Skessuhorn


Skessuhorn - 13.01.2016, Blaðsíða 19

Skessuhorn - 13.01.2016, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 2016 19 Íþróttamaður Borgarfjarðar 2015 Ungmennasamband Borgarfjarðar - Borgarbraut 61 - 310 Borgarnesi Sími 437 1411 - www.umsb.is Laugardaginn 16.janúar kl. 14:00 fer fram í Félagsheimilinu Brún í Bæjarsveit verðlaunaafhending í kjöri íþróttamanns Borgarfjarðar 2015 Veittar verða ýmsar viðurkenningar og verðlaun til þess íþróttafólks sem náð hefur góðum árangri á árinu 2015 Tónlistar og skemmtiatriði frá ungmennum úr héraði Boðið verður uppá veitingar Ungmennasamband Borgarfjarðar SKE SS U H O R N 2 01 6 Tveggja flokka handavinnukeppni var haldin í Ljómalind Sveita- markaði í Borgarnesi á aðventunni. Annars vegar var keppt um fal- legasta jólasokkinn og hlaut jóla- sokkur Ingunnar Jóhannesdóttur flest atkvæði. Fékk hún gjafabréf í Ljómalind að upphæð tíu þús- und krónur að launum. Hins vegar var keppt í opnum flokki, þar sem keppendur voru hvattir til að leggja fram allt það skrýtna, fjölbreytta og frumlega sem tengist jólum, til dæmis heimagerða ljótupeysu. Ekki var það þó ljótupeysa sem sigraði í opna flokkinum þetta árið, heldur forláta jólahúfa frá Guðrúnu Krist- jánsdóttur frá Ferjubakka og hlaut hún einnig gjafabréf að launum. grþ Fallegasti jólasokkurinn og jólahúfan Ingunn Jóhannesdóttir eða „Amma Ingunn“ með Jólasokkinn 2015. Hér má sjá glitta í jólahúfuna og sokkinn sem sigruðu í keppninni. Þriðjudagskvöldið 19. janúar næst- komandi fagnar Snorrastofa nýbök- uðum borgfirskum doktor í heim- speki, Jakobi Guðmundi Rúnars- syni, sem flytur fyrirlesturinn „... og allir gluggar opnuðust...“ Jak- ob fjallar í fyrirlestri sínum um verk og áhrif dr. Ágústs í íslensku samfé- lagi á fyrstu áratugum 20. aldar og hvaða ímynd hefur verið dregin upp af honum hin síðari ár. Jakob er fæddur á Þver- felli í Lundar- reykjadal 15. febrúar 1982. Hann lauk tvö- faldri B.A. gráðu í heim- speki og sagn- fræði frá Há- skóla Íslands árið 2007 og meistaragráðu í Intellectual History frá há- skólanum í Sus- sex í Englandi árið 2008. Fyrir tæpu ári varði Jak- ob doktorsritgerð sína frá Háskóla Íslands, „Einhyggja, þróun og fram- farir. Heimspeki Ágústs H. Bjarna- sonar“. Doktorsritgerðin greinir frá niðurstöðum rannsóknar á heimspeki Ágústs og starfsemi hans sem heim- spekings í samhengi íslenskrar menn- ingar á fyrrihluta 20. aldar. Rann- sóknin miðaði fyrst og fremst að því að draga fram og greina bæði heim- spekilegt innihald og sögulegt sam- hengi verka hans í víðum skilningi. Leitast er við að benda á þá ann- marka sem hafa einkennt ráðandi hugmyndir samtímans um heimspeki hans og gæða mynd okkar af honum sem opinberum menntamanni auk- inni dýpt og skerpu. Hvort sem borið er niður á sviði siðfræði, þekkingar- fræði, heimspekisögu eða sálarfræði í höfundarverki Ágústs kemur í ljós að verk hans veita markverða sýn á sér- stakt tímabil íslenskrar og evrópskrar heimspekisögu. Viðhorf hans til hlut- verks heimspekingsins og heimspeki- legrar ástundunar eru könnuð með hliðsjón af þeim sögulega og menn- ingarlega veruleika sem hann var virkur þátttakandi í. Með rannsókn- inni er varpað ljósi á merkingu og gildi þeirra heimspekilegu álitamála sem Ágúst glímdi við á sínum tíma og við glímum að mörgu leyti enn við. Fyrirlesturinn hefst að venju kl. 20:30 í Bókhlöðu Snorrastofu þar sem boðið verður til kaffiveitinga og umræðna að fyrirlestrinum loknum. Aðgangur er kr. 500. -fréttatilk. Fyrirlestur í Snorrastofu um heimspeki dr. Ágústs H. Bjarnasonar Rós vikurnar í vetrarkærleik Blóma- setursins – Kaffi kyrrðar í Borgar- nesi er Sigríður Valdís Finnboga- dóttir. Rósina hlýtur hún fyrir að vera hvunndagshetja, sem aldrei gefst upp, dugleg og góð mann- eskja sem kveður niður fordóma með framgöngu sinni og skrifum. Áfram kærleikur! mm Sigríður Valdís er rósahafi vikunnar Bráðsmitandi magapest er að ganga yfir landið og leggst hún verst á eldra fólk. Ekkert sýklalyf gagnast gegn veirusýkingunni. Samkvæmt upplýs- ingum frá veirufræðideild Landspít- ala hefur nóróveira látið á sér kræla en hún er algeng orsök niðurgangs og uppkasta. Þetta kemur fram á vef Embættis landlæknis. Besta vörn- in við slíkum pestum er handþvott- ur, sem er ávallt mikilvægur og ár- angurríkasta leiðin til að koma í veg fyrir smit. Þá er inflúensan komin til landsins. Stöku tilfelli hafa nú þegar greinst á landinu og hefur hún einn- ig greinst í nágrannalöndum. Virkni inflúensunnar telst enn vera lítil en er þó á uppleið. Aldrei hefur meiri ásókn verið í bóluefni gegn inflú- ensu líkt og í vetur en í haust seld- ust 60 þúsund skammtar af bóluefni. Pantaðir voru fimm þúsund skammt- ar til viðbótar sem nú eru komnir í dreifingu til að anna eftirspurn. Enn er ekki of seint að láta bólusetja sig gegn inflúensu. Auk þess hefur RS vírus látið á sér kræla undanfarið en hann getur valdið alvarlegum öndun- arfærasýkingum hjá ungum börnum. Í ljósi þess að hinar ýmsu pestir ganga manna á milli á þessum árstíma er rétt að benda á að gæta fyllsta hrein- lætis og þvo hendur vel til að forðast smit. grþ Ýmsar pestir herja á landann

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.