Skessuhorn


Skessuhorn - 13.01.2016, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 13.01.2016, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 20164 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.800 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 2.700 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.340. Rafræn áskrift kostar 2.120 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 1.960 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 750 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Guðný Ruth Þorfinnsdóttir gudny@skessuhorn.is Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is Magnús Þór Hafsteinsson mth@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Emilía Ottesen, markaðsstjóri emilia@skessuhorn.is Valdimar Björgvinsson valdimar@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Tinna Ósk Grímarsdóttir tinna@skessuhorn.is Þórarinn Ingi Tómasson toti@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Leiðari Pósturinn - hálfa leið endrum og sinnum Eftir margra ára baráttu hefur hið opinbera hlutafélag Íslandspóstur náð hálf- um sigri í baráttu sinni við dreifbýlinga. Nú hafa nefnilega vinir fyrirtækisins í Póst- og fjarskiptastofnun samþykkt að heimila Íslandspósti að skerða um helming þjónustu sína í öllum sveitum og smærri þorpum landsins. Í stað dag- legrar póstdreifingar alla virka daga til um sjö þúsund heimila verður hér eft- ir pósti dreift annan hvern virkan dag, tvo daga aðra vikuna en þrjá daga hina. Reiknimeistarar Íslandspósts höfðu áður fundið það út að spara mætti 200 milljónir í kostnað við að koma pósti til sveitafólksins. Ekki hef ég forsendur til að rengja þá útreikninga, en ekki kæmi mér á óvart að eitthvað muni tekjuhlið þessa ágæta ríkisfyrirtækis skerðast þannig að sparnaðurinn þegar upp verður staðið verður aldrei svo mikill. Þegar ég var að alast upp í sveitinni fyrir um hálfri öld, kom póstur á bæ- inn þrisvar í viku. Það klikkaði bókstaflega aldrei enda var það kaupfélagið sem sá um þjónustuna og mjólkurbíllinn var flutningstækið. Það ánægjulega við þessa flutninga var að flutningsaðilinn, mjólkurbílstjórinn, var alltaf með bros á vör og þótti bara aldeilis sjálfsagt að afhenda póst, rétt eins og mjólkurvör- ur úr kaupstað, brauðsendingar eða hvaðeina sem pantað var úr kaupfélaginu. Ég er alls ekki frá því að þeir sem störfuðu við þjónustu þá hafi litið á starf sitt sem köllun og jafnvel verið þakklátir fyrir að fá launaða vinnu. Þeim þótti ekk- ert neikvætt að veita okkur sveitatúttunum þjónustu. En tímarnir breytast. Í stað þess að mjólkurbílar flyttu póstinn var komið upp starfi landpósta. Þjón- ustan var á tímabili boðin út og ýmsir tóku að sér að aka um sveitir og koma pósti í réttar hendur. Þegar útboð fóru svo að reynast ohf. fyrirtækinu of dýr var starfsmönnum Íslandspósts falið að aka með póstinn um sveitirnar og póst- kassarnir færðir sem lengst frá bæjunum. Svona eins og til að aðlaga íbúa því sem koma skyldi. Nú er sú þjónusta einnig orðin of dýr. Samt eru vegirnir ná- kvæmlega jafn langir og þeir voru alla síðustu öld og eldsneytisverð á bíla er jafnvel í sögulegu lágmarki. Allt kemur þó fyrir ekki. En hver er ástæðan fyrir þessari afturför? Jú, þeir sem stjórna fyrirtækinu Íslandspósti eru fyrir margt löngu hættir að líta á sig sem starsfsmenn í þjón- ustu. Þeir eru komnir á einhvern stall sem rís svo hátt að enginn sér svo langt upp og það sem verra er, þeir sjá ekki út heldur og vilja það ekki. Nú hafa þeir líka fengið sínu framgengt; búnir að fá breytt skilgreingingu starfsins sem þeim var falið að inna af hendi. Nú eru ekki lengur allir landsmenn jafnir hvað þjónustu Íslandspósts áhrærir og hið opinbera hlutafélag er aðallega til þjón- ustu við þá sem búa í göngufæri frá pósthúsi. Sveitafólkið er annars flokks á við aðra íbúa og getur bara átt sig. Þjónustan er einfaldlega orðin lakari en hún var fyrir fimmtíu árum þegar mjólkurbíllinn kom með póstinn og bílstjórinn brosti allan hringinn. Í kjölfar þeirrar ákvörðunar Póst- og fjarskiptastofnunar að heimila Íslands- pósti að hætta helmingi þeirrar þjónustu sem fyrirtækinu var ætlað að sinna í dreifðum byggðum þessa lands, legg ég til að Alþingi leggi nú þegar til sölu á þessu svokallaða ohf. fyrirtæki eða leggi það ella niður. Þá gætu aðrir og vonandi dugmeiri einstaklingar boðið upp á þessa þjónustu því þrátt fyrir allt verður áfram þörf fyrir póstþjónustu í landinu. Ég fullyrði að þeir sem tækju við dreggjum þessa fyrirtækis, eða stofnuðu nýtt með sama hlutverki, myndu stýra slíkri starfsemi betur en núverandi yfirstjórnendur Íslandspósts hafa sýnt þeir eru færir um undanfarinn áratug. Þeim hefur með öllu mistekist að breyta fyrirtækinu enda var stefnumótun sem þeir hófu mislukkuð í öllum megin at- riðum. Í stað þess að straumlínulaga reksturinn samhliða færri póstsendingum var byggt upp flutningafyrirtæki í samkeppni við þau sem fyrir voru og opn- aðar nammibúðir á pósthúsunum. Semsagt verkefni sem áttu ekkert skylt við póstdreifingu og því fór sem fór. Magnús Magnússon. Á þrettándanum, miðvikudaginn 6. janúar síðastliðinn, fagnaði Apó- tek Ólafsvíkur því að 30 ár voru lið- in frá því að það var opnað. Það eru hjónin Óli Sverrir Sigurjóns- son lyfjafræðingur og Sigríður Þór- arinsdóttir sjúkraþjálfari sem eiga það og reka. Óli, sem áður starfaði sem yfirlyfjafræðingur í Apóteki Keflavíkur, sótti um lyfsöluleyf- ið á haustdögum 1985 og var veitt leyfið frá 6. janúar 1986. Til gam- ans má geta þess að hvorugt þeirra hafði komið á Snæfellsnes þegar Óli sótti um lyfsöluleyfið og komu hingað í fyrsta sinn þegar leyfið hafði verið veitt. Þannig má segja að þetta hafi verið nokkurs konar óvissuferð sem hafi farið vel því hér hafa þau búið og starfað öll þessi ár. Fyrstu árin var rekstur apóteksins að Ólafsbraut 19, í húsnæði fyrrum útibús Stykkishólms apóteks, en 24. febrúar 1992 var starfsemin flutt að Ólafsbraut 24 þar sem hún hefur verið síðan. þa Apótek Ólafsvíkur þrjátíu ára Umhverfisstofnun hefur gefið út starfsleyfi fyrir olíubirgðastöð í Hvalfirði. Olíubirgðastöðvarnar að Litla-Sandi og Digralæk 1 eru nú reknar í einu lagi og með einu starfsleyfi á vegum Olíudreifing- ar ehf. Þetta kemur fram í frétt á vef Umhverfisstofnunar. Starfsleyf- ið hefur þegar öðlast gildi og gildir til 10. desember 2031. Olíubirgða- stöðvarnar í Hvalfirði eru nú rekn- ar í sameiningu af Olíudreifingu og Atlantic Tank Storage, sem keypti meirihluta í birgðastöðinni í Hval- firði af Skeljungi á síðasta ári. Atl- antic Tank Storage er að meirihluta í eigu stærsta olíubirgðastöðvafyr- irtækis Svíþjóðar. Olíudreifing fer með starfsleyfið sem gefur heimild til þess að geyma allt að 133 þúsund rúmmetra af olíu og bensíni í stöð- inni og ofanjarðar á Litla – Sandi, allt að 6.850 rúmmetra í hverjum geymi. Neðanjarðar á Digralæk 1 má geyma allt að 12.700m3 af olíu í hverjum geymi. Þá er einnig heimil móttaka á úrgangsolíu. Tillaga að starfsleyfi fyrir olíu- birgðastöðina var auglýst á tíma- bilinu 24. september til 19. nóvem- ber sl. Ein umsögn barst á auglýs- ingatíma og kom hún frá Hvalfjarð- arsveit. Sneri hún að ýmsum rekstr- arþáttum, svo sem tryggingum, eft- irlitsmælingum og fleiru. Aðeins voru gerðar smávægilegar breyt- ingar á texta starfsleyfisins frá aug- lýstri tillögu, að því er kemur fram á vef UST. Í greinargerð vegna at- hugasemda á auglýsingatímanum minnir Umhverfisstofnun rekstrar- aðila á að hafa í huga ábyrgð sína í sambandi við fjörurnar í Hvalfirði, en þær eru á náttúruminjaskrá á svæðinu frá Olíustöðinni í austri og að Katanesi í vestri. grþ Olíudreifing fær starfsleyfi í Hvalfirði Olíubirgðastöðin við Litla-Sand í Hvalfirði. Fyrsta umferð í Spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur, fór fram síðastliðinn mánudag. 29 skól- ar sendu inn þátttökutilkynningu að þessu sinni og situr því Mennta- skólinn í Reykjavík hjá í fyrstu um- ferð en þeir áttu sigurliðið í fyrra. Líkt og undanfarin ár skráðu all- ir framhaldsskólar á Vesturlandi sig til leiks. Lið Fjölbrautaskóla Vest- urlands er skipað sömu liðsmönn- um og í fyrra, þeim Önnu Chukw- unonso Eze, Elmari Gísla Gísla- syni og Jóni Hjörvari Valgarðssyni en liðið komst í undanúrslit í fyrra í fyrsta sinn í sögu skólans. Lið Fjöl- brautaskóla Snæfellinga er skip- að Guðbjörgu Helgu Halldórs- dóttur, Ísól Lilju Róbertsdóttur og Jóni Grétari Benjamínssyni. Helga Dóra Hólm, Katrín Pétursdóttir og Steinþór Logi Arnarsson skipa lið Menntaskóla Borgarfjarðar. Áður en til keppni kom dró lið Landbún- aðarháskóla Íslands sig úr keppni, en það hafði dregist á móti MA. Keppni í útvarpi hófst á mánu- daginn og fóru þrjár viðureign- ir fram á fyrsta kvöldi fyrri umferð- ar keppninnar á Rás 2. Þar hafði lið Fjölbrautaskóla Vesturlands bet- ur gegn liði Fjölbrautaskóla Suður- lands 29 - 23 og er því komið áfram í aðra umferð keppninnar á Rás 2. Í kvöld keppir svo lið Fjölbrautaskóla Snæfellinga við lið Fjölbrautaskóla Suðurnesja, kl. 20 og fimmtudaginn 14. janúar munu Menntaskóli Borg- arfjarðar og Menntaskólinn á Laug- arvatni etja kappi kl. 20:30. Keppn- in færist yfir í sjónvarp föstudaginn 5. febrúar, þegar sigurliðin mætast í átta liða úrslitum. Spyrill í Gettu betur er Björn Bragi Arnarsson, spurningahöfundar og dómarar eru Bryndís Björgvinsdóttir og Stein- þór Helgi Arnsteinsson. Þeim til að- stoðar er Björn Teitsson. Umsjónar- maður Gettu betur og stjórnandi út- sendingar er Elín Sveinsdóttir. grþ Spurningakeppnin Gettu betur er hafin Fjölbrautaskóli Snæfellinga tekur þátt í Gettu betur spurningakeppni RÚV í kvöld, miðvikudag. Lið FSN skipa Jón Grétar Benjamínsson, Björg Brimrún Sigurðardóttir sem er varamaður, Guðbjörg Helga Halldórsdóttir og Ísól Lilja Róbertsdóttir. Lið FVA er komið í 2. umferð keppninnar eftir sigur á Fjölbrautaskóla Suðurlands á mánudag.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.