Skessuhorn


Skessuhorn - 13.01.2016, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 13.01.2016, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 20162 „Þegar OR tók við fráveitum Reykjavíkur, Akraness og Borgar- byggðar árið 2006, varð það niður- staða sveitarstjórnanna þriggja að gjaldskrá yrði hærri í Borgarbyggð. Sú hækkun sem birtist íbúum Borg- arbyggðar núna er því til komin vegna þess að samþykkt um tíma- bundna lækkun er að falla úr gildi og við tekur upphaflega samþykkt gjaldskrá fráveitu. Afsláttinn af frá- veitugjöldum í Borgarbyggð má rekja til vorsins 2011, þegar eigend- ur og stjórn OR samþykktu Planið, áætlun til að bregðast við fjárhags- vanda fyrirtækisins. Hluti þess var að fresta fráveitukvæmdum á Akra- nesi, Kjalarnesi og í Borgarbyggð til áranna 2015-2016. Til að koma til móts við íbúa Borgarbyggðar var samþykkt að íbúar í Borgarbyggð greiddu tímabundið sama fráveitu- gjald og íbúar Akraness og Reykja- víkur, eða út árið 2015,“ segir í til- kynningu. Þá segir að nú þegar hafi ver- ið teknar í notkun fjórar lífrænar hreinsistöðvar í uppsveitum Borg- arfjarðar; á Bifröst, Hvanneyri, Varmalandi og í Reykholti. Þá hef- ur mikið verið unnið í lagnakerfi fráveitunnar í Borgarnesi. Fyrir árslok verður ný hreinsistöð í Brák- arey gangsett. Þar með lýkur upp- byggingarverkefninu og öllu skólpi frá Borgnesingum verður eftir það veitt hreinsuðu út í sjó, í samræmi við umhverfiskröfur.“ mm Víða á Vesturlandi er hálka á vegum eða hálkublettir, bæði innan bæjarmarka þétt- býliskjarna og utan þeirra. Ekki er útlit fyr- ir að stór breyting verði á færð næstu daga. Förum varlega og gætum okkar í umferð- inni hvort sem ferðamátinn er bifreið, reið- hjól eða tveir jafnfljótir. Minnt er á að gott getur verið að nota mannbrodda á skófatn- að en síðustu daga hefur verið óvenjulega mikið að gera á slysadeildum sjúkrahúsa vegna beinbrota eftir að fólk hefur dottið. Á morgun, fimmtudag, spáir 5-10 m/s en víða éljum. Léttskýjað verður á Suður- og Vesturlandi. Frost 1 til 12 stig, kaldast inn til sveita. Hægur vindur, víða léttskýjað og tals- vert frost á föstudag, en suðaustan 8-13 m/s og snjómugga á suðvesturhorninu um kvöldið. Á laugardag spáir suðlægri átt og slyddu eða snjókomu með köflum sunnan til en bjartviðri fyrir norðan. Frostlaust syðst en annars töluvert frost. Á sunnudag og mánudag er útlit fyrir austanátt og víða dá- lítil él. Úrkomulítið á norðvesturhluta lands- ins. Áfram kalt í veðri. Í þessari viku var spurt á vef Skessuhorns: „Hvað ættu forsetaframbjóðendur að þínu mati að þurfa marga meðmælend- ur?“ Langflestir, eða 58,01% sögðu „Fleiri en 4500“ en næstflestir, 15,35%, sögðu „3501-4500“. „2501-3500“ svöruðu 11,03%, „A.m.k. 1500“ sögðu 5,52% og 3,12% svör- uðu „1501-2500“. 6,95% þeirra sem tóku af- stöðu sögðust ekki hafa skoðun á málinu. Í næstu viku er spurt: Á nýtt Landssjúkrahús að rísa við Hringbraut eða á öðrum stað? Ágúst Júlíusson var útnefndur Íþróttamað- ur Akraness árið 2015, annað árið í röð, eins og sagt er frá í Skessuhorni. Hann átti afar gott ár og er meðal fremstu sundmanna landsins. Ágúst er Vestlendingur vikunnar. Til minnis Veðurhorfur Spurning vikunnar Vestlendingur vikunnar Mestu af bolfiski landað í Reykjavík LANDIÐ: Höfuðborgin trón- ir efst á lista yfir hafnir þar sem bolfiski var landað á síðasta ári. Alls var 87.551 tonni landað í Reykjavíkurhöfn. Þetta er næst- um sama tala og árið á undan og munar aðeins 0,3% til minnk- unar. Næst á eftir Reykjavík var Grindavíkurhöfn með 46.370 tonn og varð aukning þar um ein 10,9% eða um rúmlega 4,5 þús- und tonn. Einungis ein höfn á Vesturlandi kemst inn á lista yfir tíu hæstu hafnir landsmanna í löndunum bolfisks. Það er Rifs- höfn. Hún var í níunda sæti á síðasta ári með 16.216 tonn. Ef skoðaðar eru þær löndunar- hafnir þar sem minnstum botn- fiskafla var landað á síðasta ári þá eru það Vogar á Reykjanesi og Reyðarfjörður á Austurlandi sem reka lestina. Á síðasta ári var aðeins 6 tonnum landað í Vog- um og á Reyðarfirði 15 tonnum. Engum botnfisksafla var landað á Blönduósi og Haukabergsvaðli á nýliðnu ári. Áhugasamir geta grafið sig ofan í frekara talnaefni um þessi vísindi á vef Fiskistofu. -mþh Sigurjón er nýr forstöðumaður hjá OR S V- L A N D : Sigurjón K. Sigurjónsson hefur tekið við stöðu for- s töðumanns Notenda- og r e i k n i n g s - þjónustu á þjónustusviði Orkuveitu Reykjavíkur. Undir deildina fellur allur mælarekstur, heimlagnaþjónusta, þjónusta við notendur á notkunarstað, álestr- ar og reikningagerð. Sigurjón er viðskiptafræðingur og rafvirkja- meistari að mennt og starfaði sem framkvæmdastjóri fjármála hjá Orkubúi Vestfjarða áður en hann slóst í hóp OR-starfsfólks fyrir um sjö mánuðum. Veitur, sjá um sérleyfisþjónustuna og gengu á síðasta ári frá samkomu- lagi um að hætta útvistun mæla- safnsins. Það telur um 150.000 mæla og fyrirsjáanlegt er að á næstu misserum verði teknar upp snjallmælingar í síauknum mæli, segir í tilkynningu frá OR. –mm Keyptu þrjú fjölbýlishús AKRANES: Leigufélagið BK eignir hefur keypt þrjú fjölbýlis- hús á Akranesi. Um er að ræða fasteignirnar að Höfðabraut 14 - 16 og Asparskógum 20 - 22. Fasteignirnar voru áður í eigu Leigufélagsins, sem varð gjald- þrota í fyrra. Alls eru 30 leigu- íbúðir í húsunum við Aspar- skóga og eru þær allar í út- leigu. Húsið við Höfðabraut er fjölbýlishús upp á fjórar hæð- ir ásamt kjallara. Í því eru sext- án þriggja herbergja íbúðir. BK eignir leigja út húsnæði víðar en á Akranesi, þar á meðal á Suð- urnesjum. Ekki náðist í Óla Þór Barðdal framkvæmdastjóra BK eigna við vinnslu fréttarinnar. -grþ Versluninni Virkinu í Rifi verð- ur lokað á næstu dögum og starf- seminni hætt. Þar með lýkur 30 ára sögu verslunarinnar og fimm- tíu ára samfelldri sögu matvöru- verslunar í Rifi. Sólveig Bláfeld hefur rekið Virkið undanfarin tvö ár en þar á undan ráku verslunina frá stofnun hjónin Kristín Þórð- ardóttir og Sturla Fjelsted, en þau reka nú gistiheimili í sama húsi og martvöruverslunin er. Sólveig segir í samtali við Skessuhorn að ástæða þess að hún hafi ákveðið að hætta með reksturinn sé að hann standi einfaldlega ekki undir sér. Of fáir viðskiptavinir eru á svæðinu og erf- ið samkeppni við lágvöruverslanir. Þá segir Sólveig að reksturinn sé afar kostnaðarsamur. Nefnir hún sem dæmi að rafmagnskostnað- ur er mikill á þessum köldu svæð- um. Á næstu dögum verður Sól- veig Bláfeld með 50% útsölu á öll- um vörum í versluninni, eða meðan birgðir endast, en að því loknu mun hún hætta. Hún kveðst döpur yfir málalokum en þakkar engu að síður viðskiptavinum sínum. af Fimmtíu ára sögu matvöruverslunar í Rifi að ljúka Sólveig Bláfeld hættir nú rekstri Virkisins í Rifi. Nú um áramótin fellur niður 30% afsláttur sem viðskiptavinir frá- veitu Veitna, dótturfélags Orku- veitu Reykjavíkur, í Borgarbyggð hafa notið frá árinu 2011. Afslátt- urinn var veittur tímabundið, með- an á frestun fráveituframkvæmda í sveitarfélaginu stóð. Þær hófust að nýju á síðasta ári og á að ljúka fyrir árslok 2016. Í tilkynningu frá OR kemur fram að á næstu dög- um muni viðskiptavinum fráveitu Veitna berast álagningarseðlar vatns- og fráveitugjalda vegna árs- ins 2016. Langflestir seðlanna eru einungis birtir rafrænt. Eldri borg- arar fá áfram sendan álagningar- seðil í pósti. Greiðslum er dreift á níu mánuði ársins, þar sem engin greiðsla er í janúar, nóvember og desember. Tímabundinn afsláttur af fráveitugjöldum í Borgarbyggð felldur niður Frá niðursetningu skólplagnar í Borgarbraut í Borgarnesi sumarið 2009. Fráveitu- mannvirkin eru ekki enn fullbúin en nú áætlað að dælustöð í Brákarey verði gangsett í lok þess árs. Tímabundinn afsláttur er engu að síðu felldur niður nú í ársbyrjun. Á síðustu 55 árum, eða frá árinu 1961 til ársins 2015, hafa gengið yfir átta tímabil þar sem Íslendinga brottfluttir frá landinu hefur ver- ið fleiri en aðflutt- ir. Helstu ástæð- ur brottflutn- ings á þessu tíma- bili hefur mátt rekja til efna- hags- og atvinnu- legra ástæðna á borð við brott- hvarf síldarinnar, óðaverðbólgu og mikið atvinnu- leysi. Könnun Alþýðusambands Ís- lands leiðir hins vegar nú í ljós að Íslendingar flytja frá landinu þrátt fyrir að hagvöxtur sé 3,2% og verð- bólga í sögulegu lágmarki, eða 1,8%. Þannig fylgir brottflutning- ur umfram aðflutta ekki þeirri þró- un sem rekja má til helstu áhrifa- þátta í efnahags- og atvinnulífi. „Tímabilið 2014-2015 sker sig hins vegar úr, þar sem ekki eru fyr- ir hendi hefðbundnar efnahagsleg- ar forsendur fyrir auknum brott- flutningi, þ.e. fólk flutti burt þrátt fyrir efnahagslegan uppgang,“ segir í skýrslu ASÍ. „Þeir brottflutningar sem fylgdu í kjölfar hrunsins tóku enda 2013 þegar vinnumarkaður fór að rétta úr kútnum og störfum tók að fjölga. Uppgangur í ferða- þjónustu var þá orðinn megindrif- kraftur í fjölgun starfa, bæði með beinum hætti ásamt fjölgun af- leiddra starfa t.d. í verslun, veiting- um og hótelbyggingum. Sú þróun hefur haldið áfram undanfarin tvö ár auk þess sem efnahagsleg skil- yrði hafa batnað. Kaupmáttur hef- ur vaxið, verðbólga hefur lækkað og atvinnuhorfur eru góðar. Bætt efnahagsleg skilyrði hafa hinsveg- ar ekki dregið úr brottflutningi Ís- lendinga, heldur þvert á móti hefur hann aukist undanfarið.“ mm Flótti frá landinu þrátt fyrir hagvöxt

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.