Skessuhorn


Skessuhorn - 06.07.2016, Blaðsíða 25

Skessuhorn - 06.07.2016, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 6. JÚLÍ 2016 25 Getir þú barn þá birtist það hér, þ.e.a.s. barnið! www.skessuhorn.is Óska eftir málara til að mála steypt hús að utan Húsið er um 120 fm. Óska eftir tilboði í verkið (hreinsa, laga ef þess þarf, sílan- bera, mála). Get sent myndir í tölvupósti. Húsið er staðsett í 301. Vinsamlegast sendið tölvupóst á 67dagny@gmail.com eða hringið í síma 865-7133. Smáfjölskylda leitar að íbúð í Borgar- nesi eða á Akranesi Tveggja manna smáfjölskylda (móðir og barn) leita að tveggja til fjögurra herbergja íbúð í Borgarnesi eða á Akranesi frá og með 1. ágúst. Rólyndis- fólk með meðmæli og fleira sé þess óskað. Greiðslugeta allt að 120 þúsund uppgefið. Upplýsingar í tölvupósti á berglindoskg@gmail.com. Herbergi óskast til leigu – Borgarnes eða Akranes Íslenska gámafélagið óskar eftir að taka herbergi/stúdíóíbúð á leigu fyrir starfs- mann sinn sem fyrst. Borgarnes eða Akranes kemur hvort tveggja til greina, einnig nærsveitir. Upplýsingar í síma 840-5780, Einar. Subaru Outback til sölu Er með 2008 árgerð af Subaru Outback til sölu. Bíllinn er ekinn 151.500 km. Svartur, topplúga, sjálfskiptur, bensín, drif 4x4, 173 hestöfl, útvarp/geislaspilari og hraðastillir. Ný heilsársdekk fylgja. Reyklaust ökutæki. Verð 1.950.000 krónur. Upplýsingar í tölvupósti kveld@ simnet.is Snæfellsbær – fimmtudagur 7. júlí Einn fremsti uppistandari landsins, Ari Eldjárn, snýr aftur í Rif með glænýtt uppistand í Frystiklefanum klukkan 20:00. Ásamt Ara koma fram Dóra Unnars, Kári Viðars og mögulega leynigestur. Hitum upp fyrir Sandaragleði 2016 með top- klassagríni í klefanum. Akranes – föstudagur 8. júlí Pepsi deild kvenna: ÍA – Valur á Akranes- velli klukkan 18:00. Dalabyggð – föstudagur 8. júlí Bæjarhátíðin „Heim í Búðardal“ verður haldin helgina 8. – 10. júlí. Dagskrá má finna í auglýsingu hér í blaðinu sem og á Facebook. Snæfellsbær – föstudagur 8. júlí Sandara- og Rifsaragleðin verður haldin dagana 8. – 10. júlí. Dagskrá má finna á vefsíðu Snæfellsbæjar www.snb.is. Stykkishólmur – föstudagur 8. júlí Kokteilahátíð „Stykkishólmur cocktail weekend“ verður haldin dagana 8. – 9. júlí. Helstu barir og veitingastæðir bæjar- ins taka þátt í gleðinni og verða með sérstakan kokteil í boði fyrir hátíðina. Dómnefnd mun fara á milli og leggja mat sitt á drykkina og hlýtur einn staður titilinn „Kokteilbar Stykkishólms 2016.“ Borgarbyggð – laugardagur 9. júlí Hvanneyrarhátíðin 2016 verður haldin með pompi og prakt. Sjá nánar auglýs- ingu hér í blaðinu. Snæfellsbær – laugardagur 9. júlí Djúpalónssandur – Dritvík. Sjórinn gaf og sjórinn tók. Gestir hitta landverði við bílastæðið á Djúpalónssandi kl. 14. Gengið um Djúpalónssand og til Dritvíkur. Á leiðinni eru völundarhús og búðarústir, norðan Dritvíkur eru fisk- reitir. Á Djúpalónssandi eru steintök sem vermenn reyndu afl sitt á. Snæfellsbær - sunnudagur 10. júlí Malarrif – Svalþúfa. Lífið í bjarginu frá kl. 14 - 16. Gestir hitta landverði við gestastofuna á Malarrifi. Gengið að Lóndröngum sem eru glæsilegir útverðir þjóðgarðsins. Sagt frá minjum um ver- mennsku fyrri tíma. Gengið á Svalþúfu þar sem Kolbeinn Grímsson og Kölski kváðust á forðum. Akranes – sunnudagur 10. júlí Pepsi deild karla: ÍA – Breiðablik á Kópa- vogsvelli klukkan 16:00 Snæfellsbær – sunnudagur 10. júlí Pepsi deild karla: Víkingur Ó – KR á KR- vellinum klukkan 16:00 Nýfæddir Vestlendingar Á döfinni Markaðstorg Vesturlands TIL SÖLU LEIGUMARKAÐUR ATVINNA Í BOÐI 29. júní. Stúlka. Þyngd 3.915 gr. Lengd 54 sm. Foreldrar: Unnur Sigurðardóttir og Bogi Helgason, Borgarnesi. Ljósmóðir: Erla Björk Ólafsdóttir. 30. júní. Drengur. Þyngd 3.610 gr. Lengd 54 sm. Foreldrar: Arney Þyrí Guðjónsdóttir og Kristján Valur Sigurgeirsson, Akranesi (Sjá nánar á forsíðu). Ljósmóðir: Valgerður Ólafsdóttir. SK ES SU H O R N 2 01 6 Matráður óskast við Menntaskóla Borgarfjarðar fyrir næsta skólaár Viðkomandi þarf að geta hafið störf 11. ágúst 2016 en skólaárinu lýkur 31. maí 2017. Möguleiki er á áframhaldandi ráðningu. Menntaskóli Borgarfjarðar er heilsueflandi skóli og eru kröfur gerðar um heilsusamlegan og hollan mat. Matráður ber ábyrgð á: Að matreiða heilsusamlegan hádegismat• Gera fjárhagsáætlun og sjá um innkaup• Þrif í eldhúsi o.fl. • Viðkomandi þarf að hafa góða þjónustulund og vera sveigjanlegur í starfi. Nánari upplýsingar gefur Guðrún Björg skólameistari í síma 894-1076. Umsóknir með ítarlegum upplýsingum um menntun og fyrri störf skulu berast skólameistara á netfangið gudrunbjorg@menntaborg.is í síðasta lagi sunnudaginn 17. júlí. Öllum umsóknum verður svarað. MB áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum. Stykkishólmsbær Sérkennari Grunnskólinn í Stykkishólmi óskar eftir að ráða sérkennara í fullt starf Viðkomandi þarf að geta hafið störf 1. ágúst 2016 Helstu verkefni: Sérkennsla• Gerð einstaklingsnámskráa og eftirfylgd með námi• Samst• arf við foreldra og fagaðila vegna málefna nemenda með sérþarfir Hæfniskröfur: Menntun í sérkennslufræðum eða reynsla af kennslu • nemenda með sérþarfir R• eynsla af uppeldis- og kennslustörfum í grunnskóla Leikni í mannl• egum samskiptum og færni í að umgangast börn og unglinga Ski• pulagshæfni, stundvísi og frumkvæði Góð tök á íslensk• ri tungu í ræðu og riti Laun og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ vegna Skólastjórafélags Íslands Nánari upplýsingar um starfið veitir Berglind Axelsdóttir aðstoðarskólastjóri í síma 433 8179 eða 895-3828, berglind@stykk.is Skriflegum umsóknum skal skilað til aðstoðarskólastjóra ásamt ferilskrá fyrir 18. júlí 2016 SK ES SU H O R N 2 01 6 Næstu blöð af Skessuhorni Miðvikudagana 13., 20. og 27. júlí Vegna sumarleyfa kemur ekki út blað 3. ágúst Í dag geta allir orðið sérfræðing- ar, hvort sem það er í almanna- tengslum eða í skemmtanalífi. Það eru allir sérfræðingar og eflaust er það af hinu góða. Að vera flokkað- ur sérfræðingur er að vera nörd og hver vill ekki vera nörd! Ég er til dæmis nörd og skammast mín ekk- ert fyrir það. Tveir hópar sérfræð- inga vekja þó ávallt áhuga minn og eru þeir algerlega í aðskildum flokk- um; byssum og fæðubótarefnum, og eru kannski ekki eins og fólk er flest. Það er hægt að vera vel að sér í einhverju en þessir hópar snúast í kringum annan hnött en við hin og eru alltaf til í að veita manni óum- beðna sérfræðiaðstoð sína. Hinn dæmigerði fæðubótarefna- fræðingur er með allt á hreinu þeg- ar þú ræðir við hann, um málið hafa verið heilu bindin skrifuð og auð- velt að finna það sem manni lík- ar. Svona eins og þegar maður leit- ar að ástæðu til að bólusetja ekki barnið sitt. Ef það er einhver sem les þennan pistil og er í vafa með það þá vil ég biðja hann um hringja á leigubíl og láta skutla sér á Litla- Hraun til innilokunar. Fæðubót- arsérfræðingurinn er oftar en ekki vel stillt líkamsræktarvél sem er próteinaður, amínósýrustilltur og vöðvastæltur einstaklingur sem er ósammála næringarsérfræðingum. Mögulega vegna þess að yfirleitt er næringarsérfræðingurinn lopa- peysufræðimaður sem boðar að- eins meira en kjúklingaát og duft- inntöku, bara pæling. Ég ætla samt ekki að ræða mikið um fæðubót- arefni því ég í fyrsta lagi nota ekki kreatín, mögulega útaf því Butter- cup hætti að spila fyrir 15 árum og Honda Civic með spoiler kitti sést ekki lengur. Á samt einhvern pró- tein dunk sem er enn í plastinu því einhver sagði mér eftir að ég keypti hann að próteinmagnið væri örugglega of mikið á meðan annar sagði að það væri allt í lagi. Ok, ég helminga þá bara skammtinn til að friða samviskuna en ég þarf víst að stunda reglulega líkamsrækt til að þetta virki. Ég sé mig ekki endilega feta tröppurnar upp í Silfursalinn í sundlaug Borgarness eins og veðr- ið er nú um þessar mundir og svo er EM í gangi, sumarfrí og grill. Allavega, hinn flokkurinn. Skot- vopnasérfræðingurinn er fyrir- bæri sem flestir geta tengt við. Það þekkja eflaust allir eða hafa heyrt um einhvern geðsjúkling sem þekk- ir öll kalíberin og ritjúölin sem þarf að framfylgja áður en tekið er í gikkinn og kúl- an send af stað. Hann er kannski það mikill sér- fræðingur að hann skýtur helst ekki kúlunni af stað þegar allt er klárt, hann er þá á því sem kallað er efsta stig veiði- mennskunnar eins og fluguveiði- menn kalla það. Þeir veiða á agn- haldslausa króka og vilja helst ekki landa fiskinum og sleppa honum helst aftur þegar hann álpast á land. Sérfræðingurinn er ekki sammála þeirri staðhæfingu sem afi minn sagði mér: „Gott skot er það sem hittir og fellir bráðina samstundis.“ Hann vill geta skotið í sama gatið 100 sinnum. Ég hef séð pósta á netinu þar sem nýgræðingurinn óafvitandi set- ur af stað styrjöld á spjallþræðin- um sökum þess eina hlutar að hann spurði hvaða kalíber af riffli hann ætti að fá sér. Mitt ráð fyrir þessa menn er að spyrja helst ekki neinn, ekki segja neinum að riffilkaup séu í nánd og helst ljúga þegar þú ert spurður hvaða kalíber þú keyptir, sama á við fæðubótarefni. Þá eru allir ánægðir. Góðar stundir, Axel Freyr Eiríksson Sérfræðiaðstoð PISTILL

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.