Skessuhorn


Skessuhorn - 06.07.2016, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 06.07.2016, Blaðsíða 10
MIÐVIKUDAGUR 6. JÚLÍ 201610 Í frétt frá velferðarráðuneytinu kemur fram að innleiðingu hreyfi- seðla er nú lokið um allt land. Hreyfiseðlum er nú ávísað í með- ferðarskyni á öllum opinberum heilbrigðisstofnunum, sjúkrahús- um, stofnunum utan spítala, þ.e. á Reykjalundi og Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Íslands, hjá sjálfstætt starfandi sérfræðilæknum og hjá sjálfstætt starfandi heilsu- gæslulæknum. Notkun hreyfiseðla eykst hratt. Hreyfiseðill er meðferðarúrræði sem læknir skrifar upp á í samráði við sjúkling og er ávísun á hreyf- ingu eftir forskrift. Sjúklingi er vís- að til hreyfistjóra sem útbýr hreyfi- áætlun í samráði við hann. Sjúkling- urinn framfylgir áætluninni upp á eigin spýtur en undir eftirliti hreyf- istjóra sem fylgist með árangri og meðferðarheldni. „Sýnt hefur verið fram á að með markvissri hreyfingu megi draga úr lyfjanotkun, lækna- heimsóknum og innlögnum. Mark- mið með innleiðingu hreyfiseðla er að taka upp gagnlega og hagkvæma meðferð við langvinnum sjúkdóm- um og stuðla að því að hreyfingu sé beitt á markvissari hátt til for- varna og meðferðar í heilbrigðis- þjónustu. m Búið að innleiða noktun Hreyfiseðla um allt land Hreyfiseðill er nánast eins og lyfseðill. Í stað þess að ávísa á lyf eru þeir hvatning til að fólk hafi samband við sérstaka hreyfistjóra sem hjálpa svo viðkomandi að skipuleggja hreyfiáætlun. Tekin hefur verið ákvörðun um að á næstu árum muni starfsemi Dval- arheimilis aldraðra í Stykkishólmi breytast og verði framvegis hluti af rekstri Heilbrigðisstofnunar Vestur- lands. Starfsemin mun þá ekki leng- ur heyra undir bæjarstjórn Stykkis- hólms. Unnið er að undirbúningi og hönnun breytinga á húsnæði til að það henti sem best rekstri hjúkrun- arheimilis. Húsnæðið er stórt og að loknum breytingum getur það hæg- lega rúmað þá starfsemi sem stefnt er að, að sögn Guðjóns Brjánsson- ar forstjóra HVE. Hann segir í sam- tali við Skessuhorn að rekstrarform hinna hefðbundnu dvalarheimila, eins og Íslendingar hafa þekkt þau, sé sífellt að breytast og rýmum á hjúkr- unarheimilum að fjölga. Nú þeg- ar sé til dæmis til staðar á Hólmavík og Hvammstanga sambærilegt fyrir- komulag og stefnt er að verði í Stykk- ishólmi. Víðar um landið megi finna dæmi um sambærilega þróun. Í sameiginlegri tilkynningu frá Guðjóni Brjánssyni forstjóra HVE og Sturlu Böðvarssyni bæjarstjóra kemur fram að fyrsti liður í þess- um breytingum í Stykkishólmi verði að sameina eldhússtarfsemi þessara stofnana í húsnæði sjúkrahússins, en þar verður eldhúsaðstaðan bætt veru- lega svo sinna megi þessu verkefni við bestu aðstæður. „Dvalarheimil- ið mun fyrst um sinn annast rekstur eldhússins undir yfirstjórn Kristín- ar Sigríðar Hannesdóttur forstöðu- konu Dvalarheimilisins. Í sameinuðu eldhúsi verður því matargerð fyrir sjúkrahúsið, dvalarheimilið, grunn- skólann og Ásbyrgi. Matargerð fyr- ir Leikskóla Stykkishólms mun síð- an bætast við um næstu áramót. Það er von okkar að þessi breyting verði farsæl og breytingin verði mikilvæg- ur liður í því að bæta starfsaðstöðu og tryggja til frambúðar alla starfsemi og þjónustu á þessum stofnunum sem gegna svo mikilvægu hlutverki,“ segir í yfirlýsingu Guðjóns Brjáns- sonar og Sturlu Böðvarssonar. Í frétt Skessuhorns frá maí 2014 kom fram að Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra skipaði þá starfs- hóp sem gera átti tillögur um sam- starf Stykkishólmsbæjar, Heilbrigð- isstofnunar Vesturlands (HVE) og velferðarráðuneytisins með það að markmiði að samhæfa stofnanaþátt öldrunarþjónustu á svæðinu. Starfs- hópnum var ætlað að styðjast við skýrslur og samantektir sem unn- ar höfðu verið varðandi endurskipu- lagningu öldrunarþjónustu í Stykkis- hólmi. Þess var jafnframt vænst með skipan starfshópsins að tillögurnar tækju mið af því að samþætting öldr- unarþjónustu styrkti alla starfsemi HVE í Stykkishólmi. Starfshópur þessi skilaði af sér skýrslu 29. sept- ember 2014. mm Starfsemi dvalarheimilis breytt og fært undir hjúkrunarsvið HVE Árið 2005 gerði Grundarfjarðarbær samning við Orkuveitu Reykjavíkur þess efnis að OR myndi hitaveitu- væða Grundarfjarðarbæ gegn því að fá að yfirtaka Vatnsveitu Grund- arfjarðar. Grundarfjarðarbær efndi sinn hluta samningsins 1. janúar 2006 þegar kaup OR á Vatnsveitu Grund- arfjarðar gengu í gegn. Hálft ellefta ár er því frá því að Grundarfjarðar- bær efndi sinn hluta samningsins en enn bólar ekkert á hitaveitu í Grund- arfirði. 14. júní síðastliðinn var hald- inn fundur í Ráðhúsi Grundar- fjarðar með fulltrúum bæjarstjórn- ar Grundarfjarðar og Orkuveitu Reykjavíkur/Veitum ohf. Á fundin- um kölluðu fulltrúar bæjarstjórnar eftir efndum Orkuveitunnar en lít- ið kom út úr þeim fundi. Á grund- velli þess að Grundarfjarðarbær tel- ur OR ekki ætla að standa við samn- inginn frá 2005 sér bærinn ekki aðrar leiðir færar en að leita réttar síns með aðstoð lögmanns. „Það hefur ekkert gerst í þessum málum frá árinu 2008 að hálfu Orkuveitu Reykjavíkur. Við höfum fundað ítrekað og ýtt eftir að eitthvað gerist í málinu en það virð- ist vera lítill áhugi fyrir því hjá OR,“ segir Þorsteinn Steinsson bæjarstjóri Grundarfjarðarbæjar í samtali við Skessuhorn. Hafa leitað til jarðfræðinga „Við höfum reynt að ýta við málinu með ýmsum hætti. Höfum m.a. rætt við jarðfræðinga og fengið greiningu á því hvar væri vænlegast að sækja heitt vatn. Jarðfræðingar hafa bent á að hægt sé að virkja í landi Kóngs- bakka bæjanna og koma upp hita- veitu. Við höfum bent Orkuveitunni á þessar lausnir en lítill áhugi virð- ist á efndum. Kóngsbakki er vissu- lega aðeins lengra í burtu en upphaf- lega stóð til að byggja upp hitaveitu en samt sem áður er það sá kostur sem þeir jarðfræðingar sem við höf- um talað við telja vænlegastan til ár- angurs. Við viljum vinna þetta í góðu samstarfi við Orkuveituna en starfs- mönnum þar skortir allan vilja til að láta þetta mál ganga. Ótækt er ef samningurinn gengur bara í aðra átt- ina. Við sjáum því ekki annan kost í stöðunni en að leita réttar okkar,“ segir Þorsteinn sem segir að Orku- veitan hafi valdið vonbrigðum í mál- inu með algeru viljaleysi til úrbóta í hitaveituvæðingu Grundarfjarðar. Engin hitaveita er í Grundarfirði og vatnið því hitað upp með rafmagni. „Það er mikið hagsmunamál fyrir bæinn og íbúa hans að fá hitaveitu,“ segir Þorsteinn. Ekki hægt að finna vatn fyrir hitaveitu Inga Dóra Hrólfsdóttir fram- kvæmdastjóri Veitna ohf. segir í sam- tali við Skessuhorn að Veitur hafi reynt til þrautar að koma upp hita- veitu í Grundarfirði. „Við höfum lagt hundruð milljóna í að leita að heitu vatni við Grundarfjörð. Það hafa far- ið miklu meiri peningar í þetta en við ætluðum. Upphaflega stóð til, árið 2005, að vatn fyrir hitaveitu kæmi frá Berserkseyri og tekur samningur við Grundarfjarðarbæ eingöngu til leit- ar og nýtingar á heitu vatni þar. Það kom svo í ljós að vatnið þar var ónot- hæft. Það voru vissulega vonbrigði en svona er þetta með náttúruna, það er alltaf áhætta þegar farið er í jarðhita- leit. Það hafa verið vísbendingar um að hægt sé að finna nothæft vatn á Kóngsbakka en það er þó utan samn- ings. Við höfum samt skoðað þann möguleika en komist að þeirri niður- stöðu að það sé langt frá því að vera arðbært og rafmagnið því skárri kost- ur. Við höfum því tjáð Grundarfjarð- arbæ að við getum ekki hitaveituvætt bæinn. Við vorum öll að vilja gerð og saman í liði með Grundarfjarðarbæ að reyna að láta þetta ganga. Við rák- umst hins vegar á vegg og getum því ekki lagt hitaveitu til Grundarfjarð- ar. Við höfum þegar efnt samninginn með því að reyna til þrautar að finna nýtanlegt vatn á Berserkseyri,“ segir Inga Dóra að endingu. bþb Grundarfjarðarbær leitar réttar síns í hitaveitumálum Í frétt Skessuhorns í mars 2007 sagði m.a. að jarðborinn Sleipnir hafi lokið við borun 1.500 metra djúprar skáholu á Berserkseyri. Í fréttinni sagði: „Verkefnið er unnið af Orkuveitu Reykjavíkur, sem hefur sent frá sér tilkynningu um að árangur sé minni en vænst var. Í ljós kom að sprungan, sem leiðir yfir 80°C heitt vatn til yfirborðs, hallar tals- vert meira en reiknað var með. Þær æðar sem fundust í holunni liggja því of grunnt í jarðlögunum til að hægt sé að útiloka samgang þeirra við kaldan sjó í langtímavinnslu. Að auki eru æðarnar vatnsminni en í eldri holum,” sagði í tilkynningu frá Orkuveitu Reykjavíkur.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.