Skessuhorn


Skessuhorn - 06.07.2016, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 06.07.2016, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 6. JÚLÍ 20162 bekk,“ segir Hrönn Ríkharðsdótt- ir skólastjóri Grundaskóla í sam- tali við Skessuhorn. „Ástæða þess að þessar lausu kennslustofur bæt- ast við hjá okkur er sú að það bætast við tvær bekkjardeildir á komandi skólaári. Á síðasta skólaári vorum við með 29 bekkjadeildir en í haust verða þær 31. Við búumst við fjölg- un um rúmlega 30 nemendur á milli ára. Nú í haust mun mjög stór árgangur hefja nám í fyrsta bekk og verða fjórar bekkjardeildir í honum. Á móti kemur að við vorum að út- skrifa eina árganginn sem var bara með tvær bekkjardeildir í vor. Það er því gríðarlega stór árgangur að koma inn í skólann og lítill að fara úr honum,“ segir Hrönn. Hrönn telur skólann ekki vera sprunginn en hann sé kominn að þolmörkum. „Við erum mjög þakk- lát fyrir þessar kennslustofur og ánægð með bæjaryfirvöld að hafa brugðist við þessari fjölgun í skól- anum.“ bþb Það verður ýmislegt um að vera á Vestur- landi um helgina. Má þar nefna að í Stykk- ishólmi verður keppt í coctail blöndun, Hvanneyrarhátíð fer fram, bæjarhátíðin Heim í Búðardal og Sandara – og Rifsara- gleði. Vafalítið verður margt fleira í boði. Það er þurrkur í kortunum. Á morgun verð- ur norðaustlæg átt, 3 – 8 m/s. Bjartviðri; 6 – 18 stigi hiti. Á föstudag verður norðlæg átt 5 – 13 m/sek, hvasst, skýjað að mestu og væta á köflum. Hiti 6 – 16 stig. Á laugardag, sunnudag og mánudag er búist við stífri norðaustanátt, þurrt verður að mestu og hiti breytist lítið. Í síðustu viku var spurt á vef Skessuhorns „Ætlar þú að fylgjast með leik Íslands og Frakklands á EM?“ Það kom ekki á óvart að yfirgnæfandi meirihluti kjósanda kaus „Já, örugglega“ eða alls 74%. Næst á eftir kom svarið „Nei“ með 10%, 7% svöruðu „Já, lík- lega.“ EM ævintýri Íslendinga hefur farið fram hjá einhverjum þar sem 6% svöruðu „Hvað er EM?“ og loks voru 3% ekki viss um hvort þeir ætluðu að horfa eða ekki. Í næstu viku er spurt: Stundar þú veiði á sumrin? Eyþór Jón Gíslason mótsstjóri á Lands- móti hestamanna sem haldið var á Hólum í Hjaltadal í liðinni viku er Vestlendingur vik- unnar. Mótið gekk eins og í sögu og á Eyþór mikið hrós skilið fyrir framgöngu sína sem og aðrir sem að því komu. Til minnis Veðurhorfur Spurning vikunnar Vestlendingur vikunnar Vilja flýta rétt BORGARFJ: Fjallskilanefnd Oddsstaðaréttar í Lundarreykja- dal hefur óskað eftir heimild til að flýta réttinni í haust um viku, þannig að hún verði 7. septem- ber í stað þess 14. Í erindi fjall- skilanefndar kemur fram að gróður er snemmsprottinn þetta sumarið en við þær aðstæð- ur sölna grös fyrr á láglendum heiðum og lömb gætu því tekið að safna á sig fitu í stað vöðva ef þau ganga of lengi á fjalli. Önn- ur rök sem mæla með flýtingu rétta er að miðað við útgefn- ar verðskrár sláturleyfishafa, verður hægt að koma hluta fjár í sláturhús á meðan yfirborgun á listaverði stendur yfir. Á fundi byggðarráðs Borgarbyggðar síðasta fimmtudag var samþykkt að vísa erindinu til fjallskila- nefndar. -mm Sviðsstjóri hættir AKRANES: Jón Hrói F i n n s s o n hefur sagt starfi sínu lausu sem sv ið s s t jó r i velferðar- og mannréttindasviðs hjá Akra- neskaupstað. Í uppsagnarbréfi sínu 22. júní síðastliðinn kem- ur fram að honum hafi verið borðið starf sem framkvæmda- stjóri Búsetudeildar Akureyr- arkaupstaðar og hafi hann þáð starfið. „Ástæður þess sem ég hugsa mér til hreyfings eru af persónulegum toga og ég vil þakka samstarfsfólki mínu fyrir samstarfið á starfstíma mínum hjá sveitarfélaginu sem hefur verið afar ánægjulegur,“ seg- ir jafnframt í bréfi Jóns Hróa. Velferðar- og mannréttinda- svið varð til í kjölfar stjórnkerf- isbreytinga hjá Akraneskaup- stað haustið 2014 og hefur verkefni á sviði félagsþjónustu, mannréttindamála, barnavernd og þjónustu við fatlaða og aldr- aða. Jón Hrói hefur gegnt starfi sviðsstjóra frá því snemma árs 2015. -grþ SEPT O AID eru þurrfrystar örverur tilbúnar til að brjóta niður allan lífrænan úrgang í rotþróm. Kemi • Tunguhálsi 10, 110 Reykjavík • www.kemi.is • Sími: 415 4000 Opið: Mánudag - fimmtudags: Frá kl. 8.00-17.30. Föstudaga: Frá kl. 8.00-17.00. KOMDU ROTÞRÓNNI Í LAG MEÐ SEPT-O-AID UMHVER FISVÆN VARA F RÁ KEM I Samsetning 13 mismunandi örvera hjálpar til að vinna á og minnka fastan úrgang og breyta í fljótandi form ásamt því að eyða allri ólykt frá rotþrónni. Einfalt í notkun; sett í klósett skálina og beðið í 20 mínútur, því næst er efninu skolað niður. Síðastliðinn föstudag var komið fyrir tveimur nýjum kennslustof- um við Grundaskóla á Akranesi. Voru húsin smíðuð af Trésmiðju Þráins Gíslasonar. „Báðar verða stofurnar nýttar sem kennslustof- ur fyrir sjöunda bekk. Fyrir voru tvær kennslustofur sem voru not- aðar sem námsver og kennslustofa í náttúrufræði. Námsverið verður núna að kennslustofu fyrir sjöunda Í liðinni viku voru samtökin Orca Guardians Iceland stofnuð. Þetta eru fyrstu íslensku rannsóknar- og dýravelferðarsamtökin af þessum toga, en hlutverk þeirra er vernd- un háhyrninga við Íslandsstrend- ur. Um er að ræða þverfaglegt sam- starf alþjóðlegra og íslenskra sér- fræðinga t.d. á sviði sjávarlíffræði, umhverfissálfræði og ferðaþjón- ustu. „Markmið samstarfsins er verndun íslenskra háhyrninga í for- varnarskyni og eingöngu er stuðst við rannsóknaraðferðir sem krefj- ast ekki ágengs inngrips í líf þeirra. Stór hluti rannsóknanna felur í sér gerð og uppfærslu eina ljósmynda- gagnagrunnsins um íslenska há- hyrninga sem haldið er við allt árið og byggir á gagnaöflun við Snæ- fellsnes síðan í janúar 2014,“ segir í tilkynningu. Samtökin meta háhyrninga út frá einstökum persónueinkenn- um þeirra og leggja áherslu á um- gengni af virðingu og varúð. Eitt af verkefnum samtakanna er því þró- un sértækra viðmiða um ábyrga háhyrningaskoðun á sjó í samstafi við Hvalaskoðunarsamtök Íslands (IceWhale). Viðmiðin verða kynnt hvalaskoðnarfyrirtækjum um land allt en einnig stendur til að kynna þau fyrir sjómönnum og skemmti- bátaeigendum á þekktum háhyrn- ingaslóðum. Þeir sem hafa áhuga á að styrkja starf samtakanna og fræðast um há- hyrningana sem sést hafa úti fyr- ir Snæfellsnesi geta nú tekið þátt í stafrænu „ættleiðingarferli“ í gegn- um heimasíðu samtakanna. Þann- ig má kynnast háhyrningnum „sín- um“ út frá myndum, útlits- og at- ferlisupplýsingum sem safnað hefur verið saman á síðustu þremur árum. Þá er uppbygging háhyrningahóps- ins sem viðkomandi tilheyrir jafn- framt útskýrð, algengt ferðamynst- ur sem og sérstök hegðun háhyrn- ingsins. Einnig er hægt að fygl- jast með háhyrningnum „sínum“ í gegnum samfélagsmiðla samtak- anna og fréttabréf með uppfærslum sem „ættleiðendur“ fá sent tvisvar á ári. Frekari upplýsingar er að finna á www.orcaguardians.org mm Bjóða almenningi að taka háhyrninga í stafrænt ættleiðingarferli Marie Mrusczok í Grundarfirði er ein þeirra sem stendur að félaginu Orca Guardians Iceland. Bætt við tveimur kennslu- stofum við Grundaskóla Annað húsið á leiðina á sökklana. Frá flutningi kennslustofanna að skólalóðinni.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.