Skessuhorn


Skessuhorn - 06.07.2016, Blaðsíða 27

Skessuhorn - 06.07.2016, Blaðsíða 27
MIÐVIKUDAGUR 6. JÚLÍ 2016 27 Klettagörðum 15 | 525 7700 | flytjandi.is DAGLEGA Á FERÐINNI MEÐ VÖRUR UM ALLT LAND Eimskip Flytjandi veitir samræmda flutningaþjónustu um land allt og eru áfangastaðirnir 80 talsins. Kári nældi sér í fjögur stig í vikunni Kári spilaði tvo leiki í liðinni viku í þriðju deild karla í knatt- spyrnu. Sá fyrri var gegn liði Þróttar frá Vogum 29. júní. Kári sigraði 2 – 1 í leiknum og voru það Einar Logi Einarsson og Bakir Anwar Nassar sem skor- uðu mörk Skagamanna. Síðari leikurinn fór fram laugardag- inn 2. júlí og var hann gegn Dal- vík/Reyni og fór leikurinn fram á Akranesvelli. Leikurinn var markalaus þegar tíu mínútur eft- ir en þá tók Arnar Freyr Sigurðs- son, varnarmaður Kára, til sinna ráða og skoraði mark fyrir bæði lið á lokakafla leiksins. Lokatöl- ur því 1 – 1. Kári er eftir leik- ina í fjórða sæti með þrettán stig. Næsti leikur Kára er gegn Víði Garði á heimavelli þriðjudaginn 12. júlí. -bþb Víkingur vann Skínanda Miðvikudag- inn í síðustu viku lék Vík- ingur Ó. við Skínanda í fyrstu deild kvenna A – riðli. Leiknum lauk með 1 – 0 sigri Víkings og markaskorar- inn Samira Suleman skoraði eina mark leiksins. Víkingur er nú í þriðja sæti riðilsins með 15 stig, stigi á eftir ÍR sem er í fyrsta sæti. Næsti leikur Vík- ings er í kvöld klukkan 20:00 gegn ÍR á útivelli. -bþb/ Ljósm. þa. Á þriðjudagskvöldið í liðinni viku mættust lið Víkings Ó. og Þrótt- ar í níundu umferð Pepsi deildar karla og fór leikurinn fram í Ólafs- vík. Um fjörugan leik var að ræða og fimm mörk voru skoruð. Fyrir leikinn var Víkingur í fimmta sæti með 14 stig en Þróttar í næst neðsta með sjö stig. Víkingur vann gríðar- lega sterkan sigur á Þrótti 3 – 2 þrátt fyrir að hafa lent tveimur mörkum undir í upphafi leiksins. Áhorfendur í Ólafsvík voru sorg- lega fáir, aðeins 260 talsins, og voru þeir enn að koma sér fyrir á vellin- um þegar fyrsta mark leiksins leit dagsins ljós. Það var ekki mínúta liðin þegar Thiago Pinto Borges gaf góða stungusendingu á Brynjar Jón- asson sem kláraði færið af yfirvegun fram hjá Cristian Liberato í marki Víkings. Um mínútu síðar skoraði Þróttur annað mark þegar Arnar Darri Pétursson markmaður Þrótt- ar tók útspark sem endaði á kollin- um á Brynjari Jónassyni sem fram- lengdi boltanum á Vilhjálm Pálma- son sem renndi honum snyrtilega í markið. Staðan orðin 2 – 0 fyrir Þrótt eftir aðeins þriggja mínútna leik og útlitið býsna svart fyrir Vík- inga. Þróttur spilaði undan sterkum vindi í fyrri hálfleik og náði að nýta sér það ágætlega. Á 40. mínútu skor- aði Hrvoje Tokic virkilega mikil- vægt mark fyrir heimamenn. Mark- ið var einfalt; William Dominguez da Silva tók hornspyrnu sem Tokic skallaði inn í markið. Staðan því 1 – 2 þegar flautað var til hálfleiks. Síðari hálfleikur var ekki jafn fjör- ugur og sá fyrri og lengi vel var lít- ið sem ekkert að gerast í leiknum. Þegar komið var á lokamínúturn- ar fór að færast fjör í leikinn. Á 84. mínútu jafnaði Alfreð Már Hjalta- lín metin fyrir Víkinga. Þorsteinn Már Ragnarsson skallaði boltann áfram á Alfreð Má sem potaði bolt- anum fram hjá Arnari Darra. Stað- an 2 – 2 og markið nokkuð sárt fyrir Þróttara sem höfðu varist vel í síð- ari hálfleik. Dramatíkinni í lokin var þó ekki lokið. Á lokamínútu venjulegs leik- tíma skoraði Aleix Egea. Aftur kom mark upp úr hornspyrnu Domingu- ez og þar með var stórkostleg end- urkoma Víkinga fullkomnuð. Vík- ingar hafa sigrað alla heimaleiki sína í Pepsi deildinni í ár. Það virð- ist vera nokkuð erfitt fyrir önnur lið að sækja sigur í Ólafsvík en heima- menn hafa ekki tapað síðustu 18 leikjum sem þeir hafa spilað á sín- um velli. Síðast þegar liðið tapaði á heimavelli var það gegn Grindvík- ingum 2 – 0 í ágústbyrjun 2014. Það eru því að verða tvö ár. Þetta afrek verður að teljast nokkuð aðdáunar- vert. Víkingur komst með sigrinum upp í þriðja sæti deildarinnar með 17 stig; þremur stigum eftir toppliði FH. Næsti leikur Víkinga er 10. júlí gegn KR á útivelli. bþb Enn sigrar Víkingur á heimavelli Hrvoje Tokic var valinn maður leiksins af stuðningsmönnum. Hér er hann ásamt Bríeti Sunnu Gunnarsdóttur og Eyrúnu Lilju Einarsdóttur sem afhentu honum verðlaunin. Ljósm. Alfons Finnsson. Sjöttu umferð Pepsi deildar kvenna í fótbolta lauk fimmtudaginn síð- asta þegar Stjarnan og ÍA mættust í Garðabæ. Fyrir leikinn var Stjarnan í öðru sæti með þrettán stig en ÍA í því síðasta með aðeins eitt. Skagakonur áttu fá svör við öflugum sóknarleik Stjörnunnar og lauk leiknum með sex marka sigri Stjörnunnar. Leikurinn var fremur bragðdaufur fyrsta hálf- tímann en Skagakonur vörðust vel þann tíma. Það var svo á 33. mínútu sem landsliðskonan Harpa Þorsteins- dóttir skoraði fyrsta mark Stjörnunn- ar. Einbeitingarleysi í vörninni varð þess valdandi að Harpa Þorsteins- dóttir slapp ein í gegn og skoraði. Á 41. mínútu bætti Stjarnan við marki, þar var að verki Katrín Ásbjörnsdótt- ir. Donna Key Henry átti fínt skot að marki Skagamanna sem Ásta Vigdís í marki Skagamanna varði og Katr- ín náði að fylgja eftir og skora. Ekki voru skoruð fleiri mörk í fyrri hálfleik og Stjörnukonur fóru því með tveggja marka forystu inn í hálfleikinn. Á 49. mínútu átti Harpa Þorsteins- dóttir fínan sprett sem endaði með því að hún renndi boltanum á Katr- ínu sem bætti við sínu öðru marki. Fjórum mínútum síðar fullkomnaði Katrín síðan þrennuna, markið var ekki ósvipað því þriðja en að þessu sinni var það Donna Key Henry sem renndi boltanum á Katrínu. Á 58. mínútu var dæmd vítaspyrna þeg- ar Ásta Vigdís braut á Donnu Key. Vítaspyrnuna tók markavélin Harpa Þorsteinsdóttir og skoraði af öryggi. Tveimur mínútum síðar fór Harpa illa með vörn Skagakvenna og skor- aði með föstu skoti. Önnur þrenna leiksins því fullkomnuð. Ekki var meira skorað í leiknum og lokatölur því 6 – 0. Stjarnan endur- heimti toppsætið með sigrinum en Skagakonur sitja á botninum með eitt stig. Næsti leikur ÍA er gegn liði Vals á Akranesvelli á morgun, fimmtudag klukkan 18:00. bþb Skagakonur töpuðu stórt Úr fyrsta leik Skagans í sumar. Fimmtudaginn 30. júní síðastlið- inn fór fram púttkeppni milli eldri borgara í Borgarbyggð og á Akra- nesi. Keppt var á púttvellinum að Hamri í Borgarnesi. Þar var háð fyrsta keppni þessara aðila í ár um Húsasmiðjubikarinn en þetta er fjórða árið sem keppt er um hann. Bikarinn var gefinn af Húsasmiðj- unni á Akranesi. Þátttaka frá félög- unum er ótakmörkuð en árangur sjö bestu hjá hvoru liði telur. Keppnin er með þeim hætti að liðið hittast þrisvar yfir sumarið og leiknar eru 36 holur hverju sinni. Borgfirðing- ar unnu keppnina 2013 og 2014 en Akurnesingar 2015. Þrjátíu karlar og konur öttu kappi á Hamri á 18 holu velli. Keppnin fór vel fram í nokkurri golu og rigning- arúða. Keppnin gat ekki orðið jafn- ari. Akurnesingar léku á 495 högg- um en Borgfirðingar á 496. Næst hittast þessi vösku púttlið á Akranesi fimmtudaginn 21. júlí. ii Akurnesingar unnu fyrstu lotu í púttkeppni eldri borgara Hópurinn að lokinni keppni við Hótel Hamar. Ljósm. Þórhallur Teitsson. Síðastliðið miðvikudagskvöld lauk níundu umferð í Pepsi deild karla í knattspyrnu með leik ÍA og Stjörn- unnar á Akranesvelli. Leikurinn var líflegur og lauk með 4 – 2 sigri Skagamanna þar sem Garðar Gunn- laugsson skoraði þrennu en þetta var um leið fyrsta þrenna Skagamanna í efstu deild í 12 ár. Skagamenn lyftu sér upp fyrir KR í níunda sæti deild- arinnar með sigrinum og eru komn- ir með tíu stig. Stjörnumenn sitja enn í því fimmta með fjórtán stig. Leikurinn fór af stað með mikl- um látum. Á fimmtu mínútu skor- aði Hilmar Árni Halldórsson fyr- ir Stjörnuna. Hann skapaði markið algjörlega sjálfur þar sem hann fékk boltann við miðlínu vinstra meg- in og hljóp með hann að vítateign- um þar sem hann kom sér í skot- færi og lagði boltann snyrtilega í nærhornið. Tveimur mínútum síð- ar kom fyrirgjöf frá Ólafi Val Valdi- marssyni í teig gestanna. Fyrirgjöfin var hættulítil þar sem Jóhann Lax- dal komst í boltann en þegar hann ætlaði að hlaupa með hann úr víta- teignum skoppaði boltinn á blautu grasinu upp í hönd hans og víta- spyrna dæmd. Mjög klaufaleg mis- tök hjá Jóhanni. Vítaspyrnuna tók Garðar Gunnlaugsson og skoraði hann úr henni líkt og á móti KR í síðustu umferð. Leikurinn var op- inn og skemmtilegur í fyrri hálf- leik en fleiri mörk voru ekki skoruð í honum og staðan því 1 – 1 þegar Gunnar Jarl ágætur dómari leiksins flautaði til hálfleiks. Stjörnumenn komu sprækari til leiks eftir hlé og bættu við öðru marki sínu á 55. mínútu. Eftir klafs í teig Skagamanna eftir aukaspyrnu Heiðars Ægissonar barst boltinn á Brynjar Gauta Guðjónsson sem skaut boltanum í stöngina og inn. Fallegasta mark leiksins. Eftir að hafa fengið á sig ann- að markið vöknuðu Skagamenn og sýndu mikla baráttu. Á 63. mínútu fengu Skagamenn hornspyrnu. Ár- mann náði góðum skalla á markið sem endaði í stönginni en eins og hrægammur hirti Garðar boltann þegar hann barst aftur út og skoraði af stuttu færi. Skagamenn voru komnir á bragð- ið og fannst þeim ekki vera ástæða til að hætta úr því sem komið var. Á 66. mínútu fékk Tryggvi Hrafn Har- aldsson boltann vinstra megin á vell- inum og lék með hann að vítateign- um þar sem hann renndi boltanum í hlaupaleið Darren Lough sem kom á ferðinni og setti boltann fram hjá Kerr í marki Stjörnunnar. Á 72. mínútu fullkomnaði Garð- ar síðan þrennuna þegar hann fékk góða sendingu inn fyrir frá Ólafi Val; hann náði góðu skoti sem skoppaði fyrir framan Kerr í markinu svo erf- itt var fyrir hann að verja boltann. Staðan orðin 4 -2. Ekki voru skoruð fleiri mörk í leiknum og reyndist 4 – 2 verða lokatölur. Garðar Gunnlaugsson var valinn maður leiksins en hann hefur verið sjóðandi heitur í markaskor- un og skoraði fimm mörk í síðustu tveimur leikjum. Næsti leikur ÍA er gegn Breiðabliki á útivelli sunnu- daginn 10. júlí. bþb Garðar skoraði þrennu í sigri Skagamanna Garðar Gunnlaugsson skoraði fyrstu þrennu Skagamanna í tólf ár.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.