Skessuhorn


Skessuhorn - 13.01.2016, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 13.01.2016, Blaðsíða 18
MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 201618 „Um þriðjungur þeirra sem mættu hlaupa nú þegar. Hitt er fólk sem langar eða ætlar sér að byrja að hlaupa,“ segir Auður H. Ingólfs- dóttir, hlaupari og lektor, í samtali við Skessuhorn. Hún hélt á dögun- um fyrirlesturinn „Frá mílu til mara- þons“ fyrir fullum sal á Sögulofti Landnámssetursins í Borgarnesi. Þar rakti hún sögu sína frá því hún hóf að hlaupa fyrir rétt rúmum fimm árum síðan og til dagsins í dag. „Ég byrjaði að hlaupa árið 2010, sem er einmitt árið sem ég varð fertug,“ segir hún. „Ég var þá komin heim til Íslands eftir að hafa starfað sem friðargæslu- liði á vegum íslensku friðargæslunn- ar bæði á Sri Lanka og Balkanskaga. Ég þjáðist af áfallastreitu, var í vondu andlegu og líkamlegu ástandi, var of þung og fannst ekki gaman að verða fertug,“ bætir Auður við. Að sumrinu heimsótti hún bróð- ur sinn til Kanada og vill eigna hon- um upphafið að hlaupaferli sínum. „Hann dró mig í einnar mílu hlaup meðan ég var þarna úti. Ég lét til leiðast og hélt ég myndi deyja,“ seg- ir hún og brosir. En eftir einnar mílu hlaupið kviknaði einhver neisti innra með henni. „Ég rammaði þarna inn næstu fimm ár og hugsaði með mér að ég ætlaði mér ekki að vera á sama stað þegar ég yrði 45 ára,“ segir Auð- ur „og það er eiginlega þarna strax eftir míluhlaupið sem ég fer að hugsa um að hlaupa maraþon einn daginn, eins fáránlega og það hljómar,“ bætir hún við og brosir. Fyrsta maraþonið á 45 ára afmælisdaginn Ferlið er langt frá mílu til maraþons en Auður kveðst ekki hafa byrjað að hlaupa af alvöru fyrr en ári síðar. Árið 2012 einsetti hún sér að fara Jökulsár- hlaup, þar sem hlaupið er frá Hljóða- klettum í Ásbyrgi og beitti óvenju- legri aðferð til að standa við mark- mið sitt. „Ég skrifaði það í jólabréf- in til allra til að ég myndi standa við það,“ segir Auður og brosir. „Auð- vitað var flestum alveg nákvæmlega sama en þessi aðferð virkaði fyrir mig,“ bætir hún við. Hún segir að í þessu hlaupi hafi eitthvað gerst. „Þetta var alveg æð- islegt, þetta var djúp og mögnuð upplifun og ég fann að ég gat þetta. Þarna varð ég ástfangin og ákvað skömmu síðar að mig langaði að hlaupa meira.“ Fyrsta hálfmaraþonið fór hún svo árið seinna, eða 2013. Hún seg- ist ekki hafa lést mjög mikið en fann að hún var orðin miklu hraustari og leið betur. „Þá fór þráhyggjan gagn- vart maraþoninu að verða sterkari og sterkari en ég fann að ég gæti ekki boðið líkamanum upp á það nema að léttast fyrst,“ segir hún og kveðst ánægð með að hafa haft maraþonið að leiðarljósi í baráttunni við auka- kílóin. „Þarna var komin allt öðru- vísi forsenda fyrir mig til að léttast. Upphafið af þeim hugmyndum var ekki einhver óánægja með sjálfa mig heldur voru þær hugmyndir sprottn- ar af þrá minni til að fara maraþonið. Upphafið var því jákvætt, sem varð til þess að allt small saman,“ segir Auður. Hún kveðst hafa farið mörg hálf- maraþon árið sem hún létti sig sem undirbúning fyrir maraþonhlaupið. Hins vegar ákvað Auður að bíða með maraþonið þar til síðastliðið sumar. „Það var nefnilega þannig að Reykja- víkurmaraþonið bar akkúrat upp á 45 ára afmælisdaginn minn, 22 ágúst síðastliðinn,“ segir hún. Maraþoninu lauk hún með glæsi- brag og Auður bætir því við að Reykjavíkurmaraþonið 2020 muni að öllum líkindum einnig bera upp á afmælisdag hennar. „Það er aldrei að vita nema ég muni hlaupa líka á fimmtugsafmælinu mínu. Það væri gaman,“ segir hún og brosir. Á flandri með Flandra í Borgarnesi Auður hefur verið virkur meðlim- ur í hlaupahópnum Flandra í Borg- arnesi og er einn af stofnmeðlim- um hans. „Ég var að vinna með Stef- áni Gíslasyni, sem er reyndur hlaup- ari og fer hratt yfir,“ segir hún. „Ég hafði rætt hlaup við Sigríði Júlíu [Brynleifsdóttur], okkur langaði að hlaupa og við höfðum samband við Stefán. Úr varð að við þrjú stofnuð- um Flandra árið 2012 og erum öll í hópnum ennþá. Það heldur okkur við efnið,“ segir hún en bætir því við að hópurinn hafi á sínum tíma verið stofnaður ekki síst til að halda hlaup- urunum við efnið að vetrinum. „Öll hlupum við, hvert í sínu lagi en vant- aði aðhald yfir vetrartímann. Þannig að hópurinn er upphaflega stofnað- ur til að koma okkur í gegnum vet- urinn,“ segir hún og bætir því við að það gangi vel. „Í níu af hverjum tíu skiptum er veðrið ekki jafn vont og maður heldur þegar maður lítur út um gluggann og að vita að aðrir muni mæta á hlaupaæfingu er hvatn- ing,“ segir Auður. Félagslegi þátturinn leikur einnig stórt hlutverk að hennar sögn. „Ég er svona félagslyndur einfari, þann- ig myndi ég skilgreina mig,“ seg- ir hún og hlær „og þetta hentar mér mjög vel. Það hlaupa allir á eftir eigin prógrammi og á sínum forsendum,“ segir Auður en bætir því við að hún hlaupi líka oft einsömul. „Mér finnst það líka alveg frábært og stundum vil ég bara hlaupa ein. En að hafa félags- skap getur verið ómetanlegt. Einnig bara það að geta talað um hlaup við fólk, því það eru ekkert allir sem hafa það sem áhugamál,“ segir hún. Hlaupahópurinn Flandri er gras- rótarhreyfing og öllum frjálst að taka þátt, endurgjaldslaust. Reynd- ir hlauparar miðla þekkingu sinni til þeirra sem eru reynsluminni. „Það eru allir velkomnir að koma og hlaupa með okkur,“ segir Auður. Hleypur til að líða betur. Aðspurð hvert hún hyggist láta tvo jafnfljóta bera sig á komandi miss- erum svarar Auður því til að hana langi að taka þátt í utanvegahlaup- um. „Ég er mjög spennt fyrir þeim en líka nervus. Mig dreymir um að fara Laugavegshlaupið sumar- ið 2017 og ætla að nota árið í ár að undirbúa mig fyrir það,“ segir hún en hefur alltaf ákveðnar vinnuregl- ur að leiðarljós. „Þegar maður set- ur sér stór markmið þá skiptir máli að búta þau niður í pínulítil skref,“ segir hún. Þannig verði öll vinna markvissari og líkurnar á árangri aukist til muna. En hvatinn er enn sá sami og í upphafi. „Ég hleyp til þess að mér líði betur þann tiltekna dag,“ segir hún. „Hlaup snúast um að líða vel í núinu. Ég hef upplifað ofboðslega skarpa breytingu á líðan minni eft- ir að ég byrjaði að hlaupa, kannski að einhverju leyti vegna þess hve slæmu ástandi ég var í áður. Það er oft talað um að fólk hlaupi frá vandamálunum, en ég hleyp mig í gegnum þau,“ segir Auður og bros- ir. Hvern þann sem hyggst leggja stund á einhverja líkamsrækt eða íþrótt hvetur Auður til að finna sér hreyfingu við sitt hæfi. „Síðan ég byrjaði að hlaupa hafa þau veitt mér betri heilsu en ekki síður aukna lífs- gleði og lífsfyllingu. En hvaða lík- amsrækt sem er getur hentað fólki og veitt því það sama og hlaup- in veittu mér,“ segir hún. Einnig hvetur hún fólk til að vera ófeim- ið að leita sér aðstoðar, fá ráðgjöf og fá þjálfun. Enn fremur ítrekar hún að fólk verði jafnframt að hlaupa á eigin forsendum. „Ég byrjaði svo sann- arlega ekki að hlaupa til þess eins að grenna mig. Mér þykir ofsaleg áhersla á að fólk þurfi alltaf að vera að pína sig áfram í einhverri hreyf- ingu sem því líkar ekki við. Það endist aldrei neinn ef málunum er þannig háttað,“ segir hún. „Lykillinn er að njóta þess sem maður er að gera, njóta ferðalags- ins. Maraþonið sjálft er bara lítill hluti hlaupaferðalagsins hjá mér, í raun bara uppskera erfiðisins. Skemmtilegast er að upplifa leiðina að markmiðinu og búa fullt til af minningum í leiðinni,“ segir hún. „Ég ætlaði mér nú ekki að verða einhver innblástur fyrir annað fólk en þegar manni líður vel þá auð- vitað vill maður breiða út fagnaðar- erindið.“ kgk Auður H. Ingólfsdóttir féll fyrir langhlaupum eftir fertugsafmælið: „Oft talað um að fólk hlaupi frá vandamálum en ég hleyp í gegnum þau“ Auður H. Ingólfsdóttir. Ásamt Ármanni bróður sínum í einnar mílu hlaupinu í Kanada árið 2010. Ljósm. Dennis Anderson. Félagar úr hlaupahópnum Flandra á góðri eftir þátttöku í hinum ýmsu vega- lengdum í Mývatnsmaraþoninu sumarið 2014. Ljósm. Björk Jóhannsdóttir. Á lokasprettinum í hálfmaraþoni í München haustið 2014.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.