Skessuhorn


Skessuhorn - 06.07.2016, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 06.07.2016, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 6. JÚLÍ 20164 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.800 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 2.700 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.340. Rafræn áskrift kostar 2.120 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 1.960 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 750 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Anna Rósa Guðmundsdóttir arg@skessuhorn.is Björn Þór Björnsson bjorn@skessuhorn.is Guðný Ruth Þorfinnsdóttir gudny@skessuhorn.is Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Lísbet Sigurðardóttir lisbet@skessuhorn.is Valdimar Björgvinsson valdimar@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Tinna Ósk Grímarsdóttir tinna@skessuhorn.is Þórarinn Ingi Tómasson toti@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Já, ráðherra! „Kerfið ver sig sjálft,“ sagði þingkonan Vigdís Hauksdóttir í viðtali á sjón- varpsstöðinni Hringbraut fyrr í vikunni. Þessi ummæli er hún að láta falla um embættismenn og stjórnmálaflokka, en hún hefur eins og kunnugt er skipað sér í þann flokk þingmanna sem hyggst hætta þingmennsku og gefur því ekki kost á sér til framboðs í kosningunum í haust. Þarna er Vigdís að vísa til þess að henni finnst „kerfið“ standa gegn nauðsynlegum breyting- um á því sjálfu, það ver sig einfaldlega gegn þeim og þingmenn hafa ekkert um þróun þess að segja. Í þessu samhengi undanskilur hún ekki eigin þing- flokk eða samstarfsflokkinn. Allir spila með. Hún segir að ekki hafi verið farið lengra með tillögur hagræðingarhópsins af þessum sökum og því hafi ekki náðst raunverulegur sparnaður í ríkisrekstri. „Það er eins og við höf- um gengið á vegg,“ sagði hún. Þingkonan Vigdís gefst upp og það er sko saga til næsta bæjar. Ég viðurkenni fúslega að þarna sjá Íslendingar á eftir litríkum stjórn- málamanni, svo ekki verði dýpra í árinni tekið. Þessi ummæli hennar núna koma mér ekki á óvart, ekki síst í ljósi þess að þau koma nokkrum dögum eftir frétt um ákvörðun kjararáðs þess efni að nú hafi laun ráðuneytisstjóra í stjórnarráðinu verið hækkuð um tugi prósenta. Nú skal verðlauna þá sem í mínum huga eru ríkisstjórar kerfisins sem Vigdís er að gagnrýna, afar vald- mikil en fámenn stétt sem hefur í áranna rás gengið í fararbroddi við heila- þvott nýrra þingmanna sem í góðri trú taka sæti á Alþingi og ætla sér stóra hluti, en eru lamdir niður. Kjararáð á samkvæmt lögum að ákveða laun þeirra sem ekki geta með góðu móti farið í verkfall, samkvæmt ákvörðun sem annar hópur opinberra embættismanna hafa hefur sett í lög og platað þingmenn til að samþykkja. Nú ber svo við að laun ráðuneytisstjóra þurfti að hækka um tæplega fjörutíu prósent á einu bretti. Mestu munar um fasta og óunna yfirvinnu sem hækkar úr fimmtíu þúsund krónum í fimmhundr- uð þúsund krónur á mánuði! Já, þið lásuð rétt. Með fastri óunninni yfir- vinnu fylgir hins vegar engin kvöð um að þeir þurfi að vinna eina einustu klukkustund í yfirvinnu, ekki eina mínútu. Eftir þessa ákvörðun kjararáðs verða mánaðarlaun ráðuneytisstjóra tæpar tvær milljónir króna. Það þýðir að hver þeirra kostar okkur skattgreiðendur að lágmarki þrjár milljónir á mánuði með launatengdum gjöldum. Svo geta menn reiknað sér til gamans skatta hve margra láglaunamanna þarf til að dekka þennan kostnað samfélagsins við einn svona forréttinda pappírspésa. Það kæmi mér ekki á óvart að skattar fimmtíu láglaunaðra hrykkju ekki til. En hvað hefur ráðuneytisstjóri við tvær milljónir í mánaðarlaun að gera? Af hverju þarf hann að fá tíu sinnum hærri laun en maðurinn sem sópar stétt- ina framan við stjórnarráðið eða konan sem selur honum búsið í vínbúð- inni? Af hverju eru laun ráðuneytisstjóra orðin hærri en laun ráðherranna, sem þó eiga að heita ofar í valdapýramídanum? Getur verið að hér á landi sé kannski komin upp sama staða og sýnd var svo eftirminnilega í bresku sjónvarpsþáttunum „Já, ráðherra?“ Það skyldi þá aldrei vera. Nei, ég get ekki sætt mig við svona lagað og ætla ekki að gera það. Þetta er spilling, misrétti og valdníðsla af sóðalegu sortinni. Ef hið svokallaða kjararáð tekur svona heimskulegar ákvarðanir, þá á tvímælalaust að láta meðlimi þess víkja og það strax. Við Íslendingar getum nefnilega aldrei eygt von um sanngjarnt og siðmenntað þjóðfélag ef valdamikið fólk í opin- bera geiranum á að komast upp með að haga málum með þessum hætti. Ég vona að Íslendingar viðurkenni þá staðreynd að opinbera embættismanna- kerfið er orðið margfalt stærra og kostnaðarsamara en þjóðin stendur und- ir. Það er kominn tími til að við förum öll að haga okkur eins og fólk. Magnús Magnússon. Leiðari Hollvinasamtök Heilbrigðisstofn- unar Vesturlands afhentu HVE tvö ný tæki síðastliðinn fimmtudag við athöfn sem fram fór á heilsugæslu- stöð HVE í Borgarnesi. Við þetta tækifæri sagði Steinunn Sigurðar- dóttir, formaður hollvinasamtak- anna, stuttlega frá starfsemi sam- takanna og tilgangi þeirra. Hún ræddi um mikilvægi þess að heil- brigðisstofnunin okkar væri vel búin tækjum og búnaði. Að ávarpi loknu afhenti Steinunn Guðrúnu Margréti Halldórsdóttur, deildar- stjóra svæfingadeildar, blöðrusk- anna. Skanninn mun fara á skurð- og svæfingadeild sjúkrahússins á Akranesi en hann er nokkurs kon- ar ómtæki sem getur metið inni- hald í þvagblöðrunni. Eftir að- gerðir eða deyfingar í hrygg get- ur þvagblaðran orðið yfirfull, án þess að sjúklingurinn verði þess var, og getur það reynt á nýrun og því verið varasamt. Getur tækið í sumum tilfellum komið í veg fyr- ir að setja þurfi upp þvaglegg með tilheyrandi óþægindum og sýking- arhættu. Á sjúkrahúsinu á Akranesi er gert mikið af þvagrásaraðgerð- um og er tækið því mikilvæg við- bót þar. Gæslutæki Steinunn afhenti þvínæst Rósu Marinósdóttur, yfirhjúkrunar- fræðingi í Borgarnesi, og Lindu Kristjánsdóttur yfirlækni í Borg- arnesi, svokallað gæslutæki, Con- nex-CSM–monitor. Tækið mun verða staðsett á heilsugæslustöð- inni í Borgarnesi en það getur fylgst með blóðþrýstingi, súrefnis- mettun, hita og púlsi hjá sjúkling- um. Hægt er að stilla tækið þann- ig að það taki stöðuna á sjúklingi reglulega, allt frá mínútu fresti að tveggja klukkustunda fresti. Ef ástand sjúklingsins versnar lætur tækið vita með hljóðmerki sem er gríðarlega mikilvægt þegar læknir er einn að sinna sjúklingi og gæti þurft að skreppa frá. Rósa sagði tækið vera algjöra byltingu fyrir starfsmenn á heilsugæslustöðinni í Borgarnesi. „Þetta er nokkurskon- ar gjörgæslutæki og því mikið ör- yggi að fá þetta,“ segir Rósa. Hollvinasamtökin Hollvinasamtök HVE voru stofn- uð 25. janúar 2014 í þeim tilgangi að safna fyrir sneiðmyndatæki sem svo var afhent HVE í apríl 2015 en þá var brýn þörf á slíku tæki enda hið gamla orðið óstarfhæft. Eftir þá söfnun óskuðu samtökin eftir því við framkvæmdastjórn HVE að fá lista yfir þau tæki sem mest þörf væri fyrir. Efst á þeim óskalista voru þessi tvö tæki sem að fram- an greinir. Að sögn Steinunnar var ekki sérstök söfnun fyrir þessum tækjakaupum. „Í samtökunum eru rúmlega 300 meðlimir sem borga allir 3000 krónur á ári í félags- gjöld og sá peningur, auk afgangs frá söfnuninni fyrir sneiðmynda- tækinu, dugði fyrir þessum kaup- um, en tækin kostuðu rétt um tvær milljónir samtals,“ segir Steinunn og bætir því við að samtökin séu þegar farin að huga að næstu gjöf. Hún segir þau finna fyrir mikl- um velvilja gagnvart samtökunum og hvetur alla til að skrá sig í þau, enda sé þetta málefni sem snertir okkur öll. Þeir sem hafa áhuga á að gerast meðlimir geta skráð sig inni á www.vesturlandsvaktin.is eða með því að fara á vefsíðu HVE. arg Hollvinasamtök HVE afhentu tvö ný tæki Hollvinasamtök HVE afhentu Heilbrigðisstofnun Vesturlands tvö ný tæki, annars vegar blöðruskanna og hins vegar Connex-CSM – monitor. Hér eru fulltrúar bæði gefenda og þiggjenda; f.v. Guðrún Margrét Halldórsdóttir, Linda Kristjánsdóttir, Rósa Marinósdóttir, Sigríður Eiríksdóttir, Anton Ottesen og Steinunn Sigurðardóttir. Þessa dagana er verið að ljúka við hleðslu á nýjum vegg á austurhlið kirkjugarðsins í Reykholti í Borg- arfirði. Um talsvert mikla fram- kvæmd er að ræða þar sem veggur- inn í heild er um 80 metra langur. Verktaki var Unnsteinn Elíasson, en við verkið fékk hann til liðs við sig föðurbróður sinn og læriföður, Ara Jóhannesson í Hafnarfirði sem mætti við þriðja mann. Garðvegg- urinn er listavel gerður, eins og sjá má á myndinni, og mun prýða staðinn nú þegar styttist í hátíðar- höld í Reykholti í tilefni tuttugu ára vígsluafmælis Reykholtskirkju og afmælis ferðaþjónustu í kirkjubygg- ingunni og Snorrastofu. Vígsluaf- mælisins verður minnst á kirkju- degi á lokadegi Reykholtshátíðar sunnudaginn 24. júlí næstkomandi. Nánar verður fjallað um þessi tíma- mót í næsta Skessuhorni. mm Hlóðu nýjan kirkjugarðsvegg Verklok við hleðslu kirkjugarðsveggjarins í Reykholti eru áætluð í dag, miðvikudag. Hér er fólkið sem kom að hleðslunni. Næstir á mynd eru hleðslumeistararnir Unnsteinn Elíasson og föðurbróðir hans Ari Jóhannesson. Þá Kristín Auður Elíasdóttir og Grétar Jónsson. Ljósm. bhs. Undanfarna daga hefur verið mokafli hjá dragnótabátum sem róa frá Ólafsvík. Hefur aflinn kom- ist upp í 32 tonn eins og hjá bátn- um Agli SH síðastliðinn þriðjudag. Þá var landað upp úr Agli 32 tonn- um af þorski sem fengust í aðeins þremur hölum. Þórður Björns- son sagði í samtali við Skessuhorn að þetta góði afli sé óvanalegur á þessum árstíma en dragnótabát- urinn Gunnar Bjarnarson SH hafi einnig verið að landa góðum afla að undanförnu. Sama dag var bát- urinn með 26 tonn af stórum og fallegum þorski. Þórður segir enn- fremur að mjög góð veiði hafi ver- ið hjá handfærabátum og til dæm- is hafi Tryggvi Eðvarðs SH land- að 8 tonnum og Júlli Páls SH 7,5 tonnum sem er mjög gott, að sögn Þórðar. Hann segir að afli línubáta hafi verið minni að undanförnu. af Mokafli dragnótarbáta í Ólafsvík Löndun úr Agli SH í Ólafsvík síðast- liðinn þriðjudag.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.