Skessuhorn


Skessuhorn - 13.01.2016, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 13.01.2016, Blaðsíða 10
MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 201610 Í tilkynningu frá Alþýðusambandi Íslands kemur fram að sambandið fagni þeirri umræðu sem skapast hefur í framhaldi af ábendingum ríkisskattstjóra í nýjasta tölublaði Tíundar um það mikla samfélags- lega tjón sem skattaundanskot og þá ekki síst kennitöluflakk veld- ur. Niðurstaða ríkisskattstjóra er að það vanti 80 milljarða á ári upp á þær skatttekjur sem umsvifin í þjóðfélaginu gefa tilefni til. „Alþýðusamband Íslands hef- ur lengi gagnrýnt andvaraleysi og ótrúlegt langlundargeð stjórn- valda gagnvart kennitöluflakki og þeim skaða sem slík starfsemi veldur.“ Í úttekt ASÍ frá haust- inu 2013 voru lagðar fram tillög- ur í 16 liðum um aðgerðir til að sporna við kennitöluflakki. Til- lögunum fylgdi ítarleg úttekt á kennitöluflakkinu í íslensku sam- félagi og afleiðingum þess. Tillög- urnar voru sendar ráðherrum rík- isstjórnarinnar og boðin fram lið- veisla ASÍ við að uppræta þenn- an ósóma úr íslensku atvinnulífi. „Það er skemmst frá því að segja að engin raunverulegur áhugi hef- ur komið fram hjá stjórnvöldum á að taka á kennitöluflakkinu af ein- hverri festu,“ segir í tilkynningu ASÍ. „Það er von Alþýðusambands- ins að umræðan nú verði til að rík- isstjórnin og Alþingi vakni til vit- undar um mikilvægi þess að taka á þeirri alvarlegu meinsemd sem kennitöluflakkið er. Enn sem fyrr er ASÍ tilbúið til samstarfs í þeim efnum.“ Hvað er kenni- töluflakk? Í sinni einföldustu mynd má lýsa kennitöluflakki sem skipulagðri að- gerð einstaklinga þar sem verðmæti eru tekin út úr einu félagi (hf./ehf.) og sett í annað félag en skuldir og aðrar skuldbindingar skildar eftir og félagið síðan sett í þrot. Mörg dæmi eru um keðju slíkra gjörn- inga vegna sama rekstursins þar sem sömu einstaklingar eru í for- svari. Fullyrða má að þetta athæfi kosti íslenskt samfélag tugi millj- arða króna á ári. Kennitöluflakk og misnotk- un á félögum (hf./ehf.) veldur því gríðarlegu samfélagslegu tjóni þar sem forsvarsmenn félaga með takmarkaða ábyrgð beinlínis valda skaða. Til dæmis ef starfsmenn eiga útistandandi launakröfur á hin gjaldþrota félög auk þess að tapa starfi sínu og margvíslegum réttindum. Þá eru kennitöluflakk- arar að skaða fyrirtæki í hliðstæð- um rekstri, og starfsmenn þeirra, sem standa skil á sínu en búa við skekkta samkeppnisstöðu vegna þeirra sem hafa rangt við. Ennig birgja sem fá ekki greidda sína vöru og þjónustu og geta vegna ruðningsáhrifa slíks tjóns, sjálfir orðið gjaldþrota og einstakling- ar sem eiga viðskipti við félagið. Loks skaða kennitöluflakkarar sameiginlega sjóði landsmanna sem verða af tekjum sem skipta a.m.k. tugum milljarða á hverju ári. mm Kennitöluflakk veldur miklu samfélagslegu tjóni Starfslaunum listamanna fyrir árið 2016 var úthlutað á dögunum. Frystiklefinn í Rifi fékk úthlutað að þessu sinni úr launasjóði sviðslista- fólks til að vinna verkefnið Ferð- in að miðju jarðar. Fékk Frystiklef- inn tíu mánaða styrk sem skiptist á þá fimm sem að verkefninu munu koma. Það eru ásamt Kára Við- arssyni eiganda Frystiklefans þau Árni Kristjánsson, Friðþjófur Þor- steinsson, Vala Kristín Eiríksdótt- ir og Víkingur Kristjánsson. Ætl- unin er að hefjast handa við verkið í nóvember og stefnt að jóla- eða nýárssýningu eftir því hvernig tekst að púsla öllum saman, en mikið er framundan á árinu hjá Frystiklef- anum og ekki tími til að byrja fyrr að sögn Kára. Hann segir einnig að sér fyndist þetta ákveðin sigur fyrir leikhúslífið á landsbyggðinni og sýni að Frystiklefinn sé á háum standard. Margir hópar sæki um í sjóðinn og einungis fáir sem fá út- hlutað og ekki oft lítil leikhús úti á landi. þa Frystiklefinn fær úthlutað úr launasjóði sviðislistafólks Íbúasamtök Hvanneyrar sendu í gærmorgun formlegt erindi til sveitarstjórnar Borgarbyggðar með ósk um samþykki fyrir stofn- un sjálfstætt starfandi grunn- skóla á Hvanneyri. Óskað er eft- ir að sveitarstjórn taki erindið til afgreiðslu á fundi sínum fimmtu- daginn 14. janúar svo að í kjölfarið megi senda það áfram til mennta- málaráðuneytisins til afreiðslu. Íbúarnir vilja leigja eða jafnvel kaupa núverandi skólahús Grunn- skóla Borgarfjarðar á Hvanneyri og stofna einkaskóla um rekstur- inn eins og heimilt er í lögum að undangengnu samþykki viðkom- andi sveitarstjórnar. Farið er fram á að sveitarfélagið greiði sem nem- ur 75% af áætluðum kostnaði per nemanda. Íbúar á Hvanneyri og nágrenni gera þar með ráð fyrir að sveitarfélagið geti með þessu móti sparað enn meira en stefnt var að með því að skólinn verði lagð- ur niður og börnum ekið í skóla í Borgarnes eða á Kleppjárnsreyki. Í hugmyndum íbúa er gert ráð fyr- ir að á fyrsta skólaári verði fimm yngstu bekkjardeildum kennt, en þeim fjölgi og verði sjö frá og með skólavetrinum 2018-2019. Í erindinu segir: „Íbúasamtök Hvanneyrar og nágrennis óska eft- ir að sveitarstjórn Borgarbyggð- ar veiti leyfi til reksturs sjálfstætt starfandi skóla á Hvanneyri og samþykki árlegt fjárframlag sem svarar 75% af reiknuðu meðaltali heildar rekstrarkostnaðar á nem- anda skv. útreikningi Hagstofu Ís- lands á hverju ári. Íbúar á Hvann- eyri og nágrenni þess telja mjög mikilvægt að starfræktur verði skóli á svæðinu þannig að nem- endur á Hvanneyri og nágrenni geti sótt skóla sem næst heim- ili sínu. Fyrir liggur að íbúar lýstu yfir miklum stuðningi við rekstur á sjálfstætt starfandi skóla á Hvann- eyri í leynilegri íbúakosningu sem fram fór 17. september 2015. Það er trú Íbúasamtaka Hvanneyr- ar og nágrennis að sjálfstætt starf- andi skóli laði að sér nemendur og fólk til svæðisins. Þannig er stofn- un skólans um leið samfélagslegt verkefni.“ Rekstur skólans Hugmyndir íbúa ganga út á að skólinn verði rekinn af íbúasam- tökum Hvanneyrar og nágrennis, kt. 500915-0720. „Fyrsta starfsár skólans, 2016-2017, verður boð- ið upp á nám í 1.-5. bekk. Vetur- inn 2017-18 verður 1.-6. bekkur og frá og með haustinu 2018 verð- ur kennsla í 1.-7. bekk. Öll börn á grunnskólaaldri í Borgarbyggð og Skorradal hafa kost á að sækja nám í skólanum en íbúar úr öðrum sveitarfélögum geta einnig sótt um skólavist að því gefnu að fyrir liggi samþykki viðkomandi sveitarfélags fyrir því að greitt verði framlag með viðkomandi nemanda.“ Fjármögnun Í 1. mgr. 43. gr. laga um grunn- skóla nr. 91/2008 kemur fram að ráðherra sé heimilt að við- urkenna grunnskóla sem reknir eru af öðrum en sveitarfélögum í formi sjálfseignarstofnunar eða hlutafélags eða samkvæmt viður- kenndu rekstrarformi að því gefnu að fyrir liggi samþykki sveitarfé- lags um stofnun skólans og fram- lög til hans. Í erindi íbúasamtak- anna segir: „Grein þessi á við í til- viki sjálfstætt starfandi grunnskóla á Hvanneyri. Í 3. mgr. sömu laga kemur fram að grunnskólar sem uppfylla ákvæði 1. mgr. eiga rétt á framlagi úr sveitarsjóði til starf- seminnar vegna þeirra nemenda sem eiga lögheimili í því sveitar- félagi sem skólinn starfar í. Fram- lagið skal nema að lágmarki 75% af vegnu meðaltali heildar rekstr- arkostnaðar allra grunnskóla sem reknir eru af sveitarfélögum í land- inu á hvern nemanda skv. árlegum útreikningi Hagstofu Íslands. Um- rætt framlag er 1,661 m.kr. (sept- ember 2015). Hlutfall Borgar- byggðar á nemenda yrði skv. áður- töldu 1,247 m.kr.“ Bjóðast til að leigja eða kaupa skólahúsið Í skýrslu starfshóps Borgarbyggð- ar um hagræðingu í fræðslumál- um kemur fram að áætlaður kostn- aður sveitarfélagsins árið 2015 vegna rekstrar Hvanneyrardeildar GBF er 52,5 m.kr. (bls. 33). Fyr- ir liggur að skólaárið 2014-2015 voru 33 nemendur við skólann, þar af fjórir úr Skorradal. Ef gert er ráð fyrir sama nemendafjölda (29) frá Borgarbyggð mun framlag Borgarbyggðar til hins nýja sjálf- stætt starfandi skóla nema 36,130 m.kr. Þar með er árlegur sparn- aður Borgarbyggðar 16,37 m.kr. m.v. ofangreindar forsendur. Í út- reikningi Íbúasamtakanna er gert ráð fyrir að skólinn verði sjálfbær. Skólagjöld verða innheimt sérstak- lega en þeim verður haldið í lág- marki (15.000 á mánuði). Skóla- gjöldum er ætlað að fjármagna skólann að hluta á móti fram- lögum frá Borgarbyggð, Skorra- dal, öðrum sveitarfélögum og frá velunnurum Hvanneyrar og ná- grennis. Hvað húsnæðismál varð- ar er hinn sjálfstætt starfandi skóli reiðubúinn til þess að leigja núver- andi húsnæði skólans að Túngötu m.v. þá innri leigu sem reiknuð er á skólahúsnæðið mánaðarlega. Sá möguleiki er einnig fyrir hendi að hinn sjálfstætt starfandi skóli kaupi húsnæðið.“ Stefna skólans Í erindi íbúasamtakanna segir um stefnu hins nýja skóla: „Þegar sam- þykki hefur fengist fyrir rekstri skólans er gert ráð fyrir að full- trúar víða úr samfélaginu komi að gerð stefnu og markmiðasetning- ar skólans. Stofnaður hefur verið starfshópur sem mun leiða þessa vinnu og er hann skipaður fulltrú- um frá Íbúasamtökunum, starfs- fólki Hvanneyrardeildar GBF og Landbúnaðarháskóla Íslands. Til þess að tryggja að hlustað verði á sjónarmið allra væri vel við hæfi að Borgarbyggð og Skorradalshrepp- ur ættu fulltrúa í þessum hópi. Skólinn leggur áherslu á samvinnu nemenda, kennara og samfélags- ins alls. Áhersla verður á nátt- úru- og umhverfismennt með úti- námi og hreyfingu sem samþætt- ist inn í allar námsgreinar. Stefnt er að því að vinna áfram og dýpra með leiðtogafærni í gegnum verk- efnið ,,Leiðtoginn í mér“. Teym- isvinna verður meðal nemenda og kennara þar sem nemendur vinna í blönduðum aldurshópum og lögð er áhersla á einstaklingsmiðað nám. Nemendur fá tækifæri til að nýta styrkleika sína sem er mikil- vægur þáttur í að byggja upp já- kvæða sjálfsmynd og -virðingu. Áhugasviðum nemenda verða gef- in rými í skólastarfinu þar sem þeim gefst tækifæri til að vinna út frá hæfileikum sínum og verða besta útgáfan af sjálfum sér. Hald- ið verður í heiðri og unnið áfram með þá þætti sem einkennt hafa grunnskólastarf á Hvanneyri fram að þessu með grænfánaverkefn- inu og heilsueflandi grunnskóla. Áhersla verður lögð á virkt sam- starf við grenndarsamfélagið með samstarfi við Landbúnaðarhá- skóla Íslands, leikskólann Anda- bæ og aðrar stofnanir og fyrir- tæki í samfélaginu. Grunnþætt- ir menntunar fléttast inn í skóla- starfið sem verður ekki bundið innan veggja skólans heldur verð- ur náttúrulegt umhverfi hans nýtt til hins ýtrasta. Nálægð við nátt- úruna og vinna úti í snertingu við hana kveikir áhuga, forvitni og skerpir athyglina á umhverf- inu. Þetta eru atriði sem skipta máli í öllu námi og hafa gagnvirk áhrif hvert á annað. Unnið verð- ur með læsi í víðum skilningi þar sem læsi á umhverfi skipar stóran sess ásamt tæknilæsi með forrit- unarkennslu, lestri og lesskilningi. Sérstaða í kringum skólann er öfl- ugt samfélag sem hefur sýnt sam- stöðu um skólahald á Hvanneyri frá því að Andakílsskóli var stofn- aður árið 1974. Skólinn er stað- settur í háskólasamfélagi þar sem Landbúnaðarháskóli Íslands hef- ur stutt vel við bakið á núverandi skóla og hefur lýst vilja sínum um að gera slíkt hið sama við sjálfstætt starfandi skóla. Umhverfið býð- ur upp á fjölbreytta möguleika til náttúrufræði kennslu og útinám þar sem göngufæri er í flott úti- námssvæði.“ mm Íbúasamtökin vilja stofna sjálfstæðan grunnskóla á Hvanneyri

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.