Skessuhorn


Skessuhorn - 06.07.2016, Blaðsíða 24

Skessuhorn - 06.07.2016, Blaðsíða 24
MIÐVIKUDAGUR 6. JÚLÍ 201624 Vörur og þjónusta Hönnun prentgripa & alhliða prentþjónusta Drei bréf - Boðsbréf Ritgerðir - Skýrslur Reikningar - Eyðublöð Umslög - Bréfsefni Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Getum við aðstoðað þig? sími: 437 2360 olgeirhelgi@islandia.is R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 Hilmir B ehf Alhliða pípulagningaþjónusta hilmirb@simnet.is facebook.com/hilmirbehf Bifreiðaþjónusta Harðar ehf. Smur og dekkjaþjónusta Sala á dekkjum og olíuvörum Borgarbraut 55 - 310 Borgarnesi 437 1192 / 847 8698 - midgardur@vesturland.is Daglegar ferðir milli Reykjavíkur og Borgarness Tvær ferðir í viku í sveitir Borgarfjarðar Skrifstofan er opin mánudaga – föstudaga kl. 9.00 – 12.00 og 13.00 – 15.30 Sími 437-2030 - v.v@simnet.is DAGLEGAR FERÐIR BORGARNES - REYKJAVÍK LAUSNIN HÖFÐASELI Opnunartími er frá kl. 8:00-16:00 alla virka daga Vélabær ehf. Bæ í Bæjarsveit Alhliða viðgerðarþjónusta á bílum, dráttarvélum og vélum tengdum landbúnaði Smur og hjólbarðaþjónusta velabaer@vesturland.is S K E S S U H O R N 2 01 3 SK ES SU H O R N 2 01 6 ÖLL ALMENN GARÐVINNA • Fjarlægjum tré og kurlum • Útvegum sand, mold og möl • Sláum garða Sprautu- og bifreiðaverkstæði Sólbakka 5, Borgarnesi • 437-1580 • sbb@simnet.is Tjónaskoðun – Bílamálun – Réttingar – Bílrúðuskipti Þjónustum öll tryggingafélög Borgarness Smiðjan í Ólafsvík hefur nú verið starfandi í tæpt ár. Þar hefur starf- semin gengið vel og verkefni verið næg. Að sögn Gunnsteins Sigurðs- sonar hafa bæjarbúar tekið mjög vel á móti Smiðjunni og verið duglegir að koma með efni til þeirra sem eru endurnýtt. Mest hefur verið unn- ið í kertagerð og eiga þau í Smiðj- unni orðið góðan lager af þeim til sölu. Einnig hafa ýmis önnur verk- efni verið í gangi. Starfsmenn hafa t.d. séð um að bera út póstinn fyrir hádegi undanfarið. Eftir hádegi hafa þeir svo farið í Vinnuskóla Snæ- fellsbæjar og unnið við að snyrta og hreinsa bæjarfélagið. Segir Gunn- steinn að Smiðjan sé komin til að vera en þar starfa nú þrír einstak- lingar fast sem koma alla daga vik- unnar. Einn einstaklingur kemur tvisvar í viku og einn kemur ein- hverja daga eftir hádegi. Um Smiðjuna ásamt Gunnsteini sjá þau Ólafur Fannar og Viktoria Kay sem hefur störf í ágúst. Það er þó ekki eingöngu vinna sem fer fram í Smiðjunni og stundum gera starfsmenn sér glaðan dag, svo sem hvalaskoðun með LákaTours eða fara út að borða. Vildi Gunnsteinn í lokin fá að koma á framfæri þakklæti til allra þeirra sem sýnt hafa Smiðj- unni velvild og hlýhug og hafa þeim m.a. borist margar góðar gjafir. Frá Kvenfélagi Ólafsvíkur fengur þau trönur, blindraramma og liti. So- roptimistar í Snæfellsbæ færðu þeim þrjár Lenovo spjaldtölvur, gjafabréf á matsölustaði ásamt peningagjöf. Lionsklúbburinn Þerna færði þeim stóran og veglegan verkfærakassa fullan af verkfærum ásamt fjórum eldhússtólum og Lionsklúbburinn Rán færði þeim Brother saumavél. Er meðfylgjandi mynd einmitt tekin við það tækifæri. Smiðjan fór í sum- arfrí 1. júlí en tekur aftur til starfa 8. ágúst. Hlakkar alla starfsmenn þar til að eiga áframhaldandi gott sam- starf við bæjarbúa og býður alla vel- komna. Sendir starfsfólkið í Smiðj- unni sumarkveðjur. þa Starfsmenn Smiðjunnar komnir í sumarleyfi Pennagrein Hafsteinn Sverrisson heiti ég og er pírati, og stoltur af því. Ég er fædd- ur og uppalinn á Ísafirði en bý í Borgarfirði, giftur Margréti Björg- vinsdóttur frá Siglufirði og saman eigum við þrjú börn á aldrinum 6 til 16 ára, fyrir átti ég 25 ára gamla dóttur og á nú eina afastelpu. Ég hef ákveðið að bjóða Pírötum krafta mína fyrir komandi alþingis- kosningar og býð mig því fram í 2. til 3. sæti í prófkjöri Pírata í Norð- vesturkjördæmi. Ég vil leggja mitt af mörkum við að endurreisa traust fólksins á Alþingi Íslendinga. Það sem hefur verið drifkraftur minn í því að láta nú til skarar skríða og sækjast eftir framangreindu kjöri, er einlægur áhugi minn á starfi Pí- rata. Ég hef lokið bakkalársprófi í viðskiptalögfræði og á þeirri veg- ferð öðlaðist ég bæði þekkingu og reynslu og tel ég að styrkur minn og þekking á sviði stjórnsýslu- og stjórnskipunar muni nýtast vel, nái ég kjöri. Ég hef starfað í stjórn Pírata á Vesturlandi frá stofnun þess og sit þar nú sem varaformaður. Frá því ég hóf að taka þátt í störfum Pírata hef ég unnið að nokkrum stefnu- málum. Má þar helst nefna stefnu um sérstakar hæfisreglur þing- manna, eftirlit með framkvæmda- valdinu og löggjafanum, skipun forseta Alþingis og skipun ráðherra í embætti. Ég hef einsett mér í mínum störf- um og þeim verkefnum sem ég hef tekið mér fyrir hendur, að hafa að leiðarljósi jákvætt viðhorf, umburð- arlyndi og áreiðanleika ásamt gagn- rýninni hugs- un undir öll- um kringumstæðum. Ég hef margt fram að færa, ásamt þeirri reynslu sem lífið sjálft hefur fært mér þá hef ég víðtæka reynslu úr atvinnu- lífinu og ýmsum félagsstörfum. Sú reynsla mun hjálpa mér að tak- ast á við ábyrgðarfull og krefjandi störf núna og í ókominni framtíð. Ég tel mig hafa mikla leiðtogafærni í hópa- og teymisvinnu, það skil- ar sér í réttum ákvörðunum þegar unnið er undir pressu. Að auki eru mannleg samskipti styrkleiki sem ég er þakklátur fyrir að hafa, enda alinn upp í stórum systkinahópi. Að lokum vil ég nefna að með stjórnarsetu í Pírötum á Vestur- landi þá tel ég mig vera vel í stakk búinn til að takast á við þau spenn- andi og jafnframt krefjandi verkefni sem eru framundan. Ég mun leggja mitt að mörkum til að tryggja og efla starfsemi Pírata sem og að halda þeirri vinnu áfram sem þeg- ar hefur verið unnin. Nánari útlistun á starfsreynslu og félagsstörfum. Félagsstörf: Stjórn Neista, starfsmannafélag slökkviliðsmanna í Borgarbyggð, Formaður Stjörnuskoðunarfélags Bifrastar, Fulltrúi laganema í gæða- ráði við Háskólann á Bifröst, Há- skólaráð Háskólans á Bifröst, Sjén- tilmannaklúbburinn á Bifröst. Starfsreynsla: Ferðaþjónusta, eigin atvinnurekstur, sjómennska, verslunarstörf og tæknistörf. Með bestu kveðju, Hafsteinn Sverrisson Tilkynning um framboð á lista Pírata

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.