Skessuhorn


Skessuhorn - 13.01.2016, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 13.01.2016, Blaðsíða 16
MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 201616 Vínartónleikar Sinfóníuhljómsveit- ar Íslands hafa um árabil verið allra vinsælustu og fjölsóttustu tónleikar hljómsveitarinnar, enda nær hin sí- græna og tímalausa Vínartónlist að heilla og kæta mannshjartað kyn- slóð eftir kynslóð. Jafnvel þeir sem lítt hrífast af sinfóníutónlist hafa gaman að hinni léttu og skemmti- legu Vínartónlist. Að þessu sinni komu tveir Vestlendingar fram með hljómveitinni á tónleikunum sem fram fóru í Hörpu um síðustu helgi, en svo skemmtilega vill til að bæði eiga þeir rætur á Hvanneyri. Hér er rætt um Dalamanninn Elmar Gil- bertsson tenór, sem rætt var við í Aðventublaði Skessuhorns, og Guð- rún Ingimarsdóttir sópransöngkona frá Fífusundi á Hvanneyri. Elmar Gilbertsson tenórsöngvari kom, sá og sigraði í hlutverki Daða Halldórssonar í óperunni Ragn- heiður eftir Gunnar Þórðarson en fyrir frammistöðu sína uppskar hann Grímuverðlaunin í flokknum söngvari ársins og Íslensku tónlist- arverðlaunin 2014 sem söngvari árs- ins í flokki sígildrar og samtíma- tónlistar. Elmar starfar í óperuhús- um víðsvegar um Evrópu en kom fram á tónleikum Sinfóníunnar um liðna helgi. Áhugi hans fyrir söng kviknaði af alvöru eftir að hann söng með karlakórnum Söngbræðrum á námsárum sínum á Hvanneyri. Það- an er einmitt Guðrún Ingimarsdótt- ir sópransöngkona. Guðrún er nokkuð eldri, stendur á fimmtugu en hefur mörg undan- farin ár búið í Þýskalandi og sung- ið í óperu- og tónleikahúsum víða um heim. Flutningur óperettutón- listar hefur verið fyrirferðamik- ill þáttur í starfi Guðrúnar og hef- ur hún meðal annars sungið á rösk- lega hundrað Vínaróperettu-tón- leikum víða um Þýskaland, Aust- urríki og Sviss og farið í tónleika- ferðir með afkomendum Strauss- fjölskyldunnar. Í stuttu spjalli blaða- manns við Guðrúnu milli tónleika í Hörpunni kvaðst hún alsæl með að fá þetta tækifæri að koma heim og syngja með sinfóníunni og hinum skemmtilega Elmari. Stopp henn- ar hér á landi var hins vegar stutt að þessu sinni því strax morguninn eft- ir síðustu tónleikana var hún flogin út til Þýskalands þar sem ný verkefni biðu hennar. mm Slógu í gegn á Vínartónleikum Guðrún og Elmar á æfingu fyrir fyrstu Vínartónleikana. Sýningin Nála var opnuð á Bókasafni Akraness síðastliðinn miðvikudag að viðstöddum um hundrað börnum úr 2. bekk í grunnskólum bæjarins. Nála er gagnvirk farandsýning og var fyrst opnuð á torgi Þjóðminjasafnsins fyr- ir tæpu ári. Í febrúar lýkur hringferð sýningarinnar um landið en Akranes er síðasti viðkomustaður. Nokkur þús- und gestir hafa sótt sýninguna og tek- ið þátt í að móta hana. Það hafa þeir gert með því að sauma, kubba, gera mynstur og teikna myndir í öllum regnbogans litum á 90 metra papp- írsrefil. Það kemur í hlut Akurnesinga og nágranna þeirra að ljúka gerð ref- ilsins en sýningin stendur í bókasafn- inu til 20. febrúar. Pappírsrefillinn verður svo sýndur síðar í Sögusetrinu á Hvolsvelli þar sem Njálurefillinn er til húsa. Nála er byggð á samnefndri barna- bók eftir Evu Þengilsdóttur sem kom út hjá Sölku í október 2014 og var til- nefnd til íslensku bókmenntaverð- launanna. Sagan er óður til íslensks / norræns menningararfs og um leið ævintýri um valið milli góðs og ills, stríðs og friðar. Höfundurinn sótti innblástur í hið 300 ára gamla Ridd- arateppi, sem varðveitt er á Þjóð- minjasafninu. Nemendur úr 2. bekk grunnskólanna á Akranesi fengu að heyra söguna og var að lokum skipt í hópa, þar sem þau fengu tækifæri til að fá sér hressingu, teikna, sauma með sverðum og fara í ratleik á bóka- safninu. grþ Líkt og fram hefur komið hef- ur Biskup Íslands ákveðið að skipa mag. theol. Hildi Björk Hörpudótt- ur í embætti sóknarprests í Reyk- hólaprestakalli. Hildur Björk, sem er borinn og barnfæddur Reykvík- ingur, sagði í samtali við blaðamann Skessuhorns að hún hlakki til að flytja vestur og taka við nýja starf- inu. Aðspurð segist hún ekki áður hafa haft neina tengingu við svæð- ið. „Ég bjó í ár og ár úti á landi sem barn en hef enga tengingu við Reyk- hólahrepp sem slíkan. Ég sit þó með Elínu Hrund, fyrrverandi sóknar- presti í Reykhólum, í stjórn áhuga- félags um guðfræðiráðstefnur. Hún bar mikið lof á svæðið og samfélagið þar og mér þótti því spennandi að sækja um starfið.“ Hefur sinnt margvís- legum verkefnum Hildur Björk lauk BA-prófi í guð- fræði við Háskóla Íslands árið 2007 og meistaraprófi í guðfræði á síð- asta ári. Á árunum þar á milli stund- aði hún einnig nám af ýmsu tagi. Hún hlaut diplómagráðu í hag- nýtum jafnréttisfræðum 2008, lauk meistaraprófi í mannauðsstjór- nun árið 2010 og fékk kennslurétt- indi árið 2012. Síðustu þrjú ár hef- ur Hildur Björk verið framkvæmda- stjóri og eigandi Vinasetursins, sem er heimili og vettvangur fyrir börn sem þurfa á stuðningsfjölskyldum að halda að mati félagsþjónustunnar og Barnverndarnefnda. Hildur hef- ur verið í ýmsum öðrum verkefnum undanfarin ár, meðal annars annast ráðgjöf við frumkvöðla og nýsköp- unarfyrirtæki. Þá hefur hún einnig tekið að sér verkefni fyrir Biskups- stofu og Þjóðkirkjuna og kennt fé- lagsfræði við Keili, Háskólabrú. „Ég hef einnig unnið í þágu kirkjunn- ar, þar á meðal í sunnudagaskóla- fræðslu í Lindarkirkju og Lang- holtskirkju, ásamt fermingarfræðslu í Langholtskirkju. Ég sá um rit- stjórn á vefnum barnatru.is og vann að uppsetningu á nýjum vef og nýrri efnisveitu fyrir Þjóðkirkjuna á síð- asta ári,“ segir Hildur. Hún bæt- ir því við að hafa auk þess annast gerð nýs námsefnis fyrir fermingar- fræðslu Þjóðkirkjunnar. „Ég hef líka skrifað pistla á vefinn ferming.is og flutt fyrirlestra á námskeiðum á veg- um kirkjunnar, ásamt fleiru.“ Ævintýri - út fyrir rammann Eiginmaður Hildar Bjarkar er Eg- ill Rúnar Erlingsson hugbúnað- arsérfræðingur og eiga þau þrjú börn, Auði Emilíu 14 ára, Mark- ús Pál Bjarma 13 ára og Bjart Stef- án 7 ára. Fjölskyldan ætlar öll að flytjast búferlum vestur. „Við ætl- um að fara í smá ævintýri út fyr- ir rammann. Það eru allir mjög spenntir yfir þessu, meira að segja unglingarnir. Reyndar held ég að þau sjái þetta svolítið í hillingum - eins og að við séum að fara í langa og góða sumarbústaðarferð,“ seg- ir Hildur Björk og hlær við. Fjöl- skyldan flytur vestur í Reykhóla- hrepp í kringum næstu mánaða- mót. „Þegar Biskup hefur vígt mig munum við fjölskyldan flytja vest- ur strax í vikunni þar á eftir. Við hlökkum mikið til að fá að taka þátt í þessu samfélagi og ég hlakka til að taka við embættinu.“ Að- spurð um helstu áherslur í starfinu segir Hildur Björk að hún telji lif- andi safnaðarstarf vera mikilvægt. „Og að vera til staðar fyrir sókn- arbörnin mín. Eins tel ég sterkt og gott barna- og æskulýðsstarf vera hornstein kirkjunnar og það skipt- ir miklu máli.“ grþ Hildur Björk er nýr sóknarprestur á Reykhólum: Telur lifandi safnaðarstarf mikilvægt Hildur Björk ásamt dóttur sinni Auði Emilíu. Fjölskyldan hlakkar til að flytja vestur á Reykhóla. Hér er Hildur ásamt börnum sínum þremur. Um hundrað börn sóttu opnun sýningar Nemendur 2. bekkjar í Grundaskóla á Akranesi fylgdust spennt með þegar Eva Þengilsdóttir las úr bók sinni. Á sýningunni gátu börnin prófað að sauma með litlum sverðum. Þessar stöllur fengu sér safa og piparkökur. Ratleikurinn endaði með því að börnin fundu gamla bók sem þau fengu að handleika og lykta af.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.