Skessuhorn


Skessuhorn - 06.07.2016, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 06.07.2016, Blaðsíða 6
MIÐVIKUDAGUR 6. JÚLÍ 20166 Ruglast á nöfnum bræðra BORGARNES: Í frétt um Brákarhátíð í Borgarnesi á bls. 26 í síðasta Skessuhorni var mynd af ungum manni í vík- ingaklæðum ræða við börnin í Skallagrímsgarði. Þar er Ei- ríkur Þór Theódórsson sagð- ur hafa verið á ferð. Það var hins vegar ekki rétt, heldur var þetta mynd af bróður hans Geir Konráð Theódórssyni. Þetta leiðréttist hér með og hlutaðeigandi beðnir afsök- unar. -mm Oddvitaskipti í Reykhólasveit REYKHÓLAHR: Vilberg Þráinsson á Hríshóli hef- ur tekið til starfa sem nýr oddviti í sveitarstjórn Reyk- hólahrepps. Vilberg var áður varaoddviti sveitarstjórn- ar og hafði hann sætaskipti við fráfarandi oddvita, Karl Kristjánsson á Kambi. Þetta gerðist á sveitarstjórnarfundi 23. júní síðastliðinn að hálfn- uðu kjörtímabili. -grþ Lionskonur færðu leikskól- unum gjafir SNÆFELLSB: Leikskól- anum Krílakoti og Foreldra- félagi leikskólans Kríubóls í Snæfellsbæ bárust góðar gjafir í júní síðastliðnum frá Lionskonum í Rán í Ólafsvík. Færðu þær Krílakoti peninga- gjöf að upphæð 50.000 vegna lestrarátaks. Foreldrafélagi Leikskólans Kríubóls færðu þær einnig peningagjöf að upphæð 50.000 krónur upp í kaup á kastala á útisvæði sem foreldrafélagið hefur verið að safna fyrir undanfarið. -þa Harma hægagang við raflagningu BORGARBYGGÐ: Byggð- arráð Borgarbyggðar lýsir yfir áhyggjum sínum vegna hægagangs við lagningu þriggja fasa rafmagns um héraðið, meðal annars á Mýr- um. Fram kom á fundi ráðs- ins síðastliðinn fimmtudag að samkvæmt upplýsingum frá RARIK liggi fyrir að það muni að óbreyttu taka um 20 ár að ljúka þessu verki. „Það er verri staða en víða annars- staðar á landinu. Þetta er óá- sættanleg framtíðarsýn fyr- ir margháttaða atvinnustarf- semi í dreifbýli sveitarfélags- ins. Byggðarráð Borgar- byggðar skorar á þingmenn kjördæmisins og ríkisvaldið að taka þessa stöðu til um- fjöllunar og leita allra leiða til að flýta lagningu þriggja fasa rafmagns um héraðið til að tryggja búsetu og gera stórum og tæknivæddum fyrirtækjum kleyft að starfa í dreifbýli Borgarbyggðar eins og í öðrum héruðum lands- ins,“ segir í ályktun byggðar- ráðs sem samþykkt var sam- hljóða. -mm Sveitarstjórn Reykhólahrepps af- greiddi á fundi sínum 23. júní síð- astliðinn erindi Bjarkar Stefáns- dóttur og Herdísar Ernu Matth- íasdóttur, íbúa á Reykhólum, um umferðaröryggi gangandi veg- farenda í Reykhólahreppi. Sam- þykkti sveitarstjórn samhljóða að festa kaup á tveimur umferðareyj- um til að mynda eina hraðahindr- un á Hellisbraut á Reykhólum, en sá vegur heyrir undir sveitarfélagið. Þá var sveitarstjóra enn fremur fal- ið að koma erindinu á framfæri við Vegagerðina og kanna möguleika þess að koma fyrir hraðahindrun á Karlseyjarvegi þar sem hann liggur við íbúabyggð, en Karlseyjarvegur heyrir undir Vegagerðina. Leyfi- legur hámarkshraði á umræddum stöðum er 35 km/klst. „Umferð- areyjunum hefur þegar verið kom- ið fyrir á Hellisbraut. Þær voru pantaðar daginn eftir fundinn og strax farið í að koma þeim á sinn stað,“ segir Ingibjörg Birna Er- lingsdóttir sveitarstjóri í samtali við Skessuhorn. Þar með er komin upp fyrsta hraðahindrunin á Reykhól- um og innan skamms kemur í ljós hvenær næsta hindrun verður sett upp. „Vegagerðin er búin að koma í vettvangsferð og ætlar að skila niðurstöðum bráðlega varðandi Karlseyjarveg,“ segir hún. Vega- gerðin vinnur samkvæmt samgön- guáætlun og þess því ekki að vænta að sú hraðahindrun verði sett upp á þessu ári. Ingibjörg Birna kveðst hins vegar vonast til þess að verk- efnið komist inn á samgönguáætl- un næsta árs. kgk Fyrsta hraðahindrunin komin upp á Reykhólum Umferðareyjurnar á Hellisbraut sem mynda fyrstu hraðahindrunina á Reykhólum. Enn á eftir að skrúfa hámarkshraðaskiltin á eyjurnar, en reikna má með að starfs- menn Vegagerðarinnar gangi í málið innan tíðar. Ljósm. Ágúst Már Gröndal.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.