Skessuhorn


Skessuhorn - 13.01.2016, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 13.01.2016, Blaðsíða 6
MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 20166 Formaðurinn ekki í forseta- framboð BORGARFJ: Briddsfélag Borgarfjarðar hélt aðalfund sinn á mánudagskvöldið síðasta. Formaðurinn, Jón á Kópa, hélt stutta tölu og gjaldkerinn, Guðmundur á Grímsstöðum, gerði grein fyrir reikningum, svo var klappað. Þá kom formaður undan feldi og tjáði mönn- um að hann ætlaði ekki að sækjast eftir að verða forseti Íslands eins og flestir aðrir, og gæti því áfram sinnt for- mannsstöðu í félaginu. Þá var klappað vel og eftir fá- ein „önnur mál“ var farið að spila. Spilaður var tvímenn- ingur og voru pörin 13. For- maðurinn var í feikna formi eftir kosninguna og rót- burstaði hvert parið á fæt- ur öðru. Svo fór að þeir Jón og Baldur unnu með skor upp á 63,8%. Annað sæt- ið hirtu Stefán og Sigurður með tæpum 58% og þriðju urðu Sveinbjörn og Lárus með tæp 57%. Mánudag- inn 25. janúar hefst sveita- keppni félagsins og að þessu sinni ætlar stjórnin ekki að raða mönnum í sveitir heldur skrá menn sveitirn- ar næstkomandi mánudag, svo verður nefnd sett í að ákveða forgjöf fyrir hverja sveit til að jafna leika. Ef einhver á í erfiðleikum með að ná í sveit er Jón Eyjólfs- son á Kópareykjum með símann á sér. Loks má geta þess að helgina 13. og 14. febrúar verður Vesturlands- mótið í sveitakeppni. Þar verður spilað um þrjú sæti á Íslandsmóti. Staðsetning hefur ekki verið ákveðin en verður kynnt fljótlega. -ij Óhöpp í umferðinni VESTURLAND: Alls urðu sex umferðaróhöpp í umdæmi Lögreglunnar á Vesturlandi í liðinni viku, þar af eitt þar sem ökumaður flutningabíls slasað- ist alvarlega þegar bíll hans fauk útaf Vestfjarðavegi við Fells- enda í Dölum sl. miðvikudag. Frá því slysi er greint frá í ann- arri frétt hér í blaðinu. Þá var ekið á gangandi vegfaranda á Snæfellsnesvegi, milli Grund- arfjarðar og Ólafsvíkur síðdeg- is sl. fimmtudag. Farið var með viðkomandi á heilsugæslustöð til læknisskoðunar en aðeins var um minniháttar skrámur að ræða sem þykir mjög vel sloppið miðað við aðstæður. Þegar slysið varð var viðkomandi ferðamað- ur að leita að gsm símanum sín- um sem hann hafði tapað í veg- kantinum við myndatökur þar nokkru áður. Ökumaður fólks- bíls missti stjórn á bifreið sinni í hálku sl. mánudag og rann bíll- inn stjórnlaust áfram og hafnaði á dráttarvél sem kom úr gagn- stæðri átt. Höggið var það mik- ið að vinstra framhjólið brotn- aði undan dráttarvélinni. Ekki urðu meiðsl á fólki í þessum árekstri. -mm Ólík verkefni lögreglu VESTURLAND: Lögreglan á Vesturlandi hefur klippt skrán- ingarnúmer af yfir 20 ökutækj- um frá áramótum, vegna van- goldinna tryggingaiðgjalda og vanrækslu að færa ökutæki til skoðunar. Þá kemur fram í dag- bók lögreglu að bóndi á Mýrun- um hafi kvartað yfir því að flug- maður hefði lent flugvél í fjör- unni hjá honum án leyfis og fælt hross og annan búpening. Talið er líklegt að um svokall- að fis hafi verið að ræða fremur en „fullvaxna“ flugvél. Ekki er eins mikið regluverk í kringum starfrækslu slíkra véla og stærri flugvéla og því erfiðara að rekja ferðir þeirra um loftin blá. Loks voru erlendir ferðamenn aðstoð- aðir í sl. viku þar sem þeir höfðu fest bifreið sína í snjó á Grjót- hálsi, sem liggur á milli Norð- urárdals og Þverárhlíðar í Borg- arfirði. Einnig voru útlending- ar aðstoðaðir sem höfðu fest bíl sinn á Laxárdalsheiði í Dölum. Loks voru tveir ökumenn teknir fyrir akstur undir áhrifum fíkni- efna í vikunni. -mm Staða hjúkrunar- forstjóra laus AKRANES: Vakin er athygli á að í síðasta tölublaði Skessu- horns var auglýst laus til um- sóknar staða hjúkrunarforstjóra á Hjúkrunar- og dvalarheim- ilinu Höfði á Akranesi. Helga Atladóttir hefur gegnt stöðunni. Líkt og á öðrum sambærilegum heimilum víðsvegar um land- ið hefur hlutfall hjúkrunarrýma aukist á undanförnum árum. Nú eru 75 íbúar á Höfða og dvelja 56 þeirra í hjúkrunarrýmum en 19 í dvalarrýmum. „Hjúkr- unarforstjóri hefur faglega for- ystu og ábyrgð á sviði hjúkrun- ar og umönnunar á heimilinu. Stjórnar faglegri þróun, rekstri og starfsmannahaldi heimilisins á sviði hjúkrunar og umönnun- ar,“ segir m.a. í auglýsingunni. Umsóknarfrestur um starfið er til og með 18. janúar nk. –mm Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar samþykkti nýverið fjárhagsáætlun fyrir þetta ár. Þar kemur fram að fjárfestingar aukast verulega milli ára og verður fjárfest fyrir 412,9 milljónir á árinu. Meðal annars er gert ráð fyrir 80 milljóna króna framkvæmdum á sundlaugarsvæð- inu Jaðarsbökkum. Að sögn Regínu Ásvaldsdóttur bæjarstjóra eru fyr- irhugaðar endurbætur á lauginni, sem gerðar verða í tveimur áföng- um og hefst sá fyrri á þessu ári. Þá verða núverandi skeljapottar fjar- lægðir og nýir pottar settir upp. „Þeir verða flísalagðir og dýpri en þeir sem fyrir eru og með sætum. Timburgirðing meðfram potta- svæðinu verður fjarlægð og mun léttari girðing verða sett upp í stað- inn. Þá verður stétt umhverfis potta og gönguleið frá búningsklefum endurnýjuð,“ segir Regína í sam- tali við Skessuhorn. Í öðrum áfanga verður sett upp ný vatnsrennibraut en það verður ekki gert á þessu ári. grþ Framkvæmdir fyrirhugaðar við Jaðarsbakkalaug Til stendur að skeljapottunum sem eru við Jaðarsbakkalaug verði skipt út fyrir nýja potta á árinu. Fyrirtækið Welcome Apartments hefur fest kaup á Hótel Hellissandi annars vegar og Hafnargötu 11 í Rifi hins vegar, þar sem nú eru til húsa gistiheimilið Virkið og versl- unin Virkið, en verslunin er reyndar að hætta rekstri eins og fram kemur í annarri frétt í Skessuhorni á bls. 2. Kaupin á þessum fasteignum og fyrirtækjum staðfestir Stefán Aðal- steinsson framkvæmdastjóri Wel- come Apartments „Já, þetta pass- ar allt saman. Við ætlum okkur að verða með veitinga- og gististarf- semi í þessum húsum,“ segir Stef- án í samtali við Skessuhorn. Fyrir- tækið er nú þegar með gististarf- semi víðsvegar um land, þar á með- al á Laugarvatni, Vík í Mýrdal og að Lambafelli undir Eyjafjöllum. Aðspurður segir Stefán að til standi að bæta við gistirýmum í Hafnargötu 11 í Rifi, þar sem versl- unin Virkið hefur verið rekin um árabil. „Við ætlum að stækka þar, þannig að allt húsið fari undir gist- ingu. Þar verðum við með gistihús með morgunverði en á Hótel Hell- issandi verður einnig rekinn veit- ingastaður.“ Stefán segist búast við því að taka við rekstrinum upp úr næstu mánaðamótum en reiknar ekki með breytingum á rekstrinum að svo stöddu. „Við stefnum á að hafa opið allt árið um kring á báð- um stöðum. Það hefur ekkert verið ákveðið varðandi nafnabreytingar, þetta er það nýlega komið til okk- ar en sennilega höldum við þeim nöfnum sem eru í dag,“ segir Stef- án Aðalsteinsson. grþ Keyptu Hótel Hellissand og Virkið í Rifi Hótel Hellissandur hefur nú skipt um eigendur.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.