Skessuhorn


Skessuhorn - 13.01.2016, Blaðsíða 27

Skessuhorn - 13.01.2016, Blaðsíða 27
MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 2016 27 Bikarinn á loft. Klettagörðum 15 | 525 7700 | flytjandi.is DAGLEGA Á FERÐINNI MEÐ VÖRUR UM ALLT LAND Eimskip Flytjandi veitir samræmda flutningaþjónustu um land allt og eru áfangastaðirnir 80 talsins. Óhætt er að segja að Víking- ur Ólafsvík beri höfuð og herðar yfir önnur lið þegar kemur að Fut- sal hér á landi. Liðsmenn Víkings unnu sinn þriðja Íslandsmeistaratit- il síðasta sunnudag þegar þeir unnu Leikni/KB 13-3 í Laugardalshöll- inni. Víkingur var einnig meistari 2013 og 2015. Þessi sömu lið öttu kappi á síðasta ári og þá hafði Vík- ingur einnig betur. Kenan Turudija og Alfreð Már Hjaltalín skoruðu þrennu fyrir Víkinga í úrslitaleikn- um og þeir Þorsteinn Már Ragnars- son, Emir Dokara og Heimir Þór Ásgeirsson voru allir með tvö mörk hver. Óttar Ásbjörnsson skoraði eitt mark. Kristinn Magnús Pétursson átti fjórar stoðsend- ingar og Þorsteinn Már Ragnarsson gaf tvær stoðsendingar og þeir Admir Kubat, Óttar Ásbjörnsson og Leó Örn Þrastarsson með eina stoðsend- ingu, en liðið vann alla níu leiki sína á Ís- landsmótinu í ár og markatalan var 68 mörk í plús; 83-15. Næst leikur Vík- ingur deildarleik við Breiðablik laugar- daginn 16. janúar í Fífunni. þa Víkingur enn einu sinni Íslandsmeistari í Futsal Sigursælt lið Víkings í Futsal. Síðastliðinn föstudag tók Skallagrímur á móti Fjölni í 1. deild karla í körfuknattleik. Gestirn- ir úr Grafarvogi byrjuðu betur og náðu snemma yfirhönd- inni í leiknum. Leikmenn Skalla- gríms minnkuðu muninn í tvö stig snemma í öðrum leikhluta en Fjölnismenn svöruðu með góðum leikkafla og höfðu 17 stiga forskot í hálfleik, 49-32. Leikmönnum Skallagríms tókst ekki að komast inn í leikinn eft- ir hléið. Fjölnismenn stjórnuðu ferðinni og héldu heimaliðinu í skefjum allt til leiksloka. Þegar lokaflautan gall munaði 20 stigum á liðunum. Lokatölur í Borgarnesi urðu 72-92, Fjölni í vil. J.R. Cadot var atkvæðamestur leikmanna Skallagríms. Hann sko- raði 24 stig og tók 17 fráköst. Sig- tryggur Arnar Björnsson kom ho- num næstur með 15 stig og þeir Davíð Guðmundsson og Atli Aðal- steinsson skoruðu ellefu stig hvor. Hamid Dicko, sem nýverið gekk til liðs við Skallagrím frá ÍR, spilaði 15 mínútur í leiknum. Hann náði hins vegar ekki að skora í þes- sum fyrsta leik sínum fyrir Borgar- nesliðið. Skallagrímur situr eftir leikinn í fimmta sæti deildarinnar með tólf stig eftir níu leiki. Næst leikur liðið gegn Val í Borgarnesi föstudaginn 15. janúar. kgk Skallagrímur mátti sætta sig við tap Skagamenn tóku á móti Þór frá Ak- ureyri í 1. deild karla í körfuknatt- leik föstudaginn 8. janúar. Jafnt var á með liðunum í upphafi leiks. Þórsarar höfðu þó heldur yfirhönd- ina en leikmenn ÍA fylgdu fast á hæla þeirra. Með góðum kafla und- ir lok annars leikhluta tókst gestun- um þó að tryggja sér tíu stiga for- ystu í hálfleik, 28-38. Skagamenn náðu að minnka forskot gestanna lítið eitt í öðrum leikhluta en höfðu ekki erindi sem erfiði. Hægt og ró- lega náðu leikmenn Þórs fyrra for- skoti á ný og unnu að lokum 23. stiga sigur, 56-77. Sean Tate skoraði 21 stig fyr- ir ÍA í leiknum. Næstur honum kom Fannar Freyr Helgason með 19 stig og ellefu fráköst og þá Jón Orri Kristjánsson með níu stig og tíu fráköst. ÍA er sem stendur í sjötta sæti deildarinnar með átta stig eftir níu leiki. Í næsta leik heimsækja Skaga- menn Reyni suður í Sandgerði fimmtudaginn 14. janúar. kgk ÍA þurfti að lúta í gras fyrir Þór Miðherjinn Jón Orri Kristjánsson sýndi norðanmönnum takmarkaða gestrisni þegar hann gerði atlögu að körfunni. Ljósm. jho. Þessa dagana standa yfir átta liða úrslit Powerade-bikars karla og kvenna í körfuknatt- leik, þar sem þrjú Vest- urlandslið eru með- al þátttakenda. Leikið var í átta liða úrslitum kvenna um helgina. Á sunnudaginn mættust Íslandsmeist- arar Snæfells og Val- ur á Hlíðarenda í Reykjavík. Eft- ir erfiða byrjun náði Snæfell foryst- unni um miðjan fyrsta leikhluta og lét hana aldrei af hendi. Gestirnir úr Stykkishólmi höfðu tíu stiga for- skot í leikhléi og unnu jafnt og þétt að því að breikka bilið milli liðanna í síðari hálfleikinn. Þegar flautað var til leiksloka var munurinn orðinn 20 stig. Lokatölur urðu 58-78 og Snæ- fell þar með komið í undanúrslit bik- arsins. Haiden Palmer fór fyrir liði Snæ- fells í leiknum. Hún skoraði 20 stig og tók níu fráköst. Gunnhildur Gunnarsdóttir skoraði tólf stig og Bryndís Guðmundsdóttir tíu. Skallagrímur mætti ofjarli sínum Á laugardag háði Skallagrímur hetju- lega baráttu á útivelli gegn úrvals- deildarliði Keflavíkur í bikarkeppni kvenna, í leik sem var jafnari en loka- tölurnar gefa til kynna. Leikmenn Skallagríms fylgdu Keflvíkingum eins og skugginn all- an leikinn. Það var ekki fyrr en á enda- sprettinum að heima- liðið stakk af og vann 24 stiga sigur, 93-69 og batt þar með enda á þátttöku Skalla- gríms í bikarnum. Sólrún Sæmunds- dóttir skoraði 20 stig fyrir Skallagrím og tók átta fráköst, Kristrún Sigurjóns- dóttir skoraði einnig 20 stig og tók fimm fráköst og Erikka Banks skor- aði 20 stig og tók níu fráköst. Níu stiga tap gegn Grindavík Á mánudagskvöld tók Skallagrímur á móti úrvalsdeildarliði Grindavík- ur í bikarkeppni karla. Liðin fylgd- ust að fyrstu mínútur leiksins áður en Grindvíkingar náðu forystunni und- ir lok fyrsta leikhluta og létu hana aldrei af hendi. Skallagrímur átti mjög góðan lokafjórðung og minnk- aði forskot gestanna jafnt og þétt en það dugði ekki til. Lokatölur í Borg- arnesi urðu 96-105 og Skallagrímur því úr leik. J.R. Cadot var nálægt frá þrenn- unni með 22 stig, níu fráköst og átta stoðsendingar. Sigtryggur Arn- ar Björnsson skoraði 23 stig og stal boltanum fimm sinnum og Arnar Smári Bjarnason skoraði 18 stig og tók fimm fráköst. kgk Snæfell í undanúrslit en bæði Skallagrímsliðin úr leik Snæfell tók á móti Haukum í úrvals- deild karla í körfu- knattleik fimmtudag- inn 7. janúar. Leikur- inn fór hægt af stað og hvorugu liðinu tókst að skora stig fyrstu tvær mínúturn- ar. Fyrstu stigin voru Snæfells og tók liðið frumkvæðið í leikn- um. Haukar jöfn- uðu snemma í öðrum leikhluta en stjórn leiksins var áfram í höndum heima- manna sem leiddu í hálfleik, 41-34. Leikmenn Snæ- fells mættu ákveðn- ir til síðari hálfleiks, tóku góðan sprett og stóðu vaktina í vörn- inni. Haukar neituðu hins vegar að játa sig sigraða og minnkuðu muninn í fimm stig fyrir lokaleikhlutann. En nær komust þeir ekki og Snæfell vann að lokum 14 stiga sig- ur, 79-65 og tryggði sér mikilvæg stig í botnbaráttunni. Sherrod Wright átti sannkall- aðan stórleik í liði Snæfells, hann skoraði 42 stig og tók 21 frákast. Næstur honum kom Austin Bracey með ellefu stig og sex fráköst. Með sigrinum lyfti Snæfell sér upp í áttunda sæti deildarinnar með tíu stig eftir tólf leiki. Næst leik- ur Snæfell fimmtudaginn 14. janú- ar þegar liðið sækir Njarðvíkinga heim. kgk Mikilvægur sigur Snæfells í Hólminum Sherrod Wright átti stórleik þegar Snæfell vann mikilvægan sigur á Haukum. Ljósm. eb.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.