Skessuhorn


Skessuhorn - 13.01.2016, Blaðsíða 20

Skessuhorn - 13.01.2016, Blaðsíða 20
MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 201620 leggist í svokallaða fósturvísaflutn- inga, sem eru í raun ekkert annað en staðgöngumæðrun. Þá er egg verðlaunahryssu frjóvgað en kom- ið fyrir í legi annarrar hryssu, sem gengur með folaldið. Erfðafræðileg móðir trippisins verður þá auðvitað verðlaunahryssan sem lagði til egg- ið, en hún þarf ekki að ganga með það. Hana má því þjálfa til sýningar á þeim tíma sem hefði annars far- ið í meðgönguna. Fósturvísaflutn- ingar eru hins vegar kostnaðarsam- ir og því ekki almennt að fólk nýti sér þá tækni. Fyrst og fremst ánægjulegt Aðspurð hvað þau fái út úr hrossa- ræktinni brosa þau bæði og líta á hvort annað. „Það er nú aðal- lega bara ánægjan, ekkert annað. Við höfum lítið sem ekkert selt í gegnum tíðina,“ segir Siggi en Ína viðurkennir að breyting gæti orðið á því á næstunni. „Núna erum við komin með nokkuð mörg hross og það gengur ekki að vera að safna,“ segir hún en bæt- ir því við að ánægjan sé aðal hvat- inn. „Það er alltaf jafn spennandi að sjá hvernig hrossin koma út,“ segir hún. „Þetta er kannski svip- að og að kaupa lottómiða og bíða svo í fimm ár eftir tölunum,“ bætir Siggi við og brosir. Ánægjan felist einnig í því að fylgja hrossunum frá upphafi ævi þeirra. Að sjá kynið fyrst eftir kast- ið, litinn og fleira slíkt. Fljótlega komi svo í ljós hvernig karakter viðkomandi hross hefur að geyma. „Svo erum við með folaldsmerarn- ar á heimatúninu yfir veturinn og fylgjumst með þeim út gluggann,“ segir Ína og brosir. Stefnan sett á Landsmót Þau segjast munu koma til með að halda fimm hryssum á næsta ári, þar á meðal Hamingju, þeirri frægu hryssu, sem varð efst fjög- urra vetra hryssa á síðasta lands- móti. Hún hefur eignast folald sem Olil og Bergur eiga. „Þau héldu henni undir fjögurra vetra stóðhest, heimsmethafa, og fengu gullfallegt mertrippi,“ segir Siggi. Hyggjast þau láta sýna hryss- una aftur á næstunni. „Hamingja er nýfarin til þeirra aftur ásamt stóðhesti undan Vöku og Kiljan frá Steinnesi, sem ekki var tilbú- inn síðasta vor,“ segir hann. „Það verður gaman að sjá hvernig hann kemur út,“ bætir Ína við. Er endurþjálfun Hamingju lið- ur í undirbúningi fyrir Landsmót hestamanna, sem haldið verður á Hólum í Hjaltadal næsta sum- ar. Vonast þau Ína og Siggi til að koma hrossum þangað. „Við stefnum á að sýna fjögur hross á kynbótasýningum fyrir Lands- mót,“ segir Siggi. „Það eru Ham- ingja í flokki sex vetra hryssa, Váli í flokki fimm vetra stóðhesta og svo Víðátta og Heiðrún í flokki fjögurra vetra hryssa,“ segir Ína. Reglum um þátttöku á Lands- móti hefur verið breytt frá því sem verið hefur og verður fyrsta sinni farið eftir nýju reglunum á móti komandi sumars. „Það er ekki lengur einkunnalágmark heldur verður bara ákveðinn fjöldi hrossa sem keppir í hverjum flokki,“ segja þau. „Þannig að við vitum ekki fyrr en eftir að öllum kynbótasýn- ingum er lokið hvort hrossin okk- ar komast inn,“ segir Ína. Ástæðuna segja þau vera miklar framfarir í hrossarækt almennt á undanförnum árum. Stöðugt fleiri hross hafi komist að á hverju ári og mótið stækkaði jafnt og þétt, síðasta Landsmót var til dæmis átta dagar að lengd. „Það var ann- að hvort að hækka lágmörkin eða gera þetta svona.“ Þau segja reglu- breytingarnar hafa fallið misjafn- lega í kramið meðal hrossarækt- enda. „Réttilega hefur verið bent á að breytingarnar muni auka kostn- að, sem þær gera vissulega. Ef menn eiga hross sem gengur illa á kynbótasýningu vilja þeir líklega sýna það aftur. Þá getur verið um að ræða mánuð aukalega í þjálf- un og kostnaðinn sem því fylgir,“ segir Ína. „En það verður spenn- andi að sjá hvort hrossin okkar komast á mótið og svo í kjölfarið að spá í undir hvaða graðfola á að halda hryssunum,“ bætir hún við að lokum. kgk Starfsárið 2016 í Safnhúsi Borg- arfjarðar verður helgað listrænni ljósmyndun í héraði og verða ýmis glæsileg verkefni því tengd á dag- skrá hússins. Fyrsti áfanginn er opnun sýningar laugardaginn 23. janúar þar sem Ómar Örn Ragn- arsson sýnir ljósmyndir. Sýning- in hefur hlotið heitið Norður- ljós og vísar það til myndefnisins, en myndirnar hefur Ómar tekið í Borgarnesi og nágrenni og segir Borgarnes vera afar vel í sveit sett til slíks. Ómar hefur rekið versl- un á tæknisviði í Borgarnesi um margra ára skeið en er lærður vél- virki og starfaði hjá Borgarplasti og Límtré Vírneti áður en hann hóf eigin rekstur. Hann er fædd- ur á Drangsnesi í Strandasýslu árið 1959, bjó lengst framan af á Akranesi og fluttist í Borgar- nes 1992. Sýning Ómars Arnar er því gott dæmi um ljósmyndalist á Vesturlandi, en hann hefur verið mikill áhugamaður um ljósmynd- un með hléum frá æskuárunum. Skemmtilegt er að segja frá því að hann vann sem vélvirki við smíði á listaverkinu Brákinni í Borgar- nesi á sínum tíma með Bjarna Þór Bjarnasyni listamanni sem hannaði verkið. Nú er Brákin orðin eitt af einkennistáknum fyrir Borgarnes og sannar gildi listarinnar fyrir um- hverfi bæja og sveita. Sýning Ómars stendur til 26. febrúar. Opið verður 13.00 til 16.00 á opnunardaginn og eftir það kl. 13.00 - 18.00 virka daga; aðgangur er ókeypis. -fréttatilkynning Ómar Örn opnar brátt ljósmyndasýningu í Safnahúsinu Að Hellubæ í Hálsasveit búa Gísl- ína Jensdóttir og Sigurður Einars- son, Ína og Siggi. Hún er bóka- vörður í Snorrastofu í Reykholti en hann er sjómaður. Hafa þau á undanförnum árum vakið verð- skuldaða athygli fyrir annað, nefni- lega hrossarækt, en hryssur þeirra þykja afbragðsgóðar og eftirsótt- ar til kynbótaræktunar. Ína er upp- alin á Hellubæ og þangað fluttust þau árið 1985, en þar hafði þá eng- inn búið um tveggja ára skeið. „Það togaði í mig að koma heim,“ seg- ir Ína. „Siggi fékk vinnu í fiskeld- inu á Laxeyri og við keyptum svo af pabba árið 1989,“ bætir hún við. „Við komum okkur upp kjúklinga- rækt með starfinu á Laxeyri og strax örfáum kindum,“ segir Siggi. „Fyrir áttum við eina hryssu, Golu frá Hellubæ, ættmóðurina. Allt sem við höfum ræktað er undan henni,“ segja þau. Ekki sama hver temur og sýnir Markvissa kynbótaræktun segjast þau hins vegar ekki hafa stundað lengur en frá árinu 1997 og segja það helst hafa verið vegna kunn- ingsskapar við Gísla Gíslason og Olil Amble, sem þá bjuggu í Stang- arholti. „Þau tömdu fyrir okkur og beindu okkur eiginlega inn á rækt- unarbrautina eftir að við fengum hryssuna Væntingu, undan Golu og Degi frá Kjarnholtum. Vænting hefur gefið okkur mörg góð reið- hross,“ segja þau. Árið 2002 var hryssan Þula sýnd í fyrsta skipti. Hún náði 1. verð- launum, hafnaði í öðru sæti í flokki fjögurra vetra hryssa á Landsmóti hestamanna það sama ár. Tveimur árum síðar var Vaka sýnd og fékk hún einnig góð 1. verðlaun. „Þar með vorum við komin með tvær góðar hryssur til að rækta und- an. Undan Vöku eigum við tvær 1. verðlauna hryssur og undan Þulu eigum við eina, fengum sitt hvora verðlaunahryssuna. Alls áttum við þá núna fimm 1. verðlauna hryss- ur,“ segir Ína. Eftir að Olil og Gísli skildu héldu þau áfram samstarfi sínu við hana og hafa alla tíð látið vel af því. „Við höfum verið ótrú- lega heppin með samstarfið við Olil og Berg Jónsson, núverandi mann hennar. Það er ekki sama hver tem- ur og sýnir hrossin, það skiptir máli upp á árangurinn,“ segir Ína. Minni vinna kringum hryssurnar En hvers vegna leggja þau áherslu á að rækta góðar hryssur í stað stóðhesta? „Flestir vonast nú til að eignast góða ræktunarhryssu. En það er kannski ekki rétt að við leggjum áherslu á að rækta hryss- ur, við höfum bara verið svo heppin að hjá okkur hafa fæðst fleiri hryss- ur en hestar. Það er miklu meiri vinna sem fylgir stóðhestunum og það er bara til svo mikið af góð- um stóðhestum í landinu að að- eins örfáir fá fulla notkun,“ segja þau. „Hryssurnar eru miklu með- færilegri og þægilegri,“ bæta þau við. Hluti ástæðunnar er að hryss- urnar eru ekki sýndar jafn oft og stóðhestarnir. „Sumir segja reyndar að það borgi sig að sýna þær oftar, kannski fjögurra vetra og svo strax aftur eftir að þær eignast sitt fyrsta folald,“ segja þau. „En það myndi samt þýða tap því það er ekki hægt að láta þær eignast afkvæmi meðan verið er að undirbúa þær fyrir sýn- ingu,“ bætir Ína við. Af þeim sökum segja þau að sumir Ína og Siggi á Hellubæ rækta afbragðsgóðar hryssur Hjónin á góðri stundu með bikarinn í brekkunni á síðasta Landsmóti. Ína með verðlaunahryssuna Hamingju frá síðasta Landsmóti hestamanna. Knapinn er Bergur Jónsson, eigin- maður Olil Amble, en þau temja og sýna hrossin frá Hellubæ. Ína og Siggi á Hellubæ í Hálsasveit.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.