Skessuhorn


Skessuhorn - 13.01.2016, Blaðsíða 24

Skessuhorn - 13.01.2016, Blaðsíða 24
MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 201624 Síðastliðna daga hef ég orðið æ meir var við e inhverskon- ar lífstílsbreyt- ingu hjá fólki í kringum mig, hvort sem það er í vinnunni eða á stræt- um Borgarness. Margir virðast hafa fengið þá flugu í höfuð- ið að nú sé tím- inn til að neita sér um ákveðna hluti, það er kallað að afeitra sig. En afhverju ætti maður í fyrsta lagi að borða hluti sem eru hættulegir manni sjálfum gæti einhver spurt en fengið fá svör. Allavega, sumir neita sér um sykur og sumir loka á glúten, sem er gott og blessað og ekkert hægt að amast við því ef fólk nennir þessu á ann- að borð. Í heimildaöflun fyrir þessa hugleiðingu rakst ég á einum frétta- vefnum á áhugaverða fréttatilkynn- ingu. Hún snerist um sykurlausa áskorun og þetta einhvern veginn tónaði ekki við ofneysluna sem ég ólst upp við í æsku minni þar sem ég gluðaði hvítum sykri frá vin- um mínum í Dansukker yfir Che- eriosið (ég varð fyrir persónulegu áfalli þegar verksmiðjan brann fyr- ir einhverjum árum því ég sá fram á skort í landinu), fékk þriggja ára að smakka hjá afa Jóni kaffibleytt- an sykurmola hér og þar og fékk að taka gamlan kryddstauk frá Knorr fylltann af kakói með í skólann til að setja í nýmjólkina. Ég verð æv- inlega þakklátur fyrir það. En eftir ca. 10.000 ár af stöð- ugri sykurneyslu mannskepnunn- ar ákveða einhverjir að segja að nú sé nóg komið og finna upp snið- ug orðasambönd eins og „meist- aramánuður“ og „Sykurlaus s e p t e m b e r “ vippa því jafn- vel í hashtagg eins og #syk- urlausseptem- ber, deyja jafn- vel aðeins inni í sér þegar þau stimpla það inn í orðagluggann í símanum. Að lokum fær það svo þessa dásamlegu sælu sem fylgir ret- weetinu, svona rétt eins og s y k u r n e y s l a gerir manni. Ég er með til- lögu: Hvern- ig væri að sumir hætti að vera með leiðindi í garð annars fólks. Gætum kallað það #fávitalausfebrúar til að halda í stuðlunarhefðina og form- ið en jafnvel haldið því áfram því það er hollt að vera góður við ná- ungann. En hvers vegna sykurneysla er svona umdeild er erfitt að segja til um. Fyrst þegar sykur var upp- götvaður var hann notaður í trú- arathöfnum og var sveipaður dul- úð. Þá var sykur ekki sykur og ekki búið að troða honum alls stað- ar og ég meina allstaðar. Fyrst um sinn var hann mjög óaðgengileg- ur og einungis fáir útvaldir fengu að tyggja sig í gegnum harðan börk sykurreyrsins og upplifðu því sem næst trúarlega upplifun við vímuna sem fylgdi. Ég kaupi þessa skýr- ingu alveg því ég er nefnilega líkt og margir sykurfíklar, verð að fá minn skammt af sykurreyrnum frá Barbados á morgnana með kaffinu. Ef ég fæ ekki þetta skot af alsælu er hætt við að ég verði eins og virk- ur í athugasemdum og þess óska ég engum. Kveðja, Axel Freyr Vörur og þjónusta Hönnun prentgripa & alhliða prentþjónusta Drei bréf - Boðsbréf Ritgerðir - Skýrslur Reikningar - Eyðublöð Umslög - Bréfsefni Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Getum við aðstoðað þig? sími: 437 2360 olgeirhelgi@islandia.is R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 Sprautu- og bifreiðaverkstæði Sólbakka 5, Borgarnesi • 437-1580 • sbb@simnet.is Tjónaskoðun – Bílamálun – Réttingar – Bílrúðuskipti Þjónustum öll tryggingafélög Borgarness Hilmir B ehf Alhliða pípulagningaþjónusta hilmirb@simnet.is facebook.com/hilmirbehf DAGLEGIR VÖRUFLUTNINGAR Stykkishólmur – Reykjavík B. Sturluson ehf. Nesvegi 13, Stykkishólmi 438 1626 / 862 1189 Vélsmiðja BA Nýsmíði • Vélaviðgerðir Breytingar • Viðhald Vélsmiðja BA • Sólbakka 25 • Borgarnesi • bhk@vortex.is Björn Kristjánsson 894 – 3336 Arnar Björnsson 849 – 9341 SMÍÐAVINNA – MÚRVERK RG ehf Bárugötu 19, Akranesi • Sími 821 2490 • ragnar4646@gmail.com Kór Akraneskirkju hélt aðventu- tónleika sína í lok nóvember. Tón- leikarnir voru haldnir á Kalmans- völlum en það húsnæði hýsti áður m.a. verslunina Nettó. Þar hef- ur kórinn haldið ferna tónleika á undanförnum árum og hefur tek- ist vel til enda er góður hljómburð- ur í húsinu. Á tónleikunum voru flutt lög við ljóð eftir kórfélagana Jón Gunnar Axelsson og Halldór Hallgrímsson. Einnig átti Akurnesingurinn Guð- mundur Kristjánsson einn texta. Frumflutt voru þrjú lög eftir Svein Arnar Sæmundsson organista við ljóð eftir Skagakonurnar Brynju Einarsdóttur, Sigurbjörgu Hall- dórsdóttur og Sigurbjögu Þrastar- dóttur. Kórfélagarnir Kristín Sig- urjónsdóttir lék á fiðlu og Sigrún Þorbergsdóttir á flautu. Sérstakir gestir voru þau Guðrún Gunnars- dóttir söngkona, Gunnar Gunn- arsson píanóleikari og Gunnar Hrafnsson kontrabassaleikari. Í hléi buðu kórfélagar upp á jólasmárétti. Tónleikarnir voru afar vel sóttir og var gerður góður rómur að söng kórsins sem og ann- arra flytjenda. -fréttatilk. Hljómburður góður í fyrrum verslunarhúsnæði Karlakórinn Söngbræður hélt sína árlegu sviða- og hrossakjöts- veislu í félagsheimilinu Logalandi síðastliðið laugardagskvöld. Að venju var hlaðborð með söltuðu hrossakjöti og sviðum frá Kópa- skeri ásamt meðlæti. Til að næra andann var svo boðið upp á söng og skemmtun fyrir og eftir borð- hald. Vegna mikillar aðsóknar undanfarin ár var ekki gestakór að þessu sinni til að sem flestir hér- aðsbúar gætu sótt skemmtunina. Engu að síður var uppselt á tón- leikana og langur biðlisti. Þétt var því setið í húsinu og áætlað að um 300 manns hafi verið á svæðinu. Stjórnandi Söngbræðra er Viðar Guðmundsson, Heimir Klemenz- son spilaði undir á píanó auk þess sem Bjarni Guðmundsson strauk gítarstrengi og Guðbjartur Björg- vinsson þandi kviðspilið, harm- ónikkuna. Að endingu brustu svo allir viðstaddir í fjöldasöng. mm Færri komust að en vildu á Söngbræðraveislu Sykurskertur PIstill

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.