Skessuhorn


Skessuhorn - 06.07.2016, Blaðsíða 20

Skessuhorn - 06.07.2016, Blaðsíða 20
MIÐVIKUDAGUR 6. JÚLÍ 201620 mýri II með einkunnina 9,16 og er Eyrún jafnframt fyrsta konan sem sigrar A-flokk á Landsmóti og er það vel af sér vikið. Til gamans má geta þess að Eyrún Ýr er Borgfirð- ingur að hálfu, en alin upp í Skaga- firði. Hlaut hún einnig Gregesen styttuna sem er veitt fyrir fram- úrskarandi frammistöðu og prúð- mannlega reiðmennsku á vel hirt- um hesti. Jakob Svavar keppti einn- ig í A-flokki gæðinga á Sólonssyn- inum Skýr frá Skálakoti. Höfnuðu þeir félagar í þriðja sæti með ein- kunnina 8,92. Gamla brýnið Sigur- björn Bárðarson á Nagla frá Flag- bjarnarholti, sem vann B-úrslitin og hlaut þar með keppnisrétt í A-úrslit- um, hafnaði í 7. sæti með einkunnina 8,80 og Atli Guðmundsson á Þór frá Votumýri 2 kom næstur með ein- kunnina 8,65. Engar smá einkunnir á ferðinni þetta árið og bera tölurn- ar vott um góðan árangur í kynbót- um og þjálfun hér á landi. Stóðhestaval Það var samdóma álit gesta að kyn- bótahrossin hefðu verið óvenju- lega glæsileg og greinilegt að rækt- unarstarf er sífellt að bera árangur. Í flokki fimm vetra stóðhesta reið Flosi Ólafsson frá Breiðabólsstað í Reykholtsdal Forki frá Breiðabóls- stað í fyrsta sætið með einkunnina 8,67. Í flokki sjö vetra og eldri stóð- hesta fór Ölnir frá Akranesi fremst- ur í flokki með 8,82 og jafnframt var hann hæst dæmda kynbóta- hrossið á Landsmótinu. Skaginn frá Skipaskaga, barnabarn Orra frá Þúfu, í eigu hjónanna Jóns Árna- sonar og Sigurveigar Stefánsdóttir frá Akranesi hlaut svo fjórða sætið með aðaleinkunn upp á 8,73. Fjöl- margir fleiri stóðhestar af Vestur- landi skipuðu sér í röð tíu efstu í hverjum aldursflokki. Heimsmet féll Seinni tveir sprettirnir í 150 og 250 metra skeiðinu hituðu svo brekk- una vel upp fyrir helgina á föstu- deginum og sigraði Árni Björn Páls- son á Korku frá Steinnesi í 150 metra skeiði með tímann 13,86. Í 250 metra skeiði sigraði svo Bjarni Bjarnason á Heru frá Þóroddsstöð- um. Gerði parið sér lítið fyrir og sló bæði heims- og Íslandsmet með tímann 21,41 sekúndur. 100 metra skeiðið reyndist svo vera rúsínan í pylsuendanum fyr- ir skeiðunnendur þar sem Konráð Valur Sveinsson á Kjarki frá Árbæj- arhjáleigu II setti besta tíma ársins hér- og erlendis; 7,42 sekúndur en heimsmet Carina Mayerhofer og Frama von St. Oswald stendur enn óslegið, en það er 6,95 sek. Skeið- ið steinlá á öllum sviðum og greini- legt að andinn í Skagafirðinum hef- ur skerpt á bæði keppnishestum og knöpum. Þurfum vonandi ekki að bíða önnur 50 ár Mótinu lauk formlega á laugardeg- inum en sunnudeginum var var- ið í það sem kallað var dagur fag- mennskunnar. Fyrirlestrar á Hól- um og opin hús hrossaræktenda í Skagafirðinum og voru þó nokkr- ir sem sóttu þá viðburði en ein- hver hluti mótsgesta hvarf af brott á laugardeginum og gekk umferðin ágætlega. Það sem var einnig eftir- tektavert við mótið og umgjörð þess var hversu fljótt var leyst úr vanda- málum sem komu upp og greini- legt að mótshaldarar hafa mætt vel undirbúnir til leiks og björgunar- sveitarfólkið sem sá um gæsluna sá til þess að allt gengi smurt fyrir sig. Lítið var um ölvun á svæðinu þó að drykkir væru vissulega sjáanlegir í brekkunni og umgengni gesta var almennt til fyrirmyndar. Að sögn Áskels Heiðars Ásgeirs- sonar framkvæmdastjóra Landsmóts var fólk almennt mjög jákvætt með mótið og aðstöðuna í heild sinni og engin ástæða til að ætla til annars en að Landsmót verði haldið á Hólum aftur í framtíðinni. Vonandi þurfum við ekki aftur að bíða fimmtíu ár eft- ir því. Samantekt: Axel Freyr Eiríksson. Ljósm. Iðunn Silja Svansdóttir. Límtré Vírnet var með bás í sölu- tjaldi Landsmóts hestamanna á Hólum. Þar mátti sjá hurð sem fyr- irtækið framleiðir en um er að ræða nýjungar í framleiðslu fyrirtækisins á sviði yleininga og útfærslu á bási í hesthús. Það sem stal þó senunni var það sem starfsmenn Límtrés Vírnets kölluðu byltingu í neyslu kældra drykkja. Nú þarf engum að vera kalt á puttunum þegar ís- köld dósin hvílir í hönd á manna- mótum því Límtré Vírnet er komið með lausn; Neoprene sokkur fyr- ir dósina eða glerflöskuna og eng- um verður kalt. Hér má sjá Bjarna Ingibergsson starfsmann Límtrés Vírnets sýna stykkið sem sló í gegn á Landsmóti. afe Bylting í neyslu kældra drykkja Landsmót hestamanna var haldið í vægast sagt mögnuðu umhverfi Hóla í Hjaltadal dagana 27. júní til 3. júlí og gekk allt vel að sögn bæði gesta og mótshaldara. Um átta þúsund manns mættu á svæðið til að horfa á knapa leika listir sínar með hestum sínum og var samhljómur meðal mótsgesta að fyrirkomulagið á keppninni hefði verið gott. Það má segja að mótið hafi steinlegið líkt og þegar vel er skeiðað því dagskráin var vel römmuð inn og samkvæmt snjallforriti Landsmótsins sem blaðamaður hlóð í símann fyr- ir mótið voru skekkjumörk lítil sem engin hvað varðar tímasetningar við- burða. Er það einnig að þakka vall- arþulunum sem gáfu engan afslátt hvað varðar slór og seinagang, ekki þó að það hefði verið vandamál, svo því sé til haga haldið. Einungis smá- vægilegur kuldaboli undir helgi setti skugga á annars frábært mót. Hins vegar búum við á Íslandi og eigum ekki að vera of góð að klæða af okkur smá kulda. Vissulega yljuðu því sól- argeislarnir skagfirsku þegar þeirra varð vart. Vesturland átti sína verðugu full- trúa á mótinu og ber þar helst að nefna Jakob Svavar Sigurðsson frá Dreyra sem kom sá og sigraði í B- flokki gæðinga á Nökkva frá Syðra- Skörðugili með einkunnina 9,21. Var keppnin í B-flokknum afar hörð og mjótt var á munum því Jakob og Nökkvi höfðu Árna Björn Pálsson og Loka frá Selfossi undir með 0,03 stigum. Engu að síður vel að sigr- inum komnir þeir félagar Jakob og Nökkvi. Hlaut Jakob einnig reið- mennskuverðlaun félags tamninga- manna. Frábær alhliða hross Í A-flokki gæðinga sigraði Eyrún Ýr Pálsdóttir á Hrannari frá Flugu- Fyrirmyndar umgjörð og góð frammistaða á Landsmóti hestamanna Eyrún Ýr Pálsdóttir og Hrannar frá Flugumýri II sigruðu í A-flokki. Eyrún er fyrsta konan til að vinna A-flokk á Landsmóti. Ölnir frá Akranesi varð efstur í flokki stóðhesta sjö vetra og eldri. Hann var jafnframt hæst dæmda kynbótahrossið á LM 2016. Jakob Svavar Sigurðsson og Nökkvi frá Syðra-Skörðugili sigruðu B-flokkinn, Jakob fékk einnig reiðmennskuverðlaun félags tamningamanna. Forkur frá Breiðabólsstað var hæst dæmdi fimm vetra stóðhesturinn á LM 2016. Forkur frá Breiðabólsstað og Flosi Ólafsson.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.