Skessuhorn


Skessuhorn - 13.01.2016, Blaðsíða 9

Skessuhorn - 13.01.2016, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 2016 9 Ú T S A L A 40% afsláttur af öllum útsöluvörum Póst- og fjarskiptastofnun hefur með ákvörðun sinni 8. janúar síð- astliðinn heimilað Íslandspósti að fækka dreifingardögum sínum í dreifbýli niður í annan hvern virk- an dag í stað allra virkra daga eins og verið hefur um árabil. Þetta mun þýða að á að giska helmingur þess A-pósts sem dreift er mun ekki uppfylla skilyrði þar að lútandi að berast viðtakendum í dreifbýli dag- inn eftir að póstdreifiaðili móttek- ur póstinn. Breytingar þessar munu snerta um sjö þúsund heimili, sem jafngildir ríflega 5% af heimilum landsins. Um er að ræða allar sveit- ir landsins auk þéttbýlisstaða á borð við Hvanneyri, Bifröst og Klepp- járnsreyki í Borgarfirði, Melahverfi í Hvalfjarðarsveit og Reykhóla. Skilyrði um B póst eru þau að hann þarf að berast innan þriggja virkra daga eftir móttöku og snertir breytingin því einungis um helming þess A pósts sem Íslandspósti er fal- ið að koma til skila í dreifbýli. Það er því um 15% af öllum pósti sem telst til einkaréttar, en það er póst- ur sem er 0-50 grömm að þyngd og fellur undir alþjónustu. Nú er út- lit fyrir að Íslandspóstur skipuleggi póstdreifingu með þeim hætti að dreift verður til skiptis mánudaga, miðvikudaga og föstudaga aðra vik- una, en þriðjudaga og fimmtudaga hina vikuna. Í reglugerð sem samþykkt var á síðasta ári (nr. 868/2015) var fyrri reglugerð um alþjónustu frá 2003 breytt á þann veg að sett voru ákveðin kostnaðarviðmið um hvað gæti talist eðlilegur kostnaður við dreifingu í dreifbýli. Miðað var við að heimilt væri að fækka dreifing- ardögum í dreifbýli ef kostnaður reiknist þrefalt hærri en samskonar dreifing kostar í þéttbýli. Breyting- in kom til viðbótar við fyrri heim- ild í reglugerðinni þar sem m.a. er talað um að hægt sé að veita undan- þágu frá dreifingu alla virka daga ef kostnaður við dreifingu telst „óhóf- leg byrði á alþjónustuveitanda,“ eins og Póst- og fjarskiptastofnun orðar það. Í samræmi við ákvæði reglugerðarinnar skilaði Ísland- spóstur, sem er núverandi alþjón- ustuhafi, inn umsókn um fækkun dreifingardaga á grundvelli reglu- gerðarinnar. Útreikningar Ísland- spósts sýndu fram á að kostnaður félagsins í dreifbýli væru yfir þeim viðmiðunarmörkum sem sett eru í reglugerðinni, en kostnaðurinn var 69.902 kr. á ársgrundvelli að með- altali á hvert heimilisfang í dreif- býlinu. Með þessum breytingum er áætlað að svokallaður alþjón- ustukostnaður Íslandspósts lækki um 200 milljónir kr. á ársgrund- velli. Póst- og fjarskiptastofnun leit- ast við að réttlæta ákvörðun sína og segir m.a.: „Aukin notkun almenn- ings og fyrirtækja á B-pósti bend- ir til að sendendur horfi ekki eins mikið og áður til hraðrar þjónustu. Í ákvörðun þeirri sem nú er birt er það niðurstaða Póst- og fjarskipta- stofnunar, að ákvæði laga um póst- þjónustu, og gildandi reglugerðar um alþjónustu, feli ekki í sér for- takslausa skyldu á hendur Íslands- pósti, til að bera út póstsending- ar alla virka daga, án tillits til að- stæðna og kostnaðar. Þessi niður- staða sækir einnig stoð í Evróputil- skipun um póstþjónustu nr. 67/97/ EC,“ segir í tilkynningu frá stofn- uninni. mm Íslandspósti heimilað að skerða verulega þjónustu í dreifbýli „Bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar horfir til framtíðar og fylgir svæð- isskipulagi eftir með því að marka nánari stefnu í aðalskipulagi sínu um umhverfi fólks og fyrirtækja,“ segir í tilkynningu. Bæjarfélag- ið hefur samið við ráðgjafarfyrir- tækið Alta um endurskoðun aðal- skipulagsins en skrifað var undir samning þar að lútandi síðastliðinn föstudag með hefðbundnum fyrir- vara um samþykki bæjarstjórnar. Bæjarstjórn Grundarfjarðar sam- þykkti í október 2014 að fram færi heildarendurskoðun á aðalskipulagi sveitarfélagsins en skipulagstímabil gildandi aðalskipulags var til árs- ins 2015. Nýtt aðalskipulag verður til a.m.k. 12 ára. Bæjarráð fól bæj- arstjóra að ganga til samninga við Alta um endurskoðun aðalskipu- lagsins, á grundvelli tillögu sem Alta vann fyrir bæjarstjórn í októ- ber á liðnu ári. Verkið felst í að endurskoða að- alskipulag sveitarfélagsins m.t.t. þróunar sem orðið hefur frá því núgildandi aðalskipulag var sam- þykkt, fyrir þéttbýlið 2003 og dreif- býlið 2010, og út frá mati á fram- tíðarþróun. Á grunni þessa mats verða viðfangsefni endurskoðunar ákveðin og stefna til a.m.k. næstu 12 ára mótuð. Hluti verkefnisins er að uppfæra aðalskipulagið til sam- ræmis við kröfur nýrrar skipulags- reglugerðar. Lögð verður áhersla á að kynna framgang verkefnisins vel fyrir bæjarbúum. Fyrsti áfangi verksins er gerð verkefnislýsing- ar þar sem fram mun koma hvern- ig samráði verður háttað og hvar og hvernig tækifæri gefast til að koma hugmyndum og sjónarmiðum á framfæri. Við endurskoðunina verður t.d. tekist á við það hvern- ig búið er í haginn fyrir atvinnu- líf í bæjarfélaginu. Liður í því er að rýna þrjú svæði og vinna fyrir þau nánara skipulag en aðra hluta, svo- kallaðan rammahluta aðalskipulags. Svæðin þrjú eru miðbær, hafnar- svæði og athafnasvæði á Framnesi. Þorsteinn Steinsson bæjarstjóri kveðst hlakka til vinnunnar fram- undan, hún feli í sér gott tækifæri til samtals við íbúa um tækifæri og þróun samfélagsins. „Góður grunn- ur var lagður með samþykkt fimm sveitarfélaga á svæðisskipulagi fyr- ir Snæfellsnes í mars 2015. Svæðis- skipulagið einfaldar vinnuna við að- alskipulagið nú, þar sem það leggur ákveðnar línur um þróun svæðisins til framtíðar sem sveitarfélögin á Snæfellsnesi hafa sammælst um að útfæra nánar í aðalskipulagi sínu,“ segir Þorsteinn. Ráðgjafarfyrirtækið Alta er með starfsemi á Snæfellsnesi og í Reykjavík. Verkefnisstjóri verður Björg Ágústsdóttir, ráðgjafi hjá Alta í Grundarfirði, en hún og Matt- hildur Kr. Elmarsdóttir skipulags- fræðingur hjá Alta verða helstu ráðgjafar í verkefninu. Þær Björg og Matthildur voru einnig aðal- ráðgjafar við undirbúning að stofn- un Svæðisgarðsins Snæfellsness og gerð svæðisskipulagsins fyrir Snæ- fellsnes. Aðrir ráðgjafar Alta koma einnig að verkinu og verða bæjar- stjórn og skipulagsnefnd til aðstoð- ar. Verkið hefst nú í janúar en áætl- uð verklok eru haustið eða veturinn 2017. mm/Fréttatilk. Björg Ágústsdóttir frá Alta og Þorsteinn Steinsson bæjarstjóri handsala samninginn. Ljósm. tfk. Grundarfjarðarbær semur við Alta um endurskoðun aðalskipulags

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.