Skessuhorn


Skessuhorn - 06.07.2016, Blaðsíða 19

Skessuhorn - 06.07.2016, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 6. JÚLÍ 2016 19 Tilvalið með í sumarfríið. Traust og fagleg þjónusta. LITHIUM POWER STARTTÆKI Byltingarkennd nýjung! Snjalltæki til að bjarga þér ef bíllinn verður rafmagnslaus á bílastæðinu eða úti á vegum. Bjargvættur sem er fyrirferðalítill (420 gr.) og einfaldur í notkun. Startar flestum bensínvélum og diesel vélum upp að 2,0 llítra. Hleður alla síma, ipadinn, fartölvuna og öll tæki með USB tengi. Innbyggt öflugt led ljós. Straumur út: 5v 2A fyrir síma og ipad, 19v 3,5A fyrir fartölvur, startkraftur allt að 400 Amper. Lithium rafhlaðan er 12.000 mAh. Meðal árlegra viðburða á Írskum dögum á Akranesi allt frá því þeir voru fyrst haldnir fyrir 17 árum er keppnin um Rauðhærðasta Íslend- inginn. Alls tóku 34 þátt í keppn- inni að þessu sinni. Það var Helga Guðrún Jónsdóttir sem vann titil- inn að þessu sinni. Helga Guðrún verður ellefu ára síðar í mánuðinum og býr í Keflavík. Hún kom ásamt fjölskyldu sinni á Akranes til að taka þátt í keppninni en hún hefur fylgst með keppninni í mörg ár. Helga fær að launum ferð til Írlands fyr- ir tvo með Gaman Ferðum. Í dóm- nefnd voru Stefanía Sigurðardótt- ir og Inga Hrönn Óttarsdóttir frá Mozart Hársnyrtistofu og var dóm- nefnd einhuga um valið. Einnig voru veitt verðlaun fyr- ir írskasta húsið. Samkeppnin var hörð enda mikill fjöldi húsa sem skráði sig til leiks. Verðlaunin fékk fjölskyldan að Vesturgötu 147 og fá þau einnig ferð fyrir tvo til Dublin- ar með Gaman Ferðum. mm/ Ljósm. Akraneskaupstaður. Helga Guðrún er rauðhærðust og Vesturgata 147 best skreytt Helga Guðrún Jónsdóttir er rauðhærðasti Íslendingurinn 2016. Vesturgata 147 var valið best skreytta húsið að þessu sinni. Hljómsveitin Ösp, sem skipuð er þeim Kristni Braga Garðarssyni og Eiði Andra Guðlaugssyni, sendi frá sér sitt fyrsta frumsamnda lag á dögunum ásamt myndbandi. Báðir hafa þeir stundað nám við Tónlist- arskóla Akraness. „Þetta er fyrsta lagið sem við tökum upp í stúdíói og gefum út, lagið heitir Simple Role og er frekar sorgleg saga af manni sem leiðist út á ranga braut í lífinu. Við höfum verið starfandi í eitt ár og eigum fleiri lög sem við höfum samið og vonandi náum við að gefa út plötu eða eitthvað slíkt þegar við teljum okkur vera komna með nóg af efni,“ segir Kristinn Bragi. Kristinn segir að tónlistin sem þeir semji sé fjölbreytt og ekki sé hægt að setja hana í ákveðin flokk. „Ég spila á gítar og syng og Eiður spilar á saxófón ásamt öðrum hljóð- færum. Við höfum ekki lagt áherslu á eina stefnu frekar en aðra. Eina sem ég legg upp með er að reyna að segja sögur með lögunum mínum.“ Hljómsveitin gaf lagið út um miðja síðustu viku og í kjölfar- ið þurftu þeir að skipta um nafn. „Við hétum Eik þegar lagið kom út en við fengum ábendingu um að önnur hljómsveit sem var starf- andi rétt fyrir síðustu aldamóta bar einnig það nafn. Til þess að koma í veg fyrir rugling og til þess að sýna þeirri hljómsveit virðingu ákváð- um við að breyta nafninu. Ég ein- faldlega fann bara nýja trjátegund og skírði hljómsveitina eftir henni. Ösp varð fyrir valinu,“ segir Krist- inn Bragi. Hljómsveitin kom fram á Ullar- sokknum, tónleikum þar sem ungt tónlistarfólk á Akranesi spilaði, á Írskum dögum. „Það hefur verið mikið að gera bæði í vinnu og skóla síðastliðið ár svo við höfum ekki náð að spila eins mikið og við vild- um. Við ætlum að vera eins dugleg- ir og við getum að spila í sumar. Við erum tilbúnir að spila við öll tilefni, við spilum bæði okkar lög og einn- ig lög eftir aðra,“ segir Kristinn að endingu. Hægt er að hlusta á lagið Simple Role á Youtube.com. bþb Hljómsveitin Ösp gefur út sitt fyrsta lag Ösp spilaði á Ullarsokknum á Írskum dögum. Þessi drengur var meira en tilbúinn í helgina. Mikil gleði ríkti á brekkusöngnum sem haldinn var af Club71 um kvöldið, áður en Lopapeysan hófst við höfnina. Heimafólk og gestir sungu saman á brekkusöngnum. Leikhópurinn Lotta sýndi leikritið Litaland í blíðskaparveðri í Garðalundi. Hátíðinni lauk með því að landsleikur Íslands og Frakklands var sýndur á risaskjá í Garðalundi. Mikill fjöldi safnaðist saman til að horfa á leikinn.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.