Skessuhorn


Skessuhorn - 13.01.2016, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 13.01.2016, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 2016 15 Þorgeir & Ellert hf. er gamalgróið málmiðnaðar- fyrirtæki með sögu allt aftur til 1928. Starfssemi fyrirtækisins byggir aðallega á tvennu. Annars vegar þjónustu við útgerðir og stóriðjur og hins vegar eigin framleiðslu, svo sem framleiðsla á sjálfvirkum plötufrystum. Þorgeir & Ellert hf. óskar eftir því að ráða tæknimann til að sinna hönnun og tilboðsgerð fyrir fyrirtækið. Umsækjandi þarf að uppfylla eftirfarandi skilyrði: Hafi menntun og starfsreynslu í málmiðnaði. Hafi reynslu af notkun AutoCad og Inventor teikniforrita. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Nánari upplýsingar gefur Ingólfur Árnason framkvæmdastjóri í síma 897-1403. Umsóknum með ferilskrá skal skilað á netfangið ingólfur@skaginn3x.com fyrir 29.janúar 2016. TÆKNIMAÐUR Þorgeir & Ellert hf., Bakkatúni 26, 300 Akranes SK ES SU H O R N 2 01 6 Útboð Faxaflóahafnir sf. óska eftir tilboðum í verkið: Klafastaðaland Grundartanga Lóðagerð 5. áfangi 2016 Verkið felst í jarðvegsskiptum á lóðinni Klafastaða- vegur 5 á Grundartanga, ásamt námuvinnslu. Helstu magntölur: Gröftur 24.000 m3 Sprengingar í námu 20.000 m3 Fylling með kjarna 18.000 m3 Fylling með grús 16.000 m3 Verklok eru fyrir 1. maí 2016. Útboðsgögn verða afhent á stafrænu formi með því að senda beiðni á netfang akranes.utbod@mannvit.is frá þriðjudeginum 12. janúar 2016. Tilboðum skal skila á skrifstofu Faxaflóahafna, Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík, fyrir föstudaginn 29. janúar 2016 kl. 11:00. Gleðilegt heilsuræktarár 2016 Morguntrimm • spinning • hádegispúl • átakstímar • sundleikfimi • leiðsögn í þreksal Opið alla virka daga kl. 6.00 – 22.00 • Laugardaga og sunnudaga kl. 9.00 – 18.00 Verið velkomin Íþróttamiðstöðin í Borgarnesi - www.borgarbyggd.is S K E S S U H O R N 2 01 6 Fregn um andlát Ingunnar M. Jóns- dóttur, Ingu á Bræðraparti, barst okk- ur á Akranesi í lok nýliðins árs. Hún lést á hjúkrunarheimili í Kaliforníu, 9. desember, 93 ára að aldri. Inga var seinust eftirlifandi stofnenda sjóðs sem myndaður var til minningar um hjónin á Bræðraparti, Guðlaugu Gunnlaugsdóttur húsmóður og Jóns Gunnlaugssonar útvegsbónda, for- eldra Ingu. Upphaflegur tilgangur minning- arsjóðsins var að styrkja fátækt ungt fólk til náms í sjávarútvegsfræðum og vinnslu sjávarafurða, til náms í skip- stjórn, vélstjórn, verkstjórn og fisk- iðnaði. Stofnfé sjóðsins var landar- eignin Bræðrapartur, þrír og hálf- ur hektari lands með öllum gögn- um og gæðum. Með landareigninni fylgdu leigulóðarsamningar af land- inu og hafa leigutekjur alla tíð runn- ið til sjóðsins. Með breyttum aðstæðum í at- vinnuháttum á Akranesi sóttu færri um styrki úr sjóðnum en stofnend- urnir hugðu. Það var því einlægur vilji þeirra sem skipuðu stjórn sjóðs- ins að leggja hann niður og ráð- stafa stærstum hluta hans til málefna tengdum slysavörnum og samfélags- málum á Akranesi. Þann 28. febrúar 2014 var minn- ingarsjóðurinn formlega lagður nið- ur, en framsal veitt fyrir á annað hundrað milljónum króna til upp- byggingar og velferðar á Akranesi, eins og kom fram í ávarpi Elínar Sig- rúnar Jónsdóttur í bæjarþingsaln- um á Akranesi þegar hún minntist afa síns og ömmu frá Bræðraparti. Bróðurpartur sjóðsins rann til björg- unarmála, m.a. til endurnýjunar á björgunarbát Björgunarfélags Akra- ness. Einnig var fé varið til lagfær- ingar og varðveislu á bátnum Sæ- unni, hjallinum og öðrum munum sem eru í Byggðasafninu í Görðum og tengjast Bræðraparti -voru reynd- ar gefnar safninu af þeim systkinum; og einnig til endurbóta sem gerðar hafa verið á gamla vitanum á Breið, en þar var Jón Gunnlaugsson vita- vörður í rúmlega 30 ár. Einnig var fé varið til uppsetningar á heitri laug við Langasand. Í ávarpi Elínar kom það fram að það væri að frumkvæði Ingu sem sjóðn- um væri nú slitið og lokað: „Hún er mjög sátt við ráðstöfun eigna sjóðs- ins. Hennar hugur hefur ætíð ver- ið á Akranesi og hún biður fyrir kær- ar kveðjur til íbúa og stjórnenda síns gamla bæjarfélags, sem fóstraði hana svo vel,“ sagði Elín enn fremur í ræðu sinni við þetta tækifæri. Inga fæddist 2. nóvember 1922, yngst systkinanna fimm á Bræðra- parti. Hún tók fljótlega þátt í dag- legum störfum á heimilinu, m.a. við kartöfluræktina, koma kúnni á beit, strokka smjörið auk þess sem hún að- stoðaði föður sinn við að hreinsa og pússa glerin í gamla vitanum, hvern- ig sem viðraði. Hún stundaði nám í Verslunarskóla Íslands í Reykjavík og eftir það vann hún á skrifstofu HB & Co við almenn skrifstofustörf. Á árinu 1941 þegar landgöngu- liðar bandaríska flotans leystu Breta og Kanadamenn af hólmi við varn- ir landsins, kynntist hún bandaríska landgönguliðanum George Free- berg, sem var af sænskum ættum og fæddur í Svíþjóð. George var fljót- lega sendur til átakasvæðanna á Kyrrahafi, en þau tóku upp bréfa- samband til 1948, þegar Inga gift- ist George og fluttist til Kaliforníu. Þar áttu þau heimili upp frá því bæði í Los Angeles, Ventura og Carlsbad. Inga og George eignuðust þrjú elsku- leg börn, Eric, Carl og Lisu. George lést árið 2013, en börnin voru saman komin með móður sinni þegar hún kvaddi þennan heim. Barnabörnin eru 8 og barnabarnabörnin 2 og eitt á leiðinni. Inga tók þátt í starfi þjóðrækn- isfélaganna í Kaliforníu af fullum krafti. Hún stundaði jóga löngu áður en fólk þar um slóðir hafði heyrt um það. Einnig fór hún í gönguferðir sér til heilsubótar og ekki dró hún úr þeim eftir að hún greindist með liða- gigt sem hrjáði hana seinustu árin. Inga bjó fjarri átthögum sínum í hátt í 70 ár; en það er til marks um átthagatryggð hennar að reglulega hafði hún samband við gömlu vin- konur sínar þær Öldu og Sjöfn á Auðnum, sem ættaðar voru frá Sý- ruparti, næsta bæ við Bræðrapartinn. Þær ýmist hringdust á eða skrifuðu bréf, því Inga þurfti að heyra nýjustu fréttir af lífinu á Akranesi, sérstak- lega Niðurskaganum, sem hún unni svo heitt. Ingu á Bræðraparti mun ávallt verða minnst sem mikils velgjörðar- manns átthaga sinna, eins og raunar á við um öll systkinin frá Bræðrap- arti. Ég tek mér það bessaleyfi fyr- ir hönd Akurnesinga að senda fjöl- skyldu Ingu Jónsdóttur á Bræðra- parti samúðarkveðjur vegna fráfalls hennar og einnig þakkir fyrir vináttu og tryggð sem hún hefur alla tíð sýnt fæðingarbæ sínum Akranesi. Ásmundur Ólafsson. Ingunn M. Freeberg Jónsdóttir frá Bræðraparti er látin Nú fyrir jólin tóku nánast öll fyr- irtæki í Snæfellsbæ sig saman, að frumkvæði Kára Viðarsson- ar í Frystiklefanum, og gáfu öll- um börnum í 8. til 10. bekk grunn- skólans sem og meðlimum Félags eldri borgara í Snæfellsbæ ársmiða í Frystiklefann, leikhús og menning- armiðstöð í Rifi. Ársmiðinn gildir á alla viðburði í húsinu í heilt ár og ljóst að það verður af nógu að taka. Menningarviðburðir í Frystiklef- anum árið 2015 voru yfir hundr- að talsins og allt útlit fyrir að eitt- hvað svipað og sennilega meira verði uppi á teningnum á þessu ári, að sögn Kára. Erlendir sem og inn- lendir listamenn sækjast eftir því að koma fram í klefanum og nú þeg- ar hafa nokkrir af frambærilegustu tónlistarmönnum landsins boðað komu sína í Rif á þessu ári. Má þar nefna Björn Thoroddsen, Hljóm- sveitirnar Valdimar og Kiriyama Family og Kvennakórinn Kötlurn- ar. Ennfremur segir Kári að hans mati sé hér um ákveðna menning- arbyltingu að ræða og bera góð- ar viðtökur fyrirtækja í bænum við þessari hugmynd vott um það að Frystiklefinn sé búinn að skipa sér mikilvægan sess í bæjarlífinu. „Hér í bæ virðist vera skilningur fyr- ir mikilvægi menningarstarfs og einnig ákveðin ánægja og þakklæti fyrir þann standard og þau gæði í listviðburðum sem þetta litla leik- hús sendir frá sér,“ segir Kári í sam- tali við Skessuhorn. af Ungir og gamlir fá aðgang að viðburðaríku ári í Frystiklefanum Kári Viðarsson afhenti Emanúel Ragnarsyni formanni Félags eldri borgara í Snæfellsbæ áskriftarkortin. Með þeim á myndinni lengst til vinstri er Erla Laxdal Gísladóttir formaður skemmtinefndar félagsins.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.