Skessuhorn


Skessuhorn - 06.01.2016, Side 22

Skessuhorn - 06.01.2016, Side 22
MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 201622 Horft yfir liðið ár og litið til þess nýja Árni Hjörleifsson oddviti Skorradalshrepps: Kynntist betur mörgu góðu fólki á liðnu ári „Ánægjulegast fyrir mig persónulega er að ég hef sem aðkomumaður hér í Skorradal fengið að kynn- ast svo mörgu mjög góðu fólki eftir ég flutti hingað í dalinn og hóf svo störf sem oddviti. Þetta á bæði við um fólk sem býr í Skorradal en líka fólk úr nágrannasveitar- félögunum. Við fórum svo í að stækka og taka í gegn skrifstofu sveitarfélagsins hér á Hvanneyrargötu 3 á Hvann- eyri og það hefur verið skemmtilegt verkefni,“ segir Árni Hjör- leifsson oddviti Skorradalshrepps. Hann flutti í sveitina fyr- ir nokkrum árum en hafði áður búið í Hafnarfirði. Þar hafði hann reyndar fengið nokkra reynslu í sveitarstjórnarmálum, sat þar í bæjarstjórn í átta ár og lengur í ýmsum nefndum á veg- um bæjarins. Árni segir að árið hafi verið gott fyrir hann. „Ég hef hald- ið áfram við uppbyggingu á húsakosti á Horni í Skorradal þar sem ég bý. Það hefur gengið mjög vel. Svo gekk mér líka vel að veiða urriða bæði í Andakílsá og Hornsá. Ég fékk nokkra urriða þarna, þar á meðal einn fimm punda. Svo tókst mér að klífa sjálfan tind Skessuhorns. Ég hafði tekið þátt í tilraunum til þess áður fyrr á árum þegar ég var í Flugbjörgunarsveitinni en það var að vetrarlagi og við lentum alltaf í brjáluðum veðr- um og urðum að snúa við. En nú fór ég að sumri til og tók því bara rólega og komst á toppinn,“ segir Árni með pínu stolti í röddinni. Þrátt fyrir allt þetta dró líka ský fyrir sólu á árinu. „Mesta sorgin og vonbrigðin líka var andlát Jóhönnu Guðjónsdóttur á Grund. Hún var mikil sómamanneskja og miðpunktur í sveit- inni með Davíð eiginmanni sínum. Hann var jú oddviti hér í 44 ár og sat 48 ár í hreppsnefnd. Það var mikill skaði fyrir sam- félagið allt að missa Jóhönnu. Annað sem mætti nefna er við- varandi óánægja okkar hér í Skorradal með það hve lítið og hægt gengur í vegabótum innan hreppsins þrátt fyrir endalaus- an barning við stjórnvöld.“ Árni segir að ýmis verkefni bíði úrlausnar á nýju ári og helstu væntingarnar séu tengdar því að leiða þær farsællega til lykta. „Talandi um sveitarstjórnarmálin þá þurfum við að ná að lenda skólamálum fyrir nemendur úr Skorradalshreppi. Þau hafa far- ið í grunnskóla á Hvanneyri samkvæmt samningi sem við höf- um haft við Borgarbyggð en nú er það í uppnámi með lokun skólans þar. Við höfum verið í viðræðum um nýjan skólasamn- ing bæði við Borgarbyggð og Hvalfjarðarsveit. Ég vonast til að við fáum niðurstöðu í þetta mál á árinu. Síðan erum við bjart- sýn og höfum enn sem fyrr væntingar í vegamálum Skorradals. Svo væri gott ef skref næðust í ljósleiðaramálum, sá málaflokkur verður stöðugt meira aðkallandi,“ segir Árni Hjörleifsson. Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri: Reykhólasveit í góðu jafnvægi „Opnunin á nýja kaflan- um á Vestfjarðarvegi 60 frá Kjálkafirði að Litlanesi með tveimur þverunum,“ svar- ar Ingibjörg Birna án hiks þegar hún er spurð hvað henni hafi þótt ánægjuleg- ast á árinu sem leið. „Þessi kafli var opnaður í haust og er stóráfangi í vegagerð í Reykhólahreppi. Svo er náttúrulega búið að vera gaman að sjá að börnunum fjölgar vel hjá okkur. Þau voru tíu í hitteðfyrra og nokkur bættust við í ár. Það fluttu líka til okkar fjölskyldur. Sveitarfélagið er í jafn- vægi hvað íbúafjölda snertir og við erum að yngjast, það er að segja að meðalaldurinn hefur lækkað. Hingað hefur flutt mikið af fólki sem er ungt og það á mörg börn. Hér er mikil gróska og mikið líf. En það vantar húsnæði,“ segir hún. Ingibjörg Birna segir einnig ánægjulegt að á árinu hafi haf- ist skemmtileg samvinna innan stjórnsýslu milli Reykhólasveit- ar, Strandabyggðar og Dalabyggðar. „Við erum að vinna sam- eiginlegt svæðisskipulag. Að öðru leyti þá gekk árið vel í heild sinni. Það er góður andi í stofnunum sveitarfélagsins og allir að vinna áfram í sínu.“ Hún verður þögul og greinilega hugsi þegar spurt er hver séu vonbrigði ársins? „Ég bara veit það ekki,“ segir hún loks en bætir strax við: „Kannski að við skyldum ekki hafa unnið í spurningakeppninni Útsvari á RÚV en liðið okkar komst samt áfram á fjölda stiga þannig að við náum fram hefndum á þessu ári,“ segir Ingibjörg og hlær dátt. „Mér fannst þetta mjög gott ár bæði fyrir sveitarfélagið og sjálfa mig. Þetta var fimmta árið mitt í starfi síðan ég flutti hingað vestur á Reykhóla. Í dag finnst mér ég eiga heima hér. Ég sé mikla möguleika í framtíðinni hér þó ég yrði ekki sveitarstjóri áfram. Börnunum líður líka vel hér. Það má segja að þetta hafi verið ár jafnvægis. Allt er í föstum skorðum og maður hefur vald á öllu í kringum sig“. Varðandi væntingar fyrir næsta ár segir sveitarstjóri Reyk- hólahrepps að þær snúist fyrst og fremst um að lið sveitarinn- ar vinni Útsvarið og leggi Reykjavík í æsispennandi lokakeppni. „Ha, ha, ha,“ hlær hún dátt. „En svona án gríns þá ætlum við að vinna áfram á sömu braut og við höfum gert undanfarin ár. Við ætlum að gera fallegt í kringum okkur og fara í viðhald á ýms- um fasteignum í eigu sveitarfélagsins. Nú er komin fjárhagsleg geta hjá okkur til að sinna því enda kominn tími á margt. Svo er stóra málið á árinu að fylgjast með Vestfjarðarvegi 60 um Hjallaháls og Ódrjúgsháls. Nú fer fram endurupptaka á um- hverfismati vegna þessarar framkvæmdar sem áður var búið að fara fram. Vonandi fæst niðurstaða á þessu ári. Við fylgjumst spennt með þessu og höfum miklar væntingar því þetta mun breyta miklu fyrir íbúana hér á Reykhólum. Við horfum líka til ljósleiðaravæðingar, að það verkefni haldi áfram í undirbún- ingi á árinu. Við trúum ekki öðru en að þar verði stigin fram- faraskref þó við höfum orðið fyrir vonbrigðum með fjárveiting- ar til þessa núna.“ Sturla Böðvarsson bæjarstjóri í Stykkishólmi: Framkvæmdaár fram- undan í Hólminum „Persónulega er það vel- gengi fjölskyldunnar og góð heilsa sem ég hugsa til með mestri ánægju þegar litið er um öxl til síðasta árs. Við höfum átt ótrúlega marg- ar og góðar samverustundir sem er nokkuð sem ég legg mikið uppúr. En tali ég sem bæjarstjóri Stykkishólms þá er af ýmsu að taka. Fjár- hagsstaða bæjarfélagsins hefur batnað. Þar af leiðandi aukast möguleikar okkar til að takast á við ný verkefni. Efst á baugi nú hvað þetta varðar er stækkun grunnskólans þar sem bókasafn og ljósmyndasafn eiga að vera.“ Aðspurður um hvað hafi valdið honum mestum vonbrigð- um á árinu nefnir hann þjóðfélagsumræðuna. „Þegar ég leit um öxl nú um áramót þá fann ég vonbrigðatilfinningu yfir því hve mikið er búið að kynda undir ósamlyndi þjóðarinnar á sam- skiptamiðlunum og er gert enn. Staða þjóðarbúsins og okkar Íslendinga er ævintýralega góð miðað við það sem er annars staðar í veröldinni. Þessu er ekki haldið á lofti heldur er stöð- ugt alið á ósætti og ósamlyndi þegar við ættum í staðinn fyr- ir að taka höndum saman og vinna með stjórnvöldum. Ég held að þetta sé að skaða okkur öll sem þjóð. Við myndum ná enn betri árangri ef við stilltum betur saman strengi okkar og yrð- um meira samstíga.“ Þrátt fyrir þetta segist Sturla Böðvarsson þó vera mjög sátt- ur við 2015. „Margt gekk vel og heilt yfir er ég mjög ánægður með síðasta ár. Bæjarstjórinn í Stykkishólmi byrjar nýtt ár með töluverðar væntingar í farteskinu. „Það eru mikil framkvæmda- áform hjá okkur. Við erum að vinna að mótun skólastefnu fyr- ir grunnskóla og leikskóla sem ég bind miklar vonir við því við þurfum mjög á því að halda að móta skýra stefnu í uppeldis- og fræðslumálum í Stykkishólmi. Vonum að ný atvinnutækifæri skapist áfram í ferðaþjónustunni. Það er mikill vöxtur framund- an hjá okkur og við erum að undirbúa það. Áform eru uppi um að nýta betur auðlindir svo sem þang og þara í Breiðafirði og vonandi er skelin að koma upp aftur. Ég er bjartsýnn,“ segir Sturla Böðvarsson. Sif Matthíasdóttir oddviti í Helgafellssveit: Glöð að ýmis mál komust í höfn á liðnu ári „Þann 1. september eignuðumst við hjónin sjöunda barna- barnið sem er drengur,“ svarar Sif Matthíasdóttir oddviti Helgafellssveitar þegar hún er spurð hvað henni hafi þótt ánægjulegast á síðasta ári. „Ég er líka afskaplega glöð að okk- ur tókst að leysa ýmis mál sem við höfum haft hangandi yfir okkur hér í Helgafellssveit. Vinna við aðalskipulagið kláraðist til að mynda í vor. Síðan fengum við ljósleiðara í sveitina sem við lögðum sjálf og hann sannaði sitt gagn á árinu sem leið. Ég heyri ekki annað en allir íbúar séu ánægðir með ljósleiðarann. Þessi tækni munar mjög miklu fyrri íbúa. Það er ekki hægt að segja annað en þetta sé bylting,“ segir Sif. Aðspurð um hver hún telji helstu vonbrigði síð- asta árs segist Sif vera bjartsýn að eðlisfari og því ekki mikið fyrir að velta sér upp úr slíku. „Vissulega er kannski margt sem manni finnst að betur mætti fara bæði í stóru og smáu. Hér í Helgasfellssveit hefur allt gengið ágætlega. Sveitar- félagið er þó enn sem fyrr fámennt og það er dýrt að reka svona litla einingu. Það þyrfti með einhverjum ráðum að fjölga íbúum. En annars hefur samvinna milli sveitarfélaga hér á Snæfellsnesi gengið mjög vel og ég vona að svo verði áfram.“ Sif segist sátt við árið 2015. „Heyskapurinn hefði þó mátt ganga betur. Það var alltof blautt í fyrrasumar. En í það heila vil ég segja að á meðan allir halda heilsu og geta unnið sam- an þá gengur allt ágætlega.“ Hún verður hins vegar leyndar- dómsfyllri þegar spurt er um væntingar fyrir nýhafið ár. „Þær eru til staðar en það er ekkert sem ég vil tíunda núna því það á eftir að ræða það betur,“ segir Sif Matthíasdóttir. Kristinn Jónasson bæjarstjóri í Snæfellsbæ: Möguleikarnir hér eru geysilegir og bjart framundan „Á nýliðnu ári tókst mér að verja meiri tíma en oft- ast áður með börnum mín- um og vinum. Það var af- skaplega gaman. Ég varð fimmtugur á árinu og kannski meyrnar maður svona með árunum. Fram- an af ævi hef ég eytt mikl- um tíma í vinnu og jafnvel sett hana í forgang en nú vil ég fara að breyta þessu og sinna mínu fólki bet- ur. Svo situr sólmyrkvinn í mér sem eftirminnileg- ur viðburður. Það var ekki myrkrið sem kom þegar sólin hvarf heldur kuldinn sem varð. Þetta kom mér mjög á óvart og var áhugavert. Síðan er það auðvitað frábær árangur Víkings Ólafsvík í 1. deildinni í knattspyrnu,“ segir Kristinn B. Jónasson bæjarstóri í Snæfellsbæ. Hann segist ekki geta talið upp sérstök mál sem hafi vald- ið beinum vonbrigðum. „Mér eru þó minnisstæð mörg erf- ið starfsmannamál sem hafa snúið að kjaramálum og sitja í mér. Ég hef ekki upplifað svona áður. Árið 2015 er með erf- iðari árum sem ég hef átt sem stjórnandi. Það er leiðinlegt að standa í svona innra stappi þegar maður sjálfur og þau sem maður er að deila við erum öll í því hlutverki að eiga að veita íbúunum þjónustu. Um það snúast sveitarstjórnarstörf- in,“ segir Kristinn. Hann dvelur við þetta og segir að bestu árin sem bæjarstjóri hafi hann átt fyrst. „Þá voru allir sam- taka en nú hefur þetta breyst. Það er aukin harka og stífni, þetta er svona eins og 2007 sé að koma aftur.“ Kristinn segir að 2015 hafi verið mjög gott ár og að vænt- ingarnar séu jákvæðar fyrir nýhafið ár. „það er margt spenn- andi framundan. Hér á svæðinu eru svo svakaleg tækifæri. Það hefur orðið gífurleg sprenging í fjölda ferðamanna og þar eigum við langt í land að nýta tækifærin. Hingað hafa hundruð gesta komið bara nú um jól og áramót. Það eru miklir möguleikar í afþreyingaþjónustu hér á Snæfellsnesi,“ segir hann. Síðan eru einnig væntingar varðandi sjávarút- veginn þó þar megi líka greina ógnir. „Miðað við haustrall Hafró ætti ekkert að gerast annað en að það veiðist meira af þorski hér Vestanlands. Veiðin hjá bátunum nú í upp- hafi árs er mjög góð. Síldin er komin í Breiðafjörð og inn á Kolgrafafjörð og hún dregur þorskinn með sér. Í fyrravet- ur kom loðnan hingað inn á Breiðafjörð þar sem hún drapst. Ég sé ekki annað en Breiðafjörður eigi eftir að verða fullur af þorski núna eftir áramót. Horfurnar fyrir 2016 eru mjög góðar,“ slær Kristinn Jónasson föstu.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.