Skessuhorn


Skessuhorn - 06.07.2016, Blaðsíða 9

Skessuhorn - 06.07.2016, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 6. JÚLÍ 2016 9 Reykholtskirkja Verið innilega velkomin í Reykholtskirkju S K E S S U H O R N 2 01 6 - L jó sm . G Ó Messa sunnudaginn 10. júlí kl. 14.00 Jökulmílan er ein lengsta hjólreiða- keppni fyrir einstaklinga sem hald- in er hér á landi. Hún er haldin á Snæfellsnesi ár hvert. Hjólaðar eru rétt rúmlega 100 enskar mílur, eða 162 km. Lagt er af stað frá Grund- arfirði, hjólað til vesturs gegnum Rif og þaðan fyrir Snæfellsjökul, til baka eftir suðurströnd Snæfellsness og norður Vatnaleið áður en kom- ið er í mark í Grundarfirði. Einnig er hjóluð hálf Jökulmíla, 80 km leið frá Grundarfirði í Stykkishólm og til baka, sem og Mílusprettur, ætl- aður yngri þátttakendum. Keppnin er haldin í nánu sam- starfi við Stykkishólmsbæ, Grund- arfjarðarbæ og Snæfellsbæ. Sveit- arfélögin styrkja verkefnið og seg- ir Örn Sigurðsson, einn skipuleggj- enda keppninnar, að þeir peningar hafi farið í að styrkja viðveru björg- unarsveitanna í brautinni á með- an keppni stendur. Það kom sér vel þegar keppnin var haldin þetta árið, síðasta laugardag, því vegna veðurs neyddust skipuleggjendur til þess að fella niður hina eiginlegu Jökul- mílu. Hættulegir sviptivindar gerði hjólreiðaköppum erfitt fyrir. Þrátt fyrir það ganga aðstandendur við- burðarins og keppendur sáttir frá borði. Keppt var í hálfri Jökulmílu og Míluspretti, og þátttakan var prýðileg, alveg sambærileg við síð- asta ár. „Þetta gekk ágætlega úr því sem komið var,“ segir Örn. „Hálfa Jökulmílan gekk vel. Veðrið á norð- anverðu nesinu var alveg ágætt og allir kláruðu. Þeir krakkar sem tóku þátt í Mílusprettinum voru glaðir og voru með verðlaunapeningana á sér langt fram á kvöld,“ segir hann ánægður. „En hvað varðar heilu Jökulmíluna þá voru vindstrengir til staðar á sunnanverðu nesinu sem voru illviðráðanlegir. Þegar tveir hjólarar höfðu fallið í götuna að- eins vegna vinds þá var ákveðið að blása hana af, en örfáir kláruðu þó hringinn,“ útskýrir Örn. Þegar keppnin hafði verið blásin af hófust aðgerðir við að ná kepp- endum í hús. Örn segir að það hafi gengið vel. „Það gekk alveg ótrú- lega vel með hjálp heimamanna á Snæfellsnesi og björgunarsveitanna Lífsbjargar og Berserkja, sem voru með viðveru í brautinni. Allir voru af vilja gerðri að koma öðrum til aðstoðar,“ segir hann. Almenn ánægja meðal keppenda Að keppni lokinni var öllum hjóla- görpum boðið upp á kjötsúpu, en Golfklúbburinn Vestarr sá um veit- ingarnar sem og drykkjarstöðvarn- ar í brautinni. Keppendur voru að sögn Arnar almennt sáttir, þrátt fyrir að fella hafi þurft niður keppni. „Við höfum ekki fengið að heyra annað frá keppendum en þeir hafi verið ánægð- ir með ferðina vestur. Einnig er al- menn ánægja með að keppni í Jökul- mílunni hafi verið blásin af. Það var það eina skynsamlega í stöðunni og góð ákvörðun,“ segir hann og bætir því við að stefnan sé að halda keppn- ina aftur á næsta ári. „Snæfellsnesið er rosalega fallegur staður að koma á og heimsækja. Við Hjólamenn, sem erum að skipuleggja þennan viðburð, erum með Þingvallakeppnina líka, þar sem hjólaðir eru nokkrir hringir í þjóðgarðinum. Við erum alveg á því að þetta séu tveir fallegustu hringir á landinu til að hjóla á. Það er allt- af tekið vel á móti okkur á Snæfells- nesi og við erum farin að hlakka til næsta árs,“ segir Örn Sigurðsson að lokum. kgk/ Ljósm. sk. Fella þurfti niður Jökulmíluna vegna veðurs Hluti þeirra hjólreiðamanna sem tók þátt síðasta laugardag. GAMLI SKÓLI SKÓLA- STJÓRAHÚS F R Ú A R G A R Ð U R HALLDÓRSFJÓS SKEMMAN KAFFIHÚS GRUNNSKÓLI LANDBÚNAÐARSAFN B Ú T Æ K N I- H Ú S GAMLA-BÚT HVANNEYRI PUB ULLARSEL LEIKFIMIHÚS MARKAÐUR HVANNEYRARHÁTÍÐ 9.júlí KL. 13 - 17 #HVANNEYRARHATID / NÁNARI DAGSKRÁ Á FACEBOOK KONUR BREYTTU BÚHÁTTUM Bjarni Guðmundsson les úr bók sinni um sögu Mjólkurskólanna / Ókeypis í LANDBÚNAÐARSAFN Íslands / Heimsókn Fornbílafjelags Borgarfjarðar / TÓVINNA á vegum Ullarselsins / ERPSSTAÐIR með íssölu / afurðir frá HÁAFELLI VEITINGASALA & MARKAÐUR á Hvanneyrartorfunni / SKEMMTIDAGSKRÁ kerruferðir, ratleikur, andlitsmálun og leiktæki fyrir börn, TÓNLIST OG SÖNGUR í kirkjunni / keppni í pönnukökubakstri / HÚSDÝR með ungviði til sýnis / og fleira / Allir velkomnir!

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.