Skessuhorn


Skessuhorn - 13.01.2016, Blaðsíða 13

Skessuhorn - 13.01.2016, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 2016 13 Körfuknattleiksfélag Akraness Íþróttahúsið við Vesturgötu 1. deild Fimmtudaginn 14. janúar kl. 19.15 ÍA – Reynir Sandgerði Fjölmennum og hvetjum ÍA til sigurs! Stykkishólmsbær Auglýsing um nýtt deiliskipulag Borgarbraut 8-8a – Hótel Stykkishólmur Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar hefur samþykkt á fundi 10. desember 2015 að auglýsa deiliskipulags- tillögu samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Meginmarkmið deiliskipulags tillögunnar er að stuðla að markvissri uppbyggingu hótelstarfseminnar, ákvarða hvar og hvernig má byggja á lóðinni, ákveða hámarks byggingarmagn á lóð og hámarkshæð bygg- ingar yfir gólfplötu 1. hæðar. Sjá nánari upplýsingar í deiliskipulagstillögu. Deiliskipulagstillagan verður aðgengileg á vef Stykkishólmsbæjar, www.stykkisholmur.is, og á skrif- stofu skipulags- og byggingarfulltrúa, Hafnargötu 3 á skrifstofutíma milli 10-15, frá 13. janúar 2016 til 24. febrúar 2016 og eru þeir sem telja sig eiga hags- muna að gæta, hvattir til að kynna sér breytinguna og koma ábendingum eða athugasemdum á framfæri, skriflega til skipulags- og byggingarfulltrúa Stykkishólmsbæjar, Hafnargötu 3, 340 Stykkishólmi, í síðasta lagi 24. febrúar 2016. Hafnargötu 3, 340 Stykkishólmur - Sími: 433-8100 SK ES SU H O R N 2 01 6 Sigurbjartur Loftsson, Skipulags- og byggingarfulltrúinn í Stykkishólmi Breyting á deiliskipulagi hafnar-, iðnaðar- og athafnasvæði á Grundartanga, austursvæði Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti þann 24. nóvember 2015 að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi hafnar-, iðnaðar- og athafnasvæði á Grundartanga, austursvæði frá 2105 samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felur í sér að suðvestur hlið afmörkunar skipu- lagssvæðisins er hliðrað um 20 m til suðvesturs. Skilgreindar eru flæðigryfjur fyrir kerbrot og annan úr- gang á athafnarsvæði hafnar og skilgreindur er skjólgarður með viðlegu ásamt þjónustuvegi suðaustan hafnsækinnar iðnaðarstarfsemi. Tillaga liggur frammi á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar að Innrimel 3. Tillöguna má einni sjá á heimasíðu sveitar- félagsins, www.hvalfjardarsveit.is frá 11. janúar til og með 29. febrúar 2016. Athugasemdir við tillögu breytingar deiliskipulags skulu vera skriflegar og berast skipulagsfulltrúa í síðasta lagi 29. febrúar 2016 á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar, Innrimel 3, 301 Akranes eða á netfangið skipulag@hvalfjardarsveit.is. Skipulags- og umhverfisfulltrúi Hvalfjarðarsveitar SK ES SU H O R N 2 01 6 Línubáturinn Gullhólmi SH 201 var afhentur síðastliðið haust sem ný- smíði frá bátasmiðjunni Seiglu til út- gerðarinnar agustson ehf. í Stykk- ishólmi. Báturinn hefur nú stund- að veiðar um ríflega þriggja mán- aða skeið. Fyrst var hann á veiðum undan Norðurlandi en í desember var skipt yfir á veiðislóðirnar Vest- anlands út af Snæfellsnesi. Báturinn er í flokki smábáta og stundar veiðar með beitningarvél. „Þetta er snilld. Ég er mjög ánægður með bátinn sem er miklu líkari stærri bát heldur en trillu. Allar hreyfingar í honum eru þannig og hann veltur ekki neitt. Við erum nú búnir að nota hann við ýms- ar aðstæður í þrjá mánuði og gengið mjög vel. Það hefur ekki verið neitt vesen og allur búnaður virkað frá upphafi eins og til stóð. Þetta er allt mjög vel gert frá hendi þeirra sem smíðuðu bátinn og settu í hann bún- aðinn,“ segir Pétur Erlingsson skip- stjóri. Ótrúlegur bátur á allan hátt Þegar við hittum Pétur að máli í Stykkishólmi var hann ásamt fjög- urra manna áhöfn sinni að gera klárt í róður. „Nýi Gullhólmi er bara alveg ótrúlegur bátur á allan hátt. Maður hefði kannski átt að halda annað eða vera með fordóma út af byggingar- laginu en hann er búinn að sanna sig. Hann er líka svo hár og stefn- ið þannig formað að maður losn- ar við alla ágjöf og pus upp á rúður þegar siglt er á móti öldunni. Héð- an úr brúnni er flott útsýni til allra átta. Öll aðstaða er góð,“ segir þessi reyndi sjómaður þar sem hann situr í brúnni sem er afar vel búin tækjum. Gullhólmi er með allsherjar beitn- ingarvélarbúnað frá norska fyrirtæk- inu Mustad. Fullkominn búnaður til aðgerðar, kælingar og frágangs á afla er frá 3X Technology. Allur afli er slægður um borð í Gullhólma og fiskurinn ísaður í kör. Báturinn rúm- ar alls 22 tonna afla í 42 plastkörum. „Við erum yfirleitt úti að veiðum í þrjá daga og löndum svo á fjórða degi. Við leggjum alla línuna yfirleitt tvisvar sinnum í hverri veiðiferð,“ segir Pétur. Tvær áhafnir Aðbúnaður fyrir áhöfn er afar góð- ur fyrir ekki stærri bát. Nýlunda er að tvær áhafnir eru á bátunum sem skiptast á að vera með hann tvær vik- ur í senn. Fimm manns skipa áhöfn- ina hverju sinni og til sendur að gera Gullhólma út linnulítið allt árið um kring. „Það er hálfs mánaðar törn og svo hálfur mánuður í fríi. Það er rosalega flott. Við skiptum um áhöfn annan hvern fimmtudag og þá tekur við 14 daga vist um borð. Svo eru 14 dagar heima. Þannig á það að vera allan ársins hring. Þetta er mikill plús, ekki síst fyrir fjölskyldumenn. Það er hægt að skipuleggja sig langt fram í tímann. Menn vita upp á hár hvenær þeir verða heima. Þeir geta svo farið lausaróðra á frítímanum ef þeir vilja og það vantar afleysingu. En þetta er að koma mjög vel út fyr- ir okkur. Ég held að svona skiptikerfi hljóti að vera framtíðin,“ segir Pét- ur. Hann er þannig annar af tveim- ur skipstjórum á Gullhólma. Kollegi hans á móti honum í skipstjórastöð- unni er Sigurður Arnar Þórarinsson sem býr í Stykkishólmi. Pétur bætir við að þó geti ver- ið strembið að stunda róðrana, sér- staklega þegar veður eru góð og lítið um stopp. „Það eru allir niðri á dekki þegar línan er dregin. Enginn í koju, allir uppi þegar verið er að leggja og draga. Það er bara dregið þar til við erum búnir. Þetta getur verið dálítið erfitt ef það er blíða dag eftir dag og við getum róið stanslaust. Við höfum verið að hugsa um að hafa sex í hverri áhöfn þannig að við gætum þá skipst á að hvíla okkur þannig að það væri alltaf einn í koju á hverjum tíma. Það munar ekki svo mjög í tekjum talið. En við sjáum hvernig þetta verður. Við erum mjög sáttir með þetta allt saman.“ Fjörutíu ár á sjó Pétur talar af reynslu þegar hann tjá- ir sig um sjómennskuna. Þó hann sé ekki mjög gamall maður þá er hann er búinn að vera á sjó síðan 1976 eða í eina fjóra áratugi. Á þeim tíma hef- ur Pétur prófað öll veiðarfæri sem dýft er í sjó við Ísland. „Ég kem upp- haflega úr Vestmannaeyjum, bjó svo á Sauðárkróki í níu ár og var þar á togurum og trillum. Síðan er ég bú- inn að eiga heima í 20 ár í Grundar- firði. Þar var ég í 13 ár á Sóley SH og átti trillu með. Ég kom með henni til Grundarfjarðar frá Hornafirði þegar hún var keypt þaðan og hætti á henni þegar henni var lagt í hitteðfyrra. Mér bauðst svo að taka við nýja Gull- hólmanum þegar hann var að koma nýr í fyrra. Þá var ég á togaranum Bylgju frá Vestmannaeyjum.“ Aðspurður segir Pétur að sér lít- ist vel á ástand þorskstofnsins nú um stundir. „Nú erum við að bíða eft- ir því að göngufiskurinn komi inn í Breiðafjörðinn. Við höfum ekki séð mikið af honum enn en hann kem- ur. En það vantar meiri ýsukvóta á móti þorskinum. Ýsukvótinn nú er alltof lítill miðað við það sem hægt væri að fá af henni. Við reynum bara að forðast hana eins og við mögulega getum. Við erum enn með nægan kvóta á henni þannig að við höfum ekki þurft að leigja til okkar heimild- ir. En við erum samt hálfnaðir með ýsukvótann okkar bara nú á fyrstu þremur mánuðum fiskveiðiársins.“ Öllum þorskafla Gullhólma er landað til vinnslu hjá agustson í Stykkishólmi. „Hitt fer á markað og við höfum verið að fá ágæt verð. Þegar við vorum fyrir norðan fyr- ir jól fengum við ein fimmtán tonn af grálúðu sem meðafla. Við vorum ekkert að sækja í hana sérstaklega en hún kom með. Það var fín búbót enda grálúðan verðmæt,“ sagði þessi reyndi sjómaður að lokum. mþh Pétur Erlingsson skipstjóri: Himinlifandi með nýjan Gullhólma SH Pétur Erlingsson skipstjóri á Gullhólma SH. Gullhólmi við bryggju í Stykkishólmi. Farið yfir málin áður en haldið er í róður. Pétur skipstóri ásamt Sigfúsi Magnússyni veiðieftirlitsmanni hjá Fiskistofu í Stykkishólmi sem fór út með Gullhólma í róður sem stóð yfir um síðustu helgi. Línan sem allt byggir á hangir á rekkum sínum. Alls getur Gullhólmi veitt á 24.900 króka.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.