Skessuhorn


Skessuhorn - 06.07.2016, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 06.07.2016, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR 6. JÚLÍ 201612 Margmenni var við opnun gesta- stofu Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls í endurgerðu húsnæði á Malarrifi síðastliðinn þriðjudag. Kemur hún í stað gestastofnunnar sem verið hef- ur á Hellnum. Flutninginn bar upp á 15 ára afmæli þjóðgarðsins. Við þetta tilefni var enduropnuð sýn- ing um náttúru og nýtingu svæð- isins og sögu þjóðgarðsins. Sigrún Magnúsdóttir umhverfis- og auð- lindaráðherra opnaði gestastofuna formlega. Flutt voru ávörp fulltrúa þjóðgarðsins, Umhverfisstofnun- ar og Snæfellsbæjar. Í þessum fyrr- um fjárhúsum á Malarrifi rúmast nú gestastofa með fyrrgreindri sýn- ingu, upplýsingamiðstöð, vinnu- og fundaaðstaða, starfsmannaað- staða, geymsla og vinnurými. Nú hefur aðstaða þjóðgarðsins, starfs- manna og gesta, batnað til muna og ber t.d. að nefna að nú eru að- gengileg salerni allan sólarhring- inn í húsinu en verulega hefur skort upp á að sú frumþörf ferðamanna hafi verið uppfyllt. Kristín Linda Árnadóttir for- stjóri Umhverfisstofnunar segir að með opnuninni sé stofnunin að bregðast við auknum ferðamanna- straumi inn á svæðið og sinna bet- ur þeirri frumskyldu þjóðgarða að fræða um náttúru og sögu svæðis- ins, bæði fræða gesti og ekki síður nærsamfélagið sem er grunnurinn að öflugum þjóðgarði. Jón Björns- son tók nýverið við starfi þjóðgarð- svarðar og var eitt fyrsta verk hans að vinna að flutningi gestastofnnar. Gestastofa þjóðgarðsins hef- ur verið opin stærstan hluta ársins en stefnt verður að heilsársopnun alla daga ársins enda talið nauðsyn- legt að bregðast við vaxandi fjölg- un ferðamanna árið um kring með bættri þjónustu. Í sumar verður opið frá klukkan 10 til 17 alla daga. mm/ Ljósm. Umhverfisstofnun. Laugardaginn 29. júní árið 1980 vakti Ísland athygli umheimsins, líkt og nú. Þá var Vigdís Finnboga- dóttir kjörin forseti Íslands. Í þess- um kosningum bar hún sigurorð af þremur körlum. Dagana fyrir kosn- inguna starfaði Ólafur Jóhannesson bóndi og vélamaður á Hóli í Lund- arreykjadal að jarðvinnslu fyrir bændurna Jón og Auði í Ausu. Við það verk var hann vopnaður jarðýt- unni Caterpillar D 6B frá fyrirtæki hans og félaga; Jörva á Hvanneyri. Kaustu kerlinguna? Áður en verkið hófst spurði ýtumað- ur Jón bónda hvernig hann vildi að spildan liti út að verki loknu, þ.e.a.s. hvaða paragrafi í gæðahandbókinni skyldi fylgt. Jón gaf skýrt svar, en þó í véfréttarstíl: „Ég vil að spildan verði þannig úr garði gerð að nemendur á Hvanneyri þurfi ekki á aðra bæi að sjá vel mótaða túnspildu.“ Ólafur vann að verkinu í nokkra daga og lagði sig fram um að verða við óskum Jóns. Að hans sögn runnu 800 lítrar af diesel- olíu gegnum spíssa vélarinnar meðan á vinnslunni stóð. Á kjördag brá Ólaf- ur sér frá og kaus sér nýjan forseta. Er hann kom til baka spurði Jón hann formálalaust þessarar frómu spurn- ingar: „Kaustu kerlinguna?“ Gekkst ýtumaður greiðlega við því. Þessi kosningaspilda hefur nú góð- an ávöxt borið starfstíma tveggja for- seta og er ekkert lát þar á. Enn er kjörinn nýr forseti og enn er færður út „akurlendis jaðar“ í Ausu. Og þótt Jón sé ekki lengur í kallfæri, var reynt að fylgja gamalli forsögn hans. „Að þurfa ekki á aðra bæi..“ Jarðýtunni, að vísu nokkru yngri vél en Ólafur forð- um, stýrði að þessu sinni Haukur Júlí- usson Jörvamaður, sem jafnframt rifj- aði upp þá frásögn sem að framan greinir. mm Vigdísarvöllur og Guðnagrund í Ausu Vigdísarvöllur sem Ólafur Jóhannesson vann að kosningasumarið 1980. Kosningasumarið 2016 færði Haukur út „akurlendis jaðar“ í Ausu, sú spilda heitir nú Guðnagrund. Gestastofa Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls flutt að Malarrifi Velgengni karlalandsliðsins í knatt- spyrnu á Evrópumótinu í Frakk- landi hefur vakið heimsathygli. Mönnum leikur forvitni á að vita hvernig svo fámenn þjóð geti náð slíkum árangri. Á miðvikudaginn síðastliðinn lauk níundu umferð Pepsi deildar karla með leik ÍA og Stjörnunnar á Akranesvelli. Leikn- um var sjónvarpað á Stöð2 sport en þeir voru þó ekki einu sjónvarps- mennirnir á svæðinu. Franska sjón- varpsstöðin TF1 var einnig að taka upp á meðan á leik stóð. TF1 vann að innslögum í dægurmálaþátt á stöðinni. Meginþema innslaganna er fótboltamenningin á Íslandi og hvernig stemningin er í kringum EM. Ástæðan fyrir að ÍA – Stjarnan varð fyrir valinu er sú að sjónvarps- stöðin ætlaði að reyna að fanga hvernig umgjörðin og stemningin í kringum leiki hérlendis væri. Auk þess að taka upp á meðan leik stóð voru tekin viðtöl við m.a. Helgu Sjöfn Jóhannesdóttur formann ÍA og Gunnlaug Jónsson þjálfara. Frönsku sjónvarpsmennirnir höfðu einnig mikinn áhuga á Akraneshöll- inni og telja að svo góð inniaðstaða til æfinga og keppni hafi mikið að segja um velgengni knattspyrnunn- ar hér á landi. bþb Frönsk sjónvarps- stöð tók upp leik ÍA og Stjörnunnar Augu heimsins beinast um þessar mundir að Íslandi. Á miðvikudaginn í síðustu viku mætti frönsk sjónvarpsstöð á Skipaskaga og tók upp atriði í leik ÍA og Stjörnunnar í Pepsi deild karla, auk þess að ræða við heimafólk. Hér er hins vegar þjálfari íslenska liðsins í viðtali við fréttamenn á franskri grund.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.