Skessuhorn


Skessuhorn - 13.01.2016, Blaðsíða 21

Skessuhorn - 13.01.2016, Blaðsíða 21
MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 2016 21 Það getur verið ansi einfalt að hafa hamborgara í matinn. Í mörgum tilfellum þarf ekki að gera annað en að kaupa þá tilbúna, steikja þá, bæta við smá áleggi og máltíðin er tilbúin. En fyrir þá sem eru til- búnir að leggja á sig örlítið meiri vinnu má gera dýrindis máltíð úr hamborgurum. Heimatilbúnir hamborgarar geta verið einstak- lega bragðgóðir og safaríkir. Hér er uppskrift af hamborgurum sem eru með þeim bestu. Aðferðin er einföld og auðvelt er að móta borgara úr kjötinu þegar allt hrá- efnið er komið saman, sér í lagi ef búið er að kæla það aðeins fyr- ir steikingu. Gott er að nota ham- borgarapressu til að móta borgar- ana en þó ekki nauðsynlegt, það má vel móta góðan borgara með höndunum. Heimsins bestu hamborgarar: Innihald 500-600 gr nautahakk ½ laukur, smátt skorinn ½ bolli rifinn mexico ostur 1 tsk. sojasósa 1 tsk. Worcestershire sósa 1 egg 1 pk. lauksúpumix 1 hvítlauksrif 1 msk. hvítlauksduft 1 tsk. þurrkuð steinselja 1 tsk. þurrkað basil 1 tsk. þurrkað oregano ½ tsk. þurrkað rósmarín (má sleppa) salt og pipar (saltið sett eftir á) Aðferð: Byrjið á að saxa laukinn mjög smátt og merjið hvítlaukinn í hvítlaukspressu. Blandið síðan öllum hráefnunum saman í skál og blandið vel. Setjið inn í ísskáp og látið kólna vel, þá er auðveldara að móta þá í borgara. Mótið borgara úr deiginu og veltið aðeins uppúr hveiti, þá haldast þeir vel þéttir. Grillið svo á útigrilli við meðalhita eða steikið á pönnu. Setjið ostsneið á borgarana þegar þeim hefur verið snúið við. Munið að heimagerðir borgarar þurfa oft aðeins lengri steikingartíma en þeir úr búðunum, því þeir eru þykkari. Krossgáta Skessuhorns Hér er ný krossgáta fyrir lesendur að leysa. Þeir sem vilja geta sent Skessuhorni lausnarorð/in á netfangið: krossgata@skessuhorn.is fyrir klukkan 15 á mánudög- um. Athugið að fullt nafn og heimilisfang þarf að fylgja með lausninni. Þeir sem ekki hafa aðgang að tölvupósti sendi lausnir á Kirkjubraut 56, 300 Akranesi (athugið að póstleggja þarf lausnir í síðasta lagi á föstudegi). Dregið verður úr réttum innsendum lausnum og fær vinnings- hafinn bókagjöf frá Skessuhorni. 54 lausnir bárust við krossgátu í blaðinu í síðustu viku. Lausnin var: „Áraskil.“ Vinningshafi er: Garðar H Guð- jónsson, Grenigrund 30, 300 Akranesi. Í næstu viku verður sagt frá því hver vinningshafi er fyrir jólakrossgátu Skessuhorns og vinningshafi fyrir myndagátu. mm Tannar Fiskur Segja frá Fákur And- staða Byrjun Temur Ófagur Askar Bara Æti Slitna Ný- næmi 5 3 Tónn Hróp Uggði Hetjur Vafi Rödd Rek- öldin Nýárs- dagur Óreiða Risa Átt Tár Auka- lega Eimur Blekk- ing Kona Mylsna Heilir Mjóa Spyr Fljótið Fæða Eldskírn Morg- unn Leit Gróp Málæði Hring- fari Fagur Ferðin Vesen 51 Spil Tónn Rusl Fljótið Slump- ur Epjast Tvíhlj. Tvenna Röst 7 Út- vegar Kvað Tölur Sverta Rót Eink.st. Sáldra Suddi Vit- leysa Ras Hlaup Frjáls Á fiski Afl 6 Væl Skinn- kápa 4 Tunnu 100 Vær Styrkja 1 Frá Smá- alda Dyggur Rölt Vitur Dína- mór Rugl Dvelja Kurt Kúst Marr Fim Sjó Upphr. For- faðir Nes Annir Erfiði Keyrðu 2 Sífellt Þreytir Fjöldi Tvenna 8 1 2 3 4 5 6 7 8 Freisting vikunnar Heimagerðir hamborgarar sem slá í gegn Á þrettándanum síðastliðinn miðviku- dag, blés duglega víða um Vesturland. Á dagskrá víðast hvar var þrettándag- leði. Á Akranesi var ákveðið að fresta brennu og álfadansi vegna slæms veð- urútlits sem og samkomu í íþrótta- húsinu þar sem lýsa átti kjöri Íþrótta- manns Akraness. Kveikt í var bálkest- inum síðasta mánudag. Á öðrum stöð- um héldu menn sig við dagskrá og kveiktu í brennum og kvöddu jóla- sveinana á þrettánda degi jóla. Jólin kvödd Þrettándabrenna var í Ólafsvík að kvöldi miðvikudags. Farið var í skrúðganga frá Pakkhúsinu að Klifi þar sem kveikt var í brennunni. Mátti sjá margar furðuverur meðal gesta sem létu ekki norðanvind á sig fá. Grýla og Leppalúði voru þarna ásamt sonum sínum. Lionsklúbbur Ólafsvíkur var með glæsilega flugeldasýningu sem gladdi augu hinna fjölmörgu gesta. Ljósm. af. Það var fallegt yfir að líta í Stykkishólmi þegar flugeldasýning fór þar fram á þrettándanum. Ljósm. sá. Fresta þurfti Þrettándagleðinni á Akranesi í síðustu viku vegna slæmrar veðurspár. Blásið var til leiks síðastliðinn mánudag með blysför frá Þorpinu. Jólasveinar, álfar og tröll mættu að varðeldi við Þyrlupallinn og Björgunarfélag Akraness stóð fyrir flugeldasýningu. Hér er svipmynd frá henni. Ljósm. jho.Stjörnuljós skapa réttu stemninguna fyrir þá yngstu. Ljósm. tfk

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.