Skessuhorn


Skessuhorn - 06.07.2016, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 06.07.2016, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 6. JÚLÍ 2016 15 „Sumarilmur“ er nýtt samstarfsverk- efni Samtaka ferðaþjónustunnar og samtaka bænda og fyrirtækja í land- búnaði. Í verkefninu verður sjónum beint að þeirri fjölbreytilegu grósku sem samfléttun ferðaþjónustu og landbúnaðar hefur gætt þróunina um land allt. Auglýst verður eftir mynd- um sem fanga sumarstemninguna og lýsa samspili ferðaþjónustu og land- búnaðar. Myndirnar birtast á sum- arilmur.is og í hverri viku verður sú mynd valin sem best þykir fanga anda sumarsins í sveitum landsins. Sá sem á mynd vikunnar fær glæsileg verð- laun en á meðal vinninga eru gisting og afþreying innanlands og alls kyns upplifun tengd mat og öðru sumar- legu. Vinningshafar verða kynntir á Rás 2 og þeir fengnir til að segja frá sögunni á bakvið myndina. „Ferðaþjónusta hefur á skömmum tíma orðið einn mikilvægasti atvinnu- vegur þjóðarinnar. Vöxtur henn- ar hefur skipt sköpum fyrir bættan hag þjóðarbúsins og aukinn kaup- mátt almennings. Um 1,7 milljónir ferðamanna munu sækja Ísland heim í ár. Gjaldeyristekjur vegna þeirra eru áætlaðar allt að 1,5 milljarður króna á dag. Ekki er síður mikilvægt að tekjur myndast víða um land þar sem aðrir möguleikar eru takmarkað- ir. Í ár er neysla erlendra ferðamanna á innlendri matvöru talin verða um 22 tonn á dag. Þessi viðbót stækkar innlendan markað og eykur tekjur af innlendum landbúnaði. Neysla á inn- lendri matvöru, kjöti, fiski og græn- meti, er órjúfanlegur hluti af upplif- un ferðamanna og þeim gæðum sem Ísland hefur fram að færa. Landbún- aður skapar því hluta af því virði sem ferðaþjónustan byggir á. Ferðaþjónusta bænda býður 180 gististaði, sveitahótel, bændagist- ingu og bústaði víða um land sem gefa ferðamönnum kost á nálægð við búskap og húsdýr sem mörgum er framandi en um leið mjög áhuga- verð. Bændur bjóða ferðafólki margs konar afþreyingu sem hundruð þús- unda nýta sér og má nefna hestaferð- ir og aðgang að veiði auk sölu á ým- iss konar heimagerðum varningi og sveitakrásum. Bændur eru vörslu- menn landsins og sinna ræktun og uppgræðslu. Það er öryggisatriði fyr- ir ferðamenn, ekki síst á veturna, að búseta sé um landið allt. Sú mikla þjónusta sem bændur veita ferða- mönnum um sveitir landsins byggir á þeirri kjölfestu sem liggur í atvinnu- starfsemi landbúnaðarins. Nýjar forsendur eru að skapast ótrúlega víða fyrir atvinnu í sveitum landsins, nýsköpun og þróun í vöru og þjónustuframboði svo og eftirsótt- um upplifunum fyrir ferðafólk jafnt sem landsmenn alla. Sjálfbærni, stað- bundin sérstaða og sterk tenging við náttúru, heilsu og hollustu eru mik- ilvægir áhersluþættir sem ferðaþjón- usta og landbúnaður hafa sameig- inlega hagsmuni af að rækta og efla í gagnkvæmu samstarfi,“ segir í til- kynningu um Sumarilm 2016. mm AKRANES • BORGARNES • BÚÐARDALUR • GRUNDARFJÖRÐUR • HÓLMAVÍK • HVAMMSTANGI • ÓLAFSVÍK • STYKKISHÓLMUR SK ES SU H O R N 2 01 6 1700 Þegar þú hringir í 1700 1700 1700 Ferðaþjónustan og land- búnaður taka höndum saman Steinþór Skúlason forstjóri SS, Grímur Sæmundsen formaður SAF, Helga Árnadóttir framkvæmdastjóri SAF og Sævar Skaptason framkvæmdastjóri Ferðaþjónustu bænda hjá sveitahótelinu Kríunesi við Elliðavatn. Ljósm. Árnasynir. Verkefni ferðaþjónustunnar og bænda kallast „Sumarilmur.“ Hér er svipmynd úr sveitinni. Ljósm. Guðbjörg Ólafsdóttir. meta,“ segja þeir Elli, Unnsteinn og Siggi. Þeir eru sammála um að sakna þjónustu sem þessarar. „Bensínstöðvarnar sumar eru í dag meira eins og vélrænar lestarstöðv- ar í stórborg. Það vantar bara að einhver segi; „borgaðu og drífðu þig svo út. Næsti!“,“ segir Elli. Nýir yfirmenn - aðrar áherslur Sigurður Þorsteinsson byrjaði að vinna á gömlu Essóstöðinni við Borgarbraut árið 19 a87 og var því búinn að starfa þar í fjögur ár áður en Hyrnan var opnuð. Erlend- ur Samúelsson byrjaði svo 1992 og Unnsteinn tveimur árum síðar. „Við höfðum gaman af að metast um hvaða vakt seldi mest eldsneyti og byggðum upp svona jákvæða samkeppni milli okkar. Strídd- um svo hver öðrum þess á milli og náðum vel saman. Þetta var al- veg frábær tími og þannig vor- um við eins og samheldið teymi fram yfir aldamót. Við höfðum alltaf kaffi á könnunni og til okk- ar komu þúsundir manna á hverju ári í kaffi og spjall um daginn og veginn,“ segir Elli. Eftir aldamót- in urðu ákveðnar breytingar inn- an kaupfélagsins og fóru áherslur strákanna á Hyrnunni ekki endi- lega saman við áherslur þeirra sem tóku við stjórnartaumunum. „Það voru gerðar tilfærslur innan kaup- félagsins, menn færðir til og sett- ir í hlutverk sem voru eins ólík og hugsast getur þeirri þekkingu sem þeir höfðu aflað sér í fyrri störf- um. Þannig fór þetta bara að þær áherslur sem við höfðum lagt í þjónustunni, hentuðu ekki endi- lega nýjum vindum. Ég leit allt- af svo á að kúnninn væri númer eitt, tvö og þrjú. Mér var því hent út árið 2002 í kjölfar þess að hafa skrifað eldsneytisúttekt hjá við- skiptavini sem þurfti nauðsynlega olíu á bílinn eldsnemma að morgni páskadags. Á annan í páskum greiddi maðurinn þetta skyndilán skilvíslega, en skaðinn var skeður að mati míns yfirmanns. Ég fór og Unnsteinn hætti síðar sama ár og Elli nokkru seinna. Þetta fór bara svona,“ segir Sigurður Þorsteins- son og ekki er laust við að kenni beiskju í röddinni. Enn er þeim þakkað Þrátt fyrir að hafa hætt störfum á Hyrnunni fyrir tólf eða fjórtán árum er enn verið að þakka þeim félögum. Eru þeir af og til spurð- ir hvort þeir hafi ekki verið í hópi karlanna á Hyrnunni. Sigurður og Elli segja báðir að þeir eigi trygga vini út um allt land eftir þennan tíma. Sigurður kveðst vera hættur störfum, en stendur vaktina sem dyggur félagsmaður í safni Fornbí- lafjelags Borgarfjarðar í Brákarey. Elli starfar við glugga- og hurð- asmíði á trésmíðaverkstæði Eiríks J. Ingólfssonar en Unnsteinn er sjúkraflutningamaður hjá HVE í Borgarnesi. Unnsteinn kveðst oft lenda á spjalli við fólk sem hann er að aðstoða; sjúklinga úr sumarhús- um eða aðstandendur þeirra. Oftar en ekki hefjist samtalið á einhverri sameiginlegri minningu sem fólk á úr Hyrnunni og minnist þess stað- ar með hlýju. Fólk þekkir þá frá þessum tíma. Siggi bróðir hans segist upplifa það sama. „Nú fyr- ir nokkrum dögum kom bóndi úr héraðinu heim til mín og bankaði uppá gagngert í þeim tilgangi að segja mér hversu sárt hann saknaði gömlu Hyrnunnar og starfseminn- ar þar. Þetta þykir mér afskaplega vænt um. Við höfum þá kannski verið að gera eitthvað rétt?“ Spyr Sigurður að endingu. mm Íshella 10 • 221 Hafnarfjörður • Sími 569 2100 Nánari upplýsingar á hedinn.is Mynd: Slökkvistöðin við Skarhólabraut í Mosfellsbæ. Þeir sem gera kröfur velja Héðins hurðir Fáðu tilboð í hurðina Fylltu út helstu upplýsingar á hedinn.is og við sendum þér tilboð um hæl.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.