Skessuhorn


Skessuhorn - 13.01.2016, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 13.01.2016, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 20168 Erindi um kosingarétt kvenna STYKKISH: Laugardaginn 16. janúar kl. 14:00 verður fjallað um kosningarétt kvenna í 100 ár á Ís- landi í Norska húsinu í Stykkis- hólmi. Þar mun Kolbrún S. Ing- ólfsdóttir sagnfræðingur og líf- eindafræðingur halda erindi um bók sína „Þær ruddu brautina,“ en sú bók kom út fyrir jólin. Í henni er að finna æviágrip kvenna sem hófu baráttuna víða um heim og ruddu brautina fyrir kvenfrelsis- baráttu seinni ára. Segir frá sögu kvenna sem stóðu í baráttunni framan af, einkum á 19. öld og fram yfir heimsstyrjöldina síðari. Bókin fjallar einnig í stuttu máli um sögu kvenréttindabaráttu í ríkjum Evrópu, Ameríku og víðar. -mþh Safnað í nýjan Breiðfirðing BREIÐAFJ: Á síðasta ári var tímaritið Breiðfirðingur end- urvakið úr nokkurra ára dvala en það kom út óslitið á árunum 1942-2009. Gefið var út eitt hefti í fyrravor og mun það nú vera upp- selt. Von er á nýju hefti nú á vor- dögum. Þar verður sjónum beint að náttúru Vesturbyggðar. Söfn- un efnis mun nú vera komin langt á veg. Svavar Gestsson fyrrv. al- þingismaður og ráðherra er rit- stjóri hins nýja Breiðfirðings en hann er borinn og barnfæddur við Breiðafjörð. Þeir sem vilja gerast áskrifendur eru beðnir um að skrá kennitölu, nafn og heimilisfang á heimasíðu Breiðfirðingafélagsins eða senda upplýsingarnar í tölvu- pósti í netfangið bf@bf.is. -mþh Aflatölur fyrir Vesturland 2. - 8. janúar Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu: Akranes 6 bátar. Heildarlöndun: 39.129 kg. Mestur afli: Ebbi AK: 16.800 kg í þremur róðrum. Arnarstapi 5 bátar. Heildarlöndun: 63.049 kg. Mestur afli: Kvika SH: 25.189 kg í þremur róðrum. Grundarfjörður 6 bátar. Heildarlöndun: 260.550 kg. Mestur afli: Steinunn SF: 97.204 kg í tveimur löndunum. Ólafsvík 16 bátar. Heildarlöndun: 290.569 kg. Mestur afli: Kristinn SH: 49.370 kg í fjórum löndunum. Rif 15 bátar. Heildarlöndun: 315.328 kg. Mestur afli: Örvar SH: 48.961 kg í einni löndun. Stykkishólmur 5 bátar. Heildarlöndun: 43.512 kg. Mestur afli: Gullhólmi SH: 12.810 kg í einni löndun. Topp fimm landanir á tímabilinu: 1. Hringur SH – GRU: 69.865 kg. 5. janúar 2. Steinunn SF – GRU: 64.775 kg. 5. janúar 3. Örvar SH – RIF: 48.961 kg. 6. janúar 4. Farsæll SH – GRU: 44.178 kg. 4. janúar 5. Tjaldur SH – RIF: 37.468 kg. 7. janúar mþh Styrkjum úthlutað STYKKISH: Stjórn Lista- og menningarsjóðs Stykkis- hólmsbæjar kom saman til fundar mánudaginn 4. janúar til að fara yfir styrkumsóknir sem höfðu borist sjóðnum fyr- ir áramót. Stjórnin fór yfir um- sóknirnar og varð nokkur um- ræða um þær í ljósi nýrra út- hlutunarreglna sjóðsins. Til- lögur voru lagðar fram að út- hlutun og hefur endanleg nið- urstaða stjórnar um úthlutan- ir styrkja verið birt. Sjóðurinn styrkir lista- og menningarstarf í Stykkishólmi árlega og var út- hlutunin að þessu sinni 1.370 þúsund krónum. Hæsti styrk- urinn að þessu sinni var veitt- ur vegna ljósmyndabókar St. Franciskussystra, að upphæð 250 þúsund krónur. Aðrar út- hlutanir voru eftirfarandi: 160 þúsund kr. hlaut Kór Stykkis- hólmskirkju og Listvinafélag Stykkishólmskirkju. 150 þús- und króna styrk fengu Emblur og Lúðrasveit Stykkishólms. Styrk að upphæð 100 þúsund krónur fengu Frístundabændur í nágrenni Stykkishólms, Júlí- ana - hátíð sögu og bóka, Ljúf- metismarkaður, Skotthúfan - Norska húsið og sumarsýning í Norska húsinu. –grþ Ungt fólk og krabbamein LANDIÐ: Kraftur, stuðnings- félag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og að- standendur, hefur hrundið af stað átakinu #ShareYourSc- ar. Átakið snýst um vitundar- vakningu allra um ungt fólk og krabbamein. Krabbamein er ekki tabú og kemur öll- um við. Kraftur vill vekja al- menna athygli á krabbameini en sér í lagi á krabbameini hjá ungu fólki en um 70 einstak- lingar á aldrinum 18-40 ára að aldri greinast með krabbamein á hverju ári. „Kraftur vonast til að landsmenn allir taki þátt í átakinu en fólk getur tekið þátt með því að deila sínu öri og tala opinskátt um sína reynslu. Þeir sem ekki bera ör geta lagt átakinu lið með því að fara inn á www.kraftur.org og deila þeim myndum sem þar eru. Þeir sem bera ör vegna annarra ástæðna geta líka deilt sínu öri til að styðja við málefnið,“ seg- ir í tilkynningu. Skessuhorn er meðal stuðningsaðila og birt- ir í þessari og næstu viku aug- lýsingar vegna átaksins, sem stendur yfir til 27. janúar nk. –mm Fleiri skip og stærri FAXAFLÓI: Á síðasta ári komu alls 1.446 skip í hafn- ir Faxaflóahafna. Það var 40 skipum fleira en árið 2014. Af einstökum skipaflokkum þá varð mest fjölgun í komum skemmtiferðaskipa. Alls komu 108 slík í fyrra og fjölgaði þeim um 19% frá árinu 2014. Mun megin skýringin á þessu vera sú að minni skemmtiferðaskip eru farin að tíðka komur sínar til Reykjavíkur meir en áður var. Á vef Faxaflóahafna má skoða nánar þróunina á skipakomum í Faxaflóhafnir í sundurliðuð- um töflum sem spanna árabilið 2010 til 2015. -mþh Sveitarstjórn Grundarfjarðar sam- þykkti fjárhagsáætlun fyrir árið 2016 ásamt þriggja ára áætlun ár- anna 2017-2019 á fundi í desemb- ermánuði. Gert er ráð fyrir að rekstur sveitarfélagsins verði já- kvæður um 15,6 milljónir króna á næsta ári. Þannig verði heildar- tekjur 945,4 milljónir króna, laun eru áætluð 462,1 milljónir króna, önnur rekstrargjöld 336,8 milljón- ir og afskriftir 46,9 milljónir. Fjár- magnsgjöld eru áætluð 84 milljónir króna. Handbært fé í árslok ársins 2016 er því áætlað 34,6 m.kr. gangi fjárhagáætlun ársins 2016 fram eins og ráðgert er. Í sjóðsstreymisyfir- liti áætlunarinnar kemur fram að veltufé frá rekstri er 115,9 milljón- ir. „Þessi fjárhæð nýtist síðan til af- borgana lána og nauðsynlegra fjár- festinga sem brýnt er talið að ráðast í á árinu 2016. Ráðgert er að fjár- festingar nettó verði 72,2 milljón- ir króna og afborganir lána 108,5 milljónir. Tekin verði ný lán að fjárhæð 60 milljónir,“ segir í bókun sveitarstjórnar. Allir fundarmenn tóku til máls og var fjárhagsáætlun- in og þriggja ára áætlun samþykkt samhljóða. grþ Fjárhagsáætlun samþykkt samhljóða í Grundarfirði Fjárhagsáætlun Reykhólahrepps fyrir tímabilið 2016-2019 hefur hlotið fullnaðarafgreiðslu í sveitar- stjórn og var staðfest á fundi henn- ar um miðjan síðasta mánuð. Í áætl- uninni er gert ráð fyrir að rekst- ur sveitarfélagsins verði jákvæð- ur um 20 milljónir króna á næsta ári. Heildartekjur verði þannig 458 milljónir króna. Laun eru áætluð 270 milljónir, önnur rekstrargjöld 156,2 milljónir og afskriftir 10,9 milljónir króna. Fjármagnsgjöld eru áætluð tæp ein milljón. Hand- bært fé í árslok ársins 2016 er áætl- að 106 milljónir. Í sjóðstreymisyf- irliti áætlunarinnar kemur fram að veltufé frá rekstri er 35 milljónir. Á næsta ári á að leggja í fjárfesting- ar, meðal annars við lóðir íþrótta- húss og skóla og framkvæmdir við Barmahlíð. Ráðgert er að fjárfest- ingar verði rúmlega 30 milljónir. Ekki er gert ráð fyrir neinum lán- tökum á næsta ári. grþ Sveitarstjórn Reykhólahrepps samþykkti fjárhagsáætlun Svipmynd frá Flatey, en hún er ein fjölmargra eyja sem tilheyra sveitarfélaginu. Vöruflutningabíll með tengivagni lenti á hliðinni utan vegar mitt á milli Fells- enda og Erpsstaða í Dölum rétt fyrir klukkan eitt síðast- liðinn miðvikudag. Sjúkra- bíll úr Búðardal fór á slys- stað ásamt tækjabíl slökkvi- liðsins og lögregla kom frá Borgarnesi ásamt tækjabíl Slökkviliðs Borgarbyggðar. Þyrla Landhelgisgæslunnar var strax kölluð á vettvang og flutti hún hinn slasaða á bráðamóttökuna í Fossvogi. Á meðan aðgerðir stóðu yfir var umferð beint um hjáleið. Beita þurfti klippum á öku- tækið til að ná hinum slas- aða út og tók aðgerðin rúm- ar tvær klukkustundir. Erfið- ar aðstæður voru á slysstað þar sem veður var vont og gekk á með öflugum vind- hviðum. Hálkublettir voru auk þess á slysstað. Öku- maðurinn slasaðist töluvert og var eftir komuna á sjúkra- hús lagður inn á gjörgæslu- deild en var útskrifaður það- an daginn eftir. En þetta var ekki eina um- ferðaróhappið þennan dag á svipuðum slóðum. Upp úr klukkan níu um morguninn var annað slys þar sem ekið var á brúarhandrið við bæinn Fellsenda. Bíllinn skemmdist talsvart en ökumaður slapp að mestu ómeiddur. sm Vörubíll fór útaf í Miðdölum

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.