Skessuhorn


Skessuhorn - 06.07.2016, Blaðsíða 23

Skessuhorn - 06.07.2016, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 6. JÚLÍ 2016 23 Sumarlesari vikunnar Áfram heldur sumarlesturinn á Bókasafni Akraness. Þessa vik- una var Nikolas tekinn í viðtal. Hvað heitir þú og hvað ertu gamall? Nikolas da Silva Rag- narsson og ég er átta ára. Í hvaða skóla ertu? Ég er í Brekkubæjarskóla. Hvaða bók varstu að lesa? Ég var að lesa tvær bækur sem heita Sísí og Lóló og Tóta og Tumi. Hvernig var/er hún? Þær voru skemmtilegar og ég var mjög fljótur að lesa þær. Hvernig bækur finnst þér skem- mtilegastar? Ævintýrabækur eru skemmtilegastar þegar það eru skrímsli og risaköngulær í þeim. Hvar er best að vera þegar maður er að lesa? Það er best að lesa inni í herbergi. Áttu þér uppáhalds bók eða uppáhalds rithöfund? Harry Potter bækurnar eru uppáhalds bækurnar mínar. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Ég vil verða lögga þegar ég verð stór. Krossgáta Skessuhorns Hér er ný krossgáta fyrir lesendur að leysa. Þeir sem vilja geta sent Skessuhorni lausnarorð/in á netfangið: kross- gata@skessuhorn.is fyrir klukkan 15 á mánudögum. Athug- ið að fullt nafn og heimilisfang þarf að fylgja með lausn- inni. Þeir sem ekki hafa aðgang að tölvupósti sendi lausn- ir á: „Skessuhorn - krossgáta, Kirkjubraut 56, 300 Akra- nesi (athugið að póstleggja þarf lausnir í síðasta lagi á föstu- degi). Dregið verður úr réttum innsendum lausnum og fær vinningshafinn bókargjöf frá Skessuhorni; „Pétrísk íslensk orðabók með alfræðiívafi,“ eftir sr. Pétur Þorsteinsson. Alls bárust 87 lausnir við krossgátunni í blaðinu í síð- ustu viku. Lausnin var: „Gott er að mæta vini á vegi.“ Vinn- ingshafi er: Jóhanna Karlsdóttir, Víðihlíð 15, 550 Sauðár- krókur. Andlit Frjálsir Gamall Japl Átt Geð Neyttu Flan Púki Oftast Neitaði Þvaga Dáð Haka Tónbil Hnykill Heil Skreyta Sjá 1 100 Drolla Frá Afkimi Íþr.fél. Bor Röð Ókunn Ögn Hylur Áhald Hissa Læðast Deilur Korn Utan Sk.st. Fum Bæn Efni 2 Eins Samdi Erill Trjáteg. Knæpa Ugga Friður Dráttur Nærist Féll Veisla Ámur Sigrar Eyra Gola 3 Sífellt Rösk 1000 6 Mjöður Kerald Eink.st. Kona Álít Planta Skjálfa Hljóta Rot Venja Ösluðu Spil Skaði Flúð 7 Tölur Elskar Dropi Alltaf Á fæti Hnoðað Grugg Prests- frú Augna- gælur Snaga Flýti Fæðir Kukl Mjúk 7 4 Nöldur Sár Þreyta Rændi Ætla Kvað Vangi Gnýr Tók Ókyrrð Grípa 5 Næði Fæddu Vein Geisar Dýrka Annríki Blóm 2 Muldur 1 2 3 4 5 6 7 Daníel Þór Heimisson nýstúdent úr Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi er meðal styrkhafa úr Af- reks- og hvatningarsjóði stúdenta Háskóla Íslands, en styrkir voru af- hentir 28 efnilegum nýstúdentum síðastliðinn þriðjudag. Styrkþegarn- ir eiga það allir sameiginlegt að hafa náð framúrskarandi árangri á stúd- entsprófi og innritað sig til náms við Háskólann í haust og nemur hver styrkur 375 þúsund krónum. Daní- el Þór útskrifaðist úr FVA um síð- ustu áramót. Daníel Þór brautskráðist eftir sjö anna nám af félagsfræðabraut FVA með ágætiseinkunn og hlaut fjölda verðlauna og viðurkenninga, eins og sagt var frá í Skessuhorni fyrir ára- mótin. Hann stefnir á nám í íslensku í haust og í framhaldinu á kennslu- fræði með það fyrir augum að kenna í framhaldsskóla og jafnvel stýra slíkum skóla í framtíðinni. mm Nemandi úr FVA hlaut styrk úr afrekssjóði HÍ Heimir Jónasson tók við styrknum úr hendi Jóns Atla Benediktssonar, rektors Há- skóla Íslands, fyrir hönd sonar síns Daníels. Ljósm. Kristinn Ingvarsson. Skagamaðurinn Garðar Gunn- laugsson lauk nýverið námi í hótel- stjórnun og veitingarekstri við Há- skólann í Reykjavík. Námið er nýtt af nálinni hér á landi og er náms- leiðin unnin í samstarfi við einn virtasta hótelskóla heims, César Ritz í Sviss. Var þetta í fyrsta sinn sem Háskólinn í Reykjavík útskrifar nemendur úr þessu námi og dúxaði Garðar með meðaleinkunnina 9,5. Aðspurður um hvers vegna þetta nám hafi orðið fyrir valinu segist Garðar alltaf haft áhuga á ferða- þjónustu. „Ég hef alltaf haft áhuga fyrir þessu, enda hef ég búið mik- ið á hótelum á mínum ferli þegar ég hef verið að flytja milli landa. Ég tala fjögur tungumál og mér finnst gaman að umgangast fólk og kynnast nýju fólki,“ segir Garðar í samtali við Skessuhorn. Hann seg- ir hóteláhugann hafa kviknað fyr- ir alvöru þegar Arnar bróðir hans ákvað að byggja hótel í JL húsinu í Reykjavík, ásamt góðum hópi fjár- festa. Það hótel var opnað nú í vor. „Ég hef fylgst mikið með þeim og gerði mörg verkefni í skólanum út frá því hóteli,“ bætir Garðar við. Hafði brennandi áhuga Aðeins tíu aðrir nemendur voru skráðir í hótelstjórnunarnámið með Garðari. „Það er stór kost- ur, við vorum nánast að fá einka- kennslu. Ég held að það verði að hámarki teknir inn fimmtán á næstu önn,“ segir Garðar. Hann segist alltaf hafa átt frekar auð- velt með að læra og stefndi hann á að dúxa í náminu. „Núna hafði ég brennandi áhuga á viðfangs- efninu og maður nýtti metnaðinn sem maður hefur úr fótboltanum. Mig langar alltaf að vera bestur, það dreif mig áfram,“ segir hann og hlær. Hann viðurkennir þó að þetta hafi verið mikil vinna. „Þetta gerist ekkert af sjálfu sér. En það hjálpaði að hafa þennan áhuga.“ Námið sem Garðar lagði stund á við Háskólann í Reykjavík er eitt ár og lauk með diplómu. Að loknu þessu eina ári stendur til boða að halda áfram í Sviss og ljúka nám- inu með BA gráðu. Garðar ætlar hins vegar að ljúka háskólagráðu á Íslandi en hefur möguleika á því að ljúka meistaragráðu í Sviss í fram- haldinu. „Næsta vor er ég að fara að klára viðskiptafræði frá Há- skólanum á Bifröst með áherslu á ferðamál. Eftir það gæti ég farið beint í masterinn úti, það er allt- af möguleiki og maður sér bara til með það. Ég byrja í haust að klára þessa fimm áfanga sem ég á eftir í viðskiptafræðinni og er hugsanlega að fara að vinna samhliða því. Það kitlar mig eins og er að vera í hót- elbransanum. Fyrirtæki sem heitir Gili Creations frá Ítalíu hefur haft samband við mig, þeir vilja að ég kynni þá á Íslandi. Þeir eru með 60 ára sögu og sérhæfa sig meðal annars í að innrétta allt fyrir hót- el, alveg frá A til Ö. Ég er að fara að funda með þeim á næstunni og eftir það fer ég á fullt við að mark- aðssetja þá á Íslandi,“ segir dúxinn Garðar Gunnlaugsson að endingu. grþ Garðar Gunnlaugsson lauk nýverið námi í hótelstjórnun og veitingarekstri frá Háskólanum í Reykjavík. Nýtti metnaðinn úr fótboltanum og dúxaði í náminu

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.