Skessuhorn


Skessuhorn - 13.01.2016, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 13.01.2016, Blaðsíða 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 2. tbl. 19. árg. 13. janúar 2016 - kr. 750 í lausasölu Framtíðin er full af möguleikum Traust fjármálaráðgjöf leggur grunn að farsælli framtíð H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA –  1 5 -0 0 5 0 Coldfri munnúði Fluconazol ratiopharm - við kvefi og hálsbólgu Eru bólgur og verkir að hrjá þig? Landnámssetur Íslands, Brákarbraut 13 – 15, Borgarnesi Frá Landnámssetri Mr. Skallagrímsson í janúar Ekki missa af þessari glæsilegu sýningu SK ES SU H O R N 2 01 5 Rafræn áskrift Ný áskriftarleið Pantaðu núna Alvarlegur heim- ilislæknaskortur er um allt land, að höfuðborgarsvæð- inu meðtöldu, að sögn Guðjóns Brjánssonar for- stjóra Heilbrigð- isstofnunar Vest- urlands. „Ég geri ráð fyrir að það vanti nokkra tugi lækna til starfa á heilsugæslustöðvum um landið,“ seg- ir Guðjón í samtali við Skessuhorn. Um skeið hefur verið nokkur skortur á heilsugæslulæknum á HVE á Akra- nesi og um þessar mundir er auglýst eftir tveimur sérfræðingum í heim- ilislækningum, eftir að í ljós kom að tveir læknar eru að láta af störfum fyrir aldurs sakir, þar á meðal yfir- læknir heilsugæslunnar. Ítrekað auglýst Að sögn Guðjóns hefur verið aug- lýst ítrekað eftir læknum og ekki síð- ur haldið úti spurnum. „Við höfum sömuleiðis sett okkur í samband við fjölda lækna, bæði hérlendis og er- lendis en ekki haft erindi sem erfiði til þessa. En við munum ekkert gefa eftir í þessum efnum og halda þeim verkefnum áfram. Við teljum nefni- lega að við höfum að bjóða ákaflega góða vinnustaði hér í heilbrigðisum- dæminu og gott vinnuumhverfi fyr- ir heimilislækna, þar sem þeir starfa í hópi fagfólks sem vinnur störf sín af miklum metnaði. Það hefur í raun um skeið verið nokkur skort- ur á heilsugæslulæknum á Akranesi en til þessa hefur tekist að halda uppi ótruflaðri starfsemi og vonandi verð- ur svo áfram.“ Guðjón segir brýnasta vandann hingað til hafa verið leyst- an með samningum við verktaka- lækna sem oftast starfa þá á stofnun- inni um skemmri tíma. „Þeir hafa í raun reynst okkur afar vel við þess- ar aðstæður en stefnan er auðvitað sú að binda varanlegri tengsl við heim- ilislækna með fastráðningum. Lög og starfsemi gera ráð fyrir því og annað fyrirkomulag veldur okkur vanda til lengri tíma.“ Bjartsýn á að úr rætist Auglýst hefur nú verið eftir yfir- lækni á Akranesi en ekki hefur ver- ið leyst úr þeim vanda sem kom- ið hefur upp. Guðjón segir að leitað sé allra tiltækra ráða þar sem skort- urinn sé tilfinnanlegur og auglýst verði áfram. „Tveir af máttarstólpum okkar í heimilislæknastétt sem starf- að hafa hér á Akranesi í áratugi eru um þessar mundir að ljúka starfi, þeir Þórir Þórhallsson, sem þegar hefur látið af störfum eftir 33 ár og Reyn- ir Þorsteinsson, sem starfar þó enn með okkur og sýnir mikla tryggð við stofnunina en hann hefur starfað hér í um 40 ár. Sömuleiðis hefur Jón Sig- mundsson látið af störfum eftir sjö ára starf,“ segir Guðjón. „Það eru því miður óvissutímar ríkjandi í heilsu- gæslunni hér á Akranesi líkt og svo víða en við erum bjartsýn á að úr ræt- ist fyrr en síðar.“ grþ Alvarlegur læknaskortur í landinu Guðjón Brjánsson forstjóri HVE. Ítrekað hefur verið auglýst eftir heilsugæslulæknum á HVE, án árangurs. Íslensk skip öfluðu alls 6.200 tonna af rækju á síðasta ári. Aflahæstur var togbáturinn Sigurborg SH sem er í eigu Soffaníasar Cecilssonar hf.| í Grundarfirði. Hún fékk alls 776 tonna afla. Þetta kemur fram í sam- antekt sem birt er á vefnum Afla- fréttir. Togararnir Múlaberg SI og Sóley Sigurjóns GK koma næst á eft- ir með 601 og 567 tonn. Fátt er um fleytur af Vesturlandi á listanum yfir skip og báta sem stunduðu rækj- una í fyrra enda rækjuveiðar við Ís- land vart nema svipur hjá sjón sam- anborið við þegar þær stóðu hvað hæst um 1995 þegar flotinn afl- aði allt að 65.000 tonna af rækju ár- lega. Alls stunduðu 33 bátar og skip rækjuveiðar í fyrra. Auk Sigurborgar SH voru aðeins tveir aðrir frá Vestur- landi. Það voru Farsæll SH og Matth- ías SH. mþh Sigurborg SH hæst á rækju Baráttan um brauðið getur orðið allhörð þegar þannig árar. Þessi spaugilega mynd var tekin í liðinni viku á Breiðinni á Akranesi. Greinilegt er að krummi vill ólmur ná brauðsneiðinni sem máfurinn þóttist vera búinn að tryggja sér. En dæmið sýndi að best er að spyrja að leikslokum. Ljósm. Finnur Andrésson/ Facebook.com - Finnur Photography

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.