Skessuhorn


Skessuhorn - 06.07.2016, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 06.07.2016, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 6. JÚLÍ 20168 Skotthúfan tókst mjög vel STYKKISH: Um síðustu helgi var þjóðbúningahátíðin Skott- húfan haldin í Stykkishólmi í þrettánda skipti. Upphaflega var fólk hvatt til að mæta í þjóðbún- ingi í Norska húsið – Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla og þiggja þar kaffi og pönnukökur. Var þátttaka ávallt mjög góð svo tekin var sú ákvörðun fyrir tveim- ur árum að stækka hátíðina og nú nær hún yfir heila helgi. Í ár var þemað Jörundur Hundadagakon- ungur og byrjaði hátíðin á því að horft var á sjónvarpsleikritið „Þið munið hann Jörund“ á Eldfjalla- safninu. Meðal þess sem boðið var uppá á hátíðinni var ráðgjöf varðandi þjóðbúninga, þjóðdans- asýning hjá Þjóðdansahópnum Sporinu og flutt voru tvö erindi um Jörund í gömlu kirkjunni og spiluð tónlist sem tengdist hon- um. Hátíðin tókst mjög vel og var þátttaka mjög góð. „Það voru rúmlega 40 manns sem mættu í þjóðbúningi, mest konur en líka nokkrir karlar. Dagskráin gekk líka mjög vel og var þetta heilt yfir mjög góð helgi,“ segir Hjör- dís Pálsdóttir safnastjóri í Norska húsinu – Byggðasafni Snæfellinga og Hnappdæla. -arg Dagur íslenska fjárhundsins Haldið verður upp á dag íslenska fjárhundsins mánudaginn 18. júlí nk. Meðal þess sem boðið verð- ur upp á er málþing sem hald- ið verður í Þjóðminjasafninu í Reykjavík til heiðurs Íslandsvin- inum Mark Watson, en hann var fæddur þennan dag árið 1906. Á sínum tíma heillaðist Watson af íslenska fjárhundinum og ákvað að bjarga honum frá útrýmingu og er alls óvíst að við ættum þjóð- arhund ef ekki væri fyrir hans til- verknað. Fæðingardagur Watson var því valinn sem dagur íslenska fjárhundsins. Fundarstjóri á mál- þinginu verður Guðni Ágústsson. Þórhildur Bjartmarz fv. formaður HRFÍ flytur erindi, fjallað verður um bjargvættinn Mark Watson í samantekt Sigríðar Sigurðardótt- urr safnstjóra í Glaumbæ í Skaga- firði. Þá flytur Albína Hulda Páls- dóttir dýrabeinafornleifafræðing- ur erindi um landnámshunda og kjölturakka. Málþingið hefst kl. 12 og lýkur um kl. 13 og eru all- ir áhugasamir eru velkomnir. Því má við þetta bæta að fjallað verð- ur um íslenska fjárhunda í Grund- arfirði um kvöldið. -mm Sameinuðu Hafró og Veiði- málastofnun RVK: Föstudaginn 1. júlí tók til starfa ný sameinuð stofnun sem nefnist Hafrannsóknastofnun - rannsókna- og ráðgjafarstofnun hafs og vatna. Þar með sameinast Hafrannsóknastofnun og Veiði- málastofnun. Starfsstöðvar nýrr- ar stofnunar er á Skúlagötu 4 í Reykjavík. Almennar upplýsingar um hina nýju stofnun má finna á heimasíðu hennar sem opnuð var sama dag á slóðinni hafogvatn.is. -mm Aflatölur fyrir Vesturland 25. júní – 1. júlí Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu: Akranes 2 bátar. Heildarlöndun: 1.981 kg. Mestur afli: Ísak AK: 1.898 kg. í tveimur löndunum Arnarstapi 2 bátar. Heildarlöndun: 21. 943 kg. Mestur afli: Bárður SH: 19.647 kg. í fjórum löndunum Grundarfjörður 2 bátar. Heildarlöndun: 122.171 kg. Mestur afli: Þórunn Sverris- dóttir VE: 79.019 kg. í einni löndun Ólafsvík 15 bátar. Heildarlöndun: 149.312 kg. Mestur afli: Egill SH: 37.950 kg. í tveimur löndunum Rif 9 bátar. Heildarlöndun: 84.613 kg. Mestur afli: Örvar SH: 44.933 kg. í einni löndun Stykkishólmur 13 bátar. Heildarlöndun: 64.052 kg. Mestur afli: Fjóla SH: 10.448 kg. í þremur löndunum Topp fimm landanir á tímabilinu: 1. Þórunn Sverrisdóttir VE – GRU: 79.019 kg. 29. júní. 2. Örvar SH – RIF: 44.933 kg. 28. júní. 3. Steinunn SF – GRU: 43.152 kg. 28. júní. 4. Egill SH – ÓLA: 33.533 kg. 28. júní. 5. Gunnar Bjarnason SH – ÓLA: 25.210 kg. 27. júní. Bréf umboðsmanns Alþingis til Borgarbyggðar vegna afgreiðslu á erindum Þorsteins Mána Árnason- ar var lagt fram á fundi byggðarráðs fimmtudaginn 30. júní síðastliðinn. Forsaga málsins er sú að Þorsteinn Máni óskaði eftir svörum og gögn- um frá Borgarbyggð eftir að úrskurð- arnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi 24. september 2015 úr gildi ákvörðun sveitarfélagsins um bygg- ingarleyfi ferðaþjónustufyrirtækis við Egilsgötu. Í bréfinu til Borgarbyggð- ar ávítar umboðsmaður sveitarfélagið fyrir óeðlilegar tafir á svörum við er- indum Þorsteins Mána, að sveitar- félagið hafi beint samskiptum sín- um við hann til utanaðkomandi lög- manns, sem og óeðlilegar tafir á svör- um við fyrirspurnum umboðsmanns vegna málsins. Ástæðulausar tafir Í fyrsta lagi gagnrýnir umboðsmaður Alþingis sveitarfélagið fyrir óeðlilegar tafir á svörum við erindum Þorsteins Mána. Er þar vísað til stjórnsýslu- laga og þeirrar óskráðu meginreglu stjórnsýsluréttar að allar ákvarðanir í stjórnsýslunni skulu teknar svo fljótt sem auðið er, svokölluð málshraða- regla. Þá minnir hann enn frem- ur á þá óskráðu meginreglu íslensks stjórnsýsluréttar að hver sá sem ber upp skriflegt erindi við stjórnvald á almennt rétt á að fá skriflegt svar, nema erindið beri með sér að svars sé ekki vænst. Umboðsmaður segir ljóst á gögnum málsins að þau gefi ekki fyllilega skýra mynd af samskiptum Borgarbyggðar og Þorsteins Mána. „Þannig er í tilteknum bréfum sveit- arfélagsins vísað til dagsettra erinda Þorsteins Mána sem ekki er að finna í þeim gögnum sem sveitarfélagið hef- ur sent mér,“ segir í bréfinu. Þau gögn sem þar eru talin upp kveðst umboðs- maður ekki hafa fengið í hendurnar þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir þar um. Hann telur þó ljóst að meðferð og af- greiðsla erindanna hafi hvorki verið í samræmi við svokallaða málshraða- reglu né þá óskrifuðu meginreglu að skriflegum erindum skuli svara skrif- lega nema svars sé ekki vænst. Seg- ir umboðsmaður að ekki hafi ver- ið sýnt fram á ástæður sem réttlættu tafir á meðferð málsins á þeim tíma sem samskiptin áttu sér stað. Þá verði enn fremur ekki séð að Borgarbyggð hafi af eigin frumkvæði tilkynnt Þor- steini Mána um frekari tafir á svörum við erindum hans. „Ég beini því til Borgarbyggðar að hafa framangreind sjónarmið í huga framvegis,“ áréttar umboðsmaður. Umboðsmanni torvelt sitt eftirlitshlutverk Þá gagnrýnir umboðsmaður Alþing- is vinnubrögð Borgarbyggðar eft- ir að embættið sendi sveitarfélaginu bréf þar sem óskað var eftir upplýs- ingum um hvað liði meðferð máls Þorsteins Mána og afgreiðslu. Fyr- irspurning var síðan ítrekuð tvisvar. Þykir umboðsmanni svör hafa borist óeðlilega seint, en svör og gögn bár- ust að um fimm mánuðum liðnum frá upphaflegri fyrirspurn embætt- isins. „Ekki hafa komið fram nein- ar skýringar á því hvers vegna slík- ur dráttur varð á svörum til mín eða af hverju tiltekin gögn hafa enn ekki borist,“ segir í bréfinu. Vísað er í lögfestan og víðtækan rétt umboðs- manns til að krefja stjórnvöld um þær upplýsingar og sem hann þarfnast til að geta sinnt því eftirlitshlutverki með stjórnsýslunni sem honum er ætlað. Afhendi stjórnvöld umboðs- manni ekki nauðsynlegar skýringar og gögn innan hæfilegs tíma frá því þeirra er óskað er honum gert erfitt fyrir að sinna því hlutverki. Þær tafir sem urðu í þessu máli telur umboðs- maður ekki samræmast þeim sjón- armiðum sem lög um umboðsmann Alþingis eru byggð á. „Ég vænti þess að Borgarbyggð hafi framangreint í huga í störfum sínum framvegis,“ ritar umboðsmaður. Villandi að vísa á lögfræðing Að lokum er sveitarfélagið gagnrýnt fyrir að hafa beint samskiptum sín- um við Þorstein Mána til utanað- komandi lögmanns. Umboðsmað- ur segir að slíkt geti ekki talist eðli- legt í samskiptum þegar um eiginleg stjórnsýslumál er að ræða. Almennt skuli þess gætt við meðferð mála af hálfu stjórnsýslunnar að hún sé eins skilvirk og einföld og hægt er, ákvarðanir teknar svo fljótt sem auð- ið er og að meðferð mála verði ekki óhóflega kostnaðarsöm eða íþyngj- andi fyrir borgarana sem eiga í hlut. Slíkar aðstæður geti villt um fyrir borgurunum. Mál rekið í stjórnsýsl- unni á ábyrgð hins opinbera skuli fara fram með reglum opinbers rétt- ar. Því tjói ekki að stjórnvöld beri fyrir sig einkaréttarlegum reglum. Telur umboðsmaður ástæðu til að koma þessari ábendingu á framfæri við Borgarbyggð. „Jafnframt að hafa þau sjónarmið sem hér hafa verið rakin í huga í framtíðarstörfum sín- um.“ kgk Umboðsmaður setur ofan í við Borgarbyggð „Ég er kominn hér á einhver aula- þorskamið, alveg ótrúlegir bolt- ar sem ég er að fá á línuna núna,“ sagði Alfons Finnsson fréttaritari Skessuhorns í Ólafsvík þegar rit- stjórinn sló á þráðinn til hans síð- degis í gær. Fonsi er á strandveið- um líkt og hundruðir annarra og rær þessa dagana á Frosta HS. Hann segir að menn þurfi að róa lengra eftir fiski nú, miðað við í vor þegar fiskað var nánast upp í harðalandi. Það fylgi árstímanum. „Nú er ég staddur á Bárðargrunni, um sjö mílur norðan af Ólafs- vík. Það er búið að vera tregt, en sá fiskur sem er að taka er gríð- arvænn og þarf því ekki marga í dagsskammtinn.“ Myndin sem hér fylgir er af þorski sem lá við borð- stokkinn meðan sjóarinn síkáti mundaði myndavélina og sendi ritstjóranum hana til sönnunar um lýsingarnar. Eftir að Fonsi var bú- inn að taka fiskinn um borð á ip- poni, hringdi hann aftur og sagði að sá guli hefði verið gríðarstór. „Hann er samt aðeins styttri en ég, en lengri en frúin,“ sagði hann og skellihló. mm/ Ljósm. af. „Sá stóri er aðeins styttri en ég“ Mikil umferð hefur verið um umdæmi Lögreglunnar á Vestur- landi að undanförnu enda ferða- mannatíminn í hámarki og sumar- veðrið gott flesta daga. Umferðin hefur að mestu gengið vel fyrir sig, að sögn Theódórs Þórðarsonar hjá LVL. Alls urðu níu umferðaróhöpp í vikunni sem leið, flest minnihátt- ar. Öll voru óhöppin án teljandi meiðsla á fólki enda allir í örygg- isbeltum. Af þessum níu óhöpp- um voru þrjár útafkeyrslur á Snæ- fellsnesvegi sem áttu það sameig- inlegt að ökumennirnir sem lentu útaf, höfðu allir sofnað undir stýri. Ökumennirnir voru á svipuðum aldri, eða um og yfir sextugt. Ekki er vitað hvað varð til þess að þeim rann í brjóst en allir sluppu þeir vel utan þess að „vakna upp við vond- an draum“. Bæjarhátíðin „Írskir dagar“ sem haldin var á Akranesi um liðna helgi fór að mestu leyti mjög vel fram, að sögn lögreglu. Nokkuð var um að laganna verðir væru kallaðir til vegna pústra og óláta og einnig vegna ung- menna og fólks á besta aldri, af báð- um kynjum, sem hafði drukkið of mikið áfengi í kringum Lopapeysu- ballið. Nokkrar líkamsárásir voru til- kynntar en ekki er enn ljóst hvort að kærumál verða úr þeim tilkynning- um. Tveir ökumenn voru teknir fyr- ir meinta ölvun við akstur og einn grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna á Akranesi um helgina. Tilkynnt var um mann á sextugs- aldri sem veittist að ungum mönnum á torfæruhjólum við Ölver í Hval- fjarðarsveit um liðna helgi. Var mað- urinn sagður hafa barið með grjóti og unnið skemmdir á hlífðarbúnaði annars hjólamannsins, hjólinu hans sem og bifreið sem ungi maðurinn var á. Virðist sem maðurinn hafi ver- ið ósáttur við akstur ungu mannanna á hjólunum eftir vegslóðum á svæð- inu sem hann hafði þó heimilað þeim skömmu áður, að þeirra sögn. Samtals voru 850 ökumenn mynd- aðir vegna hraðaksturs í síðustu viku af sjálfvirku hraðamyndavélunum, þar af um 270 við Fiskilæk sunnan Hafnarfjalls. Þá tóku lögreglumenn um 50 ökumenn fyrir of hraðan akst- ur í umferðareftirliti sínu víðs vegar í umdæminu. mm Annir í umferðargæslu og fleiru

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.