Skessuhorn


Skessuhorn - 06.07.2016, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 06.07.2016, Blaðsíða 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 27. tbl. 19. árg. 6. júlí 2016 - kr. 750 í lausasölu Gjaldeyrir.is er tímasparnaður fyrir alla Viðskiptavinir allra banka geta gripið með sér ferðagjaldeyrinn á Keflavíkurflugvelli Fæst án lyfseðils LYFIS Ú T S A L A 1Kalmansvöllum Tíðarfar það sem af er sumri hef- ur verið hagfellt bændum. Vorið var milt og hlý- indi í júní settu góðan vöxt í all- an gróður. Bænd- ur víða um Vest- urland eru nú langt komnir með fyrri slátt og sumir búnir. Hey eru því góð og uppskera einnig. Margir þeirra bú- ast við að slá tún tvisvar eða jafn- vel þrisvar, en veður næstu vik- urnar ræður auðvitað mestu þar um. Meðfylgjandi mynd er tek- in á grösugum sléttum á Norður- reykjum í Hálsasveit í Borgarfirði. Handan Hvítar sést heim að Sáms- stöðum í Hvítársíðu þar sem einn- ig var unnið í heyjum. „Það er góð tilfinning að óttast ekki heyleysi,“ segir Kolbrún Sveinsdóttir bóndi á Norðurreykjum, sem jafnframt tók þessa mynd af fallegum görðum sem hún hafði nýlokið við að raka saman. Eftir rúllun á þessu heyi lauk þar með fyrri slætti hjá þeim Bjartmari og Kolbrúnu á Norður- reykjum. Því má við þetta bæta að langtímaspá fyrir alla þessa viku gerir ráð fyrir þurrki um vestanvert landið. mm Akraneskaupstaður auglýsti í síð- asta Skessuhorni eftir tilboðsgjöf- um í fyrirhugaða uppbyggingu á sundlaugarsvæðinu við Jaðars- bakka. Jafnframt er boðin út bygg- ing heitrar laugar við Langasand. Í auglýsingu kemur fram að verk- ið felist í endurbyggingu á heit- um pottum, lagnavinnu og yfir- borðsfrágangi á sundlaugarsvæð- inu. Ennfremur uppsteypu á laug ásamt tilheyrandi lagnabúnaði í grjótgarðinum niður við Langa- sand. Verklok skulu vera fyrir 30. nóvember næstkomandi. Nánari upplýsingar veita starfsmenn í ráð- húsi Akraneskaupstaðar, en tilboðs- gögn er hægt að panta á netfangið akranes.utbod@mannvit.is mm Fyrri sláttur vel á veg kominn Bjóða út framkvæmdir við Jaðarsbakkalaug Bæjarhátíðin Írskir dagar fór fram um síðustu helgi á Akranesi. Þótti hún takast með ágætum, en veðrið hefði þó mátt vera ögn hlýrra framan af helgi. Þeir Halldór Hallgrímsson og Þórólfur Guðmundsson tóku þetta alla leið og klæddust írskustu jakkafötum sem sést hafa. Sjá nánar um hátíðina á bls. 18-19. Ljósm. bþb. Að kvöldið fimmtudagsins 30. júní fæddist sjöþúsundasti Akurnesing- urinn á fæðingadeild Sjúkrahússins á Akranesi. Þessi merki Skagamað- ur reyndist vera drengur sem vó fjór- tán og hálfa mörk. Foreldrar hans eru þau Arney Þyrí Guðjónsdóttir stuðn- ingsfulltrúi og Kristján Valur Sigur- geirsson starfsmaður Norðuráls. Á síðustu þremur árum hefur íbúum Akraneskaupstaðar fjölgað um 350 umfram brottflutta. 1. janúar síðast- liðinn bjuggu í bænum 6908 manns og hefur Skagamönnum því fjölgað um 92 á réttu hálfu ári. Búist er við frekari fjölgun á næstu árum meðal annars vegna aukinnar atvinnuupp- byggingar á Grundartanga og bygg- ingu nýrra íbúðahverfa á Akranesi. bþb Skagamaður númer sjö þúsund Drengur Kristjánsson var að sjáfsögðu færður í græna samfellu í tilefni Írskra daga en þeir voru settir sama dag og hann kom í heiminn. Ljósm. Myndsmiðjan.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.