Skessuhorn


Skessuhorn - 06.07.2016, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 06.07.2016, Blaðsíða 16
MIÐVIKUDAGUR 6. JÚLÍ 201616 Um helgina hengdi Guðlaugur I. Maríasson nýútskrifaður bygg- ingafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík, upp lokaverkefnið sitt á framhlið Faxabrautar 3 á Akranesi. Um er að ræða teikningar sem sýna hvernig hægt sé að breyta sement- stönkunum í fjögurra stjörnu hótel og veitingastað. „Ég útskrifaðist sem bygginga- fræðingur frá HR um síðustu ára- mót. Í lokverkefni í byggingafræði á að hanna byggingu sem almenn- ingur hefði aðgang að. Sements- reiturinn hefur verið mikið í um- ræðunni og fyrir nokkrum árum gerði eiginkona mín BSc verk- efni þar sem sementsturnarnir fengu nýja notkun og hafnarsvæð- ið var allt endurskipulagt. Einnig hafði vinnuveitandi minn Magn- ús H. Ólafsson velt fyrir sér nýt- ingu á turnunum og var tilbúinn til að veita mér stuðning og ráð- gjöf við svona stórt verkefni. Vinn- an við þetta var krefjandi og erfið en á endanum tókst mér að hanna 88 herbergja hótel með veitinga- stað fyrir um 120 manns og fyrir- lestrarsal ásamt fleiri smærri þjón- usturýmum á einum besta stað við Faxaflóann,“ segir Guðlaugur. Þrátt fyrir að Guðlaugur hafi sýnt fram á að það sé möguleiki að breyta tönkunum í hótel þá verði það á endanum í höndum fjárfesta að ákveða hvort fara eigi í slíkt verk- efni á Akranesi, en að gerð hafi ver- ið gróf kostnaðar- og rekstraráætl- un sem sýnt hafi að þetta gæti alveg gengið upp. „Við sjáum það að í Reykjavík spretta hótel upp eins og gorkúlur og það virðist vera enda- laus eftirspurn eftir gistirými. Sigl- ingar á milli Reykjavíkur myndu t.d. ýta undir möguleikann á að geta haldið hótelstarfsemi gang- andi á hafnarsvæðinu.“ Guðlaugur vonast til þess að verkefni hans veki fólk til um- hugsunar og skapi umræðu. „Ég hef núna sýnt fram á að þetta er möguleiki og vonandi vekur þetta upp umræðu og fólk velti þessum vinkli fyrir sér. Þetta svæði er mik- ið á milli tannanna á Skagamönn- um þessa stundina og stefnt er að því að þarna rísi íbúðabyggð. Ég hef sýnt að það er vel hægt að endurnýta tankana og við þurfum ekki að jafna allt við jörðu til þess að breyta notkun svæðisins. Við getum líka endurnýtt hlutina sem eru til staðar til þess að skapa fjöl- breytni bæði í nýtingu og ásýnd. Ég er ekki endilega að meina að þarna þurfi að vera hótel, hægt er að nýta mannvirkin á ótal vegu. Möguleikarnir eru til staðar, það er alveg ljóst,“ segir Guðlaugur að endingu. bþb Kokteilahátíðin „Stykkishólmur cocktail weekend“ verður haldin í fyrsta skipti um næstu helgi. Hátíð- in verður dagana 8.-9. júlí og taka helstu barir og veitingastaðir bæj- arins þátt í gleðinni. Félagarnir Jón Viðar og Ívar Sindri standa fyrir há- tíðinni en þeir hafa báðir starfað sem barþjónar hérlendis og í Lond- on þar sem þeir lögðu stund á bar- fræðin í European Bartender School ásamt því að starfa á vinsælum kok- teilabörum í miðborginni. Staðirn- ir sem taka þátt verða með sérstak- an kokteil í boði fyrir hátíðina og mun dómnefnd fara á milli þeirra og leggja mat sitt á drykkina. Há- tíðinni verður slitið á Sjávarpakk- húsinu laugardagskvöldið 9. júlí og jafnframt verður þar tilkynnt hvaða staður hlýtur titilinn „Kokteilbar Stykkishólms 2016“. jse Stykkishólmur cocktail weekend Ívar Sindri við barinn. Hugmynd um hótel og veitingastað í sementstönkunum Guðlaugur ásamt teikningum af lokaverkefninu sem er til sýnis á framhlið Faxabrautar 3. Hér er mynd af því hvernig ásýnd tankana gæti orðið. Guðmundur Sigvaldason refa- skytta á Reykhólum sinnir grenja- vinnslu á svæðinu frá Gilsfjarðar- botni að Klettshálsi á Barðaströnd. Nýverið skaut hann tófu sem var á leið heim í greni sitt. Í kjafti tóf- unnar voru hvorki fleiri né færri en tíu fuglsungar, aðallega skóg- arþrestir. „Ég hef aldrei séð tófu með svona marga unga, en hins vegar hef ég séð meira magn í einum kjafti. Þá var tófa sem ég skaut með átta stokkandarunga og fór meira fyrir þeim,“ sagði Guð- mundur í samtali við Skessuhorn. Aðspurður segir hann dæmi um að tófa á greni fari allt upp í þrjár ferðir eftir vistum á sólarhring. Þannig geti hún því gert mikinn usla í varpi, bæði étið egg og taki svo ungana eftir að þeir klekjast út. Eggin sem hún ekki kemst yfir að éta grefur hún í kaldan jarðveg og kemur sér upp forða fyrir haustið og veturinn. Guðmundi til aðstoðar við grenjavinnsluna er Trausti bróðir hans í fríum. Síðan í maí hafa þeir alls náð 80 tófum en um hundrað frá áramótum. „Við erum ekki al- veg búnir ennþá með yfirferð okk- ar, en við leitum í 138 þekktum grenjum á þessu svæði og eigum eftir að líta í nokkur þeirra. Þetta greni sem tófan með þrastarungana náðist við var í Borgarlandi í Reyk- hólasveit. Í því tilfelli var grenið niður við sjávarmál og leitaði tófan upp í landið til að ræna hreiður í kjarrgróðri. Aðspurður segir Guð- mundur tófuna sífellt vera að færa greni sín nær sjó. „Mesta hættan er sú að ef varp misferst þá taki tófan upp á því að fara í lömbin. Ef þær byrja að leggjast á fé, þá hætta þær því ekki. Því er mikilvægt að skjóta alla dýrbíta sem fyrst verði vart við dýrbitið fé. Við höfum hins vegar verið blessunarlega laus við dýr- bíta hér í Reykhólasveitinni í þrjá áratugi eða svo. Hér er hins veg- ar mikið af hlaupadýrum og tel ég ástæðuna meðal annars þá að mik- ið er borið út af æti á Steingríms- fjarðarheiði. Ef lagt er út agn fyr- ir tófuna á háfjöllum er ekki allt- af veður til að fylgjast með og þá getur hún haft óþarflega greiðan aðgang að æti. Þá lifa hlaupadýrin frekar en ella.“ Þannig segist Guð- mundur hafa rakið spor tófu allt frá Þorskafjarðarheiði og niður í Þorskafjörð. mm Tófan reyndist vera með tíu spörfuglsunga í kjaftinum Guðmundur Sigvaldason grenjaskytta. Tófan sem náðist í Borgarlandi nýverið var með tíu þrastarunga í kjaftinum.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.