Skessuhorn


Skessuhorn - 13.01.2016, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 13.01.2016, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 201612 standi til. „Við ætlum að bæta við úrvalið og vera með flatbökur og kjötsamlokur og hafa opið til níu á kvöldin. Hér eru öflugir ofnar og allt til alls. Bakaríið er vel búið tækjum þannig að við eigum ágæta möguleika á því að gera meira en verið hefur og auka fjölbreytnina,“ segir hún. Stöðugur straumur ferðamanna Þegar Skessuhorn hitti hina nýju eig- endur Nesbrauðs að máli voru þeir nýkomnir af fundi í ráðhúsi Stykk- ishólms. Sá fundur var haldinn með ferðaþjónustuaðilum í Stykkishólmi að frumkvæði Svæðisgarðsins Snæ- fellsness. Tilgangurinn var að ræða leiðir til að auka þjónustu við ferða- menn í Hólminum um vetrartím- ann með því að hafa fleiri þjónustu- fyrirtæki opin, ekki síst veitingastaði. „Hólmarar hafa brennt sig á því að hafa ekki meira opið á veturna. Straumurinn af ferðafólki hingað er orðinn það mikill að það er ekkert sjálgefið lengur að þau séu hér bara á sumrin. Ég hugsa að helmingur þeirra sem versla við okkur núna hér í bakaríinu í ársbyrjun séu erlend- ir ferðamenn. Bara síðast í gær tal- aði ég við erlenda konu sem spurði mig hvort ég vissi hvenær það færi að snjóa næst. Hana langaði svo til að upplifa snjókomu á Íslandi,“ seg- ir Helgi. Þau greina frá því að það sé búin að vera mikil umferð af ferðamönn- um í Stykkishólmi það sem af er vetri. „Við ætlum að hafa opið alla daga í vetur nema á sunnudögum. Það var opið hér á sunnudögum til 1. nóvember. Kannski munum við líka hafa vertraropnun þá daga hjá okk- ur. Við ætlum að sjá til. En á sumr- in og haustin verður opið alla daga vikunnar. Það er greinilegur hugur í ferðaþjónustuaðilinum, svo sem veit- ingageiranum, að hafa opið allan árs- ins hring hér í Stykkishólmi.“ Fjárbændur í frístundum Í máli Eiríks kemur fram að hann titlar sjálfan sig sem útvegbónda. Hann fæst til að útskýra það nán- ar. „Ég er trillukarl en svo stundum við líka lítilsháttar fjárbúskap. Við erum núna með 39 ær á vetrarfóðr- um en vorum mest með 140. Við höfum haft þær á Berserkseyri sem við höfum haft á leigu en erum að koma með þær hingað á frístunda- svæðið svokallaða hér í Stykkis- hólmi. Þar eigum við fjárhús,“ segir hann. Í Stykkishólmi er nokkuð al- gengt að fólk eigi fé. Helgi segir að í Stykkishólmsbæ séu nú 38 aðilar skráðir með búsnúmer sem segir að þetta fólk haldi skepnur. „Ég ætla svo að róa áfram á trillunni á hand- færum á sumrin,“ bætir hann við. „Þetta eru 43 tonn af þorski sem ég hef. Ég fór eitt árið á strandveið- ar en konan bannaði mér að halda áfram á þeim þegar ég var búinn að keyra einn daginn 120 mílur út um allan sjó í leit að fiski með til- heyrandi olíukostnaði. Hún sagði að svona menn ættu ekki að vera á strandveiðum og þar með lauk því ævintýri,“ hlær Helgi Eiríksson og lítur kankvís á Unni eiginkonu sína. Hún brosir við, botnar spjallið og beinir því aftur að Nesbrauði. „Við höldum ótrauð áfram hér í bak- aríinu og stefnun á að gera hlutina vel. Það er besta auglýsingin.“ mþh Fyrir liggur að gjaldskrár hækkuðu um áramótin hjá ýmsum sveitarfé- lögum í landshlutanum. Akranes- kaupstaður hækkaði þjónustugjald- skrár um 3,2%, samkvæmt áætl- aðri vísitöluhækkun neysluverðs. Þá hækkaði sorphreinsunargjald vegna íbúðarhúsnæðis og sorpeyðingar- gjald um 1,5%. Álagt útsvar vegna launa ársins 2016 verður hámarks- útsvar, þ.e. 14,48% af útsvarsstofni. Þá hækkaði Borgarbyggð gjaldskrár einnig um 3,2% um áramót. Und- antekning frá því eru þær gjaldskrár sem eru bundnar vísitölum, til dæm- is gjaldskrá framkvæmdaleyfis- og þjónustugjalda skipulagsfulltrúa en þær breytast í takt við breytingu á byggingavísitölu. Afsláttur lækkar í Hvalfjarðarsveit Á fundi sveitarstjórnar Hvalfjarð- arsveitar í desembermánuði sl. var samþykkt að hækka gjaldskrár félags- heimila um 25%. Aðrar gjaldskrár hækka samkvæmt vísitölu. Þá verð- ur afsláttur á fæðisgjöldum í leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar lækk- aður 1. mars nk. og verður 25% í stað 50% áður. Í Dalabyggð hækk- uðu gjaldskrár Auðarskóla, gjald- skrá fyrir lengda viðveru og gjald- skrá Slökkviliðs Dalabyggðar um 2%, eða sem nemur hækkun neyslu- verðsvísitölu milli 2014 og 2015. Þá hækkuðu niðurgreiðslur daggjalda vegna dagvistunar á einkaheimil- um einnig um 2%. Sorphirðugjald og sorpeyðingargjald hækkar um 14,2% og er þá Dalabyggð nálægt meðaltali sveitarfélaga með 300 til 1000 íbúa. Gjaldskrá fyrir móttöku úrgangs á endurvinnslustöð hækk- ar um 2%. Gjaldskrá fyrir Silfurtún hækkar um 4% og bætt er við gjaldi fyrir hádegismat fyrir eldri borgara og öryrkja. Þá hækka stofngjöld frá- veitu og rotþróargjöld um 2%. Aðr- ar gjaldskrár í Dalabyggð haldast óbreyttar. Lítið um breytingar í Grundarfirði Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar þurfti að styrkja tekjustofna sveit- arfélagsins árið 2015 með hækk- un á gjaldskrám til að standa undir kostnaði við reksturinn. Samkvæmt fjárhagsáætlun ársins 2016 eru allir stuðlar óbreyttir en gjaldskrár hækka að jafnaði í samræmi við verðlagsspá eða um 3%. Útsvarshlutfallið lækk- aði árið 2015 úr 14,52% í 14,37% og stendur sú lækkun fyrir þetta ár. Í Reykhólahreppi hækka all- ar gjaldskrár sveitarfélagsins sem nemur neysluverðsvísitölu eða byggingavísitölu, eftir því sem við á. Sveitarfélagið tekur hámarks- útsvar og er engin breyting þar á milli ára. Í Grundarfirði var lítið um breyt- ingar. Hámarksútsvar er innheimt líkt og verið hefur, leikskólagjöld hækka ekki en fæðisgjald hækk- ar um verðlag. Sorphirðugjöld eru óbreytt, sem og gjaldskrár sund- laugar og tjaldsvæðis. Aðrar gjald- skrár voru lagfærðar sem nemur verðlagsbreytingum. Leikskólagjöld hækka í Snæfellsbæ Einhverjar breytingar urðu á gjald- skrám Snæfellsbæjar um áramótin. Álagsprósenta fasteignagjalda hélst óbreytt en afsláttum á fasteigna- skatti hjá elli- og örorkulífeyris- þegum var breytt þannig að við- miðunarmörk voru hækkuð. Sorp- hirðu- og sorpeyðingargjöld voru hækkuð um tæplega 3,5% milli ára og grunngjald fyrir hverja dval- arstund á leikskóla hækkaði um 2,8%. Þá hækkaði grunngjald fyr- ir hverja dvalarstund í heilsdags- skóla um tæp 3% og stakar ferð- ir fyrir fullorðna voru hækkaðar í sundlaugum bæjarins, en á móti hækkaði afsláttur á kortum. Í Snæ- fellsbæ voru gjaldskrár byggingar- leyfis- og gatnagerðargjalda einnig teknar til endurskoðunar um ára- mótin. Byggingaleyfisgjaldskráin var samræmd við gjaldskrár ann- arra sveitarfélaga og voru þar ein- staka liðir lækkaðir á meðan aðrir voru hækkaðir. Eina breytingin á gjaldskrá gatnagerðargjalda var til lækkunar. grþ Gjaldskrárhækkanir víðast hvar Akraneskaupstaður hækkaði þjónustu- gjaldskrár um 3,2% um áramótin. Mánudaginn 4. janúar tóku nýir eigendur við eignarhaldi og rekstri brauðgerðarhússins Nesbrauðs í Stykkishólmi. Það eru hjónin Ei- ríkur Helgason og Unnur María Rafnsdóttir ásamt Helga syni þeirra. Helgi á að baki margra ára reynslu sem matsveinn á sjó og á hótelum í Stykkishólmi og Grundarfirði. „Við ákváðum að skella okkur í þetta öll fjölskyldan. Helgi sonur okkar var búinn að vera kokkur í ein átta ár á Sóley SH í Grundarfirði þar til skip- inu var lagt í hitteðfyrra og það síðan sett á sölu. Þá fór hann að vinna sem kokkur á Hótel Framnesi í Grundar- firði en bjó hér í Stykkishólmi. Hon- um þótti þetta helst til langt að fara á milli. Sjálf höfðum við verið að spá í að setja upp veitingastað hér í Stykk- ishólmi sem Helgi gæti þá starfað við og vorum að líta í kringum okkur. Á endanum keyptum við bakaríið sem hafið verið til sölu um tíma,“ seg- ir Eiríkur Helgason útvegsbóndi og faðir Helga. Hann bætir því við að dóttir þeirra, sem er lyfjafræðingur, muni einnig hjálpa til við rekstur- inn. Þetta verður því sannkallað fjöl- skyldufyrirtæki. Helgar og Eiríkar mann fram af manni Rekstur bakaría á sér mjög langa hefð í Stykkishólmi en fyrsta bak- aríið var stofnað þar fyrir 112 árum, árið 1904. „Við erum öðrum þræði að endurvekja bakarann Helga Ei- ríksson hér í Stykkishólmi. Langa- langafi Helga sonar okkar sem bakar hér starfaði sem bakari hér í Stykk- ishólmi frá 1920 til 1922. Hann hét líka Helgi Eiríksson og fór héðan til Reykjavíkur þar sem hann stofnaði bakarí. Þá voru bakarar látnir merkja brauðin sín með ákveðnum stimli með upphafsstöfum þeirra. Þann- ig var rekjanleikinn tryggður í þann tíð. Þeir hafa skipst á að heita Helgi Eiríksson og Eiríkur Helgason sitt á hvað karlarnir í þessari ætt í marga ættliði,“ segir Unnur María og lítur kankvís á Eirík Helgason eiginmann sinn. Í sama mund kemur Helgi Eiríks- son, núverandi bakari, sonur þeirra og sest hjá okkur. „Ég hefði ekki hætt á sjónum nema vegna þess að okkur var öllum sagt upp á Sóleynni. Það var gott pláss og manni leið vel. Við vorum á fisktrolli, rækju og síðast á makríl. En nú er ég kominn í land og byrja að baka klukkan fimm á morgn- ana. Við opnum svo bakaríið klukk- an hálf átta og bökum eingöngu fyrir það og svo smávegis fyrir hótelin hér í bænum,“ segir hann. Hafa uppi ýmis plön Nú þegar fjölskyldan hefur tekið við bakaríinu þá hefur hún ýmsar áætl- anir á prjónunum varðandi rekstur þess. „Við erum búin að lækka verð- in hér í bakaríinu til að sjá hvort við- skiptin við Hólmara glæðist ekki,“ segir Eiríkur og horfir ánægður yfir afgreiðslusalinn sem er nánast full- setinn einmitt af Hólmurum um há- degisbil á föstudaginn í síðustu viku áður en hann bætir við: „Svo horf- um við auðvitað til þessarar stöð- ugu aukningar á fjölda ferðamanna í Stykkishólmi. Við höfum sótt um leyfi til að stækka húsnæði bakarís- ins og bæjaryfirvöld hafa samþykkt hana. Hún felst í því að reisa 50 fer- metra sólskála hér við enda húss- ins. Það veitir ekki af. Fyrri eigend- ur sem við keyptum af sögðu okk- ur að þau hefur orðið að vísa við- skiptavinum, sem vildu setjast niður og fá sér kaffi og með því, frá hérna vegna plássleysis þegar ferðamanna- straumurinn stæði sem hæst.“ Fram- kvæmdir hefjast á næstu dögum og þessi sólskáli á að standa fullbúinn fyrir vorið og sumarið. Unnur bætir því við að meira Taka glaðbeitt við eignarhaldi og rekstri Nesbrauðs í Stykkishólmi Bakaríið er vel búið ofnum og öðrum tækjum sem býður upp á ýmsa sóknarmöguleika og tækifæri. Helgi Eiríksson ásamt foreldrum sínum þeim Unni Maríu Rafnsdóttur og Eiríki Helgasyni. Húsið sem Nesbrauð er í við Nesveg 1 blasir við þegar ekið er inn í Stykkis- hólmsbæ. Það var reist sérstaklega sem bakarí árið 1984. Mynd af forföðurnum Helga Eiríkssyni sem var bakari í Stykkishólmi fyrir nær 100 árum, trónir í ramma í bakaríinu. Í þá daga voru bakararnir með harðkúluhatt, stífan flibba og í sjakketi.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.