Skessuhorn


Skessuhorn - 06.07.2016, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 06.07.2016, Blaðsíða 18
MIÐVIKUDAGUR 6. JÚLÍ 201618 Bæjarhátíðin Írskir dagar fór fram dagana 30. júní – 3. júlí á Akranesi. Mikið líf og fjör ríkti í bænum meðan á hátíðinni stóð. Dagskráin var fjölbreytt svo allir gátu fundið eitthvað við sitt hæfi. „Hátíðin gekk bara ákaflega vel fyrir sig líkt og undanfarin ár. Veðrið hefði kannski mátt vera ögn betra en það var gott veður á sunnudaginn þegar Leikhópurinn Lotta var með sýningu og fólk horfði saman á landsleikinn í Garða- lundi; það var því gaman að enda á svoleiðis veðri þótt úr- slitin úr leiknum hefðu mátt vera skemmtilegri. Ég vil líka fá að koma á framfæri þökkum til þeirra sem komu að hátíð- inni með okkur og þá sérstakar þakkir til þeirra fyrirtækja og einstaklinga sem hjálpuðu okkur að koma upp skjánum fyr- ir landsleikinn. Það var sannkölluð bæjarsamstaða sem átti sér stað þar,“ sagði Hallgrímur Ólafsson verkefnastjóri Írskra daga í samtali við Skessuhorn. bþb Írskir dagar á Akranesi tókust prýðilega Söngkeppni unga fólksins var liður í dagskrá Írskra daga. Hér eru sigurvegararnir sem unnu sér rétt til að syngja á Litlu Lopapeys- unni. Þetta eru þær Sylvía Þórðardóttir, tíu ára, sem sigraði yngri flokkinn með laginu Betri tíð eftir Stuðmenn og Dagbjört Líf Guð- mundsdóttir sem sigraði eldri flokkinn með lagi Braga Valdimars Skúlasonar; Líttu sérhvert sólarlag. Leikskólabörn tóku víkingaóp stuðningsmanna íslenska landsliðsins við setningu Írskra daga. Hú! Inn í hringnum eru Hall- grímur Ólafsson, Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri og Lilja Dögg Alfreðsdóttir utanríkisráðherra sem heimsótti bæjarfélagið á þessum hátíðisdegi. Litla Lopapeysan var haldin á Akratorgi þetta árið. Hér eru þær Inga María Hjartardóttir, Hjördís Tinna Pálmadóttir og Ylfa Flosadóttir að syngja. Götugrillin á föstudagskvöldinu eru alltaf vinsæl. Þetta götugrill er á Grenigrund en það er eitt það metnaðarfyllsta og stærsta í bænum. Sandkastalakeppnin er löngu orðin fastur liður á Írskum dögum. Hér er allt í fullum gangi. (Ljósm. Facebook Írskir dagar á Akranesi). Jónína Guðnadóttir opnaði listsýningu sína í Akranesvita á föstudaginn. Hér er hún við verkið sem er 35 metra innsetning sem liggur í sveig upp vitann. Sýningunni lýkur 30. ágúst. Fyrir framan gamla Iðnskólann fór fram Ullarsokkurinn þar sem ungt tónlistarfólk á Akranesi lét ljós sitt skína. Þegar ljósmyndari smellti myndinni var Hekla María að taka lagið Piano Man eftir Billy Joel. BMX Bros voru meðal skemmtiatriða á Akratorgi á laugardaginn. Þeir skemmtu áhorfendum með alls kyns kúnstum. Merkurtún varð að tívolíi eina helgi. Margt var í boði og þeir huguðustu fóru í fallturninn. Haldin var markaður í Íþróttahúsinu við Vesturgötu þar sem ýmis- legt var í boði; allt frá harðfiski yfir í íþróttatreyjur. Ingó Veðurguð stjórnaði brekkusöngnum eins og herforingi og brekkan tók undir hátt og snjallt.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.