Skessuhorn


Skessuhorn - 13.01.2016, Blaðsíða 11

Skessuhorn - 13.01.2016, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 2016 11 Iðnfyrirtækin Þorgeir & Ellert og Skaginn á Akranesi hafa stækkað við sig í húsakosti með því að byggja tvö ný hús, samtals um fjögur þúsund fermetra, á athafnasvæði fyrirtækj- anna við Krókalón á Akranesi. „Við byggjum til þess að geta átt þess kost að auka starfsemi okkar hér á Akra- nesi. Við ætlum að nota annað hús- ið til framleiðslu okkar á sjálfvirk- um plötufrystum fyrir matvælaiðnað. Hún hefur gengið afar vel en mjög þröngt var orðið um hana þar sem hún hefur átt sér stað fram til þessa í gamla skipasmíðahúsi Þorgeirs & Ellerts,“ segir Ingólfur Árnason, framkvæmdastjóri Þorgeirs & Ellerts og Skagans, í samtali við Skessuhorn. Horfir til álvinnslu á Akranesi Ingólfur segir hálf sorglegt að vita til þess að á Grundartanga sé mjög mik- ið af áli sem íslenskur iðnaður fái ekki nýtt sem skyldi. „Ísland er eitt stærsta álframleiðsluland í heimi. Samt auðn- ast okkur Íslendingum ekki að byggja upp einn einasta iðnað hér á landi í tengslum við alla þessa hrávöru sem við erum þó að búa til í formi alls þessa áls.“ Nú þegar nýbyggingarnar eru risn- ar mun framleiðsla plötufrystanna flytjast yfir í aðra þeirra. Ingólfur sér þó fyrir sér að allir fjögur þúsund fer- metrarnir verði í framtíðinni helgaðir þessari starfsemi. „Við keyptum fram- leiðsluréttinn á þessum plötufrystum hingað frá Ítalíu fyrir nokkrum árum. Þeir hafa síðan þá verið framleidd- ir hér á Akranesi. Við erum þó enn að kaupa ótrúlega mikið af íhlutum í þessi tæki frá Ítalíu. Við viljum að flytja eins mikið af þessari framleiðslu til okkar og kostur er. Meðal annars erum við að flytja ál sem hugsanlega kemur frá Grundartanga hingað til okkar svo skiptir hundruðum tonna á hverju ári með bílum og skipum upp- haflega frá Ítalíu, um Lúxemborg og hingað á Akranes.“ Stefna á söluaukningu á plötufrystum Hérna segist Ingólfur sjá tæki- færi sem hann útskýrir frekar. „Ál- vinnslan fer í fyrsta lagi fram á Ít- alíu og síðan er álið áfram unnið í Lúxemborg. Á Ítalíu fer fram sér- stök þrýstisteyping á álinu í gegn- um ákveðin mót. Í Lúxemborg er síðan beitt sérstakri suðutækni til að sjóða einingarnar saman í plötur. Það er gert með ákveðinni tækni. Hér á Akranesi tökum við þessar plötur svo og fræsum og vinnum frekar, þrýstiprófum og notum svo í plötufrystana.“ Hluti af framtíðarsýninni í tengslum við nýbygginguna við Krókalón er að Skaginn hefur hug á að fara út í þessa áframvinnslu á áli sem nú er framkvæmd á Ítalíu og í Lúxemborg. „Hugur okkar stendur til þessa. Við höfum þó enga fjárhags- lega burði til þess nema yfir langan tíma. Fyrsta skrefið í þá átt er að út- búa aðstöðu til að eiga þess kost að geta gert þetta og það erum við að gera núna með þessari nýju bygg- ingu. Þarna verður pláss,“ segir Ing- ólfur Árnason. „Við þurfum að gera þetta á tvennan hátt. Framtíðarsýn- in er að taka þessa starfsemi, sem er öll framleiðslan í kringum plötufryst- ana, í sem mestum mæli hingað heim til Íslands. Til þess að geta gert það þá þurfum við líka að auka söluna þó við séum mjög ánægð með það sem við höfum náð í þeim efnum fram til þessa. Það hefur þó fyrst og fremst verið í einum anga matvælaiðnað- ar, sem er í landvinnslu á uppsjávar- fiski. Næstu skref eru að fara um borð í frystiskipin og síðan áfram í alla aðra matvælavinnslu.“ Mikil margfeldisáhrif Ingólfur segist sjá geysimikla mögu- leika í framleiðslu á plötufrystum fyr- ir matvælaiðnaðinn um heim allan. „Við erum bara rétt að byrja að klóra í markaðstækifærin á þessu sviði. Ef við gætum tekið meira af öllu fram- leiðsluferlinu til okkar þá gætum við búið þessa frysta til með hagkvæm- ari hætti sem aftur leiddi af sér að við gætum selt meira og þannig orð- ið sterkari framleiðsluaðili á heims- vísu. Ef við aukum svo söluna með því að samþætta eigin tæknivinnu og hagkvæmni þá er það nokkuð sem gerir þetta allt fýsilegt. Það er líka annað sem er mikilvægt við þessi tæki, plötufrystarnir einir og sér eru kannski tíu til fimmtán prósent af okkar framleiðslu en þeim fylgir ann- ar búnaður og lausnir sem við smíð- um. Frystarnir eru kjarnavaran. Að mínu mati eru við með bestu fryst- ana í dag en við ráðum líka við allar lausnir í kringum þá, svo sem fram- leiðslulínur, mötunarkerfi og allt þess háttar. Frystarnir hafa margföldunar- áhrif og ekki aðeins hér hjá Þorgeir & Ellert og Skaganum á Akranesi þeg- ar við fáum stóra samninga í kringum þá, heldur líka hjá öðrum fyrirtækj- um hér á Akranesi, Ísafirði og Akur- eyri. Það er til mjög mikils að vinna í að auka framleiðsluna á frystunum,“ segir Ingólfur að endingu. mþh Skeifunni 3h ll Sími: 588 5080 ll dynjandi.is Mannbroddar -öryggisins vegna Smur- og hjólbarðaþjónusta velabaer@vesturland.is Vélabær ehf. bíla- og búvélaverkstæði Borgarbyggð óskar eftir starfsmanni Reynsla af viðgerðum á bílum, dráttar- vélum og vélum tengdum landbúnaði er skilyrði Þarf að geta hafið störf sem fyrst Starfsmaður á verkstæði Upplýsingar í síma 435-1252 og velabaer@vesturland.is SK ES SU H O R N 2 01 6 Laust starf hjá Akraneskaupstað Jákvæðni, metnaður og víðsýniwww.akranes.is SK ES SU H O R N 2 01 6 Eftirfarandi starf eru laust til umsóknar: Starf á Sambýlinu við Laugarbraut• Sótt er um rafrænt á heimasíðu Akraneskaupstaðar á þar til gerðu eyðublaði Nánari upplýsingar er að finna á www.akranes.is Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is Þorgeir & Ellert hf. byggja fjögur þúsund fermetra Nýbyggingarnar er alls fjögur þúsund fermetrar sem skiptast í tvö jafnstór rými. Hér er Ingólfur í rýminu þar sem framleiðslan á plötufrystunum á að fara fram. Við hlið hans eru plötur úr áli sem eiga að fara í nýja frysta. Ingólfur Árnason við nýbyggingar Þorgeirs & Ellerts hf. sem búið er að reisa á athafnasvæði fyrirtækisins við Krókalón. Nýju húsin eru við norðurhlið gamla skipasmíðahússins.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.