Skessuhorn


Skessuhorn - 06.07.2016, Blaðsíða 11

Skessuhorn - 06.07.2016, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 6. JÚLÍ 2016 11 Heim í Búðardal 8.-10. júlí 2016 Fylgist með á Facebookviðburðinum Heim í Búðardal Föstudagurinn 8. júlí Kl. 16:00 Töfrabragðanámskeið Kl. 17:00 Fjölskylduratleikur Kl. 18:30-20:30 Kjötsúpukvöld Kl. 20:00-22:00 Ljósmynda- og myndlistasýning Kl. 21:00 Kvöldvaka Laugardagurinn 9. júlí Kl. 9:00-11:00 Morgunverður Kl. 11:00 Latibær við Dalabúð Kl. 12:00-14:00 Vestfjarðavíkingurinn Kl. 14:00 Leirlistasýning Kl. 14:30 Kassabílarallý Kl. 15:00-18:00 Veltubíll Kl. 15:30-21:00 Ljósmynda- og mynlistasýning Kl. 16:00 Froðurennibraut Kl. 22:00-00:00 Happy Hour á Dalakoti Kl. 23:00 Dansleikur með Goðsögn Sunnudagurinn 10. júlí Kl. 14:00 Tónleikar við Silfurtún Kl. 12:00-18:00 Leirlistasýning SK ES SU H O R N 2 01 6 UNGLINGALANDSMÓT UMFÍ Í BORGARNESI 28 - 31. JÚLÍ Útlendingastofnun hefur náð samningum við Kiðá ehf. um leigu á sex íbúðum á nemendagörðun- um á Bifröst í Borgarfirði. Samn- ingurinn er til þriggja mánaða og er til reynslu. Ekki liggur fyrir hve lengi hver fjölskylda mun dvelja á Bifröst og fer það aðallega eftir því hve lengi mál viðkomandi verða til meðferðar hjá yfirvöldum. Íbúð- irnar sem leigðar hafa verið eru hugsaðar fyrir hælisleitendur sem Útlendingastofnun veitir þjónustu á meðan umsóknir þeirra um hæli eru til afgreiðslu hjá íslenskum yf- irvöldum. Fyrsti hópurinn flutti á Bifröst síðastliðinn fimmtudag og er það fólk sem kemur frá Alban- íu og Sómalíu en engin ákvörðun liggur fyrir um af hvaða þjóðerni síðari hópurinn verður. Allir þeir sem munu dvelja á Bifröst eru fjöl- skyldufólk. Ástæða þess að Bifröst varð fyr- ir valinu segir Útlendingastofnun vera þá að stofnunin er í stöðugri leit að húsnæði fyrir hælisleitend- ur og hefur sú leit borið lítinn ár- angur enn sem komið er. Á árinu hafa verið haldin tvö útboð til að finna húsnæði fyrir 100 hælisleit- endur. Í því fyrra bárust fimm til- boð en ekkert þeirra hentaði og því var ráðist í annað útboð sem verið er að vinna úr. Á Bifröst stóð til boða hentugt húsnæði og því var gert samkomulag um að leigja það til reynslu. Margrét Vagnsdóttir er tengi- liður milli íbúa Bifrastar og Út- lendingastofnunar. Hún segir að íbúar séu almennt jákvæðir fyr- ir komu fólksins á staðinn. „Auð- vitað koma upp efasemdaradd- ir og spurningar og við reynum hvað getum að svara þeim og upp- lýsa. Við héldum t.d. íbúafund um miðjan júní til þess að eiga samtal við íbúa um þetta. Það er samt al- menn ánægja miðað við það sem ég hef heyrt,“ sagði Margrét í samtali við Skessuhorn. bþb Útlendingastofnun tekur sex íbúðir á leigu á Bifröst Við bryggjuna í Ólafsvík liggja nú tveir bátar sem komnir eru í lang- þráð sumarfrí eftir góða vertíð. Dragnótarbáturinn Gunnar Bjarna- son SH er ásamt Ólafi Bjarnasyni SH við bryggju og er unnið við þrif og frágang þeirra áður er áhöfnin heldur í frí. Mannskapurinn þrífur bátana hátt og lágt svo þeir verða eins og nýir að verki loknu. af Þrifið og gert klárt við vertíðarlok Orri Magnússon stýrimaður hátt uppi að þrífa Ólaf Bjarnason SH. Hilmar Hauksson skipstjóri á Gunnari Bjarnasyni SH að taka veiðarfæri frá borði.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.