Skessuhorn


Skessuhorn - 06.07.2016, Blaðsíða 21

Skessuhorn - 06.07.2016, Blaðsíða 21
MIÐVIKUDAGUR 6. JÚLÍ 2016 21 Vestlendingar áttu marga þátttak- endur á sjötta Landsmóti UMFÍ 50+ sem haldið var nýverið á Ísa- firði. Þar var keppt í fjölmörgum greinum af ýmsum toga, svo sem sundi, strandblaki, línudansi og pönnukökubakstri, ásamt fleiru. Skagamenn áttu til að mynda lið bæði í boccia og línudanshópur frá Akranesi tók þátt og vann til gull- verðlauna. Þá voru nokkrir þátt- takendur úr Borgarfirðinum, en sundfólk þaðan vann meðal annars boðsund á mótinu. Hjördís Hjart- ardóttir frá Akranesi var ein þeirra sem keppti á mótinu. Hún setti saman texta um þátttöku sína á því, þar sem hún segir frá ánægjulegri upplifun sinni af keppninni og ástæðunni fyrir því að hún ákvað að taka þátt á Landsmóti 50+. grþ Hundstressuð og laf- móð fyrir fyrsta sundið „Fyrir 50 árum, í maí 1966, fór ég á mitt fyrsta sundnámskeið í Sund- höllinni á Ísafirði. Því fannst mér vel við hæfi að skella mér á UMFÍ 50+ á Ísafirði nú í byrjun júní og keppa í sundi. Ekki af því að ég sé svo góð í sundi, fannst það bara svo viðeigandi vegna þessara tímamóta. Ég var nú samt á báðum áttum en eftir að hafa fengið góða hvatningu frá mæðgunum Guðmundu Ólöfu (Mummu Lóu) og Hildi Karen ákvað ég að slá til! Ég ætlaði fyrst að fara bara í 50 skrið og 50 bak, en þegar til kom hafði ég skráð mig í 66,7 fjór, 50 bak, 50 bringu, 50 skrið og 100 skrið! Undirbúningurinn fólst fyrst og fremst í því að synda án blaðkna en það hafði ég ekki gert lengi. Hild- ur Karen kom með mér einu sinni í sund og fór yfir stungurnar. Ég fór því vestur full af sjálfstrausti! En þegar á hólminn var komið fóru nú að renna tvær grímur á frúna. Get ég þetta? Ætli ég geri ógilt? Verð ég kannski laaaang síðust? Ég var orðin hundstressuð fyrir fyrsta sundið, var lafmóð og með hjart- sláttinn í botni. Náði þó að klára, skammlaust. Var örlítið minna stressuð í næsta sundi og svo var þetta bara skemmtilegt eftir það. Markmið mín voru þau að synda gild sund og skemmta mér. Ég fann mér reyndar líka keppinauta sem ég vildi vinna; eina sem var í sama flokki og ég og aðra í næsta flokki fyrir neðan. Stutt í gamla keppnis- skapið. Öll þessi markmið náðust. Ég fékk gull í öllum keppnisgrein- unum, það voru reyndar ekki alltaf margir keppinautar, en samt sætt. Var aldrei laaaang síðust eins og ég hafði óttast í upphafi. Mér skilst að einhver ný mótsmet hafi verið sett, en ekki fylgir sögunni hvort áður hafi verið synt í þeim grein- um á UMFÍ 50+! Við skelltum svo í blandaða boðsundssveit, ég og þrír sveitungar mínir fyrir vestan, en lutum í lægra haldi fyrir öflugri sveit Borgfirðinga. Ég stefni að því að bæta stíl og auka hraðann fyr- ir næsta mót, þetta var bara byrj- unin. Og fyrst kellan var komin á mót og í keppnisgírinn þá skellti hún sér í 1000 metra hlaup og kúlu- varp! Ég hef heldur aldrei keppt í þessum greinum, en aðalatriðið að vera með. Ég sé svo sannarlega ekki eftir að hafa tekið þátt í þessu móti, góð- ur keppnisandi, gleði og samkennd voru ríkjandi á mótinu. Það var frá- bært að fylgjast með þessu „eldra“ fólki, sem þó virðist ekkert eld- ast, frábær fyrirmynd fyrir okkur hin. Ég ætla pottþétt að vera með í Hveragerði að ári og treysti á að fleiri Skagamenn bætist í hópinn.“ Hjördís Hjartardóttir. Verslunin Nordic Store var opnuð í Borgarnesi 15. júní síðastliðinn í húsnæði Arionbanka við Digranes- götu. Fyrir eru tvær Nordic Store verslanir, báðar í miðbæ Reykja- víkur og sú þriðja verður opnuð þar á næstunni. Steinunn Bjarna- dóttir var ráðin sem verslunarstjóri í Borgarnesi en hún er menntaður grunnskólakennari og var áður að kenna í Grunnskólanum í Borgar- nesi. „Ég var spurð hvort ég vildi taka þetta starf að mér og mér leist vel á það og ákvað að slá til og prófa,“ segir Steinunn. „Ég tók mér ársleyfi frá kennslustörfum og ætla að sjá til hvernig mér líkar við þetta. Ég hef mjög gaman að því að kenna en það er líka skemmti- legt að prófa eitthvað alveg nýtt,“ bætir hún við. Hún segir starf- ið leggjast vel í sig. Steinunn ólst upp í Borgarfirðinum en býr nú í Borgarnesi með Hákoni Halldórs- syni og fjórum börnum þeirra. Steinunn segir opnun verslun- arinnar fara rólega af stað en það séu þó alltaf einhverjir að staldra við. „Við erum mest að selja ull- arvörur, peysur, húfur, sokka, vett- linga, teppi og slíkt. Auk þess erum við með gærur, annan útifatnað og ýmislegt fleira smálegt. Þetta er þó mest ullarvörur,“ segir Steinunn. Það eru helst erlendir ferðamenn sem versla í Nordic Store enda er margt sér-íslenskt að finna þar. Ekki hefur verið tekin endanleg ákvörð- un um opnunartíma í versluninni í Borgarnesi. „Núna erum við með opið frá klukkan 10-20 en við erum enn að finna út hvaða opnunartími er bestur. Ef það er eftirspurn fyrir því gætum við vel hugsað okkur að lengja opnunartímann en svo gæti líka farið að við styttum hann,“ seg- ir Steinunn. arg Verslunin Nordic Store opnuð í Borgarnesi Steinunn Bjarnadóttir var ráðin verslunarstjóri í nýrri Nordic Store verslun sem opnuð var í Borgarnesi í nýliðnum mánuði. Í Nordic Store eru seldar margskonar ullarvörur. Neðstu hæðinni í húsnæði Arionbanka hefur verið breytt í verslun. Vestlendingar stóðu sig vel á Landsmóti UMFÍ 50+ Skagakonurnar Hjördís og Guðmunda Ólöf hlaðnar verðlaunapeningum á Lands- móti UMFÍ 50+ Hjördís á verðlaunapallinum á Ísafirði. Hjördís klár í sundið.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.