstjóri á Varmalandi og Ingibjörg
Adda Konráðsdóttir, deildarstjóri
á Kleppjárnsreykjum, skipta með
sér verkum í vetur og bæta skóla-
stjórninni við deildarstjórastörfin.
Breytingar framundan
Skólastarf í Grunnskóla Borgar-
fjarðar hefst mánudaginn 24. ágúst
með skólasetningu og hefst kennsla
samkvæmt stundaskrá daginn eft-
ir. Miklar breytingar eru fyrirhug-
aðar hjá skólanum komandi vetur.
„Á Varmalandi verður allt skóla-
hald fært yfir í gamla barnaskóla-
húsnæðið því fyrirhugað er að selja
gamla Húsmæðraskólann. Þessum
flutningum á að vera lokið fyrir
áramót. Einnig hefur sveitarstjórn
ákveðið að loka Hvanneyrardeild
skólans í vor, svo þetta er síðasta
starfsár þeirrar deildar í núver-
andi mynd,“ segir Ingibjörg Adda
í samtali við Skessuhorn. Varðandi
breytingar á mannauð skólans seg-
ir Ingibjörg Adda þær helstar að
einn kennari hættir á hverri starfs-
stöð en búið sé að ráða í þær stöð-
ur. „Allt er þetta réttindafólk eða á
lokaspretti í námi því tveir þeirra
munu útskrifast sem kennarar í
haust. Við erum mjög heppin með
hve lítil starfsmannavelta er hjá
okkur, því það auðveldar okkur að
halda þeim góða skólabrag sem við
erum alltaf að vinna að. Við leggj-
um mikla áherslu á að koma fram
við alla af virðingu og erum alltaf
með þarfir nemenda í forgrunni í
allri okkar vinnu.“
Sagan allt um kring
Grunnskóli Borgarfjarðar er
heilsueflandi grunnskóli og Græn-
fánaskóli og eru áherslur skólans í
takt við þær stefnur. Þá er unnið
að innleiðingu verkefnisins „Leið-
toginn í mér“ sem Borgarbyggð
er í forgöngu með á landsvísu að
innleiða í sína grunn- og leikskóla.
„Allt styður þetta hvert annað og
fléttast inn í skólastarfið. Leið-
togaverkefnið leggur áherslu á að
styðja hvern og einn í að verða
besta útgáfan af sjálfum sér og þarf
þá að huga að heilsu sinni og um-
hverfinu og leggja sitt af mörk-
um til að gera gott betra.“ Ingi-
björg Adda bætir því við að einn-
ig fari mikil vinna í innleiðingu
aðalnámskrár. Í vetur taki boðað-
ar breytingar í námsmati gildi og
að lögð verði áhersla á að vanda þá
vinnu. Hún segir sérstöðu skólans
einna helst felast í nálægð við nátt-
úruna og miklar orkulindir. „Og
svo er sagan allt í kringum okkur.
Auk þess gefur stærð skólans mikla
möguleika á fjölbreytni í skóla-
starfinu. Við erum alltaf að vinna
að því að auka samstarf kennara og
nemenda með teymiskennslu og
samkennslu árganga.“
grþ
Grunnskóli Borgarfjarðar
Þarfir nemenda í forgrunni
Þessi stúlka mætti með hjólabretti á hjóladagana síðasta vor.
Kátir krakkar í vorferð.
SKÓLABLAÐ SKESSUHORNS