Skessuhorn


Skessuhorn - 13.01.2016, Blaðsíða 17

Skessuhorn - 13.01.2016, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 2016 17 Guðrún Björg Aðalsteinsdóttir hef- ur verið skólameistari Menntaskóla Borgarfjarðar í rétt rúmlega eitt ár. Hún er borinn og barnfædd- ur Húsvíkingur, lauk stúdentsprófi frá Framhaldsskólanum á Húsavík en settist að í Borgarfirði þegar hún leitaði sér frekari menntunar. „Ég hóf nám í viðskiptafræði við Há- skólann á Bifröst árið 2003 og byrj- aði að vinna fyrir skólann strax eftir að ég lauk BS prófi,“ segir Guðrún í samtali við blaðamann Skessuhorns í síðustu viku. Á Bifröst var Guð- rún Björg bæði kennslustjóri og forstöðumaður Háskólagáttar, áður en hún var ráðin skólameistari MB. „Samhliða því að vinna á Bifröst lauk ég frá skólanum námi í alþjóð- legum viðskiptum og enn fremur útskrifaðist ég með kennsluréttindi frá Háskólanum á Akureyri, einnig samhliða vinnu,“ segir hún. „Þann- ig að það var nóg að gera. Vinnan, námið og svo var ég líka með lítið barn,“ bætir hún við og brosir. Guðrún flutti frá Bifröst til Borgarness í ágúst 2014, skömmu áður en synir hennar tveir, nú átta og fimmtán ára gamlir byrjuðu í grunnskólanum það haustið. Tók hún svo formlega við stöðu skóla- meistara 1. október sama ár. „Okk- ur hefur verið tekið mjög vel hér í Borgarnesi og höfum aðlagast sam- félaginu hratt og örugglega,“ segir hún. „Að búa á Bifröst eða í Borg- arnesi er tvennt ólíkt, þrátt fyrir að staðirnir séu báðir í sama sveitarfé- laginu. Bifröst er frekar lokað há- skólasamfélag, í rauninni „cam- pus“. Þegar ég bjó þar taldi ég mig þekkja þokkalega til fólks hér í Borgarnesi en sú reyndist ekki vera raunin,“ segir hún en tekur skýrt fram að fjölskyldunni hafi liðið vel á Bifröst. Þriggja ára nám án lokaprófa Menntaskóli Borgarfjarðar var fyrst settur við hátíðlega athöfn í Skalla- grímsgarði 22. ágúst 2007. Skólinn er því meðal yngstu framhaldsskóla landsins. „Frá því skólinn kom fyrst fram á sjónarsviðið hefur hann þótt framsækinn. Alla tíð hefur hér ver- ið boðið upp á þriggja ára nám til stúdentsprófs og unnið eftir leið- sagnarmati. Í stað hefðbundinna lokaprófa byggir námsmatið á verk- efnum sem lögð eru fyrir yfir önn- ina,“ segir Guðrún og bætir við að nemendur fái endurgjöf eftir hvert verkefni. „Þeim er munnlega eða skriflega greint frá því í svokölluð- um vörðum hver staða þeirra er í námskeiðinu og hvað þarf að breyt- ast til að viðkomandi nái markmið- um áfangans, í þeim tilfellum sem það á við,“ bætir hún við. Guð- rún telur leiðsagnarmatið ekki síst henta vel nemendum sem þjást af prófkvíða, en færa má rök fyrir því að halli æ meira á þann hóp eft- ir því sem lokapróf vegur þyngra og dagsformið hverju sinni skiptir meira máli. Að sögn Guðrúnar láta nemend- ur vel af námsfyrirkomulaginu. „Við höfum kannað viðhorf nemenda til leiðsagnarmatsins og það fær góða einkunn hjá þeim. Nemendur héð- an koma vel út úr háskólanámi og ég held að fyrirkomulagið hafi sitt að segja,“ segir hún. „Við kenn- um ákveðið verklag sem nemendur njóta góðs af í frekara námi. Okk- ar nemendur kunna að nálgast og vinna stór verkefni og eru því vel undir það búnir að vinna stór verk- efni í háskólum. Krakkarnir skila lokaverkefnum og búa vel að þeirri reynslu þegar kemur að því að skila BS eða BA verkefnum,“ segir Guð- rún og bætir því við að þrátt fyrir að engin lokapróf séu í MB sé skól- inn ekki prófalaus skóli. Fjölmörg hlutapróf séu lögð fyrir nemendur á hverri önn og þeir kunni því vel að þreyta próf. Kennsluhættir eru um margt að breytast á þessum misserum. Marg- ir framhaldsskólar vinna að því að minnka vægi lokaprófa og hafa meðal annars litið til MB og fylgt fordæmi þeirra við gerð á eigin sí- matskerfum. Með tilkomu nýrrar aðalnámskrár fyrir framhaldsskóla er einnig litið til reynslu MB af þriggja ára námi til stúdentsprófs. „Styttingu náms til stúdentsprófs fylgja í raun engin vandkvæði fyrir okkur. Þriggja ára nám til stúdents- prófs hefur alltaf verið til staðar hjá okkur og við höfum góða reynslu af því,“ segir Guðrún. Rekstur skólans gengur vel Nemendur Menntaskóla Borgar- fjarðar eru um 140 talsins, flest- ir úr Borgarnesi og Borgarfirði en auðvitað nokkur hluti annars stað- ar frá, eins og gengur og gerist. Að sögn Guðrúnar gengur rekstur skólans vel. „Fámennir skólar eru alltaf erfiðir í rekstri en okkur hef- ur gengið mjög vel samt sem áður. Við höfum haldið að okkur hönd- um og passað að eyða ekki um efni fram. Hér starfar fastur og góður hópur kennara og allt starfsfólk meðvitað um að reksturinn þurfi að vera sem hagkvæmastur,“ segir hún. „Aftur á móti er alltaf svolítil óvissa, við vitum aldrei alveg hvað við fáum inn marga nemendur eða hvað við getum skilað mörg- um nemendaígildum, sem eru for- senda framlaga frá ríkinu,“ bætir hún við. Guðrún kveðst vona að skólinn geti vaxið á komandi árum. „Von mín er að við náum að stækka í framtíðinni. Á komandi misserum bíður okkar ákveðið markaðsstarf. Við þurfum að kynna skólann fyr- ir hugsanlegum nemendum, sér- staklega þar sem útlit er fyrir það á landsvísu að minni árgangar komi upp úr grunnskólunum en verið hefur undanfarin ár,“ segir hún. Öflugt félagsstarf nemenda Við víkjum frá umræðu um rekst- ur og að félagslífi nemendanna. „Nemendur skólans eru alveg frá- bærir. Hér er virkt nemendafélag sem stendur fyrir fjölmörgum við- burðum á hverjum vetri,“ segir hún. „Næst á dagskrá er til dæmis uppsetning á fjölskyldusýningunni Benedikt búálfi. Æfingar hófust á síðustu önn en hlé var gert yfir há- tíðirnar áður en þær hófust aftur af krafti eftir áramót,“ bætir Guðrún við. „Áætlað er að frumsýna verkið þann 5. febrúar næstkomandi og ég er ekki í vafa um að það takist vel.“ Meðal frekari viðburða sem nemendafélagið stendur fyrir nefn- ir Guðrún skíðaferðalag og ferð í Bláa lónið, auk dansleikja og fleiri hefðbundnari viðburða. Hún legg- ur áherslu á mikilvægi þess að nem- endum gefist kostur á öflugu félags- starfi, slíkt geti aðeins gert skóla- vistina ánægjulegri fyrir þá sem stunda þar nám og eftirsóknarverð- ari fyrir framtíðarnemendur. Fram- takssemi nemenda komi því öllum til góða, bæði þeim sjálfum og skól- anum í heild. „Félagslífið bygg- ir auðvitað á þeim nemendum sem eru í skólanum hverju sinni og tek- ur mið af því hvað þeir hafa til mál- anna að leggja og vilja gera,“ segir hún. „Félagsstarfið er í góðum far- vegi núna,“ segir Guðrún Björg að lokum. kgk Menntaskóli Borgarfjarðar hefur alla tíð þótt framsækinn skóli Rætt við skólameistarann sem kom til starfa í Borgarnesi eftir nám og störf á Bifröst Guðrún Björg Aðalsteinsdóttir skólameistari. Nemar fylgdust með kvikmynd í íslenskuáfanga þegar blaðamann bar að garði að morgni fimmtudags. Verkefnastjóri á kennslusviði Hæfni og menntunarkröfur • Háskólapróf • • • • Starfssvið • U • • • R

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.