Skessuhorn


Skessuhorn - 13.01.2016, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 13.01.2016, Blaðsíða 14
MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 201614 of nærri auðlindinni. „Hér áður fyrr var reglan sú að veidd voru ár- lega tíu prósent af því sem áætl- að var að væri á svæðunum. Haf- rannsóknastofnun hefur kortlagt stofninn á hverju svæði með því að mynda hafsbotninn, telja skeljarn- ar til að finna þéttleika og reikna þannig út mat á því hve mikið er á hverju svæði. Þær tölur eru svo notaðar til grundvallar. Í þessu verkefni sem við erum í núna eru veidd frá sex og upp í tólf prósent á svæðunum. Eftir nokkur ár ætt- um við að geta séð hvort við þurf- um að hafa veiðiregluna almennt sex prósent eða hvort óhætt sé að hafa hana hærri, svo sem 12 pró- sent eða kannski meira.“ Góður markaður fyrir hendi Sigurður segir að þó tilraunaveið- arnar hafi skilað ýmsum jákvæð- um upplýsingum þá telji hann að ekki verði ekki gefið grænt ljós á atvinnuveiðar í öllum Breiðafirði á einu og sama árinu. „Þetta er ekki á mínu valdi en ég hugsa þetta muni frekar gerast í ákveðnum skrefum. Skelsvæðin eru misjafnlega sterk. Sum er mjög góð í dag og hafa lít- ið látið á sjá þrátt fyrir sýkinguna sem kom upp á sínum tíma. Það er ekkert óeðlilegt ef það yrðu gefin leyfi til að veiða á þeim svæðum fljótlega. Svo eru önnur svæði sem enn er bið á að nái sér á strik og þar er ekki annað að gera en sýna þolinmæði.“ Skelin sem veiðist í tilrauna- verkefninu fer til vinnslu hjá ag- ustson ehf. í Stykkishólmi. Þar var umfangsmikil skelvinnsla áður en veiðar stöðvuðust 2003. Vél- um og tækjabúnaði hefur allt- af verið haldið til staðar þó veið- ar lægju niðri. „Við héldum þessu öll þau tíu ár sem alls enga skel var að hafa. Núna eftir að rannsókna- verkefnið hófst höfum við sett vinnsluna aftur í gang í þeirri von að atvinnuveiðar gætu verið hand- an við hornið. Við höfum fulla trú á skelinni. Þetta er eftirsótt afurð og markaðsmálin eru góðu lagi. Það fæst mjög gott verð fyrir skel- ina en við gleymum því þó ekki að það hafa alltaf verið miklar sveifl- ur á markaði fyrir hörpuskel. Í dag fer hún fyrst og fremst til Frakk- lands.“ Aðspurður segir Sigurð- ur að þrátt fyrir greinileg bata- merki í hörpuskelsstofninum þá séu menn þó ekki farnir að spá í stærri fjárfestingar svo sem á bát- um til atvinnuveiða hefjist þær að nýju. „Ætli það sé ekki best að bíða og sjá hvað kemur frá Hafrann- sóknastofnun og hvað stjórnvöld ætla síðan að gera. Það er þó ekki spurning að samfélagið hér bíð- ur þess að skelveiðar hefjist á nýj- an leik. Við reiknum ekki með að þetta nái fyrri hæðum en skelveið- arnar voru á sínum tíma afar þýð- ingamiklar bæði hér í Stykkishólmi og í Grundarfirði. Það væri mikill akkur fyrir þetta svæði að atvinnu- veiðar færu aftur af stað.“ Ágætis gangur hjá fyrirtækinu Að öðru leyti segir Sigurður að ágætlega gangi hjá agustsson ehf. Fyrirtækið gerir út línubátinn Gull- hólma SH sem er nýsmíði sem það fékk afhent nú í haust. Þorskur- inn sem Gullhólmi veiðir fer í salt- fisksvinnslu í Stykkishólmi. „Síðan vinnum við grásleppu sex mánuði á ári og á sumrin höfum við fryst krókaveiddan makríl. Fyrir vertíð- ina síðastliðið sumar lögðum við í frekari fjárfestingar til vinnslu á honum, bæði flokkunar og fryst- ingar þar sem við keyptum með- al annars lausfrysti frá Skaganum. En við fundum vissulega fyrir því að markílmarkaðurinn er slapp- ur. Vegna viðskiptabanns er Rúss- land jú úti sem markaðsland. Það hefur haft mikil áhrif. Undanfar- in þrjú ár höfðum við selt makríl þangað. Ekkert af makrílnum sem við frystum í fyrrasumar fór þang- að nú. Við seldum hann inn á Asíu í staðinn. Okkar makríll er mikil gæðaafurð. Það er vel hægt að selja hann en verðið er lægra nú en það var fyrir viðskiptabannið. Verð- ið var alltaf að lækka eftir því sem leið á nýliðið ár.“ Vel heppnuð útrás Fyrirtækið agustson ehf. rek- ur einnig vinnslu á sjávarafurð- um í Danmörku. Vinnslurnar þar eru þrjár talsins. Þær eru staðsett- ar á tveimur stöðum, annars vegar er ein í Hirtshals sem sinnir skel- fiskvinnslu og svo tvær í Vejle. Þar er kavíarvinnsla og fyrirtæki sem reykir fisk, einkum eldissilung. Þessi útrás hófst 2002 þegar Sig- urður Ágústsson ehf., sem seinna varð agustson ehf., keypti Maran Seafood í Hirtshals. Það fyrirtæki hafði sérhæft sig í að framleiða skelfiskafurðir í saltlegi. Árið 2005 keypti Maran Seafood svo fyrir- tækið í Velje sem stundaði um- fangsmikla framleiðslu á reyktum silung fyrir Evrópumarkað. Sama ár var vinnsla Sigurðar Ágústson- ar ehf. á kavíar flutt úr Stykkis- hólmi til Vejle. Í dag er það svo að um tveir þriðju hlutar ársveltu ag- ustson ehf. kemur frá dótturfyrir- tækjunum í Danmörku. Þar starfa nú um 110 manns á meðan um 45 vinna hjá fyrirtækinu á sjó og í landi á Íslandi. „Að hefja rekst- ur í Danmörku er búin að vera vel heppnuð útrás sem byggir á því að við erum með gott fólk með okkur. Það er mjög gott að reka fyrirtæk- ið í Danmörku vegna þess að leik- reglurnar þar eru á hreinu. Það er ekki verið að hringla með þær fram og til baka á fjögurra ára fresti eins og hér á Íslandi. Þarna er fyrirsjá- anleiki sem er nokkuð sem skiptir máli í svona rekstri,“ segir Sigurð- ur Ágútsson. mþh „Alltof oft líta menn framhjá þeirri staðreynd að stærstur hluti stuðnings við landbúnað er til að greiða nið- ur búvörur til neytenda. Í um- ræðunni virð- ist það oft vera þannig að með stuðningi við bændur sé verið að rétta bænd- um einhverja dúsu,“ skrif- ar Sindri Sig- urgeirsson for- maður Bænda- samtaka Íslands á Facebook-síðu sína. Þar er hann væntanlega að senda Finni Árnasyni forstjóra Haga, sem rekur m.a. Bón- us og Hagkaup, ádrepu í sömu mynt og Finnur skrifaði fyrir áramótin í Viðskiptablaðið þar sem hann and- mælir þeirri áætlun íslenskra stjórn- valda að gera nýjan búvörusamning við bændur. En Sindri fer nýja leið til að benda á verðmyndun í verslun- inni. Í sumarlok á nýliðnu ári kveðst hann hafa farið í Hagkaup í Kringl- unni (verslun Haga) og skoðað verð á ýmsum vörum. „Það var fróðlegt að bera saman verð á einum lítra af mjólk annars vegar og átöppuðu vatni án kolsýru og bragðefna hins vegar. Niðurstaðan er athyglisverð. Mjólkin kostar 142 kr/ltr en vatnið kostar 165 kr/ltr. Semsagt einn lítri af vatni kostar 23 krónum meira en mjólkin.“ Sindri segir að verðið sem bændur fá sé 84 kr/ltr og verð frá Mjólk- ursamsölunni til smásöluversl- ana fyrir líters- fernu að há- marki 121 kr/ ltr. (mögulega aðeins ódýr- ara hjá Hög- um). „Ef öllum stuðningi hins opinbera vegna mjólkurfram- leiðslu er deilt niður á inn- anlandsfram- leiðsluna reikn- ast stuðningur 47 kr/ltr. Þetta lítur því svona út. Bóndi: 84 kr + 47 kr = 131 kr. Hagkaup: 121+álagning+vsk = 142. Er þetta ekki ágæt vísbending um það hvernig stuðningi við mjólkur- framleiðslu er varið,“ skrifar formað- ur Bændasamtakanna. Hann segir það ekki flókið mál á Íslandi að tappa vatni á flöskur. Það er auðvitað ekki fyrirhafnarlaust, en við eigum sem betur fer gnægð af vatni. „Til samanburðar tekur nærri 30 mánuði að rækta upp mjólkurkú, frá því að móðirin er sædd og þar til að afkvæmi hennar fer sjálf að mjólka. Allan þennan tíma þarf að huga að þörfum gripanna upp á hvern einasta dag, afla fóðurs og tryggja viðunandi húsakost og beitiland. Það verður því ekki dregið í efa að framleiðsla á ein- um lítra af mjólk kostar talsvert meiri vinnu og fyrirhöfn en að tappa ein- um lítra af vatni á flösku.“ mm Vatnið dýrara en mjólkin Veiðibann var sett á hörpuskel- veiðar í Breiðafirði árið 2003 eft- ir að stofninn hrundi að því er tal- ið var vegna sýkingar sníkjudýra. Þetta var á sínum tíma mikið áfall fyrir atvinnulífið bæði í Stykkis- hólmi og Grundarfirði. Nú loks eftir um 13 ára stopp eru horfur á að rofi til að nýju. „Við erum búin að sinna rannsóknum á ákveðnum skelmiðum hér í Breiðafirði síð- an í september á síðasta ári í sam- vinnu við Fisk Seafood og Haf- rannsóknastofnun. Þeim kem- ur til með að ljúka í næsta mán- uði. Þetta hefur gengið ágætlega. Skelin sem slík lítur vel út. Hún er bæði stór og falleg og ekki að sjá að í henni sé nein sýking. Nýliðun virðist einnig í góðu lagi. Við finn- um töluvert af ungri skel á þessum svæðum sem við höfum verið að skoða. Heilt yfir þá erum við hóf- lega bjartsýn á framtíðina varð- andi nýtingu skeljarinnar í Breiða- firði,“ segir Sigurður Ágútssson framkvæmdastjóri sjávarútvegs- fyrirtækisins agustson ehf. í Stykk- ishólmi. Sjálfstætt rann- sóknaverkefni Eins og áður hefur verið greint frá í Skessuhorni þá hefur skel- veiðibáturinn Hannes Andrésson SH verið notaður við þessar veið- ar. „Báturinn hefur farið yfir og veitt á mjög afmörkuðum svæð- um. Í þessum rannsóknum eru okkur settar skorður um það hvar við megum veiða og hversu mik- ið magn við getum tekið á hverju svæði fyrir sig. Við gerðum breyt- ingar á veiðarfærunum og létt- um þau umtalsvert með það fyr- ir augum að fara betur með veiði- svæðin. Það er mikill tilkostnaður sem fylgir þessum rannsóknaveið- um. Við teljum þó að þær séu öðr- um þræði að skila okkur dýrmætri reynslu og þekkingu, ekki síst til að við getum gengið betur um svæðin í framtíðinni,“ segir Sigurður. Hann útskýrir að hér sé um að ræða sjálfstætt rannsóknarverkefni og fyrir utan allar atvinnuveiðar sem slíkar. Eitt af því sem skoð- að er nú er hve mikið veiðiálag sé talið óhætt að hafa á ákveðn- um svæðum án þess að gengið sé Sigurður Ágústsson framkvæmdastjóri agustson ehf. í Stykkishólmi: Rannsóknaveiðar á hörpuskel í Breiðafirði lofa góðu Hörpuskel landað úr Hannesi Andréssyni í haust. Sigurður Ágústsson framkvæmdastjóri agustsson ehf. í Stykkishólmi. Skelveiðibáturinn Hannes Andrésson SH við bryggju í Hólminum á föstudaginn. Rannsóknaveiðar hans á hörpuskel hafa gengið afar vel í haust og vetur og skilað dýrmætum upplýsingum um ástandið á skelfiskmiðum í Breiðafirði.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.