Skessuhorn


Skessuhorn - 06.07.2016, Blaðsíða 17

Skessuhorn - 06.07.2016, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 6. JÚLÍ 2016 17 „Það eru komnir ellefu laxar á land og veiðimenn sem voru um daginn sáu vænan fisk í veiðistað fjögur,“ sagði Lára Kristjánsdóttir í árnefnd Andakílsár í Borgarfirði í samtali við tíðindamann Skessuhorns. Veiðin fer því vel af stað þar um slóðir. En þeir Maggi og Geiri voru í Anda- kílsá fyrir fáum dögum og settu í og lönduðu þremur löxum. Þá voru laxar komnir á nokkra staði í ánni og létu þeir vel af sér félagarnir. gb Laxinn farinn að taka í Andakílsá Sigurgeir Ársælsson með sjö punda lax úr Andakílsá. Ausa er bærinn norðan við ána. „Veiðin gengur frábærlega í Langá,“ segir Karl Lúðvíksson leiðsögumað- ur sem er að leiðsegja við ána, en áin hefur gefið 270-280 laxa og mikið er gengið af fiski í hana. ,,Þetta var frábært,“ sagði Jógvan Hansen sem finnst fátt skemmtilegra en að veiða í Langá á Mýrum en fékk hann nokkra laxa þegar hann var þar nýverið. Haffjarðará hefur verið að gefa vel og veiðimenn sem voru þar í einu að fyrsta hollinu fengu 14 laxa á stöng- ina, allt á mjög smáar flugur. Gangurinn í Straumfjarðará hef- ur verið ágætur að undanförnu. Ekki liggja þó fyrir tölur. ,,Við erum að fara í Flókadalsá, erum búnir að veiða þar í nokkur ár, skemmtileg veiðiá,“ sagði Einar Þorvaðarsson framkvæmdastjóri og fyrrum markmaður. ,,Við fáum góða veiði þarna yfirleitt,“ sagði Einar ennfremur. Flókadalsá er komin í 100 laxa. Grímsá í Borgarfirði er kom- in með um 70 laxa. Jakob Bjarnar Grétarsson var þar fyrir skömmu og veiddi laxa. Veiðimenn voru í Þverá í Hauka- dal og veiddu vel. Sögðu þeir mikið vera af fiski í ánni. Eitt hefur vakið athygli og það er mjög smáir laxar í bland við þessa vænu. Fiskar um eitt pund og varla það. Þeir eru varla í pottinn! gb Jakob Bjarnar Grétarsson með lax úr Grímsá í Borgarfirði. Veiðifréttir héðan og þaðan Veiðin hefur verið þokkaleg í Laxá í Leirársveit það sem af er veiðitíma- bilinu. Fiskurinn er vænn sem hefur verið að fást. En baráttan getur ver- ið löng við spræka laxa eins og sann- aðist nýlega í Miðfellsfljótinu. Skúli Valberg Ólafsson og Ragnar Þóris- son voru þá við veiðar og settu í 93 cm hæng. Tók hann lítinn Sun Ray neðarlega á veiðistaðnum. Fiskurinn reyndist gríðaröflugur og lét hafa fyrir sér í einar 90 mínútur áður en yfir lauk, enda veiðarfærin af nettara taginu. gb Sá stóri sannarlega til staðar í Laxá í Leir Laxinn kominn á land eftir langa baráttu. „Opnunin í Laxá í Dölum skilaði fleiri löxum en elstu menn muna. Þetta var gríðarlega skemmtilegt,“ sagði Harpa Hlín Þórðardóttir í samtali við tíðindamann Skessu- horns. Laxinn hefur verið að skila sér á flesta staði og mikið af honum sumsstaðar. ,,Laxinn er dreifður um alla á og nýr lax að ganga inn. Stór- laxar í bland við smálaxa. Flestir grá- lúsugir en aðrir búnir að vera í ánni í nokkurn tíma,“ sagði Harpa enn- fremur. Opnunarhollið veiddi 27 laxa. Sem er ein besta opnunin í Laxá í Dölum, eins og fyrr segir. Mynd- irnar lýsa vel stemningunni við ána um síðustu helgi. gb Byrjunin lofar góðu í Laxá í Dölum Arngrímur Gunnarsson með lax úr ánni. Harpa Hlín með glæsilegan lax úr Laxá. Veitinga notið við árbakkann. Stefán Sigurðsson og Matthías Stefánsson með fallegan lax undir brúnni. Matarpollar. Ljósm. Harpa Hlín Þórðardóttir.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.