Skessuhorn


Skessuhorn - 06.07.2016, Blaðsíða 13

Skessuhorn - 06.07.2016, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 6. JÚLÍ 2016 13 Hvanneyrarhátíðin 2016 verður haldin laugardaginn 9. júlí næst- komandi frá klukkan 13 til 17. „Þennan dag taka heimamenn vel á móti gestum og gangandi með fjöl- breyttri dagskrá fyrir alla fjölskyld- una, segir í tilkynningu frá undir- búningshópi hátíðarinnar. „Upp- haf Hvanneyrarhátíðar má rekja til Safnadagsins sem Landbúnaðar- safn Íslands tók þátt í. Þá var vel- unnurum sem og gömlum nem- endum boðið að koma á Hvann- eyri og kíkja á safnið, sér að kostn- aðarlausu og hitta gamla félaga og vini. Nú hefur Safnadagurinn verði færður fram í maí en Hvanneyr- arhátíðin stendur nú sem sér við- burður. Hefur henni vaxið fiskur um hrygg undanfarin ár og fjöldi gesta margfaldast á milli ára.“ Meðal dagskráliða Hvanneyr- arhátíðar í ár eru heyvagnaakst- ur, opið fjós, pönnukökubakstur- skeppni, leiðsögn um Yndisgarða á Hvanneyri og markaður í íþrótta- húsinu. Danshópurinn Sporið tekur sporið, húsdýr með ungviði verða á staðnum og andlitsmálun og leikir verða í boði fyrir börnin. Frítt á Landbúnaðarsafnið Sett verður upp sýning á gömlu skólaspjöldum Bændaskólans í skólastofum Gamla skóla ásamt myndum frá nærri 130 ára skóla- sögu Hvanneyrar. „Tenging fyrr- um nemenda Bændaskólans við Hvanneyri er sterk. Hjá mörgum er það orðinn fastur liður að sækja Hvanneyrarhátíðina þar sem gaml- ir og góðir tímar eru rifjaðir upp, segir í tilkynningu undirbúnings- hópsins. Ókeypis aðgangur verður að Landbúnaðarsafni Íslands og ætla konurnar sem standa að Ullarsel- inu að sýna listir sínar á tröppum safnsins. Félagar í Fornbílafjelagi Borgarfjarðar munu sína bifreiðar sínar, ungum og öldnum til gam- ans, en innkoma fornbílafélags- ins er einn af vinsælustu viðburð- um hátíðarinnar ár hvert. Þá verð- ur gamli Andakílsskóli opinn ef fólk vill kynna sér þá starfsemi sem þar fer fram. Geitalatté og upplestur Erfðalindasetur Íslands verður með upplýsingar um íslensku hús- dýrin og leggur til geitamjólk frá Háafelli sem notuð verður í sér- lagað geitalatté sem selt verður í kaffihúsinu Skemmunni. Þá mun Bjarni Guðmundsson, forstöðu- maður Landbúnaðarsafnsins, lesa upp úr nýrri bók sinni, Konur breyttu búháttum saga Mjólkur- skólans á Hvanneyri og á Hvítár- völlum. Rjómabúið á Erpsstöðum í Dölum mun taka þátt í hátíðinni með kynningu og sölu á vörum sínum. Formleg dagskrá hefst klukkan 13 og lýkur klukkan 17, sem fyrr segir. Allar nánari upplýsingar um hátíðina og dagskrá má finna á Fa- cebook-síðu hátíðarinnar www.fa- cebook.com/hvanneyrarhatid. kgk/ Ljósm. úr safni. Fjölbreytt dagskrá á Hvanneyrarhátíð á laugardaginn Húsdýr með ungviði verða á staðnum. Markaðurinn í íþróttahúsinu er fastur liður á Hvanneyrarhátíð. Bæjarhátíðin Heim í Búðardal verður haldin um næstu helgi, dagana 8. – 10. júlí. „Þetta er fyrst og fremst fjölskylduhátíð þar sem lögð er áhersla á að hafa nóg í boði fyrir alla fjölskylduna,“ segir Svana Hrönn Jóhannsdóttir íþrótta- og tómstundafulltrúi í Dalabyggð í samtali við Skessuhorn. „Það verð- ur allt frítt sem hátíðin býður upp á, nema dansleikurinn á laugar- dagskvöldinu en hann er hluti af fjáröflun fyrir UDN.“ Hátíðarhöldin hefjast á föstu- deginum klukkan 16 þegar Ein- ar Mikael töframaður verður með töfrabragðanámskeið í Dala- búð. „Við verðum svo með ótrú- lega skemmtilegan fjölskyldurat- leik á föstudeginum þar sem fólk á að safna stigum í Búðardal. Það verða vonandi margir sem taka þátt í því,“ segir Svana. Þá verður boðið upp á kjötsúpu í heimahús- um og lýkur kvöldinu á kvöldvöku fyrir alla fjölskylduna í Dalabúð. Gleðin heldur áfram allan laug- ardaginn með þéttri dagskrá frá morgni og fram á nótt. Á laugar- dagsmorgninum verður boðið upp á morgunverð í Dalabúð þar sem gestir hátíðarinnar geta komið saman og hist. Eftir morgunverð- inn mæta Solla stirða og Íþróttaálf- urinn á svæðið. „Hápunkturinn er líklega Vestfjarðarvíkingurinn en það verður keppt í tveimur loka- greinum og kemur því í ljós hver sigrar,“ segir Svana. Einnig verð- ur veltibíllinn á svæðinu, kassabíl- arallý, leirlistarsýning verður opn- uð, systurnar Steinunn og Dagný Matthíasdætur verða með ljós- mynda- og myndlistarsýningu og Slökkvilið Dalabyggðar setur upp froðurennibraut. Í lok kvölds- ins stígur hljómsveitin Goðsögn á svið í Dalabúð og leikur fyrir dansi fram á nótt. Endapunktur hátíðarinnar verða skemmtilegir tónleikar á Silfur- túni á sunnudeginum. Það verður því líf og fjör í bænum alla helgina og tilvalið fyrir heimamenn, brott- flutta og aðra gesti að kíkja í heim- sókn. arg Heim í Búðardal um helgina Kassabílarallý á bæjarhátíðinni Heim í Búðardal 2014. Ljósm. bae. ÖLL ALMENN VERKTAKASTARFSEMI Eiríkur J. Ingólfsson ehf. S ke ss uh or n 20 13 Starf við aðhlynningu á sjúkradeild HVE í Stykkishólmi Óskum eftir tveimur starfsmönnum í vaktavinnu frá 8. ágúst 2016 eða eftir samkomulagi. Um er að ræða gefandi og skemmtilegt starf sem felst í umönnun og almennum störfum á sjúkradeildinni. Starfshlutfall er samkomulagsatriði og getur verið á bilinu 50 -90%. Hæfniskröfur Góð íslenskukunnátta Jákvæðni og góð samskipthæfni Snyrtimennska og stundvísi Umsóknarfrestur er til 18. júlí 2016 Nánari upplýsingar veitir Jóhanna F. Jóhannesdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar á HVE, netfang: johanna.johannesdottir@hve.is Umsóknareyðublöð eru á heimasíðu HVE og senda þarf umsóknir á netfangið johanna.johannesdottir@hve.is HVE er reyklaus vinnustaður Nánari upplýsingar um Heilbrigðisstofnun Vesturlands í Stykkishólmi er að finna á http://www.hve.is/islenska/stykkisholmur/ Norðurálsvöllur Allir á völlinnÍA - Valur Föstudaginn 8. júlí kl. 18:00 FRÍTT Á VÖLLINN FYRIR ALLA Aðalstyrktaraðili leiksins er Ferðaskrifstofan Katla-DMI SK ES SU H O R N 2 01 6 ÍA – Breiðablik Aðalstyrktaraðili leiksins er Endurskoðunarstofan Álit, Smiðjuvöllum 7 PEPSÍDEILD KVENNA

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.