Skessuhorn


Skessuhorn - 06.07.2016, Blaðsíða 26

Skessuhorn - 06.07.2016, Blaðsíða 26
MIÐVIKUDAGUR 6. JÚLÍ 201626 „Hvað var skemmtilegast við Írska daga?“ Spurning vikunnar (Spurt á Akranesi) Lilja Fanney Ársælsdóttir „Tívolíið“ Halldór Arnarsson „Lopapeysan“ Rögnvaldur Finnbogason „Brekkusöngurinn“ Bakir Anwar Nassar „Kára leikurinn sem ég spilaði“ Brynhildur Benediktsdóttir „Gleðin og stemningin í bæjar- félaginu“ Það eru ekki bara strákarnir okkar í landsliðinu sem hafa verið að gera það gott í fótboltanum á erlendri grundu. Í liðinni viku var hópur af ungu og efnilegu knattspyrnu- fólki sem hélt frá Íslandi til Spán- ar á knattspyrnumót. Þar af voru tveir hópar af Vesturlandi, strákar frá Snæfellsnesi og stelpur úr ÍA, sem fóru og tóku þátt í Barcelona Summer cup, sem er alþjóðlegt fót- boltamót fyrir krakka á aldrinum 10-16 ára. Stóðu krakkarnir sig all- ir mjög vel og voru félögum sín- um til sóma. Bjartur Bjarmi Bark- arson, af Snæfellsnesi, var marka- hæsti leikmaður í sínum riðli með 15 mörk. Martin Mani Geirdal Karason, einnig af Snæfellsnesi, var næst markahæstur í riðlinum, með 11 mörk. Loks var Karen Thóris- dóttir í ÍA næst markhæsti leikmað- urinn í sínum riðli með 8 mörk. arg Vestlendingar á Barcelona summer cup Snæfellsneshópurinn í 4. flokki kk. sem fór til Barcelona. Ljósm. Freydís Bjarnadóttir. Tekið á því á æfingu. Ljósm. Facebook/Barcelona Summer Cup. Glaðbeittar Skagastúlkur. Ljósm. Facebook/Barcelona Summer Cup. Eins og við sögðum frá í síðasta Skessuhorni fór Sveitakeppni Golf- sambands Íslands fram helgina 24.-26. júní síðastliðinn. Í frétt Skessuhorns láðist að geta árang- urs sveitar Golfklúbbsins Jökuls í Snæfellsbæ og er beðist velvirð- ingar á því. Klúbburinn keppti nú í fyrsta skipti í efstu deild karla ásamt sjö öðrum klúbbum. Keppt var á Korpúlfsstaðavelli í Reykja- vík. Snæfellingum gekk ágætlega á mótinu og höfnuðu í fimmta sæti í deildinni og spila því áfram í deild þeirra bestu að ári. Það varð hins vegar hlutskipti Golfklúbbs Borg- arness og Golfklúbbs Setbergs að falla niður í aðra deild. Golfklúbb- urinn Leynir á Akranesi spilaði sig upp úr annarri deild í þá fyrstu bæði í kvenna- og karlaflokki. Spennandi mót framundan Golfklúbburinn Jökull hefur stað- ið fyrir 9 holu golfmótum alla þriðjudaga í sumar og hefur þátt- taka verið mjög góð og skapast góður félagsandi í klúbbnum. Um helgina 15. til 16. júlí nk. verður mjög áhugavert golfmót á Snæ- fellsnesi sem Jökulsmenn kalla „Umhverfis Snæfellsnes á 2 dög- um.“ Þá verða leiknar 9 holur á hverjum velli á Snæfellsnesi þ.e. í Ólafsvík, Grundarfirði, Stykk- ishólmi og Staðarsveit. Saman- lagður árangur ræður úrslitum á mótinu. Vegleg verðlaun verða í boði. mm Sveit Golfklúbbsins Jökuls sem keppti í Sveitakeppni GSÍ á dögunum. Standa fyrir golfmótinu Umhverfis Snæfellsnes á tveimur dögum Sandara- og Rifsaragleði verð- ur haldin um helgina í Snæfellsbæ. Samkvæmt fjórðu drögum að dag- skrá, á vef Snæfellsbæjar, byrjar gleðin fimmtudaginn 7. júlí en þá hefst Meistaramót golfklúbbsins Jökuls og verður spilað fimmtudag til laugardags. Vestfjarðarvíkingur- inn verður í Tröð og Ari Eldjárn verður með uppistand um kvöld- ið í Frystiklefanum. Á föstudeg- inum verður meðal annars minn- ingabekkur um Skúla Alexanders- son vígður, farið verður í kvöldrölt og hljómsveitin „Í svörtum fötum“ spilar fyrir dansi í Röst. Gleðin heldur áfram á laugar- deginum þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Það verð- ur meðal annars farið í göngu- túr með Sæmundi um Hellissand, grillpartý verður við Hótel Hellis- sand, barnaskemmtun Frystiklefans og froðubolti fyrir 5-12 ára börn. Þá verða hoppukastalar, markaður og fleira skemmtilegt í félagsheim- ilinu Röst. Götugrill verður í öll- um götum og þar sem allir eru vel- komnir. Þegar allir hafa belgt sig út af grillmat mun heimahljóm- sveitin Ungmennafélagið leika fyr- ir dansi í Röst. Gleðilok verða með tónleikum Svavars Knúts og Krist- jönu Stefánsdóttur í Frystiklefanum klukkan 20:00 á sunnudeginum. arg Svipmynd frá Sandara- og Rifsaragleðinni fyrir tveimur árum. Sandara- og Rifsaragleði framundan

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.