Skessuhorn


Skessuhorn - 13.01.2016, Blaðsíða 26

Skessuhorn - 13.01.2016, Blaðsíða 26
MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 201626 „Hversu oft ferðu í sund?“ Spurning vikunnar (spurt á Akranesi) Sigurveig Runólfsdóttir: „Eiginlega aldrei.“ Sigríður Selma Sigurðardóttir: „Ég fer fimm til sjö sinnum í viku, alltaf á morgnana.“ Sævar Þór Erlingsson: „Nánast aldrei.“ Sævar Guðjónsson: „Þrisvar til fjórum sinnum í viku.“ Sigurlín Gunnarsdóttir: „Um það bil tvisvar í mánuði.“ Síðastliðið mánudagskvöld var kunn- gjört að Ágúst Júlíusson hefði verið valinn Íþróttamaður Akraness árið 2015. Hlaut hann að launum Frið- þjófsbikarinn, farandbikar sem gefinn var til minningar um Friðþjóf Daní- elsson. Athöfnin fór fram í íþrótta- húsinu á Jaðarsbökkum að lokinni brennu, blysför og flugeldasýningu. Samkoman átti upphaflega að fara fram 6. janúar sem hluti af þrettánda- dagskrá á Akranesi, venju samkvæmt, en vegna veðurs varð að fresta henni. Valið fer þannig fram að aðildarfélög ÍA tilnefna fulltrúa sem þeim þykja hafa skarað fram úr á árinu 2015 og stóð valið á milli 15 íþróttamanna. Valnefnd greiddi atkvæði og raðar þeim í fyrsta, annað og þriðja sæti. Atkvæði greiða Skessuhorn, fulltrú- ar Akraneskaupstaðar, framkvæmda- stjórn ÍA auk þess sem eitt atkvæði var sett í almenna kosningu á vef Akraneskaupstaðar. Margfaldur Íslandsmeistari Ágúst hefur um nokkurra ára skeið verið fremsti flugsundsmaður landsins. Hann varð á síðasta ári Ís- landsmeistari í 50 og 100 m flug- sundi í 50 m laug og í sömu vega- lengdum í 25 m laug. Hann synti með karlasveit Sundfélags Akraness sem fékk bronsverðlaun í 4x100 m fjórsundi á Íslandsmótinu í 50 m laug og 25 m laug. Ágúst bætti fjögur Akranesmet á árinu; í 50 m skriðsundi, 100 m skriðsundi og 50 m flugsundi í 50 m laug. Þá bætti hann enn fremur fjögur Akranes- met ásamt boðsundsveitum SA. Hann var valinn í sundsveit Ís- lands sem keppti á Smáþjóðaleik- unum sem fram fóru í Reykjavík að þessu sinni. Þar hreppti hann silf- urverðlaun með karlaboðsundssveit Íslands í 4x100 m fjórsundi. Hann hafnaði í 4. sæti í 50 m skriðsundi, 5. sæti í 100 m flugsundi og 4. sæti í 4x100 m skriðsundi ásamt skrið- sundssveit Íslands. Annað og þriðja sætið Í öðru sæti hafnaði Valdís Þóra Jóns- dóttir, kylfingur úr Golfklúbbnum Leyni. Hún er atvinnumaður í golfi, margfaldur Íslandsmeistari og hefur lengi verið meðal fremstu kylfinga landsins. Hún keppti lítið á Íslandi á árinu en hafnaði í 2. sæti á Íslands- mótinu sem haldið var á Akranesi. Valdís keppti hins vegar á 13 mót- um á LET Access mótaröðinni, sem er önnur sterkasta mótaröð kvenna í Evrópu. Árangur hennar þar tryggði henni þátttökurétt á úrtökumóti fyrir Evrópumótaröð kvenna. Leikið var í desember síðastliðnum og komst Valdís ekki áfram. Í þriðja sæti hafnaði badminton- maðurinn Egill Guðvarður Guð- laugsson. Hann hefur um nokkurra ára skeið verið meðal fremstu bad- mintonmanna landsins og situr sem stendur í 4. sæti styrkleikalista Bad- mintonsambands Íslands bæði í ein- liðaleik og tvenndarleik. Egill sigraði á Akranesmótinu í einliðaleik, hafn- aði í 2. sæti í einliðaleik á Atlamótinu og varð þar með fyrsti badminton- maðurinn sem keppir undir merkj- um ÍA til að komast í úrslit í einliða- leik karla á móti sem tilheyrir Meist- aramóti Íslands. Íþróttamennirnir 15 sem tilnefnd- ir voru af aðildarfélögum hlutu allir viðurkenningu á athöfninni á mánudaginn. Þeir eru: Egill Guðvarður Guðlaugsson, badmintonmaður ársins Ragna Dís Sveinbjörnsdóttir, fimleikakona ársins Jakob Svavar Sigurðsson, hestaíþróttamaður ársins Tinna Von Gísladóttir Waage, hnefaleikakona ársins Laufey María Vilhelmsdóttir, íþróttakona Þjóts Elsa María Guðlaugsdóttir, karatekona ársins Valdís Þóra Jónsdóttir, kylfingur ársins Skúli Freyr Sigurðsson, keilumaður ársins Ármann Smári Björnsson, knattspyrnumaður ársins Unnur Ýr Haraldsdóttir, knattspyrnukona ársins Sigurjón Guðmundsson, knattspyrnumaður Kára Arnar Harðarson, kraftlyftingamaður ársins Fannar Freyr Helgason, körfuknattleiksmaður ársins Ágúst Júlíusson, sundmaður ársins Axel Guðni Sigurðsson, vélhjólaíþróttamaður ársins kgk Ágúst Júlíusson er Íþróttamaður Akraness 2015 Ágúst Júlíusson er Íþróttamaður Akraness árið 2015. Efstu þrjú sætin. F.v. Drífa Siggerðar- dóttir sem tók við verðlaunum fyrir hönd Egils Guðvarðar Guðlaugssonar bróður síns, Ágúst Júlíusson og Valdís Þóra Jónsdóttir. Allir íþróttamennirnir, eða fulltrúar þeirra, sem komu til greina í valinu á Íþróttamanni Akraness fyrir árið 2015. Grundarfjarðarbær í samstarfi við Ungmennafélag Grundarfjarð- ar hefur hrundið af stað svokall- aðri Hreystiviku en hún stendur yfir dagana 11. - 17. janúar. Margt verður í boði fyrir alla en helst ber að nefna fyrirlestur með Halldóri Björnssyni landsliðsþjálfara U-17 hjá KSÍ en hann kom til Grundar- fjarðar 11. janúar og var með fyrir- lestur hjá krökkunum í grunnskól- anum. Þá stjórnaði hann æfingum í íþróttahúsinu fyrir alla aldurshópa og var svo með opinn fyrirlestur í Bæringsstofu. Þá verður stofnfund- ur Skraflfélags Grundarfjarðar, fríir prufutímar í Líkamsræktinni, opið hús hjá hestamönnum, Verum við sjálf - fræðsla um meðvirkni með Valdimar Þór Svavarssyni ásamt því að allir tímar á vegum Ungmenna- félags Grundarfjarðar eru opnir öllum þessa viku. Þá verður Ísland - Noregur á EM í handbolta sýndur í Bæringsstofu. Það er því ljóst að það verður mikil hreyfing á Grund- firðingum þessa vikuna. tfk Hreystivika hafin í Grundarfirði Hreystivikan fór í gang á mánudaginn og hér er Haraldur Björnsson að byrja fótboltaæfingu með unga fólkinu. Leó Örn Þrastarson hefur skrifað undir samn- ing við Víking Ólafsvík um að spila með meistaraflokksliðinu í knattspyrnu. Gildir samningurinn út 2018. Leó Örn er efnileg- ur í boltanum og hefur æft og spilað und- ir merkjum Víkings, Víkings/Reynis og Snæ- fellsnessamstarfsins síðan hann byrjaði að æfa. þa Valur tók á móti Snæfelli í fyrsta leik Íslands- mótsins eftir jólafrí í Valshöllinni síðastliðinn miðvikudag. Glöggt mátti sjá á gangi leiks- ins að hraustlega hefur verið tekið á því í jólasteikunum um hátíðirnar því bæði lið voru nokkuð þung og skorti samhæfingu. Snæfellsstúlkur náðu þó að landa naumum sigri, 72:69 og fylgja í humátt á eftir Hauk- um á toppi deildarinnar. Langt er síðan í þriðja liðið í deildinni. Stigatalan eftir leik- inn er þannig að Haukar hafa 22 stig, Snæfell 20 en Keflavík og Grindavík 12 hvort. Í leikn- um í gær Setti Haiden Denise Palmer 18 stig, Berglind Gunnars 16 og Bryndís Guðmunds- dóttir 12. mm Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson, þjálf- arar íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, tilkynntu fyrr í síðustu viku 23 manna lands- liðshóp sem mætir Finnum og Sameinuðu arabísku furstadæmunum í tveimur vináttu- leikjum í Abú Dabí síðar í mánuðinum. Fjórir nýliðar eru í hópnum og þeirra á meðal fram- herjinn Garðar Gunnlaugsson, markaskorari og leikmaður ÍA. Garðar lék 17 leiki fyrir ÍA á síðasta tímabili og skoraði í þeim níu mörk. Verða leikirnir í Abú Dabí fyrstu leikir Garð- ars með A-landsliðinu, en hann hefur áður tekið þátt í verkefnum með yngri landslið- um Íslands. Áhugasömum er bent á að landsliðshópinn í heild sinni má sjá á heimasíðu Knattspyrnu- sambands Íslands, www.ksi.is. kgk Víkingar tryggja sér Leó Örn Snæfellsstúlkur höfðu nauman sigur Gunnhildur Gunnarsdóttir leik- maður Snæfells í einni sókninni. Ljósm. þe. Jónas Gestur og Leó Örn handsala samninginn. Garðar valinn í landsliðið Framherjinn Garðar Gunnlaugsson skoraði níu mörk í 17 leikjum fyrir ÍA síðastliðið sumar. Ljósm. gbh.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.