Skessuhorn


Skessuhorn - 06.07.2016, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 06.07.2016, Blaðsíða 14
MIÐVIKUDAGUR 6. JÚLÍ 201614 Ferðaþjónusta hér á landi vex nú hraðar en nokkur atvinnugrein fyrr né síðar. Fjölgun ferðamanna mælist í tugum prósenta á ári. Því fer fjarri að innviðirnir séu í stakk búnir til að taka á móti þessum fjölda og ýmsa agnúa má finna sem kenna má við vaxtarverki. Þá þarf fjölgun starfsfólks að fylgja með í nokkurn veginn réttu hlutfalli og þjónustugleðin að vera til staðar. Farnar eru að heyrast sögusagn- ir um að þjónustu sé ábótavant á ákveðnum stöðum, það vanti fólk til starfa og það skorti þekkingu. Vafalítið á þetta við rök að styðj- ast. En í stað þess að velta sér upp- úr því sem aflaga er að fara, úr því verður vonandi bætt, kaus blaða- maður að ræða við þrjá karla sem stóðu saman vaktina um árabil í Hyrnunni í Borgarnesi. Þeir öfl- uðu sér vinsælda meðal lands- manna fyrir óvenjulega mikla þjónustulund. Segja má að Hyrnan hafi allt frá opnun miðstöðvarinn- ar 21. júní árið 1991 slegið í gegn og þar áttu viðkomu flestir sem leið áttu norður í land eða vestur á Snæfellsnes. En Hyrnan þjónaði ekki síst þörfum byggðarlagsins og bænda í héraðinu. Skessuhorn sett- ist niður með þeim Erlendi Samú- elssyni og bræðrunum Sigurði og Unnsteini Þorsteinssonum, en þeir voru í hópi fjölmargra starfs- manna Hyrnunnar á fyrstu árum hennar. Að öðrum ólöstuðum áttu þeir kannski stærstan þátt í þeirri velgengni sem staðurinn naut. Hyrnan er reyndar ekki lengur til sem fyrirtæki því í árslok 2012 var starfseminni hætt. Ástæðan var lok rekstrarsamnings Samkaupa og N1 um Hyrnuna. N1 fór í tals- verðar breytingar á húsnæðinu og opnaði vorið eftir N1 í Borgarnesi í endurbættu húsnæði. Yfirmaðurinn sló tóninn Þeir félagar Elli, Unnsteinn og Siggi vilja þakka yfirmanni sín- um fyrir að hafa markað farsæla stefnu fyrir Hyrnuna strax í upp- hafi. Blómaskeiðið hófst strax og náði fram á þessa öld. Hefði Hyrnan lifað áfram hefðu menn vafalítið fagnað 25 ára afmælinu í nýliðnum mánuði. Guðmund- ur Ingimundarson var fyrstu árin yfirmaðurinn í Hyrnunni og átti hlut í þróun staðarins. „Hann vissi vel hvað hann var að gera og var lunkinn að lesa í þarfir bæði ferða- fólks og heimamanna í Borgar- firði,“ rifjar Sigurður Þorsteins- son upp. „Ég starfaði með honum í gömlu Essóstöðinni sem kom- in var á damp, gjörsamlega búin að sprengja utan af sér aðstöðu og pláss á lóðinni, áður en Hyrnan var loks byggð. Gummi lagði alla tíð áherslu á góða þjónustu og bað okkur starfsmennina að taka vel á móti öllum, nýjum viðskiptavin- um sem þeim eldri. Hann kenndi okkur að það væru allir jafnir og vildi að allir viðskiptavinir færu sáttir frá Hyrnunni. Til dæmis átti maturinn sem boðið var upp á að vera góður, ekki ódýrt skyndifæði. Raunar er það Guðmundur Ingi- mundarson sem byggir upp fyrstu kjörbúðina við hringveginn hér á landi, fyrst vísi að henni í gömlu Essóstöðinni sem byggð var 1964 en svo með myndarlegum hætti í Hyrnunni sem opnuð var fyr- ir réttum 25 árum. Þessar versl- anir voru í raun fyrstu kjörbúð- irnar við hringveginn. Í Hyrnunni var auk matvöru, rekin veitinga- sala, bankaútibú, sjoppa, allt fyrir bíla, olíur á vélarnar og svo fram- vegis. Hann Gummi er snillingur í að lesa í þarfir ferðafólks og að það þyrfti að vera hægt að grípa ým- islegt með sér á ferðalögum, líka utan opnunartíma kaupfélaganna og annarra kjörbúða sem iðulega var lokað klukkan sex á kvöldin. Strax í Gömlu Essóstöðinni setti hann upp kæliborð, seldi morg- unkorn og þurrmjólk í pela smá- barnanna og beitti sér fyrir því að fólk gæti komið til okkar og feng- ið allar helstu nauðsynjar. Þessu var hann byrjaður á löngu áður en Hyrnan var opnuð og hann vissi vel hvernig þjónustu ætti að veita þar. Frá fyrsta degi sló því Hyrn- an í gegn og vafalítið er hún dæmi um eitt af best markaðssettu vöru- merkjum á landinu. Sjáðu til,“ seg- ir Siggi; „ennþá er N1 í Borgar- nesi sjaldan kallað annað en Hyrn- an þótt þrjú eða fjögur ár séu lið- in frá því húsinu var gjörbreytt og tekið upp nýtt nafn á staðinn. Það sýnir að mér finnst að menn hefðu betur átt að viðhalda því þjónustu- stigi sem gert var í tíð okkar og ekki síst að tilstuðlan Guðmundar Ingimundarsonar,“ segir Sigurður. Vorum umboðsmenn bænda sem áttu KB Sigurður Þorsteinsson segir að frá fyrsta degi hafi nánast öll eldsneyt- issala í Borgarnesi færst í Hyrnuna, þrátt fyrir að tvö önnur olíufélög hafi verið starfrækt í bæjarfélag- inu og annað meira að segja að- eins nær umferðinni á brúarsporð- inum. „Hvað um alla samkeppni má segja, þá held ég að það hafi skipt mestu í þeirri velgengni sem Hyrnan naut hvað allir starfsmenn voru samstíga í að þjónustulund- in ætti að vera númer eitt, tvö og þrjú. Fólk í vinnu hjá okkur komst ekki upp með neitt annað en að spila með í þessari jákvæðu upp- byggingu, þannig var einfaldlega mórallinn á okkar vinnustað. Svo líka þetta að það voru allir jafnir í okkar augum, hvort sem þeir voru forstjórar eða fátækir ferðamenn. Ég held líka að við höfum allir haft sérstakt yndi af að þjónusta bænd- ur og búalið. Hyrnan var náttúr- lega deild frá Kaupfélaginu og við litum svo á að við störfuðum í umboði bænda, eigenda KBB. Ef þeir voru ánægðir var það náttúr- lega besta kynningin sem við gát- um fengið. Þess vegna lögðum við mikla áherslu á að veita héraðsbú- um sem besta þjónustu. Jafnvel eftir að úrsmiðurinn hætti, þá fór- um við að skipta um ólar á úrun- um fyrir fólk. Bændur gátu hringt í okkur ef það vantaði olíu á sláttu- vélina, jafnvel utan opnunartíma, eða afhenda pakka með tindum í snúningsvélina, eða lyfin frá dýra- læknunum. Á sama hátt reyndum við að hjálpa ferðamanninum eins og við gátum. Oft brunuðum við á eftir rútunni frá Norðurleið ef einhver farþeginn hafði orðið eftir og komum honum í bílinn, skutl- uðumst fyrir fólk og reyndum að vera hjálplegir. Við tókum jafnvel að okkur að taka ruslið úr bílunum hjá fólki, af því þá voru grenndar- stöðvar fyrir sorp ekki komnar í nágrenni við sumarbústaðina. Við kíktum undir húddið á bílunum ef okkur fannst vera eitthvað óeðli- legt hljóð sem kom þaðan, skipt- um um viftureimar eða þurrkublöð ef viðskiptavinurinn vildi það, eða skiptum um sprungna peru aft- an á flutningabílunum. Fólk mat það við okkur þegar við bentum því á að þyrfti að skipta um peru í framljósi, eða hreinsuðum tjör- una af framrúðunni þannig að það sæi betur út. Við mátum það svo að það væri okkar hlutverk að auka öryggið í umferðinni á þjóðveg- unum, enda störfuðum við á þjón- ustustöð. Þannig er ég sannfærður að meðvituð þjónustulund starfs- manna hafi gert Hyrnuna að ein- stökum stoppistað við hringveg- inn. Allt þetta kunni fólk vel að Hyrnudrengirnir mörgum í fersku minni: „Enn er verið að þakka okkur fyrir þjónustuna sem við áttum þátt í að veita“ Mörgum er enn í fersku minni sú þjónusta sem þessir menn áttu þátt í að veita í Hyrnunni. F.v. Erlendur Samúelsson, Sigurður Þorsteinsson og Unnsteinn Þorsteinsson. Sigurður telur að gamla Essóstöðin í Borgarnesi hafi verið fyrsti vísirinn að kjör- búð við þjóðveginn. Ljósm. Julíus Axelsson/ Héraðsskjalasafn Borgarfjarðar. Sigurður Þorsteinsson innan við afgreiðsluborðið í gömlu Essó. Ljósm. Julíus Axelsson/ Héraðsskjalasafn Borgarfjarðar. Mynd frá vígsludegi Hyrnunnar 21. júní 1991. Ljósm. Julíus Axelsson/ Héraðsskjalasafn Borgarfjarðar.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.